Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1995, Blaðsíða 4
I UPPAHALDSGRIPURINN, Dodge Cnrry AII, árg. 1940, bíll sem enn er í toppstandi. Þann 3. okt. sl. hafði Ingólfur átt hann í 50 ár. DRATTARVÉL af gerðinni Fordson Major, árg. 1947. Hún kom í safnið á Yztafelli frá Kálfborgará í Bárðardal. BÍLASAFNIÐ T YZTAFELLI egar ekið er þjóðveg- inn norður eftir Köldukinn í Suður- Þingeyjarsýslu, blasir við bærinn Yztafell á hægri hönd. Þetta er þjóðkunnur bær vegna þess að þar var Sam- band íslenzkra samvinnufélag stofnað árið 1902 á heimili Sigurðar Jónssonar bónda þar. Hann var einn af forkólfum samvinnuhreyfingarinnar, auk þess sem hann varð bæði þingmaður og ráðherra. Frá þessum stofnfundi er til ágætt mál- verk eftir Karen Agnete Þórarinsson. En allt er í heiminum hverfult og Sambandið er ekki lengur til. Aðeins stendur í Yzta- felli há steinsúla til minningar um stofn- fundinn og hún sést einnig af veginum. Það sem er þó mun fyrirferðarmeira og vegfarandinn tekur strax eftir er feyki- stórt samsafn bíla, sem eru allt frá því að vera uppgerðir og fagurlega útlítandi niður í hræ sem búið er að hirða úr flest nýtilegt. Hér er hinsvegar ekkert skilti til leiðbeiningar ókunnum vegfaranda og því eðlilegast að líta svo á að hér sé að- eins einkamál þess er safnað hefur bílun- um_ saman. Enda er það svo. Áður en ég kom að Yztafelli í sumar og sá þetta sjaldgæfa safn með eigin augum, hafði mér skilizt að þarna væri sláandi og risavaxið dæmi um sjónmeng- un af rusli. En ég sá það ekki þannig. Það sem við blasir, ef maður gerir sig heimakominn og labbar umhverfis reitinn, er stórmerkilegt safn bíla frá því fyrr á öldinni; bíla sem nú eru hvergi til annars- staðar og enginn hefur haft rænu á að halda til haga. Meðal þess sem hægt er að finna í safninu í Yztafelli er eftirfar- andi: Ford vörubíll, árgerð 1929 og Chevrolet vörubíll, árgerð 1946, fyrsti siýóbíll Guðmundar Jónassonar, upphaf jeppamenningarinnar með Ford herj- eppa frá 1942, Willysjeppum, Rússaj- eppum og Land-Roverum. Þar er Dodge Weapon pickup árgerð 1942; einnig dæmigerðar amerískar drossíur, ekki færri en þijár af árgerð 1955 og Ford Thunderbird af árgerð 1966. Þar er Reo Studebaker hertrukkur, Dodge Weapon árgerð 1942 og Dodge Carry All, árgerð 1940 og ættaður frá norska hernum. Einnig Bedford hertrukkur, árgerð 1942, Mack kranabíll árgerð 1953, Benz Unimog árgerð 1953. Þar að auki er nokkrar dráttarvélar, sem urðu „þarfasti þjónninn“ þegar hestaverk- færatímabilinu lauk á árunum eftir stríðið. Ein þeirra er Fordson Major 1947 og hef- ur verið heldur vígalegur á járnhjólum með gadda. Búnaðarsamböndin áttu þess- konar traktora sem fóru mili bæja með plóg og herfi á þeim árum þegar bændur reyndu að bijóta sem mest land til ræktun- ar og enginn endir virtist á útþenslunni. Síðan varð. þróunin í verktækninni eins og skriða; Farmall A og Ferguson heimilis- dráttarvélar leystu vagnhestana af hólmi og bændur urðu manna ákafastir í að kaupa nýja tækni og ný verkfæri. Jafn- framt virðist svo sem afar fáir hafi haft hugsun á því síðar meir, að þarna var atvinnusagan að líða hjá. Þjóðminjasafnið Ljósm/Lesbók: Atli Vigfússon; Laxamýri. INGÓLFUR Kristjánsson, bílabóndi í Yztafelli, er bæði kunnáttumaður og kóngur í ríki sínu innan um alls- konar gamla bíla og vélar, sumt verðmæta safngripi. og byggðasöfnin eiga ekki nema brot af því sem þar ætti að vera úr samgöngu- og atvinnusögunni frá liðnum áratugum. BÍLAR OG BÚSKAPUR Sá sem heiðurinn á af bílasafninu er Ingólfur Kristjánsson, bóndi á Yztafelli III, en jafnframt bifvélavirki með langa reynslu í þeirri grein. Hann er þó ekki Þingeyingur, heldur Reykvíkingur að upp- runa; fæddur í Reykjavík 1921 og alinn þar upp. Hann var einmitt á réttum aldri Wá FORD-vörubílI, árg. 1938. Þó aðeins væri hann búinn 85 hestafla vél, er hann búinn að skila sínu hlutverki vel, en að vonum orðinn þreytulegur og þarfnast uppgerðar. Þessi bíll kom aðYztafelIi frá Auðnum í Oxnadal, en áður er líklegt að hann hafi verið í eigu steypustöðvar á Akureyri. RÚSSAJEPPL GAS 69, árg. 1971. Fyrsti eigandi hans var Þorbjörn Arnodds son á Seyðisfirði og var þetta síðasti bíllinn sem hann hafði í ferðum. Þessi glæsilega yfirbygging sem gefur jeppanum nokkuð ókunnuglegan en mjög virðulegan svip, var smíðuð hjá Vélaverkstæðinu Víkingi á Egilsstöðum þeg- ar bíllinn var nýr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.