Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Qupperneq 5
SAGT ER frá fuglinum rok í ferðum Sindbað sæfara í Þúsund og einni nótt. Á Madagaskar var til risafugl, sem var um þrír metrar á hæð og verpti eggjum, sem voru að rúmtaki á við miðlungs vatnsfötu. Fjalllendi rís nokkuð innan við ströndina og er skógur á stöku stað. Gróður er þar nokkuð sérstæður. Rétt utan við bæinn mátti sjá furðulega könnubera (Nepenthes madagascariensis). Framan á blöðum þeirra myndast þessir sérstæðu, gulu bik- arar, sem eru gildrur fyrir skordýr, en í botni þeirra er meltingarvökvi, sem vinnur á dýrunum, því plönturnar eru skordýraæt- ur. Þar í hlíðum vaxa einnig sjaldgæfir þríhyrnupálmar (Neodypsis decary). Er þetta svæði eini staður veraldar, þar sem þessi furðupálmi vex villtur. Við ókum í ferðavagni frá ströndinni nokkuð inn í landið. Þegar komið er að baki fjallanna er úrkoma af skornum skammti. Jafnframt er þar annað gróðurfar en við sjávarsíð- una. Háu trén og pálmarnir eru þar horfn- ir og við hefur tekið lágvaxið þyrnikjarr. Þarna er erfitt um ræktun og reyna lands- menn að draga fram lífið með því að gera til kola og selja vegfarendum framleiðsl- una, sem eru þyrniviðarkol. Einkafriðland Framtakssömum manni hugkvæmdist samt að flytja inn sísal plöntur árið 1922 og hefja ræktun þeirra í miklu magni. Sísalplantan vex þarna vel á stórum ökrum og þarf hvorki vökvun né áburðargjöf og engar pestir sækja að henni. Hampþráður- inn er síðan unninn í verksmiðjum og flutt- ur úr landi. Einn plantekru- og verksmiðju- eigandi tók upp á því að friða um 260 hektara tamarind-skógarsvæðis í nánd við sísalakurinn. Heitir staðurinn Berente og er nú eitt þekktasta friðland á Madagask- ar. Á þessu svæði er að finna 115 tegund- ir plantna, sem margar eru mjög sjaldgæf- ar. Sérstæðast við þetta skóglendi er samt það, að þarna hafast við fimm tegundir lemúrapa. Kunnastur þeirra er hringhalinn (Lemur catta). Sérkennilega mannlegur api, sem hleypur um uppréttur á afturfót- unum og skokkar öðru hvoru á hálfgerðu valhoppi. Hann er með langt svart og hvítbröndótt skptt, sem gerir hann eftir- tektarverðan. Áttu aparnir um þessar mundir litla unga, sem þeir báru á bakinu og hlupu greiðlega með um skóginn. Þarna voru einnig hvítir lemúrar, sem eru fræg- ustu fimleikaapar veraldar og svífa létti- lega á milli tijágreina. Þá er þar brún lem- úrtegund og tvær tegundir náttfara- lemúra. Auk þessara merkilegu apa er í friðland- inu að finna 83 tegundir fugla og 26 teg- undir skriðdýra. Sé fuglabókum flett, er eftirtektarvert að tegundirnar eru flestar kenndar við Madagaskar, vegna þess, að þær eru sérstæðar fyrir eyna. Landið er því sannkölluð paradís fuglaskoðara. Kunnust úr hópi skriðdýra, eru kameljón- in, sem skríða þar um skógargreinar, skipta litum og ranghvolfa augunum. Flestar tegundir kameljóna heims er ein- mitt að finna á Madagaskar, og er landið frægt fyrir kameljónin sín. Þarna á svæð- inu voru einnig tvær sjaldgæfar skjald- bökutegundir, sem ekki sjást annars stað- ar á eynni. Við gengum um skóginn að næturlagi, til þess að skoða náttfarana. Eru þar lemúrategundir tvær, sem aðeins fara á kreik að nóttu til. Þar var einnig á ferð sjaldséð ugla og leðurblökur, svo- nefndir flughundar, héngu þar uppi í hárri tijákrónu. Eru þeir í útrýmingarhættu, vegna þess, að innfæddir sækjast eftir þessum leðurblökum til matar og þykir lostæti. Var okkur tjáð, að setusvæði flug- hundanna væri friðað fyrir ágengni ferða- manna. I skógarbotninum hlupu froskar, en þarna er undraheimur fyrir froskafræð- inga. Talið er að 150 tegundir séu af frosk- um á Madagaskar og flestar þeirra aðeins að finna þar í landi. Sama gildir um hrygg- leysingja á Madagaskar. Af þeim er fjöldi tegunda, sem hvergi finnast annars staðar í heiminum. Þar eru um 300 tegundir af fiðrildum, og er um helming þeirra aðeins að finna þar í landi. Þarna eru illræmdir sporðdrekar og margar furðulegar kóngu- lær. Sumar fela sig gegn óvinum með því að líkjast fugladriti og liggja sem klessur á laufblöðum. Þar má einnig sjá stórar, loðnar bjöllulirfur, hvítar sem myglu- sveppi. Og þá eru þarna fyrirbeiður (pray- ing mantis), sem líkjast helst laufblöðum, að ógleymdum hvimleiðum blóðsugum, sem sóttu að okkur í skóginum. Ferðalok Frá þessu merkilega friðlandi í Berenti var enn á ný flogið til höfuðborgarinnar Antananarivo. Mikið mistur vár í lofti og eldar brunnu víðsvegar á ökrum og í skóg- lendi fjallahlíða. Var komið myrkur þegar vél okkar lenti á flugvelli utan borgarinn- ar. Tungl var fullt, og þótti okkur einkenni- legt að sjá eldrauðan mána í mistrinu lýsa beint yfir hvirfli okkar. Við eigum því að venjast hér heima, að þannig sé tungl aðeins á lit niðri við sjóndeildarhring, en hér grúfði mistrið og rakinn þétt yfir öllu landinu og breytti skini himintungla um allt hvelið. Við lendingu var okkur tjáð, að kon- ungshöllin í borginni væri brunnin. Það ríkti mikill þjóðarharmur, því höllin var gersemi og í henni voru varðveittar miklar þjóðminjar, sem tengdar voru fornri sögu landsins. Sagt var, að um íkveikju hefði verið að ræða, verk óaldarseggja, sem vildu ná sér niðri á stjórnvöldum. Eftir nokkra dvöl í höfuðborginni kvödd- um við Sigrún þetta forvitnilega land, þar sem við höfðum komist í kynni við íbúa með furðulega siði og merka sögu, en höfðum einnig séð sérstæðar lífverur, plöntur og dýr, sem eiga hvergi sína jafn- ingja í víðri veröld. Höfundur er náttúrufræðingur og fulltrúi í Alþjóða náttúruverndarsjóðnum WWF. Kartöflu- bresturinn var á írlandi Leiðrétting Stundum getur það breytt talsverðu ef s skrifast sem r og írland verður ísland. Það gerðist því miður í grein í Lesbók 30. marz sl, þegar fjallað var um bók Franks Ponzi, ísland fyrir aldamót. í orðréttri tilvitnun er talað um kartöflubrestinn mikla á íslandi á ofanverðum fimmta tug 19. aldar, sem hafi orðið til þess að fjöldi fólks flutti úr landi. Þarna er að sjálfsögðu verið að tala um þann fræga kartöflubrest á írlandi á þessum tíma. Leiðréttist það hér með og eru bókar- höfundur og lesendur beðnir velvirðingar. Engisprettan syngur því hún getur ekki annað Um litháíska skáldið Sigitas Geda Skáldinu Sigitas Geda má með nokkrum rétti lýsa sem eins konar „primus inter pares“ í hópi þeirra skálda, lithá- ískra, sem nú eru nær mið- biki starfsævi sinnar. Á liðnu sumri átti greinarhöfundur þess kost að hitta Geda í heimaborg hans, Vilnius; skemmtilegan mann, margfróðan og einlægan. í samtali okkar var sannarlega farið um víðan völl; þjóðfræði, baltnesk og norræn goðfræði og saga eru skáldinu hugleikin. Hann er afdráttarlaus málsvari smáþjóða, bandalags þeirra, jafnvel samnina. Margvís- legar þverstæður sögunnar eru honum íhug- unarefni, svo sem hvernig kettir þjóðanna umhverfast í mýs og mýsnar í ketti. Sú var t.a.m. tíðin að heimaland hans, Lithaugaland, var stórveldi, en nýflúinn drottnari þess, Rúss- land, valdalítið og örsnautt smáríki. Framtíð- in er smáþjóðanna, segir Geda. Fyrirmyndar- ríkið er, að platónskum hætti, ríki skáldanna, því eðli sínu samkvæmt stefnir skáldskapur- inn að fullkomnun, jafnvel alræði. Nýjan heim smíðum við best úr þeim efniviði sem tungu- málið er. „Hugur minn stendur til þess að skilja náttúruna, birtuna og manninn," segir Geda ennfremur. Sigitas Geda er fæddur í þorpinu Paterai í Suðvestur- Litháen, árið 1943. Nafn þorps- ins má rekja til prússnesks ættbálks sem tók sér bólfestu þar fyrir margt löngu. Þorpi bersnku sinnar lýsir Geda sem eins konar Edensgarði þar sem agnarsmáir Adamar og Evur spranga um stíga og engi. Sköpun- arsaga kristninnar var honum því í bernsku jafn sjálfsagður og aðgengilegur sannleikur og meginstef þróunarkenningar Darwins öll- um þorra manna á nútíma. Skapari aldingarðsins sýndi þessu heima- héraði skáldsins mikla rausn er hann úthlut- aði skógum veraldar og vötnum og af söguleg- um ástæðum eru keltnesk örnefni algeng þar um slóðir. Rætur föðurættar hans liggja á hinn bóginn í Svíaríki. Gedda hélt ungur til hinnar fomu og fögru höfuðborgar lands síns þar sem hann lauk námi í litáískri málfræði og bókmenntum frá Háskólanum í Vilnius. Brátt fór þó svo að hugmyndir skáldsins unga gengu meinlega í berhögg við opinbera hugmyndafræði Sovét- manna, sem þá réðu lögum og lofum í land- inu. Hraktist skáldið því úr einu starfi í ann- að, naut óvíða náðar. „Þetta varð mér til bless- unar,“ segir Geda. „Ég fór aftur heim til þorpsins míns og hóf að plægja akra landsins og tungunnar." Á þessu skeiði þýddi Geda Ljóðaljóðin og ljóð Catullusar, auk forn-aust- urlenskra ljóða. Síðar hefur hann spreytt sig á Rilke, Georg Trakl og Gottfried Benn. „Ég er taóisti," segir Geda. „Við þurfum að finna rætur okkar í hinu smáa og megum aldrei gleyma því að við erum ekki frumeindir, stök, heldur hluti af lífrænni heild.“ Heimssýn Gedas einkennist þó, að mati greinarhöfund- ar, af ríkri fjölhyggju; hann er þaulkunnugur búddisma, kristilegri spænskri dulfræði, svo sem kenningum Jóhanns af krossinum og keltneskum skáldskap fjórðu aldar. Kristinin hafði þá nýverið hafið innreið sína í írland og blandaðist á frjósaman hátt hinum heiðna arfi. Menjar alls þessa má finna í ljóðum Gedas. „Skáldskapur stórra þjóða, svo sem Þjóðveija og Ástrala er harla innantómur“ ,segir Geda. „Framtíðin er skáldanna og smáþjóðanna." Bækur Gedas eru orðnar all- margar og kennir þar ýmissa grasa. Helstu verk hans eru þó ljóðabækur, þeirra á meðal bækurnar Fótspor, Mánablómstur og Heima- land mammútanna. Einnig hefur hann birt ritgerðasöfn og samið barnabækur. Þess skal getið að tímaritið Jón á Bægisá hefur birt nokkur ljóð Gedas í þýðingu Vilborgar Dag- bjartsdóttur, skáldkonu. Greinarhöfundur kann Rasa Ruseckiené, lektor við Háskólann í Vilnius, bestu þakkir fyrri aðstoð við að kynna og útskýra marg- breytilegan skáldskap Gedas, svo og menn- ingarsögulegar og hugmyndalegar rætur hans. LÁRUS MÁR BJÖRNSSON Birta fjar- lægra sumra Eftir að hafa beðið þessa silfraða kvölds; plönturnar veðraðar í hendi mér. Leit ég dúfuna á flugi um stund nærri sandöldunum, nú: sef sem minnir á sorgina, og vatnið úr brunnunum beisku, bliknið ekki stjörnur þessa kvölds, í þessari hvítu dögun haustkomunnar... II Mosinn í fölva haustsins, líkami minn hin hvíta fönn sumarsins... nú er ég hirðir leiftrandi silfurs ormabunka og elds, fætur mínir sárir af þornum villtra sláþyrnibeija í bláu skini dagrenningar, útsprunginn mun ég enn verða hvítur blómi snertur af löðrinu á botni sjávar... útsprunginn mun ég verða hinn hvíti blómi umvafinn löðrinu á botni sjávar... Harmasöng- ur Sebast- ians, 1943 Raddir næturgalanna, þrungnar minningum fyigdu mér, í þeim bjó ekkert uggvænlegt í nótt er ég hélt heim á leið og sagði: Ég óttast ekkert, ekki hina dreyrrauðu liti... Að því búnu eitthvað, í auðninni, sem snart handleggi mína. Mér var skapi næst að hljóða, en í kyrrð næturroðans flaug kölski um himininn endilangan, í fjarska var örvum hleypt á loft... Og múgurinn, sauðsvartur, safnaði þeim saman, rak mig á hol uns af blóði mínu lýsti í sandinum, hvar mun ég finna grasið til að hvílast í í rauðum dreyra mínum ... ? Auðn sandbreiðanna, blóð sláturhúsanna, með drjúpandi höfði gekk móðir mín hjá. Þér hinmar; drifhvítum blómum ykkar önglaði ég saman, vildi gera úr þeim vönd... Ó Drottinn, svo einn með sjálfum þér! í vatninu kveinka sér daufdumbir vættir, í eldi, í vindi... Þýðandinn og höfundur formálans er rithöfund- ur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13.APRÍL1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.