Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Side 10
inga, þegar hér var komið sögu, sem kostað hafði biskupsstólinn slík fjárútlát, að gjald- þrot blasti við? Gefur ekki jarteinasagan af feijumanninum og fátæklingunum við Hvítá, sem vildu komast í Skálholt, þetta ástand til kynna? í þessari sögu er svo tekið til orða, að fátækir menn hafi setið við ána „og vildu gjaman í Skálaholt, því að þeir áttu þangað mest skjól að sækja“. Sagan segir að þetta hafi gerst á ártíðardegi Klængs. Á öðrum stað segir frá þvi, að margir fátækir menn hafi verið við ána og „máttu eigi yfir kom- ast. Var-fs á ánni og'eigi gengur, en skipinu mátti eigi yfir koma fyrir ísi. Tók fátækisfólk- ið að gráta er það mátti eigi yfir komast né það skjól sækja er það hafi lengi til spar- ast“. Þorlákur helgi, eftirmaður Klængs, sem fólkið hét á til úrlausnar hefur þurft að glíma við þá óleysanlegu þraut að gefa fátæku fólki ölmusu af ríkidómi kirkjunnar, sem sagður var arfur hinna fátæku. En hvað á hann til bragðs að taka, þegar lausafé og matföng þrýtur og ailt fullt af hungruðu fólki, sem sest hafði upp á staðnum? Á hann að vísa þessu fólki burt, hvemig sem fyrir því er komið? Ætli sé ekki líklegra að þama hafi blasað við honum miklu stærra vanda- mál heldur en tilvist einnar konu í Skálholti sem hugsaði um það eitt að vinna verk sín Guði og hans helgidómi til heilla og dýrðar? Klængur Þorsteinsson, biskup, lést í Skál- holti árið 1176. Hann var grafinn hjá hinum fyrrum biskupum en Þorlákur ábóti stóð yfír honum, „bæði yfir hans greftri og yfir hans andláti". Að mati höfundar Hungurvöku hef- ur eigi slíkur skörungur verið á íslandi fyrir margs sakir sem Klængur biskup var. „Vilj- um vér og það ætla að hans rausn muni uppi vera, meðan ísland er byggt“. Fimm Alda ávöxtur Klængskirkja stóð til ársins 1309 með þeim viðbótum, sem heimfærðar verða upp á eftirkomendur Klængs í embætti, þá Þorlák biskup og Pál biskup Jónsson. Þorlákur hafði út með sér frá Noregi glerglugg þann, sem engi var áður jafngóður fyrir í Skálaholti og hann lét kaupa klukkur þær er bestar voru á öllu íslandi. Hann hafði og fjögur tré haft út með klukkunum. Páll biskup fullkomnaði það, sem Þorlákur hafði ætlað sér að gera. Hann lét búa um klukkumar í svonefndum stöpli, sem Hörður Ágústsson telur að hafi verið reistur framan við kirkjuna og áfast við hana. Uppi í stöplinum lét Páll útbúa litla kirkju, sem vígð var heilögum Þorláki bisk- upi en undir henni voru biskupagrafír. Þar hefur steinþró Páls sjálfs staðið uppi að hon- um látnum. Páll lét einnig smiða skrín heil- ags Þorláks, verðmætasta grip landsins og var því komið fyrir yfír háaltari dómkirkjunn- ar. Kirkjur með jafnstórum grunnfleti og Klængskirkja ásamt með stöpli stóðu í Skál- holti fram yfír miðja 17. öld eða í rúmar 5 aldir. Mynd þessara merkustu bygginga Ís- landssögunnar er nú að mestu týnd í vitund þjóðarinnar eða hver getur ímyndað sér þá tilfínningu, sem því hefur fylgt að ganga inn í slíkan helgidóm. Dulúðug birta frá efri gluggaröð miðskipsins fellur inn á útsaumað- ar myndir veggtjaldanna, sem hanga uppi á miðskipsveggjunum og niður á milli stöpl- anna, sem halda byggingunni uppi. Við göngum inn kirkjugólfíð með stöplanna til sitthvorrar handar að formessualtarinu, sem er fyrir framan kórinn en inn í hann er okk- ur ekki leyft að fara. Með því að horfa í gegnum pflárana, sem fylla upp í súlnabilin umhverfís hann, sjáum við háaltarið í hákórn- um og Þorláksskrínið yfir því. Héðan liggur leið okkar inn í hliðarstúkurnar, þar sem eru mörg ölturu, þar á meðal eitt í suðurstúk- unni helgað Pétri postula, sem kirkjan er vígð og annað helgað Maríu mey í norður- stúku. Fólk streymir að þeim og skríni heil- ’ ags Þorláks til að gera þar bæn sína og kveikja á fómarkertum, sem loga fyrir fram- an þau. Við getum reynt að ímynda okkur andrúmsloftið, ilminn af reykelsi, kliðinn frá fólkinu, blandaðan ómi frá tíðasöng dóm- kirkjuklerkanna. Þessi horfna kirkjuveröld 1 er að sínu leyti ekki minna undur en hinar fomu bækur en síðan segir það ef til vill sína sögu, að orðið lifði forgengileikann en I musterið féll. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og vinnur að undirbúningi kvikmyndaþríleiks í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitökunnar um næstu aldamót. Helstu heimildir: Hörður Ágústsson (1990), Skálholt, Kirkjur Gunnar F. Guðmundsson (1994). Magnús Stefánsson (1975); Saga íslands 2 Bjöm Þórðarson (1949-53): Móðir Jóra biskups- dóttur Hungurvaka Sturlunga 1 (Útg. 1946) Sveinbjöm Rafnsson (1989): Um Þorlák biskup Þórhallsson Þorláks saga byskups 1 (Útg. Guðni Jónsson) Kauko Pirinen, (1981): Kuiturhistorisk ieksikon Gryt Anne Pibenga (1993): Hallr andaðiz í Trekt Ath. Á skýringarmynd af Skálholts- kirkju með fyrstu greininni víxluðust orðin suðurstúka og norðurstúka. ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR Hauskúpur Ósjálegt hús með stórum krossi lýst máluðum hauskúpum • svart blóð smáa mannsins streymir úr fúnum gluggum hvítt fiðriidi forðar sér frjálst eins og ég Kort Rek slóð þína um bratta og klettótta hlíðina virði fyrir mér sjávarhamra fjölbreytt fuglalífið og spyr þig yndislegi maður ertu kannski Fönix flæktur í eigin fjötrum? Höfundur er Ijóðskáld í Reykjavík og hefur gefið út Ijóðabókina Að baki mánans, 1994. SÆVAR SIGBJARNARSON Upprisa Ég var að ganga út í fjósið í morgun, þegar slegið var þéttingsfast á öxl mína og sagt: „Hættu nú að vorkenna sjálfum þér! Því ekki að stoppa aðeins og hoka á sólarupprásina?“ „Hvert ert þú og hvað varðar þig um mínar hugsanir, “ ansaði ég. „Ég heiti Jesú Jósefsson, og mig langar bara að sjá þig glaðan, “ var svarað. Og Jesú brosti til mín, þegar hann bætti við með glettni í augunum: „Þú hlýtur að hafa heyrt mín getið. “ Mér þótti, sem sópað væri skýi frá augum mínum. Getur þetta verið? Varstu kannski að rísa upp núna um páskana? Lofsöngur Þegar ég gekk suður með Lystigarðinum í morgunsólinni, fannst mér Matthías depia til mín kankvísu auga og segja: „Við skulum knýja allan tónstiga ljóðhörpunnar, þegar við lofsyngjum bráðnandi snjóinn, sem kenndi okkur að hlakka til vorsins.“ En auðnutittlingurinn sem flögraði á milli nakinna birkigreinanna tísti svo lágt að varla heyrðist: „Minn tími kemur bráðum, - þá skuluð þið hlusta. “ Höfundur er bóndi í Rauöholti. Hvörf Er ég nú að verða eitt þeirra barna sem ber við lygilega háan himinn? Ugglaust mun hugulsöm frænka boðsenda blóm eða hugmyndaríkur frændi halda óvænt hóf með sjaldséðum vinum en ég vil einungis gráta við öxl þína systir jörð verð að grímuklæðast nema Iðunn gleðji mig með epli í afmælisgjöf HILMAR T. HARÐARSON Upprisa Æskuást Nú er ég hef grátið Fyrst grét ég allur öllum mínum tárum svo bara augun mín vegna þín Loks þurrkaði ég mér Ilmurinn í lakinu dofnað og stakk mér á ný og minningin mín Þá allt í einu í þúsund fiska sjóinn Nei sko, Lífið það gengur alveg án þín DúIIan mín Höfundurinn býr á Akureyri. TRYGGVI LÍNDAL Hótelvörð- ur segir frá Útidyrnar ganga á hjörum er þau flýja inn í hitasvækjuna einsog kettlingar á spena, og tæpast hægt að skella á viðsjárverðustu andlitin. Sjóarinn ermættur stálsleginn, ber sig mannalega núna, rauðbirkinn, í síðum herfrakka; er eflaust á spýtti og tilbúinn að drekka út helgina með aðstoð Láka lyfjasala. Brauðsneiðarnar munu ganga hratt út í nótt, og menn verða að tala rólega vilji þeir forðast höfuðhögg. Þarna kemur skrifstofumaður- inn lúmski sem kveður loks með ónotum. Og svo tískulegi framkvæmda- stjórinn með ókeypis sálfræðiráðgjöfma sína. Hann kveður aldrei ófullur. Hér koma nokkrir góðglaðir Skandinavar, falast kankvíslega eftir fljóðum. Fara bónleiðir til búðar. Nú er sú dvergvaxna komin, sem ber sig jafnan raunalega. Sækir þó alltaf í gleðilífið. Einnig fatafellan góðglaða. Og stúlkan sem er eitthvað tunguheft en stynur því hærra á herbergj- um, undarlegum fryggðarópum. Og einnig þessi heimska drykkjugála, bólfélagi margra fastagestanna. Sú viðkunnanlega, þessi á geð- lyfjunum, hún á ekki heima hér. Nú daprast kappatalið er hófdrykkjuliðið settlega kemur til að læsa sig af. Nú svífur nóttin á. Jarðýtustjórinn er kallaður í sím- ann; hælist um við föðurinn sem óttast um dóttur sína. Kemur þessi hressi, þroska- hefti frá gleðskapnum uppi á herbergj- um til að redda liðinu leigubíl í samkeppni við Láka lyfjasala. Lögreglan fettir fingur út í bókhaldið: „Hr. X og frú, “ og hverfur á braut með nöktu dansmeyna umvafða loðkápu sinni. Fastagestur saknar tékkaheft- is síns; falið bak við málverk, af góð- kunningja. Ofdrykkjumaðurinn gamli heyrist stynja svo ámátlega, þó eru þeir tveir þarna inni (??). Vaktmaðurinn hikar fyrir utan dyrnar. Fastagestir smjaðra nú við eig- andann; hann er umvafmn í anddyrinu af háværu drykkjuvinastóði sem vill prútta um leigukjör. Loks fær hann nóg og fer að ryðja öllu liðinu út á undan sér, út í stjörnubjart náttmyrkrið. Það gefst upp, tvístrast röflandi. Dálagleg byijun á helgi, þetta. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.