Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Blaðsíða 6
Arfleifð Barbðru Eftir AÐALSTEIN INGÓLFSSON arbara Árnason, fædd Moray Williams, var. listakona svo fjölhæf að þegar Félag ís- lenskra myndlistarmanna dró saman yfirlits- sýningu til heiðurs henni fímmtugri árið 1961, þurfti að skipta sýningunni niður í hvorki fleiri né færri en ellefu deildir, þar sem voru meðal annars tréskurðarþrykk, málmþrykk, vatnslitamyndir, veggskreyt- ingar, bókaskreytingar, teiknirigar, veggtj- öld, gólfteppi og olíumálverk. En í dag, þegar talið berst að Barböru meðal sam- ferðamanna hennar, er ekkert af þessu nefnt til sögunnar, heldur fyrst og fremst persóna hennar, það sem Björn Th. Björns- son kallaði „hið lifandi listaverk, líf hennar í bæði og utan við önn og streitu hinna hraðfleygu daga" (íslensk myndlist, II, bls. 233). Ég held að ekki sé ofmælt það sem Björn segir í framhaldinu, nefnilega að enginn útlendingur hafí öðlast ámóta ástsæld og virðingu meðal íslendinga eins og Barbara Árnason. Kaldhæðinn harðjaxl í hópi roskinna íslenskra myndlistarmanna sagði mér eitt sinn klökkur að aldrei hefði hann kynnst göfugri manneskju. Sá sem þetta skrifar hóf ekki afskipti af íslenskri myndlist fyrr en tæpum tveimur árum áður en Barbara Árnason lést og náði því ekki að kynnast henni persónulega. Eitt atvik, séð úr fjarlægð, er þó í fersku minni. Gömul kona og fótfúin gekk um sýningar- sali Norræna hússins einn vetrardag. Þar kom að önnur kona og öllu yngri, hvít- hærð og geislaði af henni. Gaf hún sig á tal við þá eldri.enda virtust þær málkunn- ugar. Af ljósmyndum þekkti ég að þar var komin Barbara Árnason. Komst ég ekki hjá því að heyra gömlu konuna bera sig illa út af margvíslegu mótlæti. Viðbrögð Barböru voru þau að setjast niður með gömlu konunni, taka um hendur henni og hughreysta hana drykklanga stund. Nokkrum mánuðum seinna var Barbara látin; hlýtur þá að hafa verið orðin dauð- Barbara Árnason, 1911-1975,varaf enskum uppruna en gerðist íslenzklistakona, framúrskarandi fjölhæf og fáguð. Hún var Kópavogsbúi ogListasafn Kópavogs heiðrar nú minninguhennarmeð sýningu, sem opnuð verður 19. apríl,á afmælisdegi Barböru. ;-. .. '¦ SJALFSMYND, 1942. veik þegar þetta gerðist, entaldi ekki eft- ir sér að liðsinna öðrum. Óneitanlega er það bæði óvenjulegt og sérstakt þegar persónuleiki listamanns verður beinlínis til þess að skyggja á listaverk hans. í fljótu bragði man ég aðeins eftir örfáum slíkum tilfellum úr listasögunni, og í þeim öllum áttu í hlut einstaklingar sem lögðu meiri vinnu í að rækta persónuleika sinn en list. Það á svo sannarlega ekki við um Barböru Árnason, sem aldrei féll verk úr hendi og kom ævinlega til dyranna eins og hún var klædd. Margbrotin Heild En nú eru viðsjálir tímar og óvægnir. Ekki tjóar að kynna verk Barböru fyrir nýjum kynslóðum listunnenda á grundvelli persónuleika hennar, jafnvel þótt verkin séu, að bestu manna yfirsýn, „fullkominn spegill hennar sjálfrar, skapferlis, dagfars og viðmóts". (B.Th.B. ibid.) Nútíminn virð- ist þurfa réttlætingu slíkra yfirlýsinga í harðvítugum kennisetningum. Fjölhæfni Barböru verður sjálfsagt einn- ig til þess að tefja fyrir fullum skilningi yngri kynslóða á lífsstarfi hennar. Jafnvel við, sem erum nokkru eldri, eigum fullt í fangi með að ná utan um þá margbrotnu heild sem myndlist hennar er. Fjölhæfni á einnig undir högg að sækja; margir van- treysta henni, telja hana bera vott um ómarkvissa listsýn, jafnvel hringlandahátt, þó svo póstmódernisminn hafi óvart gerst málsvari hennar. En framlag Barböru til hinna ýmsu listgreina verður ekki metið á einni eða tveimur yfirlitssýningum, heldur ber nauðsyn til að efna til margra sérsýn- inga þar sem ein listgrein er undir í einu. Væri ekki við hæfi að styrkja þann ágæta félagsskap, íslenska grafík, til að setja saman sýningu á grafík Barböru, þótt ekki væri nema bara tré- og málmgrafík hennar? Mundi svo ekki Félagi íslenskra veflistamanna renná blóðið til skyldunnar að sýna textíla Barböru, bæði ásaumuð myndklæði og verk úr kembdum Iopa? Og nú er tekið til starfa félag vatnslitamálara sem gæti gert bæði sjálfu sér og myndlist- inni í landinu mikið gagn með því að efna til sýningar á vatnslitamyndum Barböru, sem eru með þeim þokka- fyllstu sem gerðar hafa verið hér á landi. Það er svo meira en lítil kaldhæðni að sjálf taldi Barbara sig vera bókaillústr- atör sem farið hefði villur vegar. Aðeins eina bóklýsingu sína var hún fullkomlega sátt við, það er, lýs- inguna við Passíu- sálma. Og að vonum, því þar mætast bresk bóklýsingarhefð eins og hún gerist skilmerkilegust og kynngimagn- aður íslenskur skáldskapur. Vatnslitap ortrett sín, aðallega af börnum, sagðist Barbara hafa gert til að fá fyrir salti í grautinn á stríðsárunum; hún gerði iðulega lítið úr þeim fáu olíumálverkum sem hún gerði, og á síðustu æviárum sínum, eftir að hún hafði gert vatnslitaþrykkin sem ýmsir fagmenn telja til helstu afreka henn- ar, var hún uppfull með. efasemdir um gildi þeirra, eins og Bragi Ásgeirsson seg- ir frá á einum stað (Mbl. 11. jan. 1976). INNRIOG YTRIVERÖLD „The lady doth protest too much" sagði stórskáldið samlandi Barböru fyrir margt Iöngu. Það er til dæmis ekki hægt að álykta annað af blaðaviðtölum, þar sem hún ræð- ir um textíla sína, en að hún hafi haft af SOFANDI telf +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.