Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 8
4- ÞORKELL ARNAR EGILSSON Ástin Hún er eldurinn, krafturinn og ljósið. Hún er þjáningin, sorgin og gráturinn. Hún er brosið, glettnin og gleðin. Hún er gáskinn, iéttleikinn og jafnvel Guð. Hún er fullnægingin, hjartslátturinn og þú. Hún er allt og stundum ekkert. Hún kemur þegar hún vill en fer aldrei alveg þótt flest- um finnist það. Hún er glampinn af lífsins eldi. Hún er spennan, óttinn og örvæntingin. Hún er röklaus, en hún er upphafning andans yfir efnið. Hún svíkur engan en allir halda það samt. Hún beygir gáfumenn jafnt sem hálfvita í duftið. Hún er tárið úr lífsins lind. Höfundur er ungur Reykvíkingur. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.