Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1995, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1995, Blaðsíða 3
SEAMUS HEANEY LESBOE ® ® 0II ® 11 Hl E 0 (D S □ ® E Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Forsíðan Myndirnar eru af nýju kirkjunni, sem nú er risin í Reykholti í Borgarfirði. Áfast við hanatil vinstri er bókasafn sem nefnt verður Snorrastofa. Að innan eru kirkjan og bókasafnið ófullgerð, en,, stefnt er að því að öllu verði lokið á Snorrahátio næsta sumar. Með þessari glæsilegu kirkju hefur staðurinn fengið hliðstæða viðreisn og Skálholt á sínum tíma með kirkjunni þar. Ljósm.Les- bók/GS. Bílasafn í Yztafelli í Köldukinn hefur Ingólfur Kristjánsson, bifvélavirki og bílabóndi, dregið saman mikið safn fágætra eintaka af bílum og er sá elzti Ford vöru- bíll árgerð 1929 og að hluta til úr samskonar bíl sem Ingólfur ók sjálfur í Bretavinnunni. Þama er saman komin samgöngusagan og atvinnusagan frá fyrri áratugum, en yfírleitt hafa menn ekki haft dug eða áhuga til að bjarga þessum gripum. Blaða- maður Lesbókar kom að Yztafelli og leit á safnið. Eldsmiðjan Karl Guðmundsson þýddi. Allt sem ég veit er dyr að dimmusal. Úti margt ryðgað: öxlar, gjarðaheðja; irmi þar: hamars hvellskært klíng í steðja og neistaþot sem þanin blævængstél og suðuskviss er skeifa í þró er hert. Skipa mun steðjinn rúm í miðju hringsins, þver fyrir stjöl með ægt horn einhyrningsins, altari traust, sem verður ekki hrært. Hér leggur karl sitt afl í íð og hljóm. Stundum, skinnsvuntu gyrtur, gróm í nös, gægist hann út við stafinn; minnið ert við hófaglamm, er geysist yssins rás. Rymur lágt, fer inn, — slengt hurð, slett í góm, — að slá ósvikið járn — við belgjar hvás. Fortíðin á Vesturlandinu í Eistlandi er föglum ljóma; þar var þá samfélag Eistlands-Svía. Þetta sam- félag rústuðu Rússar, það er ekki til lengur og sagan af Vesturlandinu er átakanleg. Það er síðari hluti greinar Arnars Guðmundssonar, blaðamanns, sem hér birtist. Höfundurinn er írskt skáld og hlaut hann bókmenntaverðlaun Nóbels á þessu ári. Þýðandinn er leikari og hefur Lesbók áður birt þýðingar hans á Ijóðum Seamus Heaneys. Ljóðið sem hér var valið, birtist fyrst í tímariti þýðenda, Jóni á Bægisá, 1994. Ljóðabók með Ijóðum Seamus Heaney í þýðingu Karls Guð- mundssonar kemur út innan skamms hjá Bókaforlaginu Bjarti. Þriggja heima sýn EG SKRIFAÐI þetta ekki, ekki frekar en annað sem fer frá mér með þessum tóni, það rann á mig æði. Henni sem of- býður, hvað sem hún heitir, hún skrifaði þetta. Hún sem vill laga heim- inn með handafli. Það sem vakti hana upp var kjaraumræðan seint í september. Þegar þjóðfélagið fær móðursýkiskast opnast sprunga í manni með gufum svo maður sér sýn: Við erum öll á leiðinni að verða heims- borgarar. Öll. Það hljómar fallega. En sum eru fyrsta heims borgarar, sum annars heims borgarar og meðallaunaþrælar stoltir af því að komast af, en afgangurinn þriðja heims borgarar smánarlauna eða atvinnu- leysis. Þessir þrír heimar eru ekki landfræði- legir lengur, eru farnir að ganga meira og meira inn í hvern annan. Lætin út af launahækkun alþingismanna fengu menn til að hugsa um stéttaskiptingu heimsins og íslands sem er einn og sami hluturinn. Framtíðarríkið verður svona ranglátt' eins gott 'að kyngja því og fara að athuga hvort hægt sé að laga þennan óskapnað eitthvað til. Það verður að finna mannsæmandi flöt fyrir alla. Snúa viðhorf- unum við, breyta hugmyndafræðinni. . . gera fátæktina aðlaðandi? Setja hana í Eden og gefa henni gott kapalkerfi? Ég get ekki sagt þetta nema gerast sjálfboðaliði í ör- byrgð. Geri það rétt bráðum - og tek með mér verkalýðsforystuna. Það vantar mannsæmandi kjör og verk- efni handa öllum. Er ekki fullt af fólki sem vildi frekar sinna köllun eða grillum en selja vinnu sína? Úr því enga vinnu er að fá fyrir stóran hluta heimsins er þá ekki hægt að láta alla sem vilja gera eitthvað skapandi sleppa launavinnu sinni, svo at- vinnuleysingjar sem eru praktískari geti fengið hana? Senda þá á námskeið. Þá gæti vaxið fram menning í lagi. Búa til fallega og tilgangslausa hluti fyrir augu, eyru, munn, húð, bara af því manni finnst það gaman, það væri fátæktarinnar virði í góðu loftslagi með ódýrum mat. Danir borga fólki fyrir að víkja úr vinnu sinni í ár og hleypa atvinnuleysingjum að, góð hugmynd, hringrás. Snjallt væri að mynda hringrás milli stétta og heimshluta, láta ríka fólkið og fátæka skiptast á kjör- um, í eitt ár eða kannski bara mánuði eða vikur, ríku mundu ekki þola meira. Ekki skiptinemar heldur skiptikjör. Sá ríki mundi læra að meta munaðinn sinn, og sá fátæki fengi að kynnast honum, bilið mundi minnka. Sá ríki fengi áhuga á að styrkja nýja fátæka vini sína, og sá fátæki fengi í sig_ ljóð og himnaríki. íslendingar hafa nýlega horft á þjóðfé- lagshóp falla niður í íslenskan þriðja heim sárrar fátæktar. Og veðrið er ekki einu sinni gott hérna eins og í löndum þriðja heims, nauðþurftir dýrar, viðhorfin til iðjuleysis og fátæktar svipuð og til róna og listamanna, vafin í fornan fordómahnykil. Það hlýtur að vera ömurleg líðan að finna sig breytast í þriðja heims fólk í landi sem var svo sjálfs- ánægt nýkomið frá nýlendustigi til alls- nægta. Einu sinni voru nær allir hér fátæk- ir, við vorum öll fátæk saman, það var miklu betra. Niðurlægingin við að eiga ekki það sem umhverfið krefst er eitt ömurlegasta ástand sem til er. Heimurinn er kominn hingað, með öllu. Hingað er komið útlenskt ofbeldi, sem sprettur af skrýtinni spennu, misrétti og misgengi. Hundurinn gólaði forðum spenn- una í dalnum upp í tunglið, spangóiaði spennuna, spangólaði tunglinu sannleikann, húsbóndinn lamdi kellinguna, sem lamdi hjúið og barnið, sem kvöldu hundinn og köttinn, sem pyntaði rólega mús sem fékk hægt andlát. Spennan þurfti út og jafnvel betra að finna til eftir höggin og lemja eða grenja í sig náttúrlegt morfín en finna ein- tóma angistarspennuna í hungri og niður- lægingu. Og sá sem gat engan lamið eða bitið gólaði upp í tunglið. Hundurinn. Með velmeguninni var allt síðan orðið svo gott í allsnægtum og jöfnuði að enginn átti að þurfa að lemja annan. En nú eru börnin farin að lemja eða stinga spennuna í samfé- laginu inn í hvert annað, svo einhver finni til í líkamanum frekar en þau í sálinni finnst þeim, svo þau fmni frekar til sektar en spennu, svo rafmagnið komist sína leið. Þriðji heimurinn hatar fyrsta heiminn ofboðslega, hann gubbar yfir fiskverkunar- borðið í Vestmannaeyjum og vill stinga og ég veit ekki hvað alþingismennina sína sem létu þetta allt verða svona og þykjast geta verið á fyrsta heims launum fyrir menntun sína eða slægð, ábyrgð og völd. Konan sem þurfti að gubba á alþingismennina verður að fá meiri peninga. Ríka fólkið á bæði tíma og peninga. Meðallaunaþrælarnir peninga en engan tíma. Leysingjarriir enga peninga en tíma. Ríka fólkið getur ruglast í sælunni af því að eiga of mikið og fá alla drauma upp- fyllta. Meðallaunaþrælunum líður svo vel af heiðarlegri vinnu að þá langar lítið, nema þeir séu því skrýtnari, og þá ættu þeir að gerast leysingjar. Leysingjarnir hafa nógan tíma til að dreyma sér góð kjör, sem dugar þó illa ef raunveruleikinn er kaldur og full- ur af niðurlægingu. Þriðji heimurinn er kominn hingað, með fátækt og atvinnuleysi. Mér finnst nú lág- mark á þriðja árþúsundinu að þeir sem við slík kjör búa njóti þeirra í góðu loftslagi þar sem nauðþurftir eru ódýrar. Þar sem hugmyndaheimurinn virðir allt mannlegt ástand, með lifandi trumbuslætti og orðlaus- um rímum og miklu spangóli og hitabeltis- gróðri, þar sem er swing og samúð og allir á sama plani svo fólk njóti lágmarks dýra- réttinda. Leysingjarnir með aumingjastyrkina gætu kennt eitthvað í hitabeltinu, skapað úr draumefni og sent til baka, að minnsta kosti liðið vel í vímu yfir hitanum og grænk- unni og átt ríflega fyrir húsaskjóli og mat. Það mætti lækka styrkina, það er svo ódýrt að lifa í þróunarlöndunum. Málfræðingar fengju vinnu við að mæla það sem kemur út úr munnunum. Þar mætti setja upp ís- lenskar verksmiðjur með enn lægri launum fyrir íslenska láglaunamenn, því ódýrara .væri að lifa af ávöxtum og gijónum og apakjöti í hitanum, húsin þurfa ekki að vera stærri en svefnherbergi, því hægt er að una sér úti á palli í sígóðu veðri. Já, ég legg til að aumastir íslands, hálf- dauðir gjaldþrota, láglaunamenn, atvinnu- leysingjar, styrkþegar, rónar, gamalmenni, listhneigt draumórafólk, margra barna fá- tækir og einstæðir foreldrar, hið fagra og viðkvæma mannlega angistar auma, fái að fara í hitabéltisloftslag með styrkina sína og dútlið. Aftur til Eden, sem sagt. Ódýrt fragtflug. Fyrsta heims fólkið þar á meðal þingmenn búi á Spáni og Flórída og veri i fjarskiptasambandi við það sem það á og stjórnar. Þegar aðeins meðallaunaþrælar og ein stétt verður eftir á íslandi verður örugg- lega friður aftur, enginn stelur, lemur, gólar upp í tunglið eða sprautar sig, og enginn verður eftir til að öfunda eða fyrirlíta. Þá verður aftur ein stétt á íslandi, allir dugleg- ir og meðvitaðir um uppeldisfræði. Oska- landið. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. OKTÓBF.R 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.