Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1994, Blaðsíða 8
Efst: Sigurður Norda.1, Hansen í Nýhöfninni. I miðju: Leikið atriði á myndbandinu: Sigur- jón krotar í sandinn. T. h.: Stílfært portrett í tré. Neðst: Ásgrímur Jónsson. T. h.: A mynd- bandinu er þessi mynd af ungum dreng. Myndbandatækni er nýstárleg en áhrifa- -mikil aðferð við listkynningu. Nú hefur Kvikmynda- félagið AX hf. beitt aðferðinni með þeim hætti að myndbandið hefur fengið silfur- verðlaun í Banda- ríkjunum í flokki fræðslumynda á háskólastigi. Andlitsmyndir Sigurjóns Verðlauna- myndband INTERNATIONALFÍLM AND VIDEO FESTIVAL Portret eða mannamyndir eru sér- grein innan myndlistarinnar og gegna tvíþættu hlutverki, hvort sem þau eru máluð eða unnin sem höggmyndir: Annarsvegar að túlka við- fangsefnið og sýna viðkomandi persónu þannig að hún þekkist, - hinsvegar að skapa listaverk sem lýtur venjulegum lögmálum myndlistarinnar. Það er þekkt staðreynd að góðir listamenn hafa misgott næmi á það sem einkennir fólk og hversu vel sem staðið er að undirstöðuatriðum eins og formi eða lit er verkið misheppnað sem portret, ef það líkist ekki þeim sem það á að sýna. Þótt nokkrir hinna nafnfrægu málara okkar frá því fyrr á öldinni hefðu portrettið einungis sem aukabúgrein, sýndu þeir þegar bezt lét að þessi tilfinning var ti! í ríkum mæli og nægir að benda á sum portret Kjarv- als, Kristínar Jónsdóttur og Nínu Tryggva- dóttur; einnig sjálfsmyndir Ásgríms og Jóns Stefánssonar. Hjá þessum og ýmsum öðrum myndlistar- mönnum var portrettið aðeins ígrip. Það verður hinsvegar ekki sagt um Sigurjón Olafsson myndhöggvara, sem lét eftir sig mikinn fjölda mannamynda, 200 eru skrá- settar. Það sem skiptir þó enn meira máli er, að meðal þeirra eru mörg meistaraverk sem verður að telja meðal þess allra bezta sem unnið hefur verið í portrettmyndum á íslandi. Það þekkja flestir sem unnið hafa í portrettmyndum, að sá kjarni persónunnar sem verður að skila sér í myndinni, næst ekki alltaf. Hjá Sigurjóni var þessi tilfinning svo rík, að ég veit ekki um eitt einasta dæmi þar sem verkið heppnaðist ekki full- komlega. Það var aðdáunarvert hvernig SILVER SCREEN AWARD PO« TH6 l>HODUC «ON EMTtTLEP "1'HOSí: mmi) STÖXKS • SfGÚSJÖSí OLAFSSOaS::P0.RÍRAI? aiISTS' FÖúCftTIONr eomoK & M)\'Amu K;)í/CiÍíKW OLAflK SOGN'VAUISSON M FiLM PftOIHÍim’S FOR OUTSTANDIPslG CHEATIVITY IN THE PRODUCTION OF AUDIO VISUAI. COMMUNICATIONS IN INT6RNATIONAL COMPETITION. L tATIONS iTITION. r/á Verðlaunaskjöldurinn sem Ólafur Rögn- valdsson og Kvikmyndagerðin AX fengu í Bandaríkjunum. hann gat látið kollótt form steinsins halda sér og um leið náð persónueinkennum sem ekki fóru milli mála. Í því sambandi er nærtakast að benda á myndirnar af Sigurði Nordal og Ásgrími Jónssyni. Þar er um veru- lega stílfæringu að ræða, en Siguijón var jafvígur á nákvæma raunsæisútfærslu, svo sem sést í myndinni af móður listamanns- ins. Myndina af Ásgrími mótaði Siguijón fyrst í leir og átti Ásgrímur þá jafnframt að mála mynd af Siguijóni. Til þess kom þó aldrei, enda hefði verið erfitt að mála Siguijón; „hann gat aldrei verið kyrr“, seg- ir Birgitta Spur, ekkja hans og forstöðukona Siguijónssafns. Tilefni þessa pistils er að út hefur verið gefið myndband um portrett Siguijóns og hefur það fengið verðlaun í Bandaríkjunum: Silver screen award, í flokki fræðslumynda á háskólastigi. Heiðurinn af myndbandinu á Kvikmyndagerðin AX hf., sem Ólafur Rögn- valdsson kvikmyndagerðarmaður rekur. Hann tók allar myndirnar og klippti í sam- vinnu við Skafta Guðmundsson. Að hand- ritinu stóðu listsögufræðingarnir Auður Ólafsdóttir og Sólveig Georgsdóttir ásamt Birgittu Spur. Sýningartíminn er 17 mínútur. Myndbandið er að hluta byggt á við- tali, sern Erlingur Jónsson, myndhöggv- ari í Ósló, átti við Siguijón árið 1980. Erlingur var og er mikill aðdáandi Sig- uijóns; hann hafði verið aðstoðarmaður Sig- uijóns um tíma og tók viðtalið vegna prófrit- gerðar. Það er þessi texti sem röddin á band- inu les í fyrstu persónu. „Siguijón kom svo vel orðum að því sem hann var að hugsa,“ segir Ólafur Rögnvalds- son, „og það var miklu betra að láta flytja tal hans með þessum hætti en að hafa bara eina þularrödd.“ Meðal annars er ijallað um formið, anatómíuna og yfirborð mynd- anna, ólíkar aðferðir við ólík efni, um ljós og skugga, liti og hreyfingu. Leitast er við að skýra hugmyndir Siguijóns með einstök- um verkum. Einnig er stuðst við ljósmyndir og lifandi myndir af listamanninum við vinnu. Myndbandið er eingöngu ætlað til heimilis- eða einkanotkunar, svo og sem fræðsluefni í skólum. „Menntamálaráðuneytið hefur samt ekki haft efni á að kaupa eitt einasta eintak fyr- ir Námsgagnastofnun,“ segir Birgitta Spur, „svo það lítur ekki vel út með notkun í skól- um. Sjónvarpið keypti tvo sýningarrétti, fengnir voru styrktaraðilar og Siguijónssafn greiddj, 1 milljón. Lagt var í aukakostnað við enskan texta, sem Norræna Húsið tók reyndar þátt í, en það hvíla samt engar skuldir á þessu. Við sem að þessu stöndum erum bara dálítið sár yfir því að hafa aðéins fengið fimm svör frá öllum skólum Iandsins, sem skrifað var og boðið myndbandið á 1.200 krónur. Við skólana virðist afar litlu sam- bandi hægt að ná og það er áhyggjuefni," sagði Birgitta Spur. GS. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.