Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1995, Page 11
Steini Eftir JÚRÍJ RESHETOV Eg hélt áfram að ganga í fótspor hans. Hann gekk ákveðinn með regluföstum skrefum eins og hann sæi takmark sem við sáum ekki. í hans hreyfingum var eitthvað af vel smurðri vél. Öðru hvoru nam hann staðar og horfði til baka, til okkar sem reyndu eins mikið og við gátum að verða ekki eftir. Hann var fríður sýnum og karlmannlegur eins og reyndur maður getur einn verið sem gengið hafði í gegnum langa og síður en svo létta ævi. Hann var manna kurteisastur, harðger, ráðhollur og góðgjarn, mildur og stilltur vel, vinfastur og vina- margur. Okkur minnir hvaðan öll þessi orð eru. Við vorum boðnir af kunn- ingja okkar sem á sínum tíma var sem strákur á bóndabæ Steina, í veiði. Eins og oft gerist varð ekkert af þessum veiðum. Rjúpan var horfin, þó spor henn- ar sæust alls staðar í snjónum. „Hún er orðin stygg,“ sagði hann og afgreiddi þar með málið. Kunninginn var með sumar- bústað sinn ekki langt frá og Steini vildi kíkja á hann. Nú vorum við á leið til bústaðarins í djúpum snjó. Steini var sá elsti í hópnum en enginn efaðist um það hver yrði í broddi fylkingar. Hann leiddi okkur, hann var brautryðj- andi og í hreyfingum hans voru afl og rólegt sjálfstraust, styrkur og stöðugleiki. En ég vissi þegar, að í þeim var ekkert af sálarleysi vélarinnar. Hann var manna kunnugastur um allt milli himins og jarðar. Hvað sem barst í tal hjá okkur, vissi hann manna best um. Atburðir í fjarlægum löndum, hvað fyrr- verandi og núverandi forsetar í hinum stóru löndum voru að gera af sér, uppbygg- ing á Kóraninum borin saman við Bibl- íuna, einkenni verka Cervantes ... Viska íslenska bóndans og þekking al- fræðibókarmanns voru grundvöllur afls hans. Alla mína ævi hef ég saknað eins hlutar og það er að hafa aldrei fengið að vera í nokkra mánuði á íslenskum bóndabæ í kaupavinnu. Lagið „ég vil fara, upp í sveit, þar í sumar vil ég vinna“ var alltaf með mér. Sá tími sem ég hefði getað þetta var löngu liðinn og meira af gamni en í alvöru fór ég að tala um það við Steina. Hann athugaði málið og sagði: „Allt í lagi, þú ert ráðinn, en á hveiju ári okkar eru bara þrír dagar í kaupavinnu". Þetta var alb- esta lausnin. Enda var hann Steinn Bollason þrjá daga í þjónustu hjá risanum og tröllkerl- ingunni, móður hans. Andi hans var mikið sterkari en skrokkur risans og það var hér um bil það sama og að vera hjá sjálfum kölska. Og þegar bóndinn var búinn að sýna allar listir sínar, gaf risinn honum alla þá gullpeninga sem hann átti og varð svo hræddur að hann sást aldrei framar í mannheimum. Það hvernig bóndinn afgreiddi kölska var miklu skárra en að stinga úr andstæð- ingum sínum augun, skera úr þeim tung- una og brenna þá síðan. Ætli það hafi ekki bara verið þetta gamla ævintýri um Steina sjálfan. „Þarna hljóta húsin að vera,“ sagði Steini. Við vorum að nálgast sumarbústað- inn. Við stóðum þar kyrrir um stund, þá skaut hann einu skoti til heiðurs pabba kunningja okkar, eins og við værum á tindi Everest. Síðan var lagt af stað á leið til bílsins aftur. Við vorum svo glaðir að okkur tókst ekki að skjóta eina einustu ijúpu. Steini stansaði stundum til að passa okkur eins og við værum krakkar. Eg hélt áfram að ganga í fótspor hans ... Höfundur er ambassador Rússlands á íslandi. Megas Árni Magnússon — Ballada - Ó ég verð að segja fáein viðkvæm orð þó vissulega stæði’ aldrei neitt slíkt til en ég finn mig nauðbeygðan vegna faisana í opinberum fjölmiðlum að gera ýmsum prívathlutum skil æ þessi opinberí vettvangur þessi ópersóna böls og meina en annarra vegna þá gerí ég það sem sjálfur allra síst af öllu vil það er satt ég reisti honum svimandi ölturu og setti forðum dapran og drukkinn á stall víst voru launhelgar stundaðar og bönnuð blót og færðar brennifórnir — iðkað ónefnanlegt svall hreinum meyjum blæddi út uppúr miðnætti við strengleik en máninn hann ábyrgðist þéttfullur margvíslegt áður ógrunað spjall tíminn á scania vapis hefur ekið salti í sárin en mér er sama orðið þó ég nefni að undir mjúku fargi dúnsængur og móðuraugna reyndist mótspyrna öll fánýt feig gegn aðsteðjandi svefni þín ámátlega viðleitni og átakanlega saga var mér öfundar (svo vöku sem draumveraldar) efni við höfðum náið samstarf — aðeins nafnið eitt var heimur minn við nýttum sama búnað ég skildi þig betur en þú sjálfur, ég segi yður satt — ekkert fleipur — áttum hvor annars trúnað og við siluðumst í áttina til afskekktra gleymdra bæja aðeins til þess eins að finna þar allt Iöngu fallið og fúnað fisléttum vörpuðum kumpánlegum kveðjum í hlaði jú við kysstum bónda á flestar kinnar lögmætu ungviði var klappað brosi á koll en súspekt kiðin — þau nutu engu síður manngæsku þinnar — einn niðursetningur — æ hve minnti’hann þig á móður sína — meðan við þræddum koldimm bæjargöngin og innar og innar og innar við veltum karlægum ósköpnuðum ómunatíðanna af ógnarstalli formlausra hauga úr daunillum rúmbotnum grófum upp gersemar svo gekk frammaf vottum — viðkvæmra tauga tötrameyjar hjúfruðu sig og mændu uppá þig barnslega bláar — það bjó annað líf og þeim fullljóst í því ákallandi auga þá var hátíð án enda með höfðingjum skartþunguðum og hefðardísum — gjálífum — íðilfríðum og í biskupsetra ríkra björtustum sölum — skæru blátjölduðum háum til lofts og víðum til veggja — birtust krásir þær sem kennsl urðu’ engin borin á en kostir skeggræddir og skaðsemdir fijálslega á fyrirhuguðum hugsanlegum tilvonandi stríðum vildarmenn konunga og dekruð skotmörk dálætis drottninga sem felldu margvíslegt tárið og þrældóm í vist í djúpum þyngdarlögmáls máttum þola um síðir — enn beið kóngsaugasteinum þó versta fárið — að vakna í pútnahúsi — en var þó ekið heim með tregðu af viðskotaillum bílstjórum með meiningar í morgunsárið svo eyddist þetta líf í levsandi eldi og langdreginn endir tók við og hvílíkt svið! svo miskunnarlaus helgur og hræsnisfullur aðeins hugsun og eilíf sjálfvalin tilgangslaus b(ð það er býsna áleitið jú þó að bálið sé vinsælla hvort botninn hann veiti ekki þegar að alls er gætt öruggari grið Megas er höfundarnafn Magnúsar Þórs Jónssonar, dægurlagasöngvara. „Þessum ljóðaflokki er ekki ætlað að vera safn kjarnyrða eða hugmynda, held- ur skynjana. “ Wallace Stevens (í bréfi). J Á meðal tuttugu snæfjalla var auga svartþrastarins það eina sem bærðist. II Ég var á þremur áttum eins og tré setið þremur svartþröstum. III Svartþrösturinn þyrlaðist í haust- vindunum. Það var lítill þáttur í bendingaleikn- um. IV Maður og kona eru eitt. Maður og kona og svartþröstur eru eitt. V Ég veit ekki hvort ég kýs fremur fegurð raddblæsins eða fegurð dylgjanna, svartþröstinn kvakandi eða rétt á eftir. VI Grýlukerti fylltu langa gluggann óhrjálegu gleri. Skuggi svartþrastarins fór um hann þveran fram og aftur. Hugblærinn dró í skuggann óræða orsök. VII Ó grannholda menn í Haddam af hveiju ímyndið þið ykkur gullna fugla? Sjáið þið ekki hvernig svartþröstur- inn vappar um fætur kvennanna í kringum ykkur? VIII Ég þekki tignarhreiminn og skýit óhjákvæmilegt hljómfall; en ég veit líka að svartþrösturinn er viðriðinn það sem ég þekki. IX Þegar svartþrösturinn fló úr augsýn dró hann ytri mörk eins af mörgum hringum. X Þegar þeir sáu svaitþresti fljúga í grænu Ijósi fóru jafnvel hórmangarar hljómfeg- urðarinnar að hvessa orð sín. XII Áin er á hreyfingu. Svartþrestirnir hljóta að vera á flugi. XIII Það var kvöld allt miðdegið. Það snjóaði og það mundi snjóa. Svartþrösturinn sat á sedrusviðargrein. Höfundurinn er bandarískt skáld. Þýðandinn býr í New York. WALLACE STEVENS Þrettán hættir að horfa á svartþröst Hallberg Hallmundsson sneri á íslensku XI Hann ók um Connecticut í glervagni. Eitt sinn smó hann ótti þegar hann tók skugga farkostsins í misgripum fyrir svartþresti. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. MAl' 1995 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.