Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1995, Blaðsíða 5
BÍÓMYNDAÁRIN SJÖ, 1949-1957 Hughrif þau, sem lifðu í þjóðarsálinni næstu árin á eftir stofnun lýðveldisins, þegar þjóðhá- tíðardagurinn 17. júní var í nánari snertingu við lýðveldisstofnunina og þjóðararfinn heldur en síðar varð, virtust brjótast fram í löngun til að sjá sjálfstæða kvikmyndagerð verða að veruleika, öfluga kvikmyndagerð sem miðlað gæti kynslóð hins nýja íslands verðmætum þjóðararfi gamla samfélagsins, sögum úr sveit- inni, þjóðsögum og ævintýrum til mótvægis við þann aragrúa erlendra bíómynda, sem sýndar voru í bíóum landsins. Upptendraðir af mikilvægi þessa verkefnis treystu kvik- myndagerðarmennirnir á áhorfendur kvik- myndahúsanna, sem höfðu reynst þeim vel á heimildarmyndaárunum fímm og steyptu sér nú út í fyrsta íslenska bíómyndaævintýrið án nokkurs fjárhagsstuðnings nema þess, sem ágóðinn af síðustu mynd gaf í aðra hönd. Slegnir voru víxlar að vori og þeir greiddir að hausti. Hversu mikil áhrif andblær lýðveld- isstofnunarinnar hafði á dirfsku brautryðjend- anna er ekki auðvelt að meta enda bætast hér við fleiri áhrifaþættir svo sem þróun 16mm kvikmyndatökuvéla og nýrrar hljótækni fyrir 16mm fílmur (stálþráður og síðar hljóðupptaka beint inn á filmuna) sem leiddi m.a. til stofnun- ar fyrirtækis Magnúsar Jóhannssonar, Radíó- og raftækjavinnustofunnar, sem sérhæfði sig í hljóðvinnslu fyrir 16mm kvikmyndir. En freistandi er að tengja ákefðina og efnisvalið við óbein áhrif frá stofnun lýðveldis á ís- landi. Sumarið 1948 riðu Loftur Guðmundsson og samstarfsmenn hans á vaðið með því að kvikmynda MHIi fjalls og fjöru, sem var fyrsta íslenska bíó- myndin í fullri lengd. Loftur hafði að vísu hafið kvikmyndaferil sinn á því að gera stuttan leikinn gaman- þátt árið 1923, sem nefnist Ævintýri Jóns og Gvendar og síðan fékkst hann eingöngu við gerð heimildar- mynda (ísland í Hfandi myndum, 1925 o.m.fl.) jafnframt því sem hann rak ljósmynda- stofu í Reykjavík. Milli fjalls og fjöru var tekin í Kjósinni (Hálshól- um), á Kjalarnesi og víðar en inniatriði í leikfimisal i'»*KAK filM \s' DALNUM DRAUMURINN um íslenskar þjóðsögur og ævintýri fyrir börnin birtist í myndunum Síðasti bærinn í dalnum (1950) og GHitrutt (1957). „Óhætt er að fullyrða að ef þessi mynd (Síðasti bærinn, innsk.) hlýtur þá dóma almenn- ings, sem henni ber, þá haldi þeir, sem að þessu starfi stóðu, áfram á þessari braut. Börnum er það mun hollara að sjá íslensk ævintýri en skammbyssu- skot cowboy-myndanna" (Vísir, 14.3. 1950). SÍÐASTI bærinn í dalnum: Aðalpersónur myndarinnar, krakkarnir, Bergur (Valur Gústafsson) og Sólrún (Frið- rika Geirsdóttir). REYKJA VIKURÆVINTYRI Bakkabræðra: Bakkabræður halda til Reykjavíkur (Valdimar Guðmundsson, Jón Gíslason, Skarphéðinn Össurarson) í Barnaskóla Jósefssystra í Hafnarfirði. Handritið og sögu- efnið var eftir Loft sjálfan, sem einnig var kvikmyndatökumaður og framleiðandi en leik- stjórn var að mestu leyti í höndum Brynjólfs Jóhannessonar, leikara. Helstu leikendur voru Brynjólfur Jóhannesson, Gunnar Eyjólfsson, Ingibjörg Steinsdóttir o.m.fl. Sumarið 1950 hófst Óskar Gíslason og sam- starfsfólk hans svo handa við tökur á Síðasta bænum í dalnum. Kvikmyndataka fór fram á Tannastöðum í Ölfusi, í Kershelli í nágrenni Hafnarfjarðar og í Kjósinni en inniatriðin voru tekin í Árbæ. Fjöldi manns vann við gerð myndarinnar, meðal annarra, Ævar Kvaran, leikari, sem var Jeikstjóri, Þorleifur Þorleifsson en hann skrifaði handritið upp úr sögu Lofts Guðmundssonar blaðamanns, sem fenginn var til að semja söguna fyrir myndina. Pjöldi þekktra leikara kom fram í myndinni, þeirra á meðal voru Þóra Borg og Jón Aðils. Ög nú voru hjólin farin að snúast fyrir alvöru. Það lýsir vel krafti þessara brautryðjenda að um leið og Loftur frumsýndi Milli fjalls og fjöru, var hann byrjaður á nýrri skemmtimynd, Sjón er sögu ríkari, með flestum bestu skemmti- kröftum, söngkröftum og hljómlistarmönnum bæjarins. Sumarið 1951 voru bæði Óskar og Loftur önnum kafnir við bíómyndatökur, Óskar við gerð Reykjavíkurævintýris Bakkabræðra en Loftur Niðursetningsins. Loftur var orðinn sjúkur maður, þegar hér var komið sögu og átti skammt eftir ólifað, er hann hafði lokið við Niðursetninginn. Niðursetningurinn fjallaði um hlutskipti lítilmagnans í sveitasamfélaginu en Óskar gerði hins vegar tilraun til að færa sveitina inn til borgarinnar með gamanmynd- inni um Bakkabræður, sem fjallaði eins og titillinn ber með sér um komu hinna treggáf- uðu þjóðsagnapersóna úr sveitinni inn til höf- uðborgarinnar. Um líkt leyti varð stuttmyndin Töfraflaskan til og hún höfð sem aukamynd með Bakkabræðrum. Töfraflaskan var lát- bragðsleikur sem byggðist á flöskupúkaævin- týrinu úr 1001 nótt og var tekin upp á sviði Þjóðleikhússins. Jónas Jónasson leikstýrði. Árið 1952 unnu Óskar og samstarfsmenn hans að gerð nokkuð sérstæðrar kvikmyndar, sem byggð var á látbragsleik Svölu Hann- esdóttur, Hálsfestinni. Nefndist kvikmynd ÚR kvikmyndinni Síðasti bærinn í dalnum: - og Álfkonan birtist þeim við Álfhól. Á myndinni sjást (frá h.) Bergur (Valur Gústafsson), álfkonan (Klara Óskarsdóttir) og dvergurinn Rindill (Guðbjörn Helgason). þessi Agimd og var mynduð þögul á mjög stílfærðan hátt á sviði hins nýja Þjóðleikhúss. Á þessum tíma var einnig gerð stuttmyndin Alheims-fslandsmeistarinn, iþróttaskopmynd^ sem sýnd var sem 'aukamynd með Ágirnd. I byrjun þessa árs lést Loftur Guðmundsson langt fyrir aldur fram, aðeins 59 ára að aldri. Ari síðar eða 1953 hasla tveir ungir menn sér völl á bíómyndasviðinu, þeir Ásgeir Long og Valgarð Runólfsson. Þeir skrifuðu kvik- myndahandrit að stuttmyndinni „Tunglið, tunglið taktu mig", fyrstu og einu íslensku geimferðarkvikmyndinni eftir því sem næst verður komist og hófu undirbúning fyrir tökur fyrri hluta ársins en byrja að kvikmynda um haustið. Þessi mynd þeirra félaga varð 20 mín löng og var um dreng, sem dreymdi að honum væri skotið í eldflaug til tunglsins. Myndin var m.a. tekin í móbergslandslagi Krýsuvíkur en leikmunir, tunglflaug með öllu smíðaði Ásgeir Long. Óskar Gíslason var einnig við kvik- myndatöku haustið 1953 og fram á veturinn 1954. Myndin sem nú var í töku nefndist Nýtt hiutverk og fjallaði á raunsæislegan hátt um líf togarafjölskyldu í Reykjavík á stríðs- árunum. Þorleifur Þorleifsson skrifaði handrit- ið eftir sögu Vilhjálms S. Vilhjálmssonar en Ævar Kvaran leikstýrði. Nokkur dráttur hafí orðið á að Óskar kæmist í gang á ný eftir Ágirnd og ýmsar hugmyndir verið á lofti, sem ekki komust á framkvæmdastig, eins og til að mynda barnamynd um Hans og Gretu, sem var tilbúin í handriti og stóð til að taka í Hellisgerði í Hafnarfirði. Sumarið 1954, þegar Óskar hafði lokið við Nýtt hlutverk komu þekktir sænskir kvikmyndagerðarmenn til landsins til að kvikmynda Sölku Völku eftir sögu Halldórs Laxness að frumkvæði nýs ís- lensks kvikmyndafélags, Edda film undir for- ystu Guðlaugs Rosinkranz Þjóðleikhússstjóra. Guðlaugur beitti sér fyrir kvikmyndagerð í samvinnu við erlend kvikmyndafélög, í þessu tilviki Nordisk Tonefílm eins og greint verður frá 1 annarri Lesbókargrein. Hinn þekkti Arne Mattsson leikstýrði en Bergmantökumaðurinn Sven Nykvist sá um kvikmyndatöku. Þetta haust var Tunglfantasía Ásgeirs Long og Valgarðs Runólfssonar að mestu fullgerð og verið að ljúka við handrit að næsta verkefni, sem var barnmyndin Gilitrutt, upp úr islensk- um þjóðsögum. Við gerð þeirrar myndar fengu Ásgeir og Valgarð Jónas Jónasson, leikstjóra til liðs við sig. Ætlun þeirra félaga var að koma sér upp kvikmyndaveri og sýningarað- stöðu í Reykjavík og sóttu þeir um lóð til bæjarráðs af því tilefni, trúaðir á nauðsyn þess að hafin yrði framleiðsla á barnamyndum, sem byggðust á ís- lenskum þjóðsögum og ævintýrum og ætl- að var að stemma stigu við því lélega barnamyndaefni, sem boðið var upp á á þrjú- bíósýningum. Undir lok ársins var handrit- ið að Gilitrutt tilbúið og auglýst eftir leikur- um og sóttu 80 um. Strax í byrjun ársins 1955 hófst undirbún- ingur með æfmgum og leikmyndasmíði. Byrjað var að kvik- mynda í apríl en ekki tókst að ljúka kvik- myndatöku á árinu. Henni var ekki lokið fyrr en í júlí á næsta ári. Myndataka fór fram að Keldum á Rangárvöllum og í Hvalfírði en innitökur í Hafnarfirði. Árið 1956 sama árið og tökum á Giiitrutt lauk fengust þýskir kvik- myndagerðarmenn við að mynda sögu Kristmanns Guðmundssonar, Morgun lífsins (Du darfst nicht lánger schweigen) í heima- landi sínu. Kvikmynd Ásgeirs Long og félaga um Gilitrutt var hins vegar ekki tilbúin fyrr en í febrúarmánuði árið 1957 sama ár og Óskar Gíslason opnaði nýtt kvikmyndaver í Múla í Reykjavík fyrir innimyndatökur og kvik- mmyndaframköllun. Óskar hafði þá stofnað hlutafélagið íslenzkar kvikmyndir hf. Þetta fyrirtæki hans reyndist því miður verða upp- hafíð að endalokum þeirrar miklu grósku, sem nú hafði verið í íslenskri kvikmyndagerð í samfellt 12 ár. Á bíómyndaárunum sjö urðu til 13 nýir titl- ar stuttra og langra leikinna mynda, sem jafn- gildir því að gerðar hafa verið að jafnaði hátt í tvær myndir á ári. En framundan voru breytt- ir tímar. Þótt samstarf Edda film við útlend- inga ætti eftir að geta af sér tvær myndir til viðbótar, 79 af stöðinni, 1962, og Rauðu skikkjuna, 1967, þá átti tilkoma sjónvarpsins árið 1966 mestan þátt í að móta kvikmynda- söguna næstu 20 árin eins og fram mun koma í Lesbók á næstunni. Brostinn fjárhagsgrun- dvöllur gerði hins vegar út af við kvikmyna- gerð Óskars og Ásgeirs og batt enda á draum- sýn þeirra. Frumsýningar Og viðbrögð Viðbrögð almennings og gagnrýnenda við kvikmyndagerð áranna tólf frá 1944 - 1957 lýsir miklum væntingum og trú á að þessi menningarstarfsemi væri komin til að vera. Milli fjalls og fjöru, sem frumsýnd var í Gamla Bíói 13. janúar 1949 var mjög vel tekið. í einni blaðagrein var t.d. fullyrt að hún væri merkilegur sögulegur leiklistarviðburður, sem „vonandi reyndist aðeins upphaf glæsilegrar þróunar á þessu sviði". Myndin gekk fádæma vel og hún var m.a. sýnd í Danmörku um sumarið. Sömu sögu er að segja um Síðasta bæinn í dalnum, sem frumsýnd var í Austur- bæjarbíói 10. mars árið 1950. Áhorfendur létu ekki sitt eftir liggja og myndaðist fræg biðröð út úr miðasöluganginum meðfram kvikmynda- húsinu og niður nærliggjandi götur. Myndin var sýnd við húsfylli í hálfan mánuð og síðan úti á landi og gekk svo vel að hún borgaði sig upp á tveimur árum. Þessi mynd var síðan LESBÓKMORGUNBLAÐSINS 2. SEPTEMBER1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.