Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1995, Blaðsíða 7
ORMSEYJARFERJAN lögst að bryggju eða því sem eftir er af henni. Rúss- neski herinn braut niður vita eyjarskeggja og bannaði þeim að taka fram báta sína. Svæðið umhverfis eyjarnar var bannsvæði og íbúarnar að miklu leyti ein- angraðir allt fram á síðustu ár. FISKIBÁTUR á leið til hafnar í Haapsaiu. Vandi sjávarútvegsins felst meðal annars í þvi hve gamlir bátarnir eru. Eftir áratuga bann við sjósókn á eigin bátum þurfa Eistlendingar einnig að glíma við skort á þekkingu og reynslu. MARÍA Murman létti sér Iífið með því að spila á sitruna sína þegar hún hafði misst af tækifærinu til að flýja land áður en rússneski herinn kom. Hún var ein af þremur Eistlands-Svíum á Ormsey sem urðu eftir en fyrir heims- styijöldina síðari bjuggu hátt á þriðja þúsund Eistlands-Svíar á eynni. kom til baka vildi ég læra en það var ómögu- legt eftir að hafa verið i Síberíu." Ervin- Johan fékk heldur ekki að snúa heim: ,Nuckö var lokuð og ég fékk ekki að fara heim til að heilsa upp á fjölskylduna." Hann segir að nokkur þúsund sænskættaðir Eistlend- ingar séu enn í landinu en færri en tíu tali Eistlands-sænskuna gömlu. Nýlega kom út í Svíþjóð barnabókin ,Den lánga lánga res- an“ eftir Rose Lagercrantz og Ilon Wik- land, sem þekktust er fyrir að myndskreyta bækur Astrid Lindgren. Þessi bók hefur vakið mikla athygli enda lýsir Wikland þar uppvexti sínum hjá ömmu sinni í Haapsalu, áhrifum styijaldarinnar á litla stúlku og flótta hennar á fiskibáti yfir hafið til Svíþjóð- ar. Myndirnar í bókinni eru bæði átakanleg- ar og hrífandi og á þeim þekkir maður hús- in í Haapsalu og áttar sig loks á því hvaðan fyrirmyndir Wiklands að litlu litríku tréhús- unum og bóndabæjunum eru komnar. María Murman Á Ormsey Ormsey er fjórða stærsta eyjan við strend- ur Eistlands. Þangað er siglt á litlum báti frá Haapsalu enda hafnaraðstaðan léleg, bryggjan brotin og Rússar brutu niður vit- ann sem eyjarskeggjar voru að reisa fyrir hernámið. Ibúum var bannað að taka fram bátana sína. Á Ormsey hefur verið fjöl- mennt sænskt samfélag frá miðöldum eins og mörg örnefni bera vott um. Þar er að finna ,Austurgrunne“, ,Storstaingrunne“, og ,Prestviik“. En af um 2.500 Eistlands- Svíum urðu aðeins þrír eftir. Allir hinir flúðu. Einn þessara þriggja Eistlands-Svía býr í Suðurbæ. María Murman er 84 ára gömul en tekur enn á móti gestum, segir þeim sögu sína og spilar á sitru og syngur. Mar- ía ætlaði að flýja eins og allir hinir þótt maðurinn hennar væri í burtu með Rauða hemum. Bróðir hennar fór með alla sína fjölskyldu á fiskibáti skömmu fyrir jól 1943 og komst yfir við illan leik. María pakkaði aleigunni niður í stóran kistil og hélt til Haapsalu. Þegar hún ætlaði um borð í feij- una var henni sagt að hún yrði að skilja kistilinn eftir eða bíða eftir næstu feiju. María vildi ekki skilja allt við sig og ákvað að bíða. Hún beið í tvær vikur og allan tím- ann stóð kistillinn tilbúinn á bryggjunni. ,Stóri hvíti báturinn kom aldrei," segir María. Rússarnir vom þegar komnir fyrir utan skeijagarðinn svo flóttaleiðin var lok- uð. María sneri heim með kistilinn, sem enn stendur í stofunni hennar, og skömmu síðar var bryggjan sem hún beið á sprengd í loft upp. Svo margir flúðu frá Ormsey að heilu þorpin stóðu tóm. í stað íbúanna settust stríðsflóttamenn að í nokkrum húsanna. I vetrarhörkunum kom fyrir að fólk bjó í hluta hússins og reif hinn helminginn niður í eldi- við. Þegar húsið var næstum búið flutti fólk í næsta hús. Þannig voru mörg þorp eyði- lögð. Önnur voru rifin til að rýma fyrir sam- yrkjubúum. Aðeins örfáir dæmigerðir Eistl- ans-sænskir bæir eru eftir. Af um hundrað íbúum Suðurbæjar var María ein eftir. Hún minnist þess hve erfitt það var á veturna að ganga niður í bæinn og sjá engin ljós. ,Þá settist ég og spilaði og söng,“ segir María og brosir. Eiginmaður Maríu kom heim í stríðslok. Síðan hann dó árið 1984 hefur hún lengst af búið ein en síðustu árin hefur atvinnulaus sonur hennar verið henni til aðstoðar. Það er greinilegt hve tónlistin er Maríu mikils virði. Hún handijatlar 60 ára gamla sitruna af ástúð og töfrar fram úr henni ljúfa tóna. María hefur spilað allt sitt líf og meðal annars leikið fyrir dansi. Þegar hún leikur og syngur lagið um hina ótrúlega fallegu Ormsey sem engin mun geta gleymt, verða gestirnir að taka undir. Heimsókn til Vesturlandsins og eyjanna úti fyrir ströndinni mun seint gleymast. Fyrir utan ótrúlega náttúrufegurð má sjá og finna menjarnar um grimmilega sögu þessarar aldar. Eftirminnilegast er samt fólkið, gest- risni þess, vingjarnleiki og bjartsýni. Kaire Reiljan-Reuter, blaðakonan unga á Laane Élu, fyrsta sjálfstæða héraðsfréttablaði landsins, vill hvergi búa annars staðar en á Vesturlandinu. Hún er meira að segja bjart- sýn á að tíminn græði sárin eftir samskipt- in við Rússana. .Fleiri og fleiri af mínum kunningjum eiga rússneska vini,“ segir hún. Ef eitthvað eitt einkennir landið núna, þá er það stöðug uppbygging. Sumt er endur- byggt, annað er nýtt en margt kemur aldr- ei aftur. Þannig er lífið. Höfundur er blaðamaður og stjórnarmaður í Norræna blaðamannaklúbbnum. Greinin er afrakstur ferðar hans um Eistland ásamt nokkr- um öðrum klúbbfélögum. íslensk saga tileinkuð tónskáldinu Jóni Leifs Eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur Einu sinni var kona sem hafði ekki sofið hjá í háa herrans tíð. Loks ákvað hún að taka af skar- ið og á viðkvæmu augnabliki fékk hún augastað á einum sem var til iess fallinn að bijóta ísinn með. Konan vildi gera athöfnina eftirminnilega loksins iegar hún léti til skarar skríða og stakk uppá því að þau myndu gera það í búning- um og á sérstökum stað. Svo hún fór í hvítan brúðarkjól með slöri og hann fór svartan smóking, setti upp pípuhatt og stakk á sig segulbandinu. Síðan paufuð- ust þau gegnum úfið hraun og ofaní eld- gamlan eldgíg. Konan breiddi þar úr dýj- amosanum en maðurinn stillti á upp- töku með eldgosadrunum og svo elskuð- ust þau af mikilli ástríðu. Þá kom fljúg- andi flugvél en parið heyrði ekki í flugvél- inni útaf samfarastununum sem runnu saman við eldgosadrunurnar. Flugvélin var í útsýnisflugi fyrir erlenda ferðamenn og leiðsögumaðurinn brá skjótt við þegar hann sá samferðamenn sína missa andlit- ið og sagði án þess hvorki að blikna né blána í hljóðnemann: There we see Ice- landic people make love in a volcano as they always do when they just got marri- ed. * Þarna sjáum við íslenskt par að elskast ofan í eldgíg eins og tíðkast eftir brúð- kaupið. Hörmungar saga eða konan með hugmyndirnar Eg þekkti einu sinni konu sem var alltaf svo hrædd um að það kæmi eitthvað fyrir. Hún hélt hún myndi lenda í bílslysi, flug- vélin hennar myndi hrapa, og það yrði jarðskjálfti eða eldgos einhveija nóttina þegar þjóðin væri í fastasvefni. Hún óttað- ist ef hún færi á sjóinn sykki skipið með manni og mús, ef hún færi í leikhúsið kæmi upp eldur og hún myndi troðast undir í þvögunni, að innbrotsþjófur myndi drepa hana í einskæru fáti þegar hún kæmi fram í rósótta sloppnum því hún hefði vaknað við þruskið. Hún óttaðist að ef hún færi út að borða, myndi standa í henni, hún blánaði upp og augun stæðu á stilkum og það yrði hennar banabiti og ef hún færi út að ganga myndi hún hrasa og höfuð hennar skella í götuna og heilinn leka út um allt og lítið barn sem yrði vitni að því myndi aldrei jafna sig. Hún var hrædd um að fá hjartaslag í heita pottinum eða gervitungl hrapaði á hauSinn á henni og brotajárnið myndi kljúfa hana í herðar niður. Þess vegna fann ég fyrir undarlegri til- finningu, það var næstum því sorg, þegar ég frétti að hún hefði dáið í svefni eina nóttina. Höfundur er rithöfundur í Reykjavík. BARBARA KÖHLER Án heitis Franz Gíslason þýddi Ég æfi einveruna og ég held ég hafi náð býsna langt. Ég tala við tungumálið, stundum svarar það. Stundum svarar líka einhver annar. Ég reikna ekki með að verða skiiin. Stærðfræði er ekki mitt fag. í Mýrdal Þetta er svört strönd og ekki myndhverfing eins langt og augað eygir þetta hvíta milli skýs og fjaiis er jökullinn yfir eldfjallinu þetta gula hérna melgresi frá í fyrra og þetta rauða þarna Franz Gíslason reddressed sagði Gyrðir og Gunnar og Njáll riðu hjá fyrir svona þúsund árum. Landnám Landið nam mig í storminum í slyddunni við lokaðan veginn að mið- punkti jarðar við enda veraldar þar sem hjólbarðinn sprakk filman slitnaði allt hætti eitthvað byrjaði með nístandi kulda. Gott sagði bílstjórinn gott að þú ert með hníf. Reykjavík, Café Paris A fimm mínútna fresti dettur flugvél úr hraunbreiðum himinsins (ég sá þessi regnský fyrst ofanfrá í aðfluginu var enn ekki neitt til að bera saman við) frá Austfjörðum frá Vestfjörðum landið lagar sig eftir himninum og sjávarföllunum jörðin hérna er þunn hreyfanleg himna yfir eldinum gegnum rúðurnar þrengja sér drunur skrúfuhreyflanna og rigningin er eins og kvikmynd sem þau horfa á: drykkjumenn og löngunarfullir sæfarar loftfarar ferðafólk og yfir borgarísjökum í camparíglasinu stranda blá augnaráð úr brúnum augum aðflug bross lendingin er mjúk. Barbara Köhler fæddist í Þýska alþýðulýðveldinu og gaf út fyrstu Ijóðabók sina Deutsches Roulette 1991. Hún kom hingað til lands haustið 1993 og birtust þýðingar á nokkrum Ijóða hennar í tímaritinu Bjartur og frú Emelía nr. 11. Ljóðin hér að ofan eru úr nýrri Ijóðabók Blue Box sem kom út á þessu ári. Hún býr í Duisburg. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. OKTÓBER 1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.