Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 6
BJÖRN Pálsson eins og margir niuna hann,
- með flr.gmannshúfuna og í úlpunni.
BJÓRN ber að flugvélinni ungan sjúkling, einn af mörgum sem lá á að komast undir Iæknishendur.
BRÚÐKAUPSFERÐ A Tf-lóu
umarið 1939 lögðu ung hjón af stað í brúðkaups-
ferð. Ekki var um neina venjulega brúðkaups-
ferð að ræða, ætlunin var að fara í hringflug
um ísland. Þetta var óvenjulegur ferðamáti
bæði vegna þess að flugvélakostur þjóðarinnar
Björn Pálsson flugmaður
varð landsþekktur fyrir
sjúkraflug sitt, oft við
hrikaleg skilyrði. Flug var
áhugamál hans ög hann
gerði það að lífsstarfi og
hafði flutt um 3.400
sjúka og slasaða þegar
hann féll frá í flugslysi
árið 1973.
Eftir LINDU SALBJÖRGU
GUÐMUNDSDÓTTUR
voru aðeins þijár litlar flugvélar, og auk þess
höfðu engir flugvellir verið gerðir á íslandi á
þessum tíma. Ekki var um aðra lendingar-
staði að ræða en slétt tún, mela, ísilögð vötn,
árbakka eða fjörusand.
Farkosturinn var tveggja sæta opin land-
flugvél af Blackburn Bluebird IV gerð og bar
einkennisstafina TF-LÓA. Eiginmaðurinn,
Bjöm Pálsson, sem hafði nýlokið einkaflug-
mannsprófi eftir að hafa flogið aðeins í 36
klst. undir umsjá kennara sinna, sat sjálfur
við stýrið á Lóunni.
Með þessari flugferð hafði Björn Pálsson
hafið langan og viðburðaríkan feril í íslenskri
flugsögu, þó enn ættu eftir að líða mörg ár
þangað til hann gerði sjúkraflugið að ævi-
starfí sínu.
Björn fékk snemma áhuga á flugi. Hann-
var einn af þeim sem surnarið 1936 tóku upp
fallið merki flugsins á íslandi og hófu störf
í Flugmálafélagi íslands og Svifflugfélagi
Islands. Hann smíðaði ásamt nokkrum félög-
um sínum fyrstu íslensku sviffluguna sem
notuð var við svifflugkennslu. Árið 1937 hóf
hann nám í vélflugi hjá Agnari Kofoed-Hans-
en. Sem fyrr segir fékk hann réttindi til einka-
flugs árið 1939.
Með hernámi Islands árið 1940 var fótun-
um kippt undan fiugi hérlendis og TF-Lóa
varð stríðinu að bráð. Lóan gleymdist í skúr
inn í Laugarneshverfí og grotnaði þar niður.
Skúrinn var síðan rifinn og öllu fleygt á rusla-
haugana.
S JÚKRAFLU GM AÐUR FYRIR
TlLVILJUN
Björn byijaði ekki að fljúga aftur fyrr en
árið 1947. Um þetta leyti eignaðist hann sína
aðra flugvél, tveggja sæta vél af danskri KZ
III gerð er bar einkennisstafína TF-KZA.
Flugvélin gekk yfirleitt undir nafninu Káset-
an. Það var á þessari einhreyfils vél sem Bjöm
flaug sitt fyrsta sjúkraflug, og var ferðinni
heitið til Reykhóla í Barðastrandarsýslu.
Björn var kunnugur á þessum slóðum og því
var leitað til hans um flugið. Enginn annar
treysti sér í þessa ferð þar sem veðrið var
mjög slæmt, stormur og hríðarél. Flugvélar
landsmanna vom ófullkomnar á þessum tíma,
einungis búnar einum hreyfli og öryggistækin
voru áttaviti og talstöð. Ratsjá og afísingar-
búnað’T voru þá ekki komin til sögunnar.
Það var því ekki að ástæðulausu að sumir
flugmenn vom tregir til að fljúga sjúkraflug.
Björn lét hins vegar engan bilbug á sér fínna,
og tókst þetta verkefni á hendur. Um þetta
fyrsta sjúkraflug sitt sagði Björn:
Eg fór, vélin mín, KZ III, var ekki sérlega
þægileg - konan varð að sitja uppi alla ferð-
ina og auk þess var veðrið slæmt. Mikill
stormur og dimm hríðarél byrgðu útsýnið.
En ég varð að fara, og ég varð líka að kom-
ast til baka. Mín flugvél var sú eina á öllu
íslandi sem mögulega gat farið slíka ferð.
Það tókst, og næsta dag var sagt frá þessu
í blöðunum. En það varð til þess, að mér
tóku að berast fleiri beiðnir um sjúkraflutn-
inga.
Með þessari flugferð var Björn Pálsson
orðinn sjúkraflugmaður og það fyrir tilviljun
eina. Hún var aðeins byijunin á löngum
starfsferli Björns sem sjúkraflugmanns. Hann
var upphafsmaður og alger brautryðjandi að
sjúkraflugi hérlendis og sýndi fyrstur manna
í verki, hversu víða á landi hér var hægt að
koma mönnum til hjálpar með flugvél, er sjúk-
dóm eða slys bar að höndum, þótt ekki væra
þar flugvellir. Hann lenti og hóf sig til flugs
alls staðar.
í hálft annað ár notaðist Bjöm við Káset-
una til sjúkraflutninga, sem var í raun mjög
óhentug til slíks starfs. Það varð því úr að
hann réðst í að kaupa stærri flugvél. í apríl
árið 1951 fór Bjöm til Bretlands og festi þar
kaup á einshreyfíls flugvél af Auster gerð.
Flugvélin kom hingað til lands um sumarið
með Goðafossi. Hún bar einkennisstafina
TF-LBP. Sú nýbreytni varð nú á Slysavama-
félagið hóf samvinnu við Bjöm og gerðist
meðeigandi hans í vélinni að 60%.
Þetta sumar flaug Björn víða um landið á
nýju vélinni, m.a. til Breiðuvíkur. Þar segir í
fréttabréfí frá þeim stað:
/ gær, þegar séra Gísli Kolbeins var að enda
messu I Breiðuvík, blasti við óvænt sýn. Flug-
vél stóð á sandinum skammt frá kirkjunni.
Reyndist það vera Björn Pálsson á nýju
sjúkra-vélinni, TF-LBP. Er þetta í fyrsta
skipti sem flugvél lendir hér í útvíkum og
því allmerkur viðburður og boðar íbúum hinna
afskekktu byggðarlaga mikið öryggi íýmsum
tilfellum.
I öðru fréttabréfí frá Reykhólum sama ár
segir m.a.:
Sunnudaginn 11. ágúst lenti Björn nýju
sjúkraflugvélinni TF-LBP hér í fyrsta sinn.
Hann er hér í dreifbýlinu mikill aufúsugest-
ur, og allir hér binda miklar vonir við þessa
nýju flugvél.
Af ofangreindu er Ijóst að Björn var braut-
ryðjandi í því að rjúfa einangrun afskekktra
byggðarlaga. Öryggi þeirra sem bjuggu í
strjálbýli jókst, þar sem fólk vissi að til Björns
var hægt að leita, ef slys eða sjúkdómar báru
að höndum. Hann flutti fólk undir læknis-
hendur á fáum klukkustundum frá stöðum,
er áður hefði tekið fleiri daga.
Eftir að samvjnna Björns og Slysavarna-
félagsins hófst árið 1951 var sjúkraflugið
komið á miklu traustari gundvöll en áður,
meðan það hvíldi að öllu leyti á einum manni.
ÆVINTÝRIOG HÆTTUFÖR Á
Tf-lbp VÉLINNI
Björn fór marga flugferðina á TF-LBP
vélinni og reyndist hún mjög vel. Björn var
oftast einn með sjúklingana, sem venjulega
var gefið deyfandi lyf fyrir flugferðina. Stund-
um var hinn slasaði þó svo illa á sig kominn,
að nauðsynlegt þótti að hafa lækni eða hjúkr-
unarkonu með í ferðinni. Eins þegar gera
þurfti aðgerð út á landi, þá var alltaf læknir
með í för.
Mörg sjúkraflug Bjöms voru ævintýri Iík-
ust. Eitt sinn átti hann að sækja sjúkling upp
að Húsafelli. Frostið var svo mikið, að traktor-
ar og jarðvinnslutæki, sem átti að nota til
að laga braut í lausasnjónum fyrir flugvélina,
fóru ekki í gang. Nú voru góð ráð dýr. Skyndi-
lega sá Bjöm að fólkið á bænum hleypti út
öllum kindunum úr íjárhúsunum og rak þær
út á tún. Björn sá auðvitað strax, að þama
var vandinn leystur. Því hafði dottið það
snjallræði í hug, að láta sauðféð troða flug-
brautina. Aldrei sagðist Björn hafa orðið eins
hissa og að sjá þennan stóra fjárhóp troða
flugbraut. Síðan hætti hann að verða hissa,
á hveiju sem gekk.
Einhverju sinni var Bjöm spurður að því
hvenær hann hefði komist í hann krappastan.