Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 10
J JERZY FICOWSKI Bréf til Marc Chagall Geirlaugur Magnússon þýddi. I. Hversu leitt, herra minn, að þér þekkið ekki Rósu Gold döprustu rósina gullnu. Sjö ára aðeins var hún í stríðslok. Sá hana aldrei en hún lítur aldrei af mér. Tvisvar bráðnaði á þeim snjór tvöþúsund sinnum birtist dauðinn sexáraaugum Rósu Gold. Bróðir minn hljóp út um nótt, drakk vatn úr polli og dó. Við grófum hann um nótt út í skógi. Og einu sinn fór frændi út úr byrginu en kom aldrei aftur. Við vorum í felum í 18 mánuði þar til Rússarnir komu. Þá gátum við ekki lengur gengið og við erum enn með auma fætur. Svo er Rósa alltaf döpur og grætur oft og vill ekki leika sér með öðrum krökkum. Hversu gott, herra minn, að þekktuð ekki Rósu Gold Liljubeður elskendanna hefði horfið í logann. Bogi grænklædda fiðlarans skorið hann á háls. Kirkjugarðshliðið grotnað eða hrunið undan múrsteinsbrotum. Liturinn brennt strigann. Því síðasta hryllilegasta ópið er ávallt einskær þögn. Hversu leitt, herra minn, að þekktuð ekki Frikka Móðir hans fæddi hann skömmu fyrir stríð. Nú vill hann helst vera síld, með eigið salt eða fluga sem suða má að vild. Því honum var látin í té tilvera smá. Bakvið skáp dreymdi hann lauk nokkur furða að skyldi gráta af slíkum draumi! Sat bakvið skápinn. Kæmi einhver var ég þægur og hijóður, ég hafði aldrei komið út í sólskinið. Ég faldi mig undir iúsugri sæng. Þannig yrði það alltaf hélt ég. Þau sögðust ætla til Czestochowa og skilja mig eftir. Ég ætlaði að fara að gráta en þá datt mér hug, þegar þatu eru farin kæmi ég framundan skápnum. Hversu gott, herra minn, að þekktuð ekki Frikka sem þóttist vera köngulóarvefur bakvið skáp. Litla stúlkan situr í grænum glugga. TeketiIIinn í Vitebsk bullar gegnum árin. Rýkur úr svefndrukknum olíutýrum. Vængjuð síld af himnum blessar markaðstorg. Hví skyldi nokkur trúa á Frikka? Ekki er Frikki almáttkur Guð. II. Og stundum kom mamma og fór með mig á annan stað þar sem ég varð að kalla mömmu, frú. ' Stundum gleymdi ég að kalía mömmu frú og þá varð mamma voðalega reið. En það var erfitt fyrir mig að venjast því, svo erfitt, að öðru hvoru varð ég að hvísla í eyra mömmu, mamma, mamma, mamma. Og þá spurði ég: Mamma, þegar stríðið er búið, má ég þá kalla þig mömmu upphátt. Þetta eru erindi úr nýjasta testamentinu með sex milljón brunnum kortum en þeir sem lifðu af speglast í rauðum stjaka eldsins. Og einnig vitnisburður hluta í rakaraspegli stækkar og stækkar skeggúfinn óttinn í stærri og stærri hringjum sem gárist í gruggugu grænu vatni og sprengi upp aðra heima. Engin speglun þeirra varir. Mynd: Kate Kollwitz. Teikning af ungum gyðingadreng í fangabúðum þýskra nasista. Sendi yður herra Chagall eitt agnarbrot úr þeim spegli sem liggur nú djúpt í árhringjum liðinnar tíðara" innan um haug af beinum sem væri kært ofurkært að þegðum um þau að sinni og þyldum yfir þeim hárri röddu orðið mamma Bamið var afarhrætt við dauðann. Það kúrði sig upp að móður sinni og spurði: Mamma , meiðir dauðinn mig mikið. Móðirin sagði grátandi: Nei, aðeins smástund — og þá skutu þeir þau. Rísa nýjar eyðimerkur sandar Majdenek og Sobibór auðnir Treblinka og Belzec þar sem vindurinn gnauðar hinstu hvíld ekki yfir tinnu, gljásteini, sandsteini muldum í kvörnum fornra hafa heldur kalki og ösku mannkynsins muldri í mold. Ég, maðurinn, ég, jarðarbur. Ég þeirra óbrenndi bróðir sé þig enn, herra minn, og hanann þinn blindan standa vörð á sorphaug mennskrar iðju og rísa upp úr öskunni á hinsta degi eyðileggingarinnar III. Þar sem útrýmingarbúðirnar stóðu hafast við ránsfiokkar leitandi að gulli í öskulögum brenndra fanga. / myrkrinu rennur askan gegnum sívalning stundaglersins. Og allt um kring má enn greina síðustu andvörpin. Stundum lýsist nóttin upp af upprisinni stjörnu gulltönn dreginni upp úr ösku. Og sem í sjónhending hirtist eitthvað sem líkist höndum löðrandi rauðu. í dag þekki þessa lófa flekklausir sem obláta þeir klöppuðu fyrir þeim lestum sem fluttu Rósu Gold og Frikka handanvið skápinn fluttu þau burt hinsta sinni eftirlétu þá látnu. Ég held að finni frið muni mæta þeim að nýju urnvafinn tryggu skjóli þinna torræðu lita herra Chagall Ljóðið er þýtt úr pólsku úr Ijóðabókinní Qdczytanie Popiolow (Lesið í ösku) eftir Jerzy Ficowski. Hann er fæddur í Warszawa 1924 og allkunnur sem Ijóöskáld, smásagnahöfundur og ritgerðasmiður. í Ijóöabókinni Lesið í ösku fjallar hann um örlög pólskra gyðinga, einkum barna, á hörmungartímum síðari heimsstyrjaldar, líkt og þessu í Ijóði sem hér er þýtt, vitnar hann gjarnan til bréfa og dagbóka gyðingabarna sem fundust að loknu stríði. Þýðandinn býr á Sauðárkróki. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.