Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 4
Skáldkona með skraut- lega fortíð Ein af fáum dönskum kvenrithöfundum sem hlot- ið hafa, ekki bara heimsathygli, heldur líka alþjóðlegar viðurkenningar fyrir ritstörf er Karen Blixen. Árið 1985 má segja að frægð hennar hafi hlotið ákveðna endurreisn, en það KAREN Btíxen árið 1907. KAREN BLIXEN verður í brennidepli á „Dönskum haustdögum“ 8.-17. október, umfangsmikilli menningarviku í Reykjavík. Sjá nánar um dagskrána í Listir-Menning. Af því tilefni birtir Lesbók grein um þessa sérstæðu skáldkonu. Eftir AUÐI LEIFSDÓTTUR ár voru liðin frá fæðingu Karen Christentze Dinesen, en það ættarnafn bar hún uns hún giftist Blixen baróni. Það ár var frumsýnd í besta ameríska ástarspennustíl kvikmynd- in „Jörð í Afríku“ sem byggð var á sam- nefndri endurminningabók Blixen um árin 17 í Afríku. Þó að skoðanir manna á kvik- myndinni hafi verið skiptar, og þá einkum og sér í lagi um sannleiksgildi hennar, varð þessi nýi og aukni áhugi til.þess að víkka sjónarhornið á þessari áhugaverðu konu til muna. Vissulega höfðu landsmenn hennar haft nánari kynni af persónunni Karen Blix- en, en aðrir Norðurlandabúar sem og Banda- ríkjamenn, en í þessum heimshlutum hafa bækur hennar hlotið góðar viðtökur. Reynd- ar skrifaði Blixen jafnt á dönsku sem ensku og þegar dönsk bókaforlög höfnuðu handrit- inu að fyrsta smásagnasafninu „Syv fantas- tiske Fortællinger" varð „Seven Gothic Tal- es“ ekki bara metsölubók heldur var hún líka valin bók mánaðarins þegar hún kom út í New York árið 1937. Fyrir þessar frá- bæru móttökur var Blixen Bandaríkjamönn- um ævarandi þakklát og hún hélt því alltaf fram að enginn, ekki einu sinni hennar eig- in landsmenn, hefðu sömu tilfinningu og skilning á bókmenntum hennar og þeir. Karen Blixen ólst upp á heimili þar sem börnin 5 voru ekki send í skóla, heldur kennslukona fengin heim til að kenna. Að- eins 17 ára gömui hannaði hún búninga við leikrit sem hún sjálf samdi og hún bæði málaði og teiknaði. Því sótti hún um inn- göngu í Konunglega listaháskólann í Kaup- mannahöfn árið 1903 og árið 1910 stund- aði hún myndlistarnám í París. Þegar Karen Blixen sneri aftur heim frá Afríku árið 1932 eftir 17 ára dvöl þar, var hún lengi í vafa hvort hún ætti að byggja framtíð sína á myndlistinni eða verða rithöf- undur. Faðir Karenar Blixen var Wilhelm Dine- sen (1845-1895), herforingi úr danska hernum og ofurhugi sem tók þátt í stríðinu milli Frakka ogÞjóðveija árin 1870-71 sem og stríðinu milli Rússa og Tyrkja árið 1877. Wilhelm Dinesen var mikill náttúruunnandi og fróður um allt lífríkið; var í eðli sínu bóndi og veiðimaður, en bar um leið djúpa virðingu fyrir náttúrunni og gjöfum hennar. Hann var að hálfu leyti aðalborinn. Móðir Karenar Blixen hét Ingeborg, fædd Westenholz, og var að flestu leyti alger andstaða eiginmannsins. Westenholz-ættin var borgaraætt sem kaupsýsla og íjármála- vit virtist vera í blóð borin. Wilhelm Dinesen festi kaup á búgarðinum Rungstedlund ásamt systur sinni. En 14 árum eftir brúð- kaupið framdi Wilhelm Dinesen sjálfsmorð. Á þessum árum báru lifnaðarhættir aðals- ins keim af því að þetta fólk hafði ekki annað markmið með lífinu en að drepa tím- ann með skemmtunum. í því samhengi ber að gera greinarmun á milli frumboriuna drengja; þeirra sem erfðu óðalið og nafnbót- ina og urðu höfuð ættarinnar og svo hinna sem voru að sjálfsögðu greifar eða barónar en án óðalsseturs. Þeir fyrrnefndu höfðu yfirleitt meira en nóg að gera en þeir síðar- nefndu urðu — ef þeir vildu verða eitthvað — að útvega sér heimili og starf; einhvem status. Ef peningar og nokkur kostur var á studdi fjölskyldan við bakið á þeim, en hvað stúlkurnar varðaði var ekki til annars ætlast en að þær giftust inn í samboðnar ættir. Lífsstíllinn einkenndist því oftar en ekki af léttleika eða ábyrgðarleysi, allt eftir því hvernig á málin var.litið. Tveir úr þessum „þotuliðshópi aldamót- anna“ voru sænsku tvíburabræðurnir Hans LJÖSMYNDARINN Cecil Beaton gerði sér sérstaka ferð til Danmerkur til að mynda Karen Btíxen. Hann náði að fanga hina sérstæðu útgeislun hennar, enda þótt hún ætti þá skammt eftir ólifað. Þetta voru síðustu myndirnar sem teknar voru af henni. inn og kaupa kaffiplantekru — verksmiðjuna átti eftir að byggja — í staðinn, jókst ekki tiltrú Westenholz-fjölskyldunnar á honum. Heima undirbjó Karen brúðkaupið og bú- skapinn af kostgæfni. Silfurborðbúnaði, bókum, kristalsglösum, postulíni, glugga- tjaldaefni, dúkum og húsgögnum var pakk- að niður, enda varð heimili þeirra við Ngong- fjallið rómað um alla Afríku fyrir smekk- vísi, stíl og menningarbrag. Þann 2. desem- ber 1912 tók hún ásamt móðurinni, Inge- borg, og Elle systur sinni lestina til Napolí, þar sem þær eyddu 14 dögum saman. Þann 16. desember hélt svo skipið sem sigldi til hafnarborgarinnar Mombasa úr höfn og hófst þá nýr kafli í lífi Karenar Blixen — „vita nuova“ kallaði hún sjálf áætlunina. Jörðin sem Bror Blixen hafði keypt var kaffíplantekra, en engin reynsla var fyrir kaffibaunarækt í þessari hæð yfir sjávar- máli. Það sem fyrir lá eftir kaupin var því að ryðja frumskóginn sem þakti mestan hluta jarðarinnar, plægja jarðveginn og planta kaffibaunatijám. Bror Blixen var ágætur búmaður, atorku- samur og fílhraustur. Auk þess hafði hann enga fordóma gagnvart hinum innfæddu, hann gat vel skilið að þeir vildu ekki vinna í rigningu og hjá honum fengu þeir bæði ábreiður og aukabónus í samræmi við af- köst. Bror Blixen naut virðingar og vináttu hinna innfæddu og sama gegndi um Karen Blixen eftir að hún kom til landsins. Hinir bresku innflytjendur sem voru í miklum meirihluta í Kenýa litu þau hornauga sökum hins persónulega og vinsamlega samneytis sem Blixen-hjónin áttu við þeldökkt starfs- fólk sitt. í raun tók hjónaband þeirra enda árið 1921 því þá flutti Bror Blixen af búgarðin- um — mest að frumkvæði Westenholz-fjöl- skyldunnar sem átti meirihluta í fyrirtækinu þó að hinn löglegi skilnaður gengi ekki í gildi fyrr en löngu seinna eða árið 1925 þegar Bror Blixen fór að íhuga að gifta sig aftur. Aðrir sem voru „áhorfendur" að hjónabandinu fannst þau afar ósamstætt par; hún fyrst og síðast vitsmunavera, hann veiðimaður og bóndi. Alla sína ævi var Karen Blixen afar mikið á móti því að fólk væri að tjá sig um hjónabönd annarra og sagði alltaf að enginn gæti í raun vitað nokkurn skapaðan hlut um einkamál hjóna. Að sjálfsögðu hafa Bror og Karen átt ýmis- legt sameiginlegt, eins og t.d. hin næmu tengsl við náttúruna, og eflaust má líka álykta að í Bror hafi Karen Blixen talið sig að einhveiju leyti finna samsvörun við hinn látna föður sinn, hann var líka bóndi og veiðimaður, en þar með er líka allri samlík- ingu lokið. Strax í upphafi hjónabandsins smitaði Bror Blixen konu sína af sárasótt sökum náinna kynna við aðrar konur, þ. á m. kon- ur af Masai-ættbálknum þar sem sjúkdóm- urinn var algengur. Þó kaldhæðnislegt sé þá má í raun segja að sárasóttin sé upphaf- ið að ferli Karenar Blixen. Sjúkdómurinn, sem þá var ólæknandi þó að hægt væri að stöðva framgang hans með erfiðum arsenik- meðferðum, varð þess valdandi að Karen Blixen lá ein veik langtímum saman og gat ekki, þegar fram liðu stundir, átt það sam- neyti við annað fólk sem hún etv. hefði KAREN Btíxen og danska skáldið Thorkild Björnvig. og Bror vön Blixen-Finecke, miklir gieði- menn frá óðalssetrinu Nasbyholm á Skáni. Hans var ofurhugi sem allir dáðust að og var ávallt hrókur alls fagnaðar. Hann stund- aði kappreiðar og vann oftast, var frum- kvöðull í flugi og síðast en ekki síst mikill kvennamaður svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hinn bróðirinn, Bror, var líka kvennamaður, en varð oft að láta sér nægja þær sem „eldri“ tvíburinn hafði ekki hug á og fannst það bara í góðu lagi. í raun voru bræðurnir glaumgosar; bæði foreldrum og kennurum stöðugt áhyggjuefni. Víkjum nú aftur að hinni ungu fröken Karen Dinesen sem fannst hún vera að kafna í því andrúmslofti sem ríkti á heimili hennar, Rungstedlund, undir forustu móður- innar, sem í einu og öllu hlýddi uppeldisleg- um fyrirmælum ömmunnar, Mary Lucinde. Smám saman leið Karen þannig að hún var tilbúin til alls, bara til að sleppa að heiman. Auðvitað kolféll hún fyrir Hans, enda var hann svarið við öllum draumum hennar og þrám holdi klætt. En Hans tók varla eftir henni, allavega ekki öðruvísi en frænku Friis-systranna. Á efri árum trúði Karen Blixen Clöru Svendsen fyrir því að yfir ung- dórnsárum hennar hefði hvílt skuggi djúpr- ar, en óendurgoldinnar ástar. Þegar svo bróðirinn, Bror Blixen, fór að stíga í væng- inn við hana var ástarsambandið við hann ögrun við móðurfjölskylduna og trúlofunin þ. 23. desember 1912 kærkomið tækifæri til að iosna undan áhrifum mæðgnanna. Fljótlega fóru þau að skipuleggja sameigin- lega framtíð og svo virðist sem þau hafi tekið hnattlíkan og skoðað alla möguleika, en beittu svo útilokunaraðferðinni og í síð- asta kasti stóð valið milli Malaysíu og Afr- íku. Það var frændinn Mogens Friis, faðir Daisy, sem benti þeim á Kenýa sem þá var bresk nýlenda í Austur-Afríku. Í gegnum síma var keyptur búgarður þar sem aðalbú- greinin var nautgriparækt, en fjármagnið kom að mjög miklu leyti frá Aage Westen- holz og Ingeborg Dinesen. Strax var Bror Blixen gerður út af örkinni; sendur til Na- irobi að ganga endanlega frá kaupunum, undirbúa búsetu þeirra og væntanlegt brúð- kaup. Hann var fullur áhuga og sendi heit- mey sinni bréf, dagbækur og myndir „prýdd- ar“ stafsetningarvillum, blóðblettum og svita. Þegar hann svo tilkynnti að hann væri aftur búinn að selja nautgripabúgarð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.