Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1995, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1995, Qupperneq 3
E iggnflg @ @ B d] @0 0 0 [aJ [U ® Q] [n] e Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Sporddreki var óvinur Bogmanns í miðaldafræðum. Barátta Egils Skallagrímssonar við þau Eirík blóðöxi og gunnhildi kóngamóður í frumsögninni, má segja að hafi verið barátta Bogmanns gegn Sporð- dreka, segir Einar Pálsson í síðari grein sinni: Bræður himins og Egils saga. Léttleiki einkennir nýjar byggingar í Þýzkalandi, seg- ir Haraldur V. Haraldsson, arkitekt, sem starfað hefur bæði í Reykjavík og á Akur- eyri og er nú komin til Þýzkalands í þriðja sinn. Þar er nú meira byggt en annarsstaðar í Evrópu og Haraldur hefur tekið að sér umsjón með stóru verkefni eftir áramótin. Blaðamaður Lesbókar hitti Harald að málli. . . Vedrid hættir aldrei að koma okkur á óvart og er enda eitt vinsælasta athugunar- og umræðuefni á öll- um tímum. Það sem við vitum um veður aftur í tímann er að hluta að þakka brautryðjandanum i veðurmælingum, Árna Thorlacius í Stykkis- hólmi, sem hóf reglubundnar mælingar fyrir 150 árum. Þóra Magnúsdóttir safnvörður í Stykkis- hólmi rifjar upp eitt og annað um Árna. Mary-Ann Bácksbacka Tvö Ijóð Jóhann Hjálmarsson þýddi Ringulreid Það er til staður sem heitir Ringulreið. Á götuhorni minninganna nafnlaus hús, styttur og sprungnir veggir. Horaðir rakkar snuðra í rennusteinum. í tágakörfu með hjólum sefur barn. Karfan rennur hljóðlaust í átt til strandar. Múrarnir varpa engum skugga. Trén hafa hætt að vaxa. Það veit ég. En skyndilega ilmar allt af ryki og nýföllnu regni. Nóttin Nóttin hefur mörg andlit, heldur einnig mínu mildilega^ í höndum. Gatan er auð. Ég veit ekki hvern ég sé. Eru það snjókorn sem falla, stök eða sótflygsur, sjúkt barr? Konan í herberginu niðri talar við gula páfagaukinn sinn um stund, breiðir síðan yfir búrið. Mary-Ann Bácksbacka er finnskt Ijóðskáld og skáldsagnahöfundur. Ljóðin eru úr bók hennar, Langt frá Marienbad (1991). IFimmtán ár hafði ég einkum feng- ist við frétta- og greinaskrif, sem tengdust stjórnmálum, viðskipt- um og atvinnulífi, þegar ég flutti mig um set hér á ritstjórn Morg- unblaðsins fyrr á þessu ári og hóf störf á menningardeild ritstjóm- arinnar. Á þessum fimmtán árum varð ég eins og starfssystkin mín iðulega vör við mikinn þrýsting frá þeim sem áttu hags- muna að gæta, í þá veru að óskað var eftir því að viðtal væri tekið við viðkomandi, um tiltekið málefni. Þetta eru engin tíðindi og ekkert óeðlilegt við það, að þeir sem eru að beijast fyrir ákveðnu niáli, vilja kynna ákvörðun, fram- kvæmd eða hugmynd, sækist eftir því að fá að koma fram á síðum Morgunblaðsins, til þess að afla hugmyndum sínum fylgis meðal landsmanna, eða einfaldlega til kynningar. Það er síðan undir okkur fréttamönnunum komið, að meta hveiju sinni, hvort hugmynd- in eða kynningin á erindi við landsmenn. Við metum einnig hvort nauðsynlegt er að per- sónugera viðburðinn, framkvæmdina, ákvörðunina eða hugmyndina með sérstöku fréttaviðtali eða hvort nægjanlegt er að segja frá ákvörðuninni, framkvæmdinni, hugmynd- inni, atburðinum í fréttafrásögn. Seinna formið, hin beinharða fréttafrá- sögn, upptalning staðreynda þess sem orðið er, getur sparað plássið sem þarf fyrir frétt- ina á fréttasíðunni. Þegar það er nauðsynlegt er hægt að notast við óbeina ræðu, umorða og draga frásögnina saman. En oftar en ekki er nauðsynlegt að fá þann, þá eða þau sem gefa tilefnið til fréttaskrifanna, til þess að tjá sig í fréttaviðtali, auk þess sem þann- ig verða fréttirnar oftast heldur líflegri. Þar að auki vilja lesendur fá að lesa hvað Davíð Oddsson sagði að gefnu tilefni eða Ingibjörg Sólrún eða Hörður Sigurgestsson eða Björn Bjarnason eða Kristján Jóhanns- son, svo nokkur nöfn sé valin af handahófi. Og þeir vilja fá að lesa orð þeirra innan til- vitnunarmerkja. Þannig að fréttamenn eru Látið lista- verkin tala ekki einungis að afla sér ábyrgðarmanns að þeirri frétt sem þeir eru með í vinnslu, þegar þeir taka viðtöl við fréttaefnið, heldur eru þeir einnig að lífga við frásögn sína. Því hef ég þennan langa inngang að rabbi mínu að þessu sinni, þar sem ég undrast það nánast dag hvern, hversu mikill sóknarþungi er frá þeim geira þjóðlífsins sem flokkast undir menningu og listir, að fá viðtöl tekin og birt, nánast af hveiju einasta tilefni. Leik- húsfólk vill fá nákvæma kynningu á því sem það er að gera, með viðtölum og myndum úr þeim verkum sem til stendur að frum- sýna, myndlistarfólk leggur sömuleiðis höfuð- kapp á að fá viðtal við sig tekið, áður en myndlistarsýning er opnuð, rithöfundar og útgefendur sækjast eftir því að Morgunblað- ið eigi samtöl við þá, þegar von er á bók frá þeim, eða þegar hún er komin út, tónlistar- fólk hvort sem eru söngvarar eða hljóðfæra- ieikarár vilja sömuleiðis allir að Morgunblað- ið birti viðtal við þá, þegar ákveðinn tónlistar- viðburður er framundan og svona mætti lengi telja. Nú er því einu sinni þannig varið, að umrætt listafólk lendir iðulega í því, þegar það kemur oft fram í blaðaviðtölum, að end- urtaka sig. Því eru viss takmörk sett, hversu frumlegir og nýstárlegir viðmælendur dag- blaða geta verið, sérstaklega ef oft er rætt við þá. Allir þekkja fréttatilkynningarnar sem li- stafólkið sendir frá sér, þegar listviðburður á þess vegum er framundan. Þar er greint frá aldri viðkomandi listamanns, námsferli, starfsferli, helstu sýningum sem viðkomandi hefur tekið þátt í, uppfærslum, fyrri bókum, o.s.fir. Auðvitað getur það ært óstöðugan að þurfa sí og æ að vera að lesa sömu upplýsingar um viðkomandi listamenn. Að lokum verður slík endurtekning hvorki í þágu lesandans né listamannsins. Hugsið ykkur bara, að í hvert sinn sem talað væri við stjórnmálamann, atvinnurek- anda, verkalýðsleiðtoga, bankastjóra eða skipstjóra hér á síðum blaðsins, að ávallt fylgdi með lífshlaup viðkomandi, náms- og starfsferill og helsta afrekaskrá viðmælahd- ans. Geta menn ekki fallist á að það væri afar þreytandi að lesa aftur og aftur sömu upplýsingar um viðmælandánn? Hvers vegna ætti að gegn öðru máli um listamenn þessa lands? Þeir sem þegar hafa skapað sér virðingu og nafn, þurfa ekki á þessari stöðugu kynningu að halda. Þeir eiga að kynna sig með list sinni - verkum sínum. Hinir ættu að láta sér nægja að vera kynntir til sögunnar, þegar þeir eru að hasla sér völl. Ég er þeirrar skoðunar, að ekki sé sjálfgef- ið að taka viðtal við listamann, hveiju sinni er hann stendur fyrir listrænum viðburði, uppákomu, tónleikum, útgáfu, sýningu. Raunar finnst mér að viðtalsformið, eins og það hefur verið notað hér á blaðinu og víð- ar, að því er varðar listræna umfjöllun, nokk- uð þreytt og sér til húðar gengið. Auðvitað eru margar ánægjulegar undan- tekningar þar á - sem betur fer. En samt sem áður vildi ég óska þess að listamenn hefðu aukina skilning á því, hvað knöpp frá- sögn og snaggaraleg, af því sem fyrir dyrum stendur hjá þeim, getur þjónað hagsmunum þeirra betur en langlokuviðtöl sem eru oftar en ekki einhver endurtekning á síðasta við- tali. Auðvitað eru slík skrif einnig til þess fallin að þjóna lesendum Morgunblaðsins betur, en það hlýtur ávallt að vera megin- markmið þeirra sem gefa út dagblað, ekki satt? Jafnframt vildi ég gjarnan, að listamenn- irnir sýndu því góðan skilning, að Morgun- blaðið getur ekki endurbirt lífshlaup, náms- feril og starfsferil listamannanna, í hvert sinn sem þeir eru í sviðsljósinu, vegna listar sinnar. Framboð efnis, hvort sem um listvið- burði eða aðra viðburði ér að ræða, er einfald- lega mun meira en eftirspurn, þ.e.a.s. við á Morgunblaðinu höfum ekki rými á síðunum til þess að gera öllu því efni sem okkur berst þau skil, sem viðmælendur okkar óska eftir. Því er nauðsynlegt að fyrir hendi sé gagn- kvæmur skilningur á því, að það er einatt nauðsynlegt að ritskoða, stytta, umskrifa og bæta þann texta sem sendur er til birtingar. Sömuleiðis þurfa viðmælendur okkar að sýna því skilning, þegar við skrifum við þá viðtöl, að endanleg útgáfa viðtalsins sem birt- ist, verður í flestum tilfellum mun styttri en viðtalið sem upphaflega var tekið. Það er hluti af starfi okkar blaðamanna að umorða, reyna að koma frá okkur hnitmiðuðum texta, hafa frásögnina að hluta til í óbeinni ræðu, endursegja og velja þau kjarnaatriði, sem við teljum að hafi upplýsingagildi, eða séu hnytt- in og skemmtileg. Oftast gengur samstarf Morgunblaðsins og viðmælenda þess með ágætum, en enn gerist það þó, að ákveðnir einstaklingar álíta að þeim og þeirra hugðarefnum sé ekki sinnt sem skyldi. Það getur líklega aldrei farið hjá því, að um einhvern áherslumun verði að ræða, þar sem viðmælendur eru annars veg- ar og blaðamenn hins vegar. Vonandi er þó að það verði í vinsemd og samstarfi. AGNES bragadóttir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. NÓVEMBER 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.