Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Blaðsíða 4
! f I GREINARHÖFUNDUR og plöntufræðingurinn og garðeigandinn Petignat standa fyrir framan einlent Pachypodium tré, sem nefnt er fílafótur. KRÓNU-LEMÚR er einn af 30 tegundum lemúra, sem finnast á Madagaskar og hvergi annarsstaðar í heiminum. EINKENNILEGIR kaktuslaga Didiera-runnar mynda víða ógengt þyrniþykkni. Leiðangur til Madagaskar - Síðari hluti Víða brenna eldar á ökrum og í skóglendi Markaður rla morguns hóf vélin sig upp af saltleirunni. Við vorum í þetta sinn á leið til borgarinnar Morondava. Farangur okkar var of þungur fyrir flugtakið, svo hann hafði áður verið send- ur með vagni. í nánd við borgina er merkilegt Fjölbreytnin í ríki náttúrunnar er einstæð. I friðlandinu Berente hafast við fímm tegundir lemúrapa; einn þeirra er líkur mönnum og hleypur uppréttur á afturfótunum. Auk þess eru þar 83 tegundir fugla og 26 tegundir skriðdýra. Eftir STURLU FRIÐRIKSSON friðland, þar sem stundaðar eru vistvænar skógamytjar, og jafnframt varðveittar sjaldgæfar tegundir plantna og dýra, svo sem tvær fágætar skjaldbökutegundir, sem reynt er að varðveita og fjölga. Næst flugum við til borgarinnar Toliara og þar var okkur ekið á markað í hand- vagni (rickshaw). Þar voru meðal annars til sölu suðrænar skeljar, kuðungar og forboðnir skjaldbökuskildir. Þama má enn sjá til sölu egg fílafuglins mikla (Aepyom- is), sem útrýmt var af frumbyggjum lands- ins. Þessi fugl var ófleygur, svipaður strúti, en mun stærri eða um þijá metra að hæð. Egg hans voru fimm sinnum stærri en strútsegg og gátu rúmað um níu lítra. Álitið er, að hann sé fyrirmynd risafugls- ins rok, sem átti að geta borið heilan fíl, og sagt er frá í sögunni af Sindbað sæfara í Þúsund og einni nótt og úr ferðum Marco Pólós. Heil egg og brot úr skumi finnast enn og em seld ferðamönnum, en er óleyfi- legt að flytja úr landi. Skokkarinn með handvagninn kom okk- ur greiðlega áfram um sléttar göturnar í björtu, en seinna um kvöldið ætlaði hópur- inn að snæða saman úti á veitingastað fjarri gistihúsinu. Var þá aðeins einn leigu- bíll í akstri í öllum bænum, og þurfti bíl- stjórinn að selflytja fólkið í nokkrum ferð- um. J URTAGARÐUR í nágrenni Toliara er merkilegur jurta- garður með sérstæðum runnum og ein- kennistijám þessa þurra svæðis eyjarinn- ar. Eigandi garðsins, Petignat plöntufræð- ingur, gekk með okkur um svæðið. Sagði hann þar vera um 860 tegundir plantna, en aðeins 600 þeirra væm þekktar með nöfnum. Aðrar biðu þess að blómstra og vera greindar. Þama uxu margar merki- legar lækningajurtir svo sem Aloa og bleik- ur periwinkle (Catharanthus coriaceus) og margir furðulegir, þyrnóttir runnar af ættum Didierea og Alluaudia, sem hvergi er annars staðar að fínna í heiminum en á Madagaskar. Tegundimar hafa þróast á þennan sérkennilega hátt, og þannig bmgðist við tímabundnum þurrki, en í stuttri vætutíð koma á þær örlítil blöð við stofn þyrnanna. Sérstætt fyrir þetta svæði er einnig ravinala tréð eða ferðamanna- pálminn, skyldur banana plöntu, en líkist risastómm blævæng, sem sagt er að veifí til suðurs og norðurs og geti þannig verið vegvísir ferðamönnum, sem þurfa að ná áttum. Annað furðulegt tré með gildum stofni og óveralegri laufkrónu er fílsfóturinn svo- nefndi eða Pachypodium. Þetta tré líkist að nokkm baobab-tijám, sem þarna uxu einnig. Af þeim síðamefndu eru til átta VEGAKERFI á eynni er víða bág- borið. Zebú-uxarnir hafa sinn rétt. og ýmsa álagabletti og helgisvæði þarf að virða þegar ferðast er um landið. tegundir í heiminum, og fínnast sex þeirra á Madagaskar. Ein baobab-tegund vex í Ástralíu en önnur í Afríku. Þessi garður var sannkallaður undraheimur, svo annar- legar voru allar plönturnar, sem þar uxu. SUÐURODDINN Við flugum næst að suðurodda eyjarinn- ar, þar sem nú stendur borgin Tolagnaro og veit mót opnu hafi, en hún hét áður Fort Dauphin á franska vísu. Þarna em merkar minjar frá upphafi 16. aldar um veru portúgalskra sjómanna. Urðu þar 80 sæfarar skipreka. Bjuggu þeir þar einangr- aðir í 15 ár, þar til innfæddir yfírbuguðu liðið og felldu þá alla. í dag ríkir þarna mikil fátækt og er betl á götum áberandi. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.