Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Blaðsíða 2
FINNLAND j \ V \ fSVÍKföÐ: ;> t ,-r \ tf # r RÚSSLAND iSílj^v’ t:' ? fjBETLAND QALISfJ \ AUST 'Vs€«ð// SPÁNN TYRKJAVELDf SARDINÍA Friðrik Vilhjálmur III. Prússakonungur fór fyrir sinni sendinefnd og það sama gerði Alexander I. Rússakeisari. Frans I. var síðan gestgjafínn, en Klemenz von Mett- emich fursti var aðalsamningamaður Aust- urríkismanna og sá sem mestu réð á fund- inum. Hvað átti nú að gera við þau ríki sem lent höfðu undir Napoleoni eða leppstjórn- um hans? Hugsjónir frönsku byltingarinnar höfðu borist víða um Evrópu með heijum Frakklands og í anda þeirra vildu margir að nú yrði komið á stjórnarumbótum, myndaðar þingbundnar konungsstjórnir eða jafnvel stofnuð lýðveldi. Því fór þó fjarri að allsráðendur á Vínarfundinum hefðu eitthvað slíkt í huga. Þeir höfðu að leiðarljósi hugtökin lögmæti og stöðug- leiki. Með lögmæti áttu þeir við, að ríkin yrðu aftur fengin í hendur fyrri þjóðhöfð- ingjum eða réttmætum erfingjum þeirra. Með stöðugleika var átt við, að valdajafn- vægi skyldi ríkja í álfunni, með sérstakri áherslu á að halda aftur af Frökkum. Ein- veldi var aftur komið á í hveiju ríkinu af öðru, að Frakklandi undanskildu þar sem óttast var að það myndi vekja upp of sterka andúð. Reyndar var reglan um lögmæti mismikið í heiðri höfð, eftir því hvort um var að ræða smá eða stór ríki og eftir því hvort ríkin höfðu verið hliðholl eða andstæð Napoleoni. Tekist á Um Landsvæði Þótt Vínarfundurinn kæmi ekki form- lega saman, hittust menn tíðum, bæði í hinum ýmsu nefndum og auðvitað í veislum og á dansleikjum. Þar reyndu þeir að tryggja sér stuðning hvers annars við til- kall til umdeildra landsvæða, selja stuðning sinn fyrir stuðning við sig. Ótal sambönd og bandalög voru mynduð, sem síðan gátu hæglega riðlast á næsta dansleik. Það ágreiningsefni sem hvað örðugast reyndist að leysa var hvernig skipta ætti Póllandi og Saxlandi. Alexander Rússa- keisari krafðist þeSs að allt Pólland kæmi í hlut Rússa og að Prússar fengju Sax- land. Austurríkismenn máttu aftur á móti ekki til þess hugsa að það yrðu lyktir málsins, enda hefði það þýtt að vestur- landamæri Rússlands yrðu komin óþægi- lega nálægt Vínarborg og að sameiginleg landamæri Austurríkis og Prússlands myndu meira en tvöfaldast að lengd. Slíkt var einfaldlega of hættulegt til að á það yrði fallist. Bretar treystu sér ekki heldur til að samþykkja þessa skipan mála. Tók nú að kastast mjög í kekki með sigurvegur- unum og það tókst fulltrúa Frakka, hinum slynga Charles Maurice de Talleyrand, að færa sér í nyt. Hann kom til Vínarborgar sem fulltrúi sigraðrar þjóðar og átti lítið sem ekkert að hafa að segja um niðurstöð- ur fundarins. En með því að notfæra sér úlfúðina sem þar var oft ríkjandi tókst honum að komast inn á gafl hjá stórveldun- um fjórum og fá að taka þátt í störfum þeirra. Undir árslok 1814 voru ófriðarblikur farnar að sjást á lofti og margir óttuðust að deilurnar um Pólland og Saxland myndu enda með styijöld. Það varð ekki til að slá á þann ótta þegar prússneski kanslarinn Hardenberg lýsti því yfir á gamlársdag, að ef Prússum yrði neitað um Saxland myndi það jafngilda stríðsyfirlýsingu. Bret- ar og Austurríkismenn sáu þann kost vænstan að stofna til leynilegs bandalags með Frökkum um að standa saman ef til ófriðar kæmi. Það fór þó ekki svo að styijöld brytist út. Samningar tókust um að Rússar fengju megnið af Póllandi, en Austurríki og Prúss- land fengu þar einnig landsvæði. Var hinn rússneski hluti Póllands síðan gerður að sérstöku konungsríki undir stjórn Alexand- ers I. Borgin Kraká varð fijáls borg undir vernd Rússa, Prússa og Austurríkismanna. Eftir að þessir samningar voru í höfn höfðu Rússar lítinn áhuga á að styðja Prússa í deilunni um Saxland. Varð það úr að Frið- rik Vilhjálmur sættist á að fá um helming þess lands. Þrátt fyrir það höfðu Prússar svo sem litla ástæðu til að kvarta, enda stækkaði ríki þeirra að mun. Auk land- svæðanna í Saxlandi fengu þeir m.a. Pom-.. mern, sem Svíar höfðu ráðið, Westfallen og héruð við Rínarfljót, þ.á m. Ruhr-hérað- ið, sem síðar varð eitt auðugasta iðnaðar- hérað Þýskalands. Alexander Rússakeisari leit á sig sem aðalsigurvegarann yfir Napoleoni og taldi sig því eiga rétt á að fá meiri landauka en þá sem samið var um í Póllandi. Var sæst á að Rússar fengju að halda Bess- arabíu, sem þeir tóku af Tyrkjum 1812, VÍNARFUNDURINN, málverk eftir Jean B. Isabey. Metternich fursti er staðinn upp af stól sínum, Castlereagh situr með krosslagða fætur, en Tallerand er sá sem situr með hægri handlegginn á borðinu. og Finnlandi, sem þeir höfðu náð af Svíum. í staðinn fengu Svíar að halda Noregi, sem þeir höfðu haft af Dönum með Kílarfriðn- um í ársbyijun 1814. Þrátt fyrir að Danir hafí hallast að Napoleoni í ófriðnum, var ákveðið að bæta þeim missi Noregs með því að færa þeim héraðið Lauenburg í Þýskalandi. Frakkland Girt Af Stórveldunum var mikið í mun að styrkja þau ríki sem áttu landamæri að Frakk- landi, til að tryggja að allar tilraunir Frakka til útþenslu yrðu kæfðar í fæð- ingu. Ákveðið var að styrkja ríkin við norð- urlandamæri Frakklands með því að sam- eina Holland og Belgíu í konungsríkið Nið- urlönd. Þá veittu landaukar Prússa í Rínar- héruðunum Frökkum einnig viðnám. Þýsku ríkin voru styrkt verulega. í stað hinna rúmlega 300 ríkja sem urðu til í lok Þijá- tíu ára stríðsins árið 1648, var þeim nú fækkað niður í 39 með því að láta hin smærri renna saman við þau sem voldugri voru. Ríkin voru síðan látin mynda laus- legt bandalag sín á milli og var það sett undir umsjón Austurríkismanna. Samstarf þýsku ríkjanna fólst aðallega í því að þau þurftu að leggja fram skerf til sameigin- legra vama gegn utanaðkomandi hættu. Þau starfræktu einnig sameiginlegt þing en voru að öðru leyti algerlega sjálfstæð. Á þennan hátt tókst að minnka hættuna á því að á ríkin yrði ráðist, án þess þó að styrkja þau svo að öðrum stæði ógn af. Við austurlandamæri Frakklands voru varnir styrktar með því að láta svissnesku kantónumar 22 mynda sambandsríki, sem naut verndar stórveldanna. Ítalía hafði í raun verið sameinuð I eitt ríki undir Napoleoni, en var nú skipt upp á nýjan leik. Sardiníuríkið við suðaustur- landamæri Frakklands endurheimti hérað- ið Piedmont og var að auki styrkt með landaukum, m.a. í Genoa. Þá fékk Páfarí- kið aftur lönd sín á Mið-Ítalíu. í sárabætur fyrir að láta Belgíu af hendi til hins nýja niðurlenska konungsríkis fengu Austurrík- ismenn í sinn hlut Langbarðaland og Fe- neyjar á Ítalíu. Með þessum ráðstöfunum var talið að Frakkland væri girt nægilega sterkum ríkj- um til að halda aftur af því og að mynd- ast hefði valdajafnvægi í álfunni. Bretar fengu ekki lönd á meginlandi Evrópu fyrir sinn hlut í sigrinum yfir Napo- leoni, enda var slíkt andstætt stefnu þeirra. Þeir kusu heldur að bæta við sig nýlend- um. í þeirra hlut komu m.a. St. Lucia, Mauritius og Seyschell-eyjar frá Frökkum og frá Hollendingum fengu þeir Ceylon og Höfðanýlendu. Greiddu þeir konungi Niðurlanda sex milljónir punda í sárabæt- ur. Með þessum mikilvægu flotastöðvum voru yfirburðir Englendinga á höfunum nú orðnir enn meiri en áður. Seinni Parísarfriðurinn Aðfaranótt hins 7. mars, á meðan Vínar- fundurinn stóð enn sem hæst, bárust þær fregnir til fundarmanna að Napoleon hefði strokið úr útlegðinni og væri á leið til Parísar á nýjan leik. Ákveðið var að láta þetta ekki trufla störf fundarins, heldur var þeim þvert á móti flýtt. Var lokasam- þykkt fundarins síðan undirrituð níu dög- um áður en Wellington bar sigurorð af Napoleoni í orrustunni við Waterloo. Með undirritun samþykktarinnar lauk sjálfum Vínarfundinum, en starf fulltrúa stórveld- anna hélt áfram. Sú hylli sem Napoleon naut við endurkomuna sýndi að Frakkar höfðu ekki látið sér segjast. Prússar kröfð- ust harðra refsinga og helst að Frakklandi Vínarfundurinn hefur hlotið bæði lof og last í gegnum tíðina. Gagnrýnendur benda á að stórveldin hafi fært bæði þjóðir og landsvæði á milli ríkja eins og peð á skák- borði. Þeir hafi neitað að viðurkenna hin vaxandi öfl fijálslyndisstefnu og þjóðernis- hyggju, en þess í stað reynt að bælá þau niður með harðri hendi. Aðrir hafa hinsveg- ar dáðst að sigurvegurunum fyrir að fara mildum höndum um hinn sigraða, öfugt við það sem gerðist síðar, við lok fýrri heimsstyrjaldar. Þeir álíta að ekki hafi verið hægt að búast við öðru en að hinir gamalgrónu sigurvegarar tækju nýjum hugmyndum eins og þjóðernishyggju og fijálslyndi með tortryggni. Það var t.d. beinlínis hættulegt fyrir Austurríki að gefa þjóðernishyggju lausan tauminn, enda samanstóð ríkið af fjölmörgum þjóðum og þjóðabrotum. Vínarfundinum til ágætis hefur einnig verið bent á, að eftir hann hafi liðið heil ijörutíu ár uns stórveldunum laust saman í stríði á nýjan leik í Evrópu. I heild hafi reyndar næstu hundrað árin eftir fundinn einkennst af meira jafnvægi og minni ófriði en Evrópubúar áttu að venjast. Það beri að miklu leyti að þakka samningamönnunum í Vínarborg.. Höfundur er sagnfræðingur. Heimildir: Cook, Chris og John Stevenson: The Longman Handbook of Modem European History 1763-1985. London 1987. Helgi Skúli Kjartansson: Þættir úr sögu nýaldar. Reykjavík 1976. Jón Guðnason: Mannkynssaga 1789-1848. Reykjavík 1960. Kennedy, Paul: The Rise and Fall og The Great Pow- ers. Economic Change and Military Conflict from 1500 to 2000. London 1988. Kissinger, Henry: Diplomacy. New York 1994. The New Cambridge Modern History. VIII: War and Peace in an Age of Upheaval 1793-1830. Cambridge 1969. EVRÓPA árið 1812. Franska keisaradæmið nær þá yfir stóran hluta álfunn- ar, þar á meðal Spán, Ítalíu, Sviss, Niðurlönd, stóran hluta núverandi Þýzka- lands og PóIIands, þar sem var stórhertogadæmið Varsjá. Næstu nágrannar í austri eru Danaveldi, Prússland, Austurríki og Tyrkjaveldi. yrði skipt upp í smærri ríki. Castlereigh var hinsvegar enn á þeirri skoðun að affa- rasælast myndi reynast að fara um þá mildum höndum. Þeir Metternich og Alex- ander voru honum sammála og í septem- ber hafði nefnd fjórveldanna komist að samkomulagi um nýjan friðarsamning. Var hann undirritaður þann 20. nóvember 1815. Samkvæmt þessum samningi, Síðari Parísarfriðnum, missti Frakkland nokkur landsvæði og voru landamæri ríkisins færð til þess horfs sem þau voru í fyrir stjórnar- byltinguna árið 1789. Þeir urðu einnig að greiða 700 milljónir franka í stríðsskaða- bætur og var nú uppálagt að skila aftur þeim listmunum sem þeir höfðu sankað að sér á meðan Napoleonsstríðin stóðu yfir. Þeir máttu líka sæta því að 150.000 manna setulið vrði í landinu næstu árin, til að tryggja að staðið yrði við ákvæði samningsins. Sama dag og sáttmálinn var undirritað- ur stofnuðu sigurvegararnir með sér Fjór- veldabandalagið. Var því ætlað að sjá til þess að friður héldist í Evrópu. Ákveðið var m.a. að halda reglulega fundi leiðtoga ríkjanna til að ræða málefni álfunnar. Árið 1818 var samþykkt að Frakkar hefðu staðið svo vel við sínar skuldbindingar að ekki þyrfti lengur að hafa hjá þeim setul- ið. Við sama tækifæri var Frökkum boðið að gerast meðlimir í Fjórveldabandalaginu. lof OgLast i ! rransxa Keisaraaæmio E™} Fylgirfki Bandalagsríkt L--J Hlutlaus ríki og óvinaríki < MONTENEGRO “ . • StKILEY

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.