Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 6
/BRETAVINNUNNI1941. Tveiríslenzkir vöruhílstjórarmeðhíla sína við flugvallargerðina í Kaldaðarnesi. BREZK Lockheed Hudson Mk.III sprengjuflugvél á Kaldaðarnesflugvelli. Hernámið í Kaldaðarnesi TÍUNDI dagur maímánaðar 1940 var sögulegur dagur í lífi íslendinga. Þúsundir hermanna stigu á land við höfnina í Reykjavík og her- námu borgina. Fyrst um sinn var ekki ljóst hvort um Breta eða Þjóðverja væri að ræða Til þess að komast á engjarnar þurfti fólkið í Kálfhaga að fara í gegnum hersvæðið. Því var gripið til þess ráðs að gefa út passa fyrir hvern og einn og þurfti ávallt að hafa hann meðferðis. Eftir ÁSDÍSI GUÐ- MUNDSDÓTTUR en brátt kom hið sanna í ljós. Hér var breska heimsveldið á ferð. Mestu umsvif hersins voru í og við borgina en landsmenn hvarvetna fóru ekki varhluta af hemáminu. Ein af bækistöðv- um hersins var í Kaldaðarnesi við Ölfusá í Flóa en þar var gott svæði til flugvallargerð- ar. Þannig hagaði til að bærinn Kálfhagi í Kaldaðarnesi var á miðju svæðinu. í Kálfhaga var tvíbýli, í öðrum bænum bjó stór fjöl- skylda, Þorgrímur Grímsson og Guðrún kona hans ásamt níu bömum sínum sem þá voru á aldrinum 6-19 ára. í hinum bjuggu tvö systkini. í tvö ár bjuggu þessar fjölskyldur með breska heimsveldið við túnfótinn og dag- legt líf fólksins breyttist á svipstundu. Við gluggum nú í minningar þessa fólks og hverf- um til ársins 1940. Vegabréf á Engjarnar Þegar hér var komið við sögu var Guð- mundur, elsti drengurinn í bænum, 15 ára. Fyrir hann var þetta hið mesta ævintýri og dagurinn sem herinn birtist verður honum ávallt minnisstæður. „Þennan dag var haldið uppboð í Kaldaðarnesi því eigandinn var bú- inn að selja jörðina. Það var margt um mann- inn á hlaðinu því þar var stórbýli og margir góðir munir á uppboðinu. Pabbi var ákvðinn í því áð gera góð kaup og vorum við stödd ... KALDAÐARNESFLUGVÖLLUR ímai 1941. Búið eraðleggja eina flug- braut og unnið að annarri. þama í þeim erindagjörðum. Allt í einu sjáum við hermenn spranga inn á hlaðið, gráa fyrir jámum. Enginn hafði hugmynd um hernám Breta þama í sveitinni. Bresku hermennirnir botnuðu ekkert í þessum fólksijölda og tóku upp sjónauka sína til að athuga hvort þama væri liðssöfnuður á ferð gegn breska heims- veldinu! Systir Guðmundar, Þórgunnur, var tólf ára þetta virðburðaríka sumar. „Við voram ekk- ert hrædd við þessa menn, þeir vora mjög kurteisir við okkur og gáfu okkur oft sæl- gæti sem var nú frekar sjaldséð í þá daga og því mjög vel þegið.“ Til þess að komast á engjarnar í heyskap þurfti fólkið í Kálfhaga að fara í gegnum hersvæðið. Því var gripið á það ráð að gefa út passa fyrir hvern og einn og þurfti ávallt að hafa hann meðferðis. „Það var tekin mynd af okkur og sett í passann og fannst okkur mikið til um stimpil drottningarinnar sem var á honum. Svo þurftum við alltaf að hafa hann meðferðis og sýna hann er við fóram í gegnum svæðið." MeintarNjósnir SVEITAFÓLKS Öryggið var alltaf í fyrirrúmi hjá Bretanum og víst var að njósnarar gátu leynst hvar- vetna. Eitt dimmt kvöld í ágúst vora systkin- in á engjunum í heyskap. Heyið hafði verið sett á vagn og nú var haldið heim á leið. A miðri leið vora þau stöðvuð af hermönnum. „Þeir tóku upp byssur sínar með byssustingj- um á endanum og stungu í gegnum heyið á vagninum til að ganga úr skugga um að þar væri ekki njósnari á ferð. Við gerðum okkur það oft að leik að fela okkur í heyinu en sem betur fer ekki í þetta skipti.“ Eins og áður sagði var Kálfhagi tvíbýli. Svo bar eitt sinn við að systirin í bænum hafði verið á tali við einn hermannanna og verið að spyija hann frétta úr stríðinu og meðal annars um hernaðaramsvifín í Hval- firði. Þar var birgðastöð og mikilvægt hern- aðarlegt svæði. Aður en langt um líður fær konan heimsókn nokkurra háttsettra foringja og henni bornar þær sakir að hún sé njósn- ari fyrir Þýskarana. Henni tókst að sanna sakleysi sitt, enda saklaus sveitakona úr Fló- anum, og eflaust haft gott eitt í huga með því spyija frétta eins og siður er á íslandi. ÞÝSKARAR GERA ÁRÁS í Kaldaðanesi reis flugvöllur en Bretum hefði verið bent á þennan stað sem gott flug- vallarsvæði. Þar vora lagðar malbikaðar brautir og hefur flugvöllurinn eflaust átt að gegna varnarhlutverki ef til átaka kæmi á landinu frekar en að gegna hlutverki í orr- ustunni um Atlantshafið. Brátt birtust fimmt- án Fairy Battle eins hreyfíls flugvélar og var þeim ætlaður staður á Kaldaðamesi. Snemma á árinu 1941 komu tveggja hreyfla Lockheed Hudson könnunarvélar hingað og hófst þá könnunarflug og vemdarflug út á Atlantshaf- ið. Tvisvar kom það fyrir að þýskar flugvélar flugu yfír Kaldaðarnes og fannst körkkunum það mikið ævintýri en hafa kannski ekki gert sér grein fyrir alvöru málsins. Guðmundur segir frá: „Við vorum svo vitlaus að við hlupum út á hlað til þess að fyigjast með! Þetta var svo spennandi. í fyrra skiptið flaug flugvélin yfir, dritaði á Tjallann og flaug svo áfram. Tjallinn fylgdi á eftir á sínum rellum. Stuttu seinna komu þýskararnir aftur og flugu nú lágflug yfír bæinn og skutu meira. Bretinn hafði nú ekki erindi sem erfíði og hitti ekki flugvélina. Svo hvarf hún.“ Ekki gekk allt slysalaust fyrir sig. Eitt skiptið urðu Guðmundur og bróðir hans vitni að slysi er bresk flugvél var að taka sig á loft. Skömmu eftir flugtak sprakk hún í tætl- ur. „Ég var á engjunum ásamt bræðrum mínum og horfði á þetta gerast. Það var al- veg hræðilegt og hafði mikil áhrif á okkur. Fleiri minniháttar óhöpp áttu sér stað eins og gengur. Eitt sinn rakst flugvél á endann ofan í mýrina og sat þar föst en engin slys urðu á fólki.“ Flugvallarsvæðið á Kaldaðarnesi reyndist ekki mjög heppilegt þegar allt kom til alls því Ölfusá átti það til að flæða yfir bakka sína og á flugvöllinn. Svo segir í bók Gunn- ars M. Magnúss Virkið í Norðri: „Er ástæða að ætla að áin hafí verið einn þeirra fáu óvina sem Bretar áttu að veijast frá vellinum, því að minnsta kosti einu sinni reyndu þeir að sundra klakastíflum í ánni með sprengjuárás- um úr flugvél." Hlaðið vaktað Af HERNUM Ekki hefur það verið tekið úr með sældinni að búa við þessar aðstæður. Hvernig tóku foreldrar ykkur þess öllu? Þórgunnur hefur orðið: „Eins og áður segir var þetta mjög spenn- andi og þá sérstaklega í byijun fyrir okkur krakkana. Eftir á að hyggja furða ég mig á því hvað mamma og pabbi voru róleg yfir þessu öllu. Þarna var flugvélardynurinn yfir- gnæfandi allan daginn og þau með þennan stóra barnahóp. Elstu stelpurnar voru á þeim aldri sem allt gat skeð, enda bjuggust marg- ir við því að stelpurnar í Kálfhaga færu í ástandið en svo varð nú ekki.“ Ekki er nú samt loku fyrir það skotið að rómantíkin hafi gert vart við sig á sumar- kvöldum í Flóanum og var hlaðið á Kalfhaga vel vaktað af herlögreglunni sem gætti þess að allt færi fram eftir settum reglum. Það má skilja á orðum þeirra systkina að hermenn- irnir hafi gert sér mörg erindi inn í bæinn og ekki spillti það fyrir að þar voru ungar og myndarlegar dætur bóndans. Talverð viðskipti vora á milli hermanna og heimafólks og keyptu þeir mjólk og egg og sóttu vatn til bæjarins. Guðmundur segir frá: „Ég man eftir einu atviki í sambandi við þetta. Þá komu nokkrir hermenn til þess að ná í vatn. Þeir koma inn í fjósið og fengu sitt. Er þeir era komnir spölkorn í burtu tek ég eftir því að einn hafði gleymt byssunni sinni með byssustingnum og öllu saman. Ég greip byssuna, hljóp á eftir honum og kall- aði. Ég gleymi aldrei skelfingarsvipnum sem kom á hann því þetta var mjög alvarlegt brot og gat haft mikla refsingu í för með sér.“ Allir Fengu Vinnu Á þessum tíma var atvinnuleysi talvert á landinu þó einkum í stærri bæjum. Þessu breytti Bretavinnan svokallaða því mikil eftir- spurn varð eftir vinnuafli er uppbygging hers- ins hófst. Svo varð einnig í Kaldaðarnesi. Það þurfti að reisa skýli, bragga, byggja flugvöll, sjúkrahús, birgðaskemmur, grafa fyrir jarð- húsum og útbúa skotgrafir og virki. Nú fengu allir vinnu sem vettlingi gátu valdið. Guð- mundur var einn þeirra sem fóru í Bretavinn- una. „Ég fór fljótt í Bretavinnuna enda hraustur strákur og fljótur að læra. Vinnu- brögðin voru nú ekki til að hrópa húrra fyr- ir, eitt af fyrstu verkunum var að handmoka möl úr Ingólfsíjalli á vörubíl en mölin var 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.