Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 10
S M A S A G A Pílukast Hann var að norð-vestan. Napur vind- ur blés af hafi inn yfir Hafnarfjörð- inn. Gusur af ísköldu sjávarlöðri skvettust af og til upp á togara- bryggjuna og snjófjúk þyrlaðist milli fískikass- anna og gömlu bátanna á bryggjunni. Rétt ofan við hana stóð nýlegt, en lítið veit- ingahús, áfast sölutumi og bensínstöð. Það sótti viðskiptavini sína í hóp verkamanna, er unnu við höfnina og trillukarla, sem áttu báta sína örugga í vari við togarabryggjuna. Þess vegna hafði það fengið nafníð „Kænan“ og var skreytt bátslíkönum, myndum og munum, er minntu á sjó og sjósókn. Að deginum til var veitingahúsið yfirleitt vel sótt, a.m.k. þá daga, sem gaf á sjó og hægt var að stússa kring um bátskeljamar, en á köld- um skammdegiskvöldum þegar stormurinn næddi frá hafínu var aðsóknin oft dræm. Veit- ingamaðurinn reyndi þá ýmislegt til þess að laða aðra gesti að staðnum til þess að fylla í skörðin. Síðasta uppátæki hans hafði verið að setja upp korkplötur með skotskífu fyrir pílu- kast í eitt homið og annað, sem því tilheyrði. Þetta virtist mælast vel fyrir, einkum hjá ungu fólki, sem kom á kvöldin til þess að drekka heitt súkkulaði og keppa sín í milli í pílukasti. Aðsókn þess að staðnum hafði farið vaxandi og sum kvöld mátti heyra hlátur þess og hvatn- ingarhróp alla leið út á götu. Þannig var það þó ekki þetta kvöld. Veðrið var svo kalt og leiðin- legt, að flestir kusu að halda sig heima og kúra framan við sjónvarpið eða hlusta á popp af geisladiskum. Það var því fátt um gesti á „Kænunni". Nokkrir trillukarlar, sem höfðu skroppið niður á bryggju til þess að fullvissa sig um að bátam- ir þeirra væru öruggir og ekkert amaði að þeim, sátu kring um hringlaga borð í miðjum salnum og ræddu saman um bátana, garrann og gæfta- leysið. Ókunnur maður kom inn og settist einn sér í homið hjá pílukastskífunni með ölkollu. Hann var klæddur dökkum skokkgalla og víðri svartri hettuúlpu, en hafði ekki brett hettuna niður svo hún skyggði á andlitið. Það var áberandi svipm- ikið, en magurt og föi húðin strekkt yfír andlits- beinin. Augun voru leiftrandi dökk og sátu djúpt. Augnaráðið hvasst og stingandi. Hendur hans voru að nokkru huldar af víðum ermum úlpunn- ar. Það, sem af þeim sást, sýndi þó að þær vom sinaberar og sterklegar, en óvenju hvítar eins og andlitið. Hann gaf sig ekki að þeim, sem fyrir vom í salnum, en sat einn útaf fyrir sig þögull og íbygginn, eins og hann biði átekta. Komu hans fylgdi kaldur gustur svo hún vakti athygli þeirra, sem fyrir vora. Það sljákkaði í samræðum við hringborðið eitt andartak meðan þeir virtu komumann fyrir sér, en brátt hvarflaði athyglin frá honum aftur og samræðumar komust á skrið að nýju. Eng- inn gerði sig líklegan tii þess að taka hann tali að fyrra bragði. Lágvær tónlist barst frá hátölumm viðtækis- ins og myndaði bakgmnn fyrir raddir félaganna við hringborðið. Ljósin í sainum vom deyfð, en það loguðu kertaljós á hveiju borði og sköpuðu notalegt andrúmsloft í salnum, andhverfu þess, sem var utandyra. Ungur, gelgjulegur maður klæddur leðuijakka og bláum gallabuxum kom inn úr nepjunni. Honum var auðsjáanlega kalt því það var í hon- um hrollur þegar hann gekk að afgreiðsluborð- inu og bað um heitt súkkulaði. Meðan hann beið afgreiðsiu svipaðist hann um eftir sæti, en settist síðan við borðið hið næsta aðkomumann- inum. Þjónustústúlkan kom að vörmu spori og færði honum drykkinn. Ungi maðurinn flýtti sér að súpa á heitu súkkulaðinu til þess að fínna ylinn hríslast notalega um sig. Hann hvarflaði augum yfír salinn í leit að kunnuglegu andliti, en kann- aðist við engan. Eftir að hafa dmkkið ofan í krúsina hálfa stóð hann upp, gekk að kastpíluskífunni, losaði nokkrar pílur úr hanni, tók sér stöðu við mark- strikið og byijaði að kasta. Hann var auðsjáanlega leikinn í íþróttinni því flestar píiur hans lentu nærri miðju skífunnar. Aftur gekk hann að skífunni, losaði pílumar og reyndi á nýjan leik með enn betri árangri. Það var augljóst að hann var býsna góður pílukastari. Aðkomumaðurinn var farinn að gefa honum gætur út undan hettunni. Það var sem ungi maðurinn fyndi augnaráð hans hvíla á sér því hann leit i áttina til hans. Augu þeirra mættust andartak. Það fór aftur hrollur um unga mann- Eftir JÓHANNES BERGSVEINSSON inn eins og kuldanepjan úti hefði aftur náð til hans. Hann gekk að borðinu þar sem krúsin með heitu súkkulaðinu stóð og fékk sér vænan sopa. Aftur streymdi yiur frá drykknum út í æðar hans. Hann sneri sér að aðkomumanninum og ávarpaði hann: „Hefur þú áhuga á að koma í pílukast"? „Gæti haft það.“ Rödd aðkomumannsins var lág og fremur dimm. „Ef við spilum upp á eitt- hvað sem skiptir máli“. „Hér spilum við aldrei upp á meira en það, hver skuli borga næsta umgang af súkkuiaði", sagði ungi maðurinn, „en ef þú vilt spila er ég til í að leggja undir krónu fyrir hvert stig þótt það sé kannske ekki mikið." „Ég spila aðeins upp á upplýsingar." „Hvemig þá?“ „Vinni ég, þá svarar þú mínum spumingum. Vinnir þú, þá svara ég þínum." „Það hljómar undarlega. Hvað ætli svo sem ég viti, sem þér er akkur í?“ „Þetta er spuming. Reyndu að vinna leik og spurðu svo.“ Hik kom á unga manninn. Það mátti sjá kvíða og forvitni vega salt innra með honum. Trillukarlamir við hringborðið vom hættir að tala saman og famir að hlusta. Aðkomumað- urinn leit til þeirra. Um leið og augu hans mættu augum þeirra litu þeir undan, en samtal- ið við hringborðið hófst þó ekki að nýju. Undar- lega ógnþmngin spenna ríkti í salnum. Loks sagði ungi maðurinn: „Þetta er geggjað, en ég held nú samt að ég slái til og pmfí einn leik. Vilt þú kasta fyrst eða á ég að gera það?“ Aðkomumaðurinn reis á fætur og gaf honum til kynna með bendingu að hann skyldi hefja leikinn. Hann dró upp úr vasa sínum lítið svart hylki með ágreyptri mynd af stundaglasi. Þaðan tók hann þijár oddhvassar pílur með kolsvörtum stélfjöðram. Ungi maðurinn kastaði fyrst. Hann hallaði sér fram yfír markalínuna og langir, gelgjulegir handleggir hans sveifluðust fram og aftur með- an hann miðaði pílunum af ýtmstu nákvæmni. Hann hitti vel, en aðkomumaðurinn hitti betur. Pílur hans klufu loftið með ógnarhraða og hæfðu miðdepilinn hver á eftir annarri með þungum smellum. „Ótrúlegt," hrópaði ungi maðurinn upp yfir sig með aðdáunarhreim í röddinni. „Hvemig fórstu eiginlega að þessu?" „Þetta er spurning. Ég vann núna og þú átt að svara minni spumingu. Þú getur reynt að vinna næsta leik og þá svara ég þinni spumingu." „Geggjað maður. Hvemig er þá spumingin?“ „Ert þú Gaflari?" „Já. Auðvitað er ég Gaflari." Það var ekki laust við að í röddinni gætti nokkurs stærilætis. „Ég, pabbi, mamma og meir að segja afí og amma, við emm öll fædd hér í Hafnarfirði og höfum hvergi annarsstaðar búið. En hvað kemur það þér við?“ „Það er önnur spuming. Viltu spila upp á hana?“ Ungi maðurinn samþykkti þegjandi, en nú kastaði aðkomumaðurinn fyrst. Aftur þutu pílur hans allar þijár eins og örskot beint í miðdepilinn. „Þú ert með ólíkindum.“ Að þessu sinni mátti greina í rödd hans geig, blandinn undran og aðdáun. „Þú vinnur einnig þennan leik. Það er til einskis fyrir mig að kasta því ég næ aldrei svona kasti.“ „Þá svarar þú minni spumingu." „Hvemig er hún?“ „Veist þú hvar Gamli-Hansen býr?“ Auðvitað vissi hann það. Enginn raunvemleg- ur Gaflari hefði getað komist hjá því að vita að Gamli-Hansen bjó í litla, gamla húsinu sínu niður við sjóinn vestur undir Hvaleyrarholtinu. Þar hafði hann búið einn svo lengi sem elstu menn mundu. Allt fólk unga mannsins talaði um hann sem „Gamla-Hansen“. Pabbi og mamma gerðu það og líka afí og amma. Það var næstum eins og enginn vissi aldur hans eða ræki minni til þess, að hann ætti afkomendur eða ættingja. Gamli-Hansen var arfsögn, sem hver einasti sannur Gaflari hafði heyrt og kunni. Hvaða erindi gat þessi ókunni maður átt við Gamla-Hansen? „Ég er að bíða eftir svari við spumingunni minni.“ Það var einhver ógnvænlegur þungi í rödd- inni, næstuM eins og illur fyrirboði. Atti hann annars úrkosta en að svara spumingu aðkomu- mannsins? Hann hafði vissulega lagt undir í spilinu og tapað. Spumingin var í sjálfu sér ósköp sakleysisleg, en samt fann hann til sekt- arkenndar vegna þess að vera nauðbeygður til þess að svara henni. „Já, víst veit ég hvar Gamli-Hansen býr.“ „Gott. Nú skora ég á þig í einn leik enn. Ég sé að þú hefur ágimd á pílunum mínum. Þú mátt nota þær, en ég nota hinar. Vinnir þú leik- inn eignast þú pílumar, en vinni ég leikinn fylg- ir þú mér til Gamla-Hansen." Víst hafði hann ágimd á þessum frábæm pílum. Það hiaut að vera að einhveiju leYti þeim að þakka hve stórkostlegum köstum aðkomu- maðurinn náði. Ekki væri ónýtt að geta montað sig með svona fínt sett af pílum í næstu keppni. Innra með honum toguðust á óljós, ógn og eftir- vænting. Hvað gat þessi ókunni maður viljað Gamla- Hansen? Varla nokkuð illt. Ætti hann ekki að slá til? Einhverja vinningsvon hlaut hann að eiga fyrst hann fékk að nota þessar frábæm pílur. Enn setti að honum hroll. Hann kallaði á þjón- ustustúlkuna og bað um aðra krús af heitu súkk- ulaði. „Ég slæ til, en þetta verður síðasti leikúr- inn,“ sagði hann einbeittur um leið og hann rétti höndina eftir pílum aðkomumannsins. Þess- ar svörtu pílur vom undarlega kaldar viðkomu. Jafnframt fylgdi snertingunni við þær annarleg kennd, líkt og væra þær hlaðnar einhverskonar dularfullu og ógnvekjandi afli. Hann tók sér stöðu við marklínuna. Þrátt fyrir heitt súkkulaðið hríslaðist kaldur hrollur niður eftir bakinu á honum. Hann hallaði sér fram um leið og hann gætti þess, að standa fast í báða fætur. Svo sveiflaði hann handleggjunum fram og aftur þar til hann hafði náð ömggu miði. Þá kastaði hann. Sér til furðu og ánægju sá hann hveija píluna af annarri hitta miðdepil markskífunnar. Loksins hafði hann unnið leik. Það hlaut að vera þessum frábæm pílum að þakka. Nú yrðu þær hans eign. Það lá við að hann hrópaði upp af fögnuði. Aðkomumaðurinn lét sér hvergi bregða. Hann sótti pflumar þijár. Síðan gekk hann frá þeim í hylkinu og stakk því í úlpuvasann. Þá tók hann sér stöðu við marklínuna og hóf að kasta pflum hússins, hverri af annarri, í átt að skífunni. Sú fyrsta hitti miðdepilinn nákvæmlega í miðju. Onnur hitti endann á þeirri fyrstu og klauf legginn á henni í miðju. Sú þriðja hitti seinni píluna á sama hátt og klauf legginn á henni einnig. Hvorki ungi maðurinn né nokkur annar í salnum hafði áður séð slíka leikni í pflukasti. Hann trúði varla sínum eigin augum. Það kom kjánalegur svipur undmnar og vonbrigða á and- lit hans. Honum fannst eins og hann hefði ver- ið svikinn og hafður að ginningarfífli af loddara. „Ég vann,“ sagði aðkomumaðurinn, en það gætti hvorki stolts né ánægju í röddinni. Hann sagði það eins og hann væri að lýsa yfir ein- hveiju, sem væri alveg sjáifsagt og óhjákvæmi- legt. „Og nú fylgir þú mér til Gamla-Hansen," Að svo mæltu tók hann þéttu taki um upp- handlegg unga mannsins og stýrði honum í átt til dyranna. Allra augu fylgdu þeim eftir. Það var ekki fyrr en þeir vora alveg komnir í hvarf að sam- ræður hófust á ný við hringborðið. Úti beið frostköld nepjan og nísti merg og bein. Þeir hröðuðu för sinni fram með sjónum. Ungi maðurinn var með það efst í huga að afgreiða snarlega þetta ógeðfellda veðmál. Hann þráði það eitt að losa sig við fómnautinn annar- lega og komast inn í hlýjuna. Hvaða hugsanir og tilfínningar bærðust í bijósti aðkomumanns- ins varð ekki ráðið af svip hans, en fasið benti til þess, að hann þyrfti sem fyrst að ljúka er- indi, er lengi hefði lent í undandrætti. Unga manninum kom á óvart hve myrkrið varð svart þegar bryggjuljósin vora að baki. Dökkir éljaklakkar huldu himininn og hvergi grillti í tungl eða stjömur. Sjálft hafið virtist úfíð og svart. Nokkmm sinnum hrasaði hann um steina eða aðrar ójöfnur. Aðkomumaðurinn var stöðugri á fótunum. Hann gekk hröðum, öraggum skrefum eins og hann sæi gegn um myrkrið. Andlit hans sást illa vegna hettunnar, sem slútti fram yfír ennið, en eitt sinn, þegar hann leit í átt til unga mannsins, var sem brynni annarleg glóð í augum hans. Þeir nálguðust nú litla húsið hans Gamla- Hansen. Það kúrði í vetrarmyrkrinu dökkt og drungalegt. Hvergi var ljóstým að sjá í glugga. Ungi maðurinn fann til léttis. Hann taldi sig nú hafa lokið þessu ógeðfellda erindi, sem vinn- ingsvonin hafði lagt honum á herðar. Um leið þyrmdi yfir hann næstum ólýsanleg skelfíng, sem hratt og örugglega læsti sig um hveija taug, hvern vöðva og hveija kjúku í líkama hans. Einhvers staðar í undirvitundinni bærði á sér óljós minning, glefsur úr draugasögu, sem hann hafði heyrt sem bam, en hafði gleymt að mestu. Sagan fjallaði um sendingu, sem einhver hafði magnað upp endur fyrir löngu og notað til þess herðablað úr dönskum manni. Sá hafði víst sent drauginn hafnfírskum kaupmanni, sem eitthvað hafði prettað hann. „Hér býr Gamli-Hansen,“ stundi ungi maðurinn upp og benti skjálfandi fingri á litla, gamla húsið. Um leið og hann ætlaði að snúast á hæl og hlaupa til baka greip aðkomumaðurinn föstu taki í handlegg hans og þvingaði hann til þess að bíða. „Ungi rnaður," sagði hann. „Þú hefur staðið vel við þinn hlut gagnvart mér. Þess vegna ætla ég að beiðast eins greiða af þér í viðbót. Hann er sá, að þú kveðjir nú duglega dyra hjá Gamla-Hansen. I staðinn lofa ég þér því, að það skal líða langur tími þar til fundum okkar ber saman á ný.“ Skelfingin hafði svipt unga manninn öllu viðn- ámi. Hann þorði ekki að neita að verða við bón þessa óhugnanlega félaga, snaraðist að húsdyr- unum og kvaddi nokkram sinnum rösklega dyra. Um leið og hann heyrði Gamla-Hansen koma að hurðinni tók hann á rás og hljóp allt hvað fætur toguðu, hrasandi og dettandi í myrkrinu. Aðeins einu sinni leit hann við rétt í svip. Þá sýndist honum hann sjá aðkomumanninn hefja upp hægri handlegginn eins og til þess að munda og kasta pílu. Augnabliki síðar heyrði hann svo óhugnanlega skerandi vein, að hvorki fyrr né síðar heyrði hann annað eins. Smám saman fjar- lægðist það og dó út, eða dmkknaði í ýlfri stórmsins, sem þyrlaði köldum snjógusum í and- lit hans. Nokkmm dögum seinna las hann í dagblöðum að Gamla-Hansen væri saknað. Þrátt fyrir eftir- grennslan lögreglu, leit skáta og björgunarsveit- armanna, hafði ekkert til hans spurst. Mynd af herðablaði úr kind eða manni birtist með frá- sögninni í Dagblaðinu. Kastpfla með svörtum stélfjöðmm stóð föst í beininu. Þess var getið, að þetta gamla og fúna bein hefði fundist við húsdyr Gamla-Hansen, en af honum sjálfum fyndist hvorki tangur né tetur. Ekki hefði held- ur tekist að hafa upp á neinum ættingja hans. Hann rámaði allt í einu f að hafa séð þess getið í þjóðsögum, að „einbeina draugi" yrði ekki fyrirkomið nema með því móti að hitta beinið með oddjámi. Það væri hins vegar ekki á allra færi. Þó myndi „sá máttugi með ljáinn" eiga létt með það. Ungi maðurinn lagði frá sér Dagblaðið. Það læddist að honum sá granur, að sjálfur myndi hann verða langlífur. Höfundur er læknir í Reykjavík. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.