Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1995, Side 4
I
NÝ GERÐ fjölbýlishúss með 8 íbúðum, sem Haraldur teiknaði á Akureyri í
samvinnu við Ingimar H. Ingimarsson arkitekt.
FJÖLBÝLISHÚS á Akureyri, sem Haraldur teiknaði meðan hann starfaðiþar.
HÚS SEM Haraldur teiknaði og byggt var nálægt Erfurt í
Apstur-Þýzkalandi 1994. Íþvíer teiknistofa.
Léttleiki ein-
kennir nýjar
stórbyggingar
í Þýzkalandi
Til þess að menn viti hverra manna Haraldur
V. Haraldsson er, skal uplýst í upphafi þessa
máls, að hann er sonur Valgerðar Gísladóttur
frá Sölvabakka við Blönduós og Haraldar Ól-
afssonar, sem var forstjóri Fálkans. Ég man
Stutt spjall við HARALD
V. HARALDSSON
arkitekt, sem fluttur er til
Þýzkalands í þriðja sinn
og hefur verið settur yfír
stórt verkefni.
Eftir GÍSLA
SIGURÐSSON
fyrst eftir honum á teiknistofu þeirra
bræðra, Helga og Vilhjálms Hjálmarssona.
Það var árið 1966. Þeir voru þá að teikna
Áskirkju og Haraldur kom þar mikið við
sögu. Hann sá til dæmis alveg um innrétt-
ingu kirkjunnar. Síðan hvarf hann af
sjónarsviðinu hér syðra og starfaði um
tíma bæði norður á Akureyri og í Þýzka-
landi. Nú er hann fluttur til Þýzkalands í
þriðja sinn, en var á ferðinni í sumar og
leit inn hjá Lesbókinni.
Eftir nokkurra ára samdráttarskeið hafa
verkefni snarminnkað hjá íslenzkum arki-
tektum; jafnframt hefur fjölgað til muna
í stéttinni. En arkitektar búa við þann
stóra kost að þeir eru ekki svo mjög háð-
ir landamærum; menntun þeirra gildir
hvar sem er og því er tiltölulega auðvelt
að bregða sér milli landa, ef þörf er á eða
löngun fyrir hendi. Það er vel þekkt núna
að stóru verkefnin í Evrópu eru í Þýzka-
landi og að þau standa mestan part í sam-
bandi við samruna þýzku ríkjanna og þá
staðreynd að viðhald bygginga austanmeg-
in var í mesta lamasessi; hús í heilum
borgum úr sér gengin og verða brotin nið-
ur. En stærsta einstaka verkefnið er upp-
bygging nýs miðhluta í hinni nýju Berlín
og hefur verið sagt frá því hér í Lesbók.
Það er að vonum að þýzkmenntaður
arkitekt eins og Haraldur leiti þangað
þegar herðnar á dalnum hér heima. Hann
hefur að sjálfsögðu tungumálið á valdi
sínu; er orðinn vel kunnugur þýzkum
þankagangi og þekkir menn, sem þar eins
og annarsstaðar er sá lykill sem bezt dug-
ar. Og Haraldur hefur sannarlega haft
erindi sem erfíði þegar hann leitaði á náðir
Þjóðveija.
KOMIÐ VÍÐA VlÐ
Haraldur er fæddur í Reykjavík; varð
stúdent frá MR 1954 og fór beint í arki-
tektúrnám í Stuttgart. Skólinn í Stuttgart
var eftirsóttur, þar voru um tíma 8 íslend-
ingar við nám um leið og Haraldur. Hann
útskrifaðist 1963, kom heim og má segja
að hann h'afi komið víða við og hvergi
orðið mosavaxinn. Fyrst hóf hann störf
hjá Skipulagi Reykjavíkurborgar, hjá
STERKURþaksvipur einkennir hús sem Haraldur teiknaði
fyrir Sparisjóð Ólafsfjarðar.
ÁSKIRKJA íReykjavík. Innrétting hennar er verk Haraldar.
GÖNGUGATANá Akureyri. Fysta
verkefni Haraldar eftir að hann
fluttist norður.
HARALDUR V. Haraldsson,
arkitekt, á teiknistofunni í
Nurnberg.