Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Blaðsíða 7
s ssfpmsmesm KOTTURINN Randver, 1948. I telpa, 1974. BIÐUKOLLUR, 1936. EINAF myndum Bar- böru í Passíu- sálmaútgáfu Menningar- sjóðs 1961. KRYSUR (prestafífill), 1972. þeim mikla gleði. Ef til vill eru það þessir textílar Barböru, og undanfarar þeirra, veggmyndirnar í vest- urbænum í Reykjavík (í Melaskólanum, Apóteki vest- urbæjar og sundlauginni), verk sem eru í senn opin- berrar gerðar og „framsæknari" í sér en flest annað sem hún gerði um dagana, sem auðveldast er að „selja" nýrri kynslóð listunnenda, svo notað sé mál markaðs- hyggjunnar. Fyrsta stóra veggmynd Barböru, Mela- skólamyndin (1953), hefur raunar aldrei hlotið þá eftir- tekt og umfjöllun sem hún sannarlega verðskuldar. Gjörvallur veggurinn er margbrotið leiksvæði og opið myndrými, þar sem mætast stílfærður veruleiki barna og innri veröld þeirra. Aðeins einu sinni áður hafði íslenskur myndlistarmaður gert jafn nútí- malega veggmynd, það er, mynd sem ekki var framlenging á hlutlægum veruleika með tilheyrandi sjónblekkingu innbyggðri, heldur virti fullkomlega lögmál og tak- markanir veggflatarins - var veggskreyt- ing í réttri merkingu orðsins. Hér á ég við Saltfiskstöflunina, eina af veggmynd- um Kjarvals í Landsbanka íslands. Eru þó veggmyndir Kjarvals ekki alveg lausar við eftirlíkingu fjarvíddar og þrívíddar. Melaskólamyndina gerði Barbara eftir að hún hafði dvalið veturlangt í París árið 1952, á blómaskeiði hinnar óhlutlægu strangflatarlistar. í blaðagrein sem rituð var um sýningu sem Barbara hélt árið 1955, ásamt Magnúsi Á. Árnasyni, eigin- manni sínum, er haft á orði að myndlist þeirra beri þess ekki merki að þau hafi kynnst framúrstefnunni í París af eigin raun. Sennilega var blaðamaðurinn að gefa í skyn að myndlist þeirra hjóna væri fremur gamaldags. Það var ekki fyrr en löngu seinna að menn áttuðu sig á að Barbara hafði öðl- ast betri skilning á strangflatarlistinni en flestir yngri starfsbræður hennar, sem kokgleyptu forsendur hennar hráar. Þessi skilningur Barböru birtist greinilega í þeirri stílhreinu einföldun formanna sem bera uppi veggmyndir hennar og staðsetn- ingu þeirra í myndrýminu, svo og í ásaum- uðum myndklæðunum sem fylgdu í kjölfar- ið. Síðan er álitamál hvað frönsk konkretl- ist með sinni huglægu hug- myndafræði gat kennt lista- manni sem hafði fyrir löngu lært að meta myndlist Afríku- þjóða og dáði verk Henrys Mo- ore. Bæði veggmyndin í Apóteki vesturbæjar, sundlauginni og ásaumuðu myndklæðin eru síð- an skilgetin afkvæmi Mela- skólamyndarinnar. Með Aladdí nnál Það er hins vegar í framhald- inu, í lopakembum sínum, sem Barbara stígur veigamikið spor til róttækrar nýsköpunar. Þar notaði hún svonefnda aladd- ínnál, og klippti og kembdi yfir- borð lopans á marga vegu. Enn- fremur hóf hún að brjóta upp hefðbundinn jafnhliða myndflöt og lét lögun verkanna ráðast af sjálfu myndefninu, eða eins og Björn Th. Björnsson segir: „flöturinn er bókstaflega látinn fylgja myndformunum eftir". Hvað vinnst við þetta? kynnu menn að spyrja. Jú, við þetta rennur inntak og form verka saman í eina heild, og um leið áréttar myndlistarmaðurinn að myndverk eru ekki og geta aldrei verið endurspeglun veruleikans, heldur eru þau ævinlega sköpunarverk með eigingildi, við- aukar við þennan sama veruleika. Þetta held ég að Barbara hafi ályktað ein og óstudd af útlendum kenningum. Hins vegar komust nokkrir bandarískir listamenn, lærisveinar Marcels Duchamps, að svipuðum niðurstöðum einmitt um þetta leyti, í lok sjötta áratugar og við upphaf þess sjöunda. Þótt það þyki ef til vill lang- sótt, vil' ég í þessu sambandi nefna hug- myndafræðileg málverk Jaspers Johns og óreglulega löguð málverk Franks Stella. Ekki tóku allir þessum ójafnhliða kembum Barböru fagnandi. Björn Th. Björnsson, sem fjallar um verk hennar af góðum skiln- ingi í myndlistarsögu sinni (er þó, einn íslendinga að ég held, ósáttur við túlkun hennar á Passíusálmum), tekur svo djúpt í árinni að afneitun hennar á ferhyrndum myndgrunni hafi verið „vafasöm", enda var hann mjög hallur undir þá viðteknu skoðun að hugtakið „myndskipun" þýddi fyrst og síðast „samræmi - eða átök - (myndformanna) við gefinn flöt" (B.Th.Bj. bls. 232). Hins vegar tóku erlend gallerí þessi verk til sýningar og vöktu þau at- hygli og aðdáun eriendra listunnenda. Hér hefur á engan hátt verið reynt að gera heildarúttekt á verkum Barböru Árnason, aðeins drepa á nokkra þætti sem verðskulda fyllstu athygli og nána skoðun. Vonandi bera íslenskar safnastofnanir og listamannasamtök gæfu til að fylgja eftir þeirri yfirlitssýningu á verkum hennar sem nú fer í hönd í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Höfundur er listfræðingur. Þjóðmálaþankar Að standa undir nafni Meðal þess sem mér hefur oft fund- is;t vanta upp á er að menn meini það sem þeir segja og segi það sem þeir meina. Hálfkæringur í meðhöndlun laga og reglna er í mínum huga skaðvænlegra en flest annað. Þegar verið er að tala um agalaus ungmenni sem drekka og dópa þá ættu menn að hugsa um hvaðan fyrirmyndirnar koma. Hér á landi hefur það tíðkast frá kristni að menn settu lög en fylgdu þeim því aðeins að þeir kæmust ekki upp með annað. Fjöldamörg dæmi eru um slíkt og ótrúlega skrýtin. Sem dæmi má taka þeg- ar menn fara í prófkjör til kosninga og tapa. Hvað er gert? Jú, stofnaður nýr flokkur. Til hvers er að taka þátt í lýðræðinu þegar mað- ur virðir niðurstöður þess einungis þegar maður sigrar? Og íslendingar mótmæla oft með fótunum. Þegar verðlag er óhagstætt þá smygla þeir. Með slíkar fyrirmyndir er erfitt að læra að vera löghlýðinn. I svona samfélagi, þar sem menn segja eitt í reglum og lögum en meina eitthvað allt annað, eins og „það eiga allir (unglingar) að fara að lögum en ekki ég", er ekki von á því að börnin hlýði. Eftir höfðinu dansa limirnir. Þetta er það sem ég held að brjóti hvað mest niður af öllu. Of oft er full mikill munur á því sem er sagt og því sem gert er. Og dæmin hrannast upp. Stjórnmálamenn lofa í kosningum, en efna svo á annan veg. Verka- lýðsleiðtogar gera samninga um batnandi lífs- kjör sem batna minna en efni standa til um. Þó er það ekki betra þegar siglt er undir fölsku flaggi og menn þykjast vera að gera annað en það sem er verið að gera í raun. Ég man alltaf söguna um barnið sem fór í skólann, hraðlæst og reiknandi og kom heim vonsvikið vegna þess að það lærði ekkert nýtt í skólanum. Mér verður oft hugsað til þessa þegar ver- ið er að mæra hryllingsmyndir, ofbeldi og klám sem listsköpun, því oftast er um að ræða söluvarning af grófustu gerð. Þegar mynd sem kölluð var NBK - Natural Born Killers var sýnd hér - glórulaust ofbeldi út í gegn, þá var hún lofuð sem gagnrýni á ofbeldið. I raun var það eina aðferð Olivers Stone til að fá að sýna þá grimmd sem sú mynd er hlaðin. Braveheart hefði verið ágæt- is kennsluefni ef hún hefði verið stytt um helming og meiri áhersla lögð á fólkið lifandi en sundurhöggvið. Eða þá listaverkið Pulp Fiction - Reyfari. Ég játa það að hafa ekki séð það, og liggur satt að segja ekkert á. Miðað við lýsingarnar sem ég hef fengið frá aðdáendum þessa listaverks þá sýnist mér einungis vera á ferð hrein ofbeldismynd af þeirri sortinni sem var einungis sýnd í felum í Hafnarbíói í gamla daga. Nú hefur svo allt fyllst af sjónvarpsstöðvum. Þær bjóða nú al- deilis upp á lúxusinn, - áratugagamla þætti sem hér eru sýndir sem eitthvað nýtt og flest efni sem búið er að sýna á gömlu gufunni fyrir löngu! Og slagurinn um gæðabíómynd- irnar? Meðal annars afdankaðar blámyndir sem heiðarlegir myndbandaleigarar höfðu undir borði í eina tíð eða reynt hefur verið að selja sem námskeið í kynlífi. Tæplega held ég að Emanuelle-mellan geti hjálpað ein- um eða neinum í að ná áttum á því sviði og fremur minnir mig nú að Playboy sé einhliða í framsetningu kennsluefnis um kynlíf. Satt að segja örvænti ég stundum. Ekki vegna ungdómsins. Ég nýt þess að umgang- ast ungt fólk sem sýnir verulega meiri þroska en jafnaldrar minir gerðu á þess aldri, enda ófáir þeirra dauðir úr sælulifnaði hippa- tímans, áfengisneyslu, vímuefnum og kyn- sjúkdómum, nú eða þá læstir varanlega inni af því að þeir lifðu lifnaðinn af. En mér finnst erfitt að hlusta á ráðamenn berja sér vegna þess hve erfitt sé að taka á þessum og hinum málunum. Ef þeir vilja t.d. koma til móts við vfmuefna- vandann þá væri líklega best að: tryggja lög- gæslunni fjármagn til að sinna raunveruleg- um löggæslustörfum svo yfirvinnukvótarnir klárist nú ekki fyrir páska; skattinum svigrúm til að leita uppi þá sem hafa tekjustofna sem ekki birtast á skattframtali; tollgæslunni svig- rúm til að koma á raunverulega virku leitar- kerfi gegn smygli; heilsugæslunni raunveru- legt svigrúm til að meðhöndla hina föllnu; skólakerfmu tækifæri til að efla forvarnir niður allan grunnskólann (það er of seint að „forverja" framhaldsskólanema - þar þarf annað til); félagsstarfi (íþróttum, félagsmið- stöðvum o.s.frv.) tækifæri á að ná krökkunum til sín og halda þeim þar, svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf ekki að kosta svo mikið. Það þarf bara að fj'alla um það, meina það og allir þurfa að vita að svo sé, í þetta sinn. MAGNÚS þorkelsson + LESBÓKMORGUNBLAÐSINS 13.APR1L1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.