Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Blaðsíða 3
N JA,x xi:;t issæwsaaBiiii Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Varnir íslands voru á dagskrá á 17. öld og ekki að ástæðulausu, því Tyrkir rændu í Vestmannaeyj- um og komu víðar við. Allur viðbúnaður þar varð til einskis og enn þá hraksmánarlegri varð frammistaða Bessastaðamanna, þegar sjóræn- ingjaskip strandaði á Skerjafirði og menn horfðu bara á það af Skansinum þegar Tyrkir fluttu fólk og f arangur óáreittir í annað skip. Greinin er eftir Sigurgeir Guðjónsson. Barbara Árnason var mikilhæf listakona og sannur íslend- ingur þótt hún vari af enskum uppruna. Barbara bjó í Kópavogi og það er við hæfi að Listasafn Kópavogs heiðrar nú minningu hennar með sýn- ingu, sem er án efa mikill listviðburður. Af því tilefni skrifar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur um listakonuna. fílafuglsins mikla á Madagaskar voru að rúmtaki á við miðlungs vatnsfötu, en því miður hefur þessum merkilega fugli verið útrýmt. Landið er þó paradís fuglaskoðara ogþar eru flestar teg- undir kameljóna og sjaldgæfar skjaldbökuteg- undir. Þetta er síðari hluti greinar Sturlu Friðriks- sonar. BENNY ANDERSEN Ferð í ferð í f erð Úlfur Hjörvar þýddi / hverri ferð minni felst önnur í henni sú þriðja íhenni ogsvoframvegis Ég fór til Vestur-Indía í nóvember og fer aftur til Danmerkur í apríl en áður skrepp ég heim í Hjortekær mars og til baka í mánaðarlokin en þaðan bregð ég mér til Jótlands og frá Jótlandi fer ég til Reykjavíkur þaðan sem ég fer í stuttar ferðir til Akureyrar og Vestmannaeyja og aftur til Reykjavíkur þaðan til baka til Jótíands og aftur til Hjortekær þaðan til Vestur-Indía en fer þaðan í apríl svo að ég ferðast í ferð í ferð í ferð og dag einn í Reykjavík mitt í öllum þessum ferðum í ferðum ferðast ég í huga mínum og tilfinningum til þín ástin mín í fjarska takmarks ferðar minnar í ferð minni í ferð minni í ferð minni í ferð minni á minni ferð Benny Andersen er með þekktustu núlifandi skáldum Dana. Ljóðið birtist í InterPOL, menningarblaði Politiken. Þýðandinn býr í Danmörku. B B KARLMENN, sem eiga börn og eru giftir eða í sambúð, eru kallaðir fjölskyldumenn eða fjöl- skyldufeður. Orðið gef- ur ýmislegt í skyn; fjöl- skyldumenn eru gjarnan álitnir traustir starfs- kraftar, þar sem fjblskyldan veitir þeim stöð- ugleika í lífinu. Um leið hafa þeir auðvitað fyrir fjölskyldu að sjá og þar af leiðandi geng- ur þeim betur en öðrum að sannfæra vinnu- veitendur sína um að þeir þurfi á launa- eða stöðuhækkun að halda. Þannig getur það farið saman að vera fjölskyldumaður og framapotari. Þetta viðhorf er ríkjandi á vinnu- stöðum hér á landi; það hefur verið staðfest með vísindalegum könnunum. Konur, sem eiga maka og börn, eru hins vegar ekki fjölskyldukonur. Þær eru mæður, eða eiga krakka. Og það virðist ekki nærri því eins jákvætt í augum stjórnenda og vinnu- veitenda og það að vera fjölskyldumaður. Krakkar þvælast fyrir konum. Könnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði í fyrra á launamyndun og launamun, staðfesti meðal annars að konur með ung börn, eða sem eru líklegar til að eignast börn, eru síður ráðnar til starfa í fyrirtækjum en karlar. Ef þær eru ráðnar eiga þær minni möguleika á stöðuhækkun en karlar, þær fá minni hvatn- ingu og lægri laun. Hin viðtekna skoðun er að fjölskyldukonur séu ekki kam'erkonur. Við búum þannig við það ástand að kynin fá sömu hvatningu og tækifæri til að mennta sig til sérhæfðra og ábyrgðarmikilla starfa, en það sama á engan veginn við þegar að því kemur að nýta menntunina í starfi. Astæð- an er fyrst og fremst ríkjandi viðhorf í þjóðfé- laginu, sem hafa ekki fylgt eftir samræmingu á nærri öllum pólitískum og félagslegum rétt- indum kynjanna. Það er enn talið hlutverk kvenna að sjá um heimili og börn, en hlut- verk karla að vera aðalfyrirvinnan. Þetta kemur svo fram í þeim eina mun, sem enn er á réttindum kynjanna; konur hafa rétt til fæðingarorlofs, bæði samkvæmt lögum og kjarasamningum - mismikinn að vísu eftir starfsstéttum - en karlar lítinn eða engan, enda hefur löggjafanum, vinnuveitendum og verkalýðshreyfingunni væntanlega ekki dottið Feður og fjöl- skyldukonur í hug að þeir vildu hann. Það þykir enn sjálf- sagt að konur annist um lítil börn á fyrstu æviárum þeirra, séu heima hjá þeim ef þau veikjast og beri meginábyrgð á uppeldinu. Þetta viðhorf er að vísu byrjað að breytast, en það virðist (samkvæmt áðurnefndri könn- un) einkum eiga við um yngra fólk og mennta- fólk. Konur eru þannig álitnar ótryggari starfs- kraftur en karlar. Það þarf ekki að lesa niður- stöður vísindalegra kannana til að komast að því hvernig kynjunum er mismunað á vinnumarkaðnum. í mínum eigin kunningja- hópi er margt fólk, sem hefur lokið námi og byrjað að leita sér að vinnu á síðustu árum. Flestar konurnar segja sömu sögu. I atvinnu- viðtölum eru þær spurðar hvort þær ætli sér að eignast börn á næstu árum. Um leið er auðvitað gefið í skyn að slíkt sé óæskilegt og að ef þær segi já, fái þær ekki vinnuna. Karlarnir fá ekki svona spurningar. Ef það gerist síðan - sem ætti nú að þykja gleðileg- ur viðburður - að konurnar verði barnshaf- andi, eru viðbrögð vinnuveitandans gjarnan ergileg ef honum finnst að konan hafi ekki unnið sér inn" rétt til að verða ólétt. Menn láta jafnvel út úr sér að hefði þetta verið vitað, hefði viðkomandi nú ekki fengið stöð- una, að þetta sé óþægilegt fyrir fyrirtækið, það er jafnvel spurt hvort það hafi gleymzt að taka pilluna! Þegar karlarnir segja frá því, að barn sé í vændum, fá þeir hamingju- óskir og klapp á bakið og svo bjóða vinnufé- lagarnir í glas eftir vinnu. Enda dettur engum í hug að þeir verði frá vinnu vegna barn- eigna, miklu frekar að þeir vinni ennþá leng- ur frameftir til að framfleyta stækkandi fjöl- skyldu. Það er athyglisvert að það virðist skipta litlu máli hvort vinnuveitandinn eða stjórnandinn er karl eða kona; viðhorfíð er það sama. Allt þetta er auðvitað vandamál fyrir kon- ur, en engan veginn þeirra einkamál. Þetta er líka þjóðfélagsvandi, þótt ekki væri nema vegna þess að ástandið hefur það í för með sér að dýr menntun, sem mikil fjárfesting liggur í, nýtist verr en ella og slíkt hægir á framþróun í þjóðlffinu. Þetta er vandamál barna, sem þurfa ekkert síður á föður sínum að halda en móður sinni. Og auðvitað er það líka vandamál karla, sem missa af gjöfulum tengslum við fjölskyldu sína og eru undirokað- ir af hinu víðáttuheimskulega viðhorfi yfir- vinnuþjóðfélagsins að sá, sem lengst situr á skrifstofunni, sé bezti starfskrafturinn. Það, hversu vitlaust þetta viðhorf er, sést bezt á því að framleiðni á vinnustund er einna minnst á íslandi af öllum vestrænum iðnríkjum. Það er ein helzta ástæða þess að ekki er hægt að lifa á dagvinnulaunum á íslandi. Því lengri, sem vmnutíminn er, þeim mun verr nýtist hann. I fáum íslenzkum fyrirtækjum virðist fólk hvatt til að skipuleggja tíma sinn betur og koma miklu í verk innan marka dagvinn- unnar. Ef það tækist, væri stórt skref stigið til að leysa jafnt vanda karla og kvenna; vinna og fjölskyldulíf myndu rekast á í minna mæli en nú. Höfuðatriði i lausn vandans er hins vegar að foreldrar skipti ábyrgð á heimilishaldi og umönnun barnanna - og þar af leiðandi fjar- veru frá vinnu - jafnar á milli sín. Mikilvæg- asti þátturinn í því er að karlar eigi rétt á fæðingarorlofi til jafns við konur. Ekkert mælir gegn þvi að við tökum hluta fæðingar- orlofsins. Þau rök, að börn séu háð brjósta- gjöf og þess vegna sé eðlilegast að móðirin taki ein fæðingarorlof, eru húmbúkk. Sá vandi hefur verið leystur með ýmsum hætti þegar þess hefur þurft. Og ef menn geta Iært að forrita tölvu eða keyra vörubíl geta þeir lært að annast um lítið barn. Það eru auðvitað ýmis ljón á veginum. Oft kemur það til dæmis verr við fjárhag fjölskyld- unnar að faðir taki sér fæðingarorlof heldur en að móðirin geri það, vegna þess að karlar eru yfírleitt með hærri laun en konur - em er afleiðing af áðurnefndum fornaldarviðhorf- um. Um leið er það hins vegar ein forsenda þess að jafna launamuninn að kynin séu álit- in jafnáreiðanlegur starfskraftur. Mjög fáir karlar geta fengið fæðingarorlof á launum, heldur verða þeir yfírleitt að láta sér nægja bætur Tryggingastofnunar, sem allir vita að eru ekki mjög rausnarlegar. Þess vegna er í raun nauðsynlegt að allar starfsstéttir, en ekki aðeins þær fáu, sem nú er um að ræða, geti fengið greidd laun eða hluta launa í fæðingarorlofi samkvæmt kjarasamningi. Menn kunna að segja sem svo að þetta sé mikill kostnaður fyrir fyrirtækin. Þvi er í fyrsta lagi til að svara að ef sum fyrirtæki geta greitt fólki laun í fæðingarorlofí, ættu önnur að geta það. í öðru lági má ætla að á móti kostnaði vegna launa, sem greidd eru karli í fæðingarorlofi, komi sparnaður vegna þess að konurhjá sama fyrirtæki tækju sér styttra orlof. í þriðja lagi snýst þetta mál ekki sízt um samfélagslega ábyrgð fyrir- tækja, sem er æ meira til umræðu, og þá staðreynd að með góðu barnauppeldi er stuðl- að að því að fyrirtækin fái góða starfsmenn i framtíðinni. Eitt er hins vegar víst. Þessi barátta verð- ur ekki unnin með því að konur einar krefjist breytinga. Það er kominn tími til þess að ungir karlar láti í sér heyra. I stað þess að sýta það í svari við spurningakönnun Félags- vísindastofnunar einhvern tímann á næstu öld að hafa ekki eytt nógu miklum tima með börnunum okkar, eigum við verðandi feður að gera uppreisn gegn yfirvinnuruglinu, krefj- ast þess að geta eytt tima með börnunum okkar og axlað ábyrgð á uppeldi þeirra og stuðla að því um leið að konurnar okkar fái þau tækifæri, sem þeim ber. Jafnréttisbarátt- an er ekkert síður mál okkar strákanna - það er okkar hlutverk að breyta hinum ríkj- andi viðhorfum. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN LES8ÓK MORGUNBLAÐSINS 30. MARZ1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.