Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1995, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1995, Side 1
ORGUNBLAÐS Stofnuð 1925 36. tbl. 14. október 1995 — 70. árg. HIN NÝJA Reykholtskirkja (til hægri) og Snorrastofa séð vestanfrá. Gamla kirkjan sést lengt til hægri. Snorrastofa Reykholt í Borgarfirði hefur sem menntasetur og bær Snorra Stur- ( lusonar sérstaka stöðu í hugum landsmanna. Þar hefur til þessa verið lítil kirkja, en skólahúsið sem Guðjón Samúelsson teiknaði hefur verið prýði stað- arins. Nú er verið að auka veg og virðingu Reykholts með tveimur samtengdum bygg- ingum. Annarsvegar er ný kirkja og hins- vegar hús í sama stíl yfir Snorrastofu, sjálfs- eignarstofnun, sem mun hýsa bókasafn, svo og gestasofu fyrir innlenda og erlenda fræði- vísinda- og listamenn. Arkitekt byggingar- innar er Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins og samstarfsmaður hans hefur ver- ið Andrés Narfí Andrésson arkitekt. Það bíður betri tíma að líta á kirkjuna og Snorrastofu að innan, en hvað útlit snert- ir hefur húsameistara tekizt vel og unnið verkið í senn á nútímalegan og klassískan máta. Það sem athygli vekur þegar komið er í Reykholt eftir þjóðveginum er turninn með einskonar svífandi pýramída þar sem liturinn á þökum kirkjunnar og Snorrastofu er endurtekinn. Það sem einkum gerir þessa samstæðu nútímalega er tengibygging úr gleri; þar er sameiginlegur inngangur fyrir kirkjuna og Snorrastofu. Þessi tengibygging er einskonar bryggja og ofan á henni súlna- göng sem bera glerið uppi. Undir þessari bryggju er salur og í hann gengið utanfrá í gegnum brekku eða grasi gróinn stall, og þar er vísun í jarðgöngin í Reykholti og víðar. Að gerð er hin nýja Reykholtskirkja hefð- bundin krosskirkja og liggur latneski kross- inn til grundvallar krossforminu. Þetta er útbrotakirkja svo sem miðaldakirkjurnar á Hólum og í Skálholti, en hér eru súlurnar úr steini. í gerð kirkjunnar koma fyrir ýms- ar vísanir aftur í tímann. í fyrsta lagi minnir þaksvipurinn á torfþök. í annan stað eru tveir fremur litlir hringlaga gluggar sinn á hvorum gafli og vísa til hins rómanska stíls, sem einkenndi goðakirkjuna á íslandi frá kristnitöku fram til 1200. Hliðargluggarnir eru hinsvegar háir og mjóir með vísun til hins gotneska stíls, sem varð stíll biskupa og hins alþjóðlega kirkjuvalds. Þetta tákn- gerir breytinguna og átökin í kirkjunni á dögum Snorra Sturlusonar. Valgerður Bergsdóttir vann til verðlauna í samkeppni um steinda glugga í kirkjuna og byggir hún á efni úr Sólarljóðum. Heillegur veggur í kór skapar ákjósanleg skilyrði fyrir ein- hverskonar altaristöflu; málverk eða skúlpt- úr, en allt er það óákveðið. Kirkjan er enn ófullgerð að innan, en þar verður unnið af kappi og hún verður vígð á Ólafsvöku næsta sumar. Gengið var frá stofnskrá fyrir Snorra- stofu á 754. ártíðardegi Snorra Sturlusonar þann 23. sept. sl. í Reykholti. í þeirri stofn- skrá segir m.a. að Snorrastofa eigi að vera safn um Snorra Sturluson og að þar verði veitt fræðsla um norræna sögu og bók- menntir sem tengjast Snorra Sturlusyni. Stofnuninni er einnig ætlað að kynna sögu Reykholts og Borgarfjarðarhéraðs. í Snorra- stofu verður einnig starfrækt bókhlaða; þar verður safnað sérstaklega verkum Snorra og heimildum um hann. Bókhlaðan mun einnig sinna bókasafnsþjónustu fyrir Reyk- holtsskóla. Af annari starfsemi sem þar er fyrirhuguð má nefna upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn, svo og sýningar og kynn- ingar á sögu staðarins og íslenzkri menn- ingu. GS. ■H og ný kirkja í Reykholti SUÐURHLIÐ og kór kirkjunnar. Andstæður hins rómanska og gotneska stíls eru látnar birtast í hringlaga glugguni á göflum og háum gluggum á hliðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.