Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Page 8
STALKONAN LISTASAFNINU á Akureyri stendur nú yfír allsér- stæð sýning á ljósmyndum af vaxtarræktarkonum eftir Bandaríkjamanninn Bill Dobbins, sem hingað kemur til lands á vegum Gym 80 í fylgd tveggja stálmeyja er þykja mjög framarlega á sínu sviði. Stálkonan holdgerir þá staðreynd að kvenfólk hefur lengi mátt stappa í sig stálinu gegn yfirgangi karla, og fordómum eigin kynsystra. Á hinn bóginn speglar hún sj álfsdýrkunaráráttu nútímamannsins og yfirgengilegt dálæti samfélagsins á hreysti og ódauðlegri æsku. Eftir HANNES SIGURÐSSON „SPJÓTBERINN“ (Doryphorus). Rómversk eftirmynd af skúlptúr Polyclitusar frá ca. 450-440 f.Kr. Hinn vöðvastælti karlmaður hefur löngum verið vegsamaður. „Heil- brigð sál í hraustum Ukama“ var kjörorð Forn-Grikkja, þótt þeir meinuðu konum að leika íþróttir. „Vaxtarrækt snýst um að búa til mannlegan skúlptúr, um listræna tjáningu, en hvorki stærð, þyngd né krafta", segir Dobbins. Hér að neðan er reynt að ná örlitlum tökum á málinu. Undanfarinn einn og hálfan áratug hefur ljósmyndarinn Bill Dobbins beint linsu sinni að áður óþekktum og dularfullum gúlpum á kvenlíkamanum. Þessir gúlpar, sem reynd- ust vöðvar, tóku fyrst að láta á sér kræla í lok áttunda áratugarins og hafa verið í örum vexti síðan. Og allsendis óvíst hvar linnir. Bilið milli vöðvamestu kvennanna núna og þeirra sem fyrstar tóku upp lóðin er ámóta mikill og á Schwarzenegger upp á sitt hnykklaðasta og einstaklingi eftir ístöðulausan megrunarkúr. Stálkonan er sögulega splunkunýtt fyrirbæri. Tilkoma hennar á sjónarsviðið ýtir kröftuglega við þeirri mjúku kvenímynd sem haldið hefur verið á lofti í gegnum aldirnar. Konan er eina spendýrið sem ekki virðist hafa með- fædda getu til að stæla vöðvana (hún gat ýmist safnað spiki eða brennt það af sér), en þessi andrógeníska stökkbreyting hennar sýnir annað — það sem henni var hingað til bannað. Hið nýja vöðvasprund hefur ekki einung- is ruglað margan kynvísan manninn í rím- inu, hún vekur yfirleitt harkaleg viðbrögð. Kynbundnum frumeinkennum okkar virðist skyndilega teflt í hættu; það er eins og að geta ekki greint á milli skilta fyrir konur og karla, líkt og þau hafi skyndilega runnið saman með einhveijum ískyggilegum hætti. Hvar er klósettið? Ég meina hver er Ég, sem karlmaður eða kvenmaður? En jafn ógeðfelld og stálkonan kann að vera í aug- um fjöldans, þá er hún ekki lýsing á með- fæddum ótta karla eins og amasónan í goð- sögum Fom-Grikkja. Hún er hvorki val- kyija né grýla, fordæðan sem löngum hefur ógnað að skera undan hugarómm feðraveld- isins, heldur áþreifanleg staðreynd. Og hún er komin til að vera. („Ekki smuga að ég gæti náð honum upp,“ sagði mikill kvenna- maður hér í bæ með angistarsvip þegar hann sá ljósmyndabók eftir Dobbins. Og dömumar taka flestar í sama streng: ,,Oj!“) Tímanna Tákn Stálkonan er afsprengi tölvu- og skyndi- bitaaldarinnar ekki síður en jafnréttisbar- áttu póst-húmanískra aksjón-femínista, því án vísindakrufins mataræðis og sérhæfðra æfingartækja væri hún vart svipur hjá sjón. MIKLAR lyftingar valda því að barmurinn skreppur saman. En ekki hjá Denise Rutkowski, enda má bæta það upp með ýmsum ráð- um.fLjósm.BiII Dobbins.) Allt að 40 fitusprengdum kílóum léttari. Að vera fyrsta flokks stálkona er 24 tíma vinna. Þetta er samkeppnishörð atvinnu- grein. Stálkonan er tímanna tákn. Á annan bóginn holdgerir hún þá staðreynd að kven- fólk hefur lengi mátt stappa í sig stálinu gegn yfirgangi karla, og fordómum eigin kynsystra. Og á hinn bóginn speglar hún sjálfsdýrkunaráráttu nútímamannsins og yfírgengilegt dálæti samfélagsins á hreysti og ódauðlegri æsku. Hinn ofurstælti manns- líkami er viss höfnun á hrörnun. Það er eitthvað vélrænt við hann, sem virðist heilla. Stærstu hetjur hvíta tjaldsins eru vöðva- fjöll. Spillti gæinn getur reyndar verið það líka. Hann er einfaldlega ekki eins sterkur. Aftur á móti hafa þær líkamsræktarkonur sem leikið hafa (smárullur) í bíómyndum upp til hópa lent í hlutverki illvirkjans. Gjarnan málmkenndar geimverur sem skot- ist hafa innfyrir gufuhvolfið í blóðugum erindagjörðum. Fyrir almenningi er stálkonan framandi vera, þriðja kynið. Eins konar tvíkynjungur. Hún er kynferðislegt stílbrot. Engu að síður hefur hún haft ómæld áhrif á hina meðal Jónu sem dreymir um stinnari kropp. Hvaða almennileg fegurðardrottning fer ekki í ræktina fjórum sinnum í viku, fyrir náttúr- lega utan að gæta barnanna? Hvort sem mönnum líkar betur eða verr vex stálkon- unni fiskur um hrygg með hveiju árinu sem líður. Og þeim fer hratt fjölgandi. Næstum óeðlilega. Um leið og stálkonan verður stöð- ugt meiri og þreknari leitast alþjóðlegar dómnefndir vaxtarræktarfólks við að endur- skilgreina hennar kvenlega eðli. Mestu stál- kvendin fyrir áratug kæmust varla í undan- úrslit á íslensku vaxtarrækarmóti. Þær vektu ekki neina sérstaka athygli á bað- strönd. Þær þættu bara „fit“. NEI ÞÝÐIR NEI! Með ljósmyndum sínum og skrifum í stærstu líkamsræktartímaritin, Flex og Muscle & Fitness (samanlagt um 7 milljón eintök á mánuði), hefur Dobbins átt dijúgan þátt í að móta þann mælikvarða sem lagður er á árangur keppenda. Að auki á hann sæti í ýmsum alþjóðlegum dómnefndum, meðal annars Ungfrú Olympíu-keppninni. Hann er með öðrum orðum fulltrúi hins opinbera geira íþróttarinnar, ef íþrótt skyldi kalla. Hins vegar eru skiptar skoðanir meðal iðk- enda og áhugamanna um hversu langt kon- ur eigi að ganga í að safna vöðvum, og hvaða hlutföllum þeim beri að skarta vilji þær ná að keppa til æðstu verðlauna á sviði vaxtarræktarinnar. Ericca Kern og Melissa Coates, sem heimsækja ísland í fylgd Dobb- ins, eru atvinnu-stálkonur og þykja mjög góðar, en þær verða með námskeið fyrir hérlendar kynsystur sínar. Mörgum mun vafalaust þykja Ericca og Melissa vera hrikalega miklar, jafnvel karlalegar. En samanborið við stæltustu konurnar eru þær fremur nettar, jafnvel kvenlegar. Það er þó aldrei að vita hversu langt okkar menn munu ná, enda erum við Islendingar með eindæmum námfúsir. Vöðvamestu konumar taka sjaldan þátt í stærstu vaxtarræktarmótunum. Þær kom- ast ekki inn. Líkamsbygging þeirra stang- ast (enn sem komið er) á við fegurðarsmekk dómaranna. En ekki vöðvadýrkendanna sem eru reiðubúnir að greiða fyrir að láta þær lyfta sér og tuska sig til. Hið fyrrnefnda, að láta taka sig í bóndabeygju, mun vera sérstaklega vinsælt meðal viðskiptavina af gyðingauppruna, segir stálkonan Lisa Park- er, sem rekur slagsmálaþjónustuna Physical Culture, og leggur áherslu á að hún sé ekki nein mellumamma: „Stelpurnar mínar eru prúðar og sofa aldrei hjá kúnnanum. Kyn- ferðisleg áreitni er stranglega bönnuð, ann- ars er okkur að mæta.“ Sterkustu konumar eru heldur engin lömb að leika sér við. Sumar hveijar státa af næstum 50 sentímetra upphandleggs- vöðvum, 75 sentímetra lærvöðvum, og geta léttað 160 kílóum í bekkpressu. 600 kílóum í leggpressu. Og vega í kringum 100 kíló sjálfar. Physical Culture býður upp á per- sónuleg stefnumót við stálkonurnar sem fetta sig og bretta, eða „pósa“ eins og það kallast á fagmáli, fyrir karlpeninginn í ýmiss konar ögrandi múnderingum, sýna þeim krafta sína og neyða þá til uppgjafar. Hálf- tíminn hjá þeim bestu kostar 23 þúsund krónur, að sögn Parker. Fæstir þola heila klukkustund, þrátt fyrir góðan afslátt. Við- LEIKKONAN Betty Grable sem opnustúlka („pin-up girl'j á fimmta áratugnum. Þrátt fyrir boxhansk- ana virðist hún eitthvað óörugg með sig, enda ekki ætlað að streit- ast á móti. Nú eru konur hins veg- ar farnar að kýla frá sér eins og sjá mátti nýverið á heimsmeistara- keppninni í hnefaleikum. skiptin skila þvílíkum hagnaði að Physical Culture hefur komið sér upp heimsendingar- þjónustu vítt og breitt um Bandaríkin. Aðr- ir hafa farið svipaðar gróðaleiðir og sér- hæfa sig í glímumyndböndum („Sally kenn- ir ruddalega sölumanninum Steve ógleym- anlega lexíu“), vöðvalínum („Gijótharðar og sexí. Hringdu strax, aðeins 159 krónur mínútan"), eða selja kroppavarninginn á alnetinu. (Sjá til að mynda „New York Con- sulting Group“, eða heimasíður ofurstál- kvennanna Ánn-Marie Crooks og Dawn Whitham. Engar nektarmyndir.) DÓMI Parísar MÓTMÆLT Rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Laurie Fierstein er ein hinna ítúrvöxnu stál- kvenna, þótt hún hafi óbeit á þessu athæfi stallsystra sinna. En hún fordæmir þær ekki. Þetta eru hennar menn. Kven-menn. Skoðanir Fiersteins, sem er 49 ára gömul og aðeins 147 sentímetrar á hæð, eru í rót- tækri andstöðu við hugmyndir Dobbins og leikreglur Alþjóðasamtaka vaxtarræktar- fólks (IFBB). Fierstein telst enda í röðum vöðvamestu kvenna Bandaríkjanna, þeirra sem eiga sáralitla möguleika á því að sigra á eftirsóttustu vaxtarræktarmótunum vegna skilgreiningar samtakanna á líkams- hlutföllum, samhverfu, fágun, framsetn- ingu, heildarmynd og húðgæðum. Með öðr- um orðum á fegurð, þeim hugmyndum sem arftakar fyrsta fegurðardómarans, goð- sagnarpersónunnar Parísar, gera sér um kvenleika. Fierstein gat ekki lengur undir þessu setið. Árið 1993 efndi hún til samkomu í þeim tilgangi að auka skilning á þeim stál- konum sem hvað mest hafa orðið utanveltu, er hún skírði „Hátíð stæltustu kvenna í heimi“. Sýningin trekkti að mikinn fjölda, og var verndari hátíðarinnar leikarinn Greg- ory Heines. Sama ár (og mánuð) hélt Bill Dobbins fyrstu ljósmyndasýninguna á vaxt- arræktarkonum í Mokka-kaffi, en við þann undirbúning kynntist höfundur Fierstein og sjónarmiðum hennar. Til að fá hinn kven- lega pól í hæðina var Björg Arnarsdóttir fengin til að skrásetja vöðvahátíð Fier- steins, sem leiddi til þess að ljósmyndir .8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.