Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 3
E E m LESBOE 1m) [ö) [r] [5] [u] ® E B B [5] b oo ® d) Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Bjartur í Sumarhúsum er á ferðinni í athyglisverðri grein eftir bandaríska bókmenntagagnrýnandann Brad Leithauser og birtist hún í fyrra. í greininni sem heitir „Mikil bók lítillar þjóðar“, segir Leithauser frá fyrstu kynnum sínum af bókinni, sem hann hefur síðan lesið margsinnis og telur að sé með- al stórvirkja í bókmenntasögunni. Carmina burana jinagnað tónverk Carls Orff, sem Is- lenzka Óperan hefur flutt í vetur, er samið við „djarfa" latneska texta, sem urðu til í klaustrinu Benediktsbæ við rætur Alpaíjallanna syðst í Þýzkalandi. Þar var áningar- og samkomustaður , á þjóðleið yfir fjöllin og frá þessum merkisstað, sem enn er hægt að sjá og heimsækja, segir Þorsteinn Magnússon. Hernám Bretar settu sig niður í Kaldaðarnesi eftir her- námið í mai 1940, því þar var góð aðstaða til flugvallargerðar. Bærinn Kálfhagi lenti inn á svæði hersins og daglegt líf tveggja fjölskyldna gerbreyttist, ma.a þurfti nú að hafa sérstaka gassa til að komast á engjarnar. Greinin er eftir Asdísi Guðmundsdóttur. ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON Úr kennslustofu Á tjaldi liðins tíma biitist oss eitt tákn, eitt orð um betra líf á jörð: Menn þyrpast saman, reyna að feta fram, og ferill hefst í átt til þessa tákns. Sótt er gegn broddum blárra sverða og spjóta, barizt og varizt. Hopað. Aftur sótt gegn ýgum her. Og ennþá fossar blóð, enn drekkur moldin benjaregnið heitt og valkestir á tímans tjaldi hlaðast. En tárin, harminn, dauðans myrku kvöl fær enginn skráð. „ Og öll var þessi nauð af orði sprottin, tákni um betra líf, sem krafðist djarfrar sóknar fram - um fet. Finnið á vorum dögum þann sem skilur að eitt sinn varð að heyja hjörvaþing, svo heimtur yrði réttur, er vér njótum sem lofts og vatns. Slík nauðsyn er hann öllum. Ólafur Jóhann Sigurösson; 1918-1988, var frá Torfastöðum í Grafningi og telst einn helzti raunsæishöfundur hér eftir seinni heimsstyrjöld. Hann var mikilvirkur rithöfundur og hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráös 1976. Auk skáldsagnanna gaf hann út tvær Ijóðabækur. Sælir eru hógværir Sá sem hefur valið sér það lífsstarf að kenna ungling- um þarf oft að þræða ein- stigi. Hann á að uppfræða en ekki innræta. Skoðanir mínar á mönnum og mál- efnum, stjórnmálum, mat- aræði, íþróttum og eilífðar- málum koma nemendum mínum ekkert við og ég tel mig alls ekki hafa umboð til að predika þær yfir þeim í bland við setninga- fræði og hugmyndaheim íslendingasagna. Þó hef ég þar eina heiðarlega undantekn- ingu. Ég segi hiklaust við nemendur mína þegar það á við: Temjið ykkur ekki hroka. Hann ber nefnilega vott um heimsku og heimsk viljið þið ekki vera! Það kemur stundum svolítið skrýtinn svipur á unglingana þegar þeir heyra þessa kenningu. I hugum þeirra flestra er nefni- lega ekkert samasemmerki milli hroka og heimsku. Þeir telja að þeir einir hreyki sér hátt sem geri það gott og hafi allar forsend- ur til að láta aðra líta upp til sín. Sumum beri jafnvel bláköld skylda til þess að vera nokkuð góðir með sig. - Menn sem gera það gott eru ekki heimskir því að þeir hafa haft vit á því að koma ár sinni fyrir borð og láta taka eftir sér. Það skiptir máli að eftir manni sé tekið, annars má hann sín einskis og sá sem ekki skilur það hlýtur að vera meira en lítið heimskur. - Ein- hvern veginn á þessa lund hugsa margir krakkar þótt þeir þori ekki að væna kennar- ann sinn um heimsku af ótta við afdrifarík- ar afleiðingar. Lýsingarorðið heimskur hefur sam- kvæmt Islenskri orðsifjabók merkinguna heima alinn eða reynslulítill. Þar að baki býr sú hugsun að heimskingi sjái ekki út fyrir heimahaga sína og einblíni á sinn litla sjóndeildarhring þar sem hann sjálfur er miðdepill. Þrátt fyrir alla upplýsingatækni nútímans er til urmull af slíku fólki. Ég vona að ég verði ekki sökuð um hroka þó að ég taki svona sterkt til orða. Þetta fólk er oft svo blindað af eigin ágæti að það lætur hiklaust rigna upp í nefið á sér og vaggar sér af sjálfsánægju þegar það tíund- ar eigin afrek, greinir frá atgervi sínu til líkama og sálar og blæs sig jafnframt út í vandlætingu yfir orðum og verkum ann- arra. Auðvitað getur þetta verið svolítið skondið. En það er ekki bara hlægilegt heldur aumkunarvert þegar menn telja sig ekki geta leyft sér vissa framkomu af ótta við að falla niður af stalli. Hjá mörgum er það sáluhjálparatriði að halda ákveðnum staðli í bílaeign, klæðaburði eða kunningja- hópi. Sumir eru svo litlir karlar eða kerling- ar að þeir afneita ættingjum og gömlum vinum af ótta við að þeir skaði þá ímynd sem þeir hafa burðast við að koma sér upp. Aðrir geta ímyndað sér hvernig fólki líður í hjarta sínu sem lætur stjórnast af svo lítilmótlegum þörfum. Þörfin fyrir einhvers konar stöðutákn hefur sjálfsagt fylgt mannkyninu frá upp: hafi vega og alltaf hafa einhveijir fundið leiðir til að hefja sig upp yfir sauðsvartan almúgann. En þessi þörf er orðin að hálf- gerðri fíkn og verður því ákafari eftir því sem fleiri telja sig eiga möguleika á að klífa metorðastigann. Mér finnst hún end- urspeglast í þessu töfraorði - ímynd sem iðulega heýrist í upplýsingaþjóðfélagi okkar og í henni felst álíka gáfuleg iðja og lit- greining heilla stjórnmálaflokka eða kok- hreysti um kynlíf og nautnir. Yfirleitt er hún þó ekkert annað en skrautlegar umbúð- ir utan um lítið sem ekkert og þegar þær fara að trosna er fátt um fína drætti. Þetta skilja margir sem komnir eru til vits og ára en unglingarnir okkar standa berskjald- aðir gagnvart blekkingunni og þess vegna lenda þeir oft á hálum ís og láta glepjast af fagurgala. Þeim hættir því til að snúa nefinu upp í loft, þenja sig af sjálfsánægju vegna velgengni {námi eða góðra aðstæðna og það er þetta sem ég vil vara þá við. Nú telja sjálfsagt margir að svona mál- flutningur beri vott um það metnaðarleysi og dýrkun meðalmennsku sem einkenni íslenska kennara og komi í veg fyrir að afburðanemendur fái að njóta sín. Því fer þó fjarri. Að sjálfsögðu ber góðum kennara að efla heilbrigðan metnað meðal nemenda sinná, brýna fyrir þeim að nýta hæfileika sína og vinna vel. En hann á líka að stuðla að aukinni sjálfsvirðingu þeirra og umburð- arlyndi gagnvart öðrum. Sá sem brunar eftir menntaveginum með eintómar ágætis- einkunnir í farteskinu hefur að sönnu unn- ið vel en engin trygging er fyrir því að hann vinni vel í framtíðinni og láti gott af sér leiða. Hann er kannski svo upptekinn af eigin afrekum að hann hefur aldrei mátt vera að því að líta í kringum sig og sýna öðrum samkennd. Hann hefur kannski veigrað sér við að vinna hópverkefni með öðrum af ótta við að þeir dragi hann niður í einkunnum. Þessi maður er stöðugt á verði um að einhver setji blett á ímynd hans og rjúfi þann þrönga sjóndeildarhring sem hann hefur reist í kringum sig. Sam- kvæmt orðsifjafræðinni er þetta heimskur maður og heimskan á eftir að koma honum í koll í framtíðinni. En til að forðast allan misskilning og rangtúlkanir ber að taka fram að þessi dapurlega mynd á alls ekki við alla þá sem hafa náð afburðaárangri í námi. Sem betur fer hafa margir þeirra öðlast andlegan þroska sem hefur gert þeim kleift að nýta hæfileika sína sjálfum sér og öðrum til góðs. Fáir hafa orðað mannleg sannindi betur en Jesús Kristur og eftir því sem tíminn líður verður mér hugstæðara eftirfarandi úr Fjallræðunni: - Sælir eru hógværir því að þeir munu landið erfa. Ugglaust hafa margir talið þessi orð örgustu öfugmæli því að sá hógværi er í fljótu bragði öðrum ólíklegri að komast til vegs og virðingar. En þegar grannt er skoðað kemur hér allt heim og saman. Sá sem er hógvær gerir sér grein fyrir eigin takmörkunum og tran- ar sér ekki fram. Hann vinnur störf sín í kyrrþey og gerir sér far um að rækja þau af alúð. Hann lætur verkin tala. Smám saman ávinnur hann sér traust og velvild samferðafólks síns því að honum kemur ekki í hug að troða ofan af því skóinn held- ur lætur það njóta sannmælis og eigin verð- leika. Og vegsemd hans eykst eftir því sem hrokagikkir heltast úr lestinni. Af þessum sökum held ég að við kennar- ar bijótum engin lög um hlutleysi þegar við vörum nemendur okkar við hroka og heimsku því að slíkt er andhverfa þeirrar menntunar og víðsýni sem við viljum veita þeim. Það eru þeir sem eiga að erfa landið. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. FEBRÚAR 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.