Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Qupperneq 1
O R G U N Stofnuö 1925 13. tbl.13. april 1996 — 71. árg. AF Skansinum, virki Bessastaðamanna, horfði Holgeir Rosinkrantz höfuðsmaður á Tyrkina athafna sig uppí landsteinum án þess að aðhafast neitt. Annað skip þeirra hafði strandað og gátu þeir í friði flutt vörur og fanga milli skipanna, en strandaða skipið losnaði síðan á aðfallinu. Þótti Jóni Indíafara illt að horfa á aðgerðaleysið. Mynd: Búi Kristjánsson. Vamir Islands á 17. öld rið 1627 gekk hópur manna hér á land og rændi og ruplaði. Urðu Grindavík, Vestmanna- eyjar og sunnanverðir Austfirðir fyrir barðinu á ránskap þeirra og ofbeldi. Það hefur verið venjan að kalla þá Tyrki þótt þeir hafi ekki í í Vestmannaeyjum höfðu fallbyssur verið hreinsaðar og menn fengið vopn. En þegar Tyrkirbirtust, reyndi hver að bjarga sér og sínum. Eftir SIGURGEIR GUÐJÓNSSON raun verið frá því landi er við í dag nefnum Tyrkland. Nafngiftin kemur til af því að þeir áttu sína bækistöð í Alsír er var hluti af Tyrkjaveldi og miðstöð þrælaverslunar veldisins. Tilgangur siglingarinnar norður í höf var eins og kunnugt er að ræna fólki og selja það á þrælamörkuðum. Það var líka ætlunin að leysa hluta fólksins út gegn borg- un lausnargjalds. Heimildir bera með sér að ránsmennirnir hafi að mestu farið sínu fram án beinna átaka við landsmenn. Af því sem var skráð í Skálholti árið 1628 eftir frásögn skólapilta af Austurlandi sést að fólk hefur oft komist undan á 'flótta og falið sig er spurðist til ránsmannanna. Sú varð raunin í Fáskrúðs- firði þar sem Tyrkirnir náðu aðeins tveimur mönnum. í vopnadómi Magnúsar prúða frá 1581 er gert ráð fyrir þessháttar vörnum. Svo og dæmum vér sýslumenn með hreppstjórum og öðrum skynsömum mönnum um að ráðgast fyrir kross- messu, hvar þeim þykir skást hæli og virki að hafa, svo að gamlir menn og ungir piltar með konum, kynni börn og búsmala og aðra hluti _þar í nánd færa . . . (Alþingisbækur íslands 1570- 1581 I, bls 443.) Vopnadómur var aldrei borinn undir lög- réttu. Hann var aðeins látinn gilda sem hér- aðssamþykkt í Barðastrandarsýslu. Samt sem áður er ekki ólíklegt að fyrrgreint ákvæði hafi spurst til annara héraða vegna þess hve auðvelt í framkvæmd það var og hversu árangursríkt það gat reynst. Annars virðist tilviljun oft hafa ráðið miklu um það hvort fólk komst undan í Tyrkjaráninu. í Lóni náðu Tyrkirnir t.d. engum því fólkið var í seli þar sem þeir komu. I Berufirði virðast þeir aftur á móti hafa náð fleirum en sýndist. Bóndinn á Hamri hafði t.d. kom- ið öllu verðmæti undan og látið reka búfén- að sinn á brott er spurðist til ránsmann- anna. Hann hafði einnig skipað tveimur mönnum að vaka næstu nótt og segja til yrðu þeir varir mannaferða. Þessi fyrirætlan misfórst og var heimilisfólkið gripið því mennirnir svikust um og lögðust til svefns. Vestmannaeyingar voru ekki óviðbúnir komu Tyrkjanna. Kláus Eyjólfsson lögréttu- maður í Hólmum í Landeyjum skrásetti aðf- arir ránsmannanna í Vestmannaeyjum. Frá- sögn hans er skrásett í júlímánuði 1627 og er því elsta heimildin um Tyrki hér á landi. Kláus hafði það eftir Lauritz Bagge kaup- manni í Vestmannaeyjum, að hann hefði orðið var torkennilegra skipaferða í kringum eyjarnar nokkru fyrir ránið. Hann hefði því látið vaka um nætur og látið hreinsa öll stykki (falibyssur), og stofnað flokk manna sem hann afhenti byssur og vetjur. Það er reyndar ekki gott að meta hversu brúkleg vopnin voru. Fallbyssurnar fylgdu að líkind- um virkisgerð Friðriks II í Vestmannaeyjum 1586. Þær hafa því tæplega verið í góðu ásigkomulagi. Allavega leystist varnarsveit kaupmannsins fljótt upp og reyndi hver að bjarga sér og sínum. Framganga Holgeirs Rosenkrantz höfuðs- manns á Bessastöðum í Tyrkjaráninu hefur löngum þótt slök. Þegar Tyrkir komu á tveimur skipum inn Faxaflóann eftir ránið í Grindavík lét hann ekki til skarar skríða þegar annað skipið steytti á skeri og strand- aði. Fengu því ránsmennirnir frið til að færa varning og fanga yfir i hitt skipið. Jón Indí- afari var staddur á Bessastöðum og líkaði framtaksleysið illa eins og kemur fram i ævisögu hans. Og sem þeir nú í þessu sjóarsvamli og flutningi skipanna á milli voru, létu þeir Dönsku af að skjóta á þá, bæði af skipun-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.