Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Page 9
UNGFRÚ Olympíu-keppnin áríð 1994. „HUGSUÐURINN“ Bev Francis er ein þeirra stálkvenna sem hefur ekki enn hlotið fullkomna náð fyrir dómurunum þrátt fyrír að hafa skor- ið sig mikið niður og farið í ítrekað- ar fegrunara ðgerðir. (Ljósm.Bill Dobbins). ER SÍÐASTA karlavígið fallið? Að minnsta kosti brosir Joanne Lee sínu breiðasta. (Ljósm.BiIl Dobbins). hennar birtust á forsíðu lesbókar stór- blaðsins New York Times. Skömmu síðar gerði dagblaðið Daily News, rabbstjórnand- inn Geraldo, Newsweek og sjónvarpsstöðin CNN atburðinum skil. Fyrirhugað er mál- þing með ýmsum skærustu menningar- stjörnum Bandaríkjanna í apríl 1997, og standa líkur til að Nýja samtímalistasafnið í New York muni taka stálkonuna til gagn- gerrar umíjöllunar. Glæpur Og refsins En því skyldi kona eins og Fierstein leggja þetta á sig? „Hvers vegna stunda menn kappakstur og keyra um á 300 kílómetra hraða, eða klifra upp snarbratta kletta og fórna lífi sínu og limum til að ná takmark- inu?“ spyr hún á móti. „Ég lyfti til að verða Á FYRSTU árum vaxtarræktar kvenna var keppendum hannað að kreppa hnefann þegar þeir spenntu upphandlegginn. Það þótti dömu- legra að glenna fingurna út í loftið. Danielle LeRoy áríð 1995. sterk, til að komast þangað þar sem ég hef aldrei verið áður, og kannski enginn á und- an mér. Ég lyfti til að losna frá hversdags- leikanum, úr ánauð hinnar hefðbundnu feg- urðarformúlu. Vaxtarrækt kvenna snýst nefnilega um mikilvægari mál en bara vöðvastærð eða ákveðið útlit. Þetta er spurn- ing um hvort konur hafí rétt til að hafa það sköpulag sem þeim hentar án þess að sæta refsingu.“ Vaxtarræktin er Fierstein eldheitt bar- áttumál. Jafnréttismál: „Kvenþjóðin lætur of auðveldlega að stjórn. Hún hefur skoppað á milli þess að fíta sig og grenna til að falla ættfeðraveldinu í geð. Einu sinni þótti glæsilegt að vera holdmikill. Það bar vott um auðlegð og völd, eins og sjá má í mál- verkum Rubens. Nú ber það vott um aum- ingjaskap. Konur, rétt eins og karlar, eru misjafnlega vaxnar að eðlisfari, og það er því glæpsamlegt að ætla þeim öllum að passa í sama mót. Samt hefur þeirri grann- vöxnu mest verið hampað síðustu tvær ald- irnar. Hún hefur verið upphafín á kostnað hinna sem þvingaðar hafa verið til að líkja eftir henni. Af augljósum ástæðum, hún er jú meðfærilegri. Þrátt fyrir mikla fordóma í garð annarra kvenna, sérstaklega þeirra feitu, viðurkennir samfélagið þær upp að vissu marki. Allar nema stálkonuna. Hún þykir vart mennsk. Algjört „frík“.“ „Fegurðarsamkeppnir myndu seint þríf- ast ef ákveðin, og ákaflega einhæf, tegund af fegurð væri ekki höfð í hávegum. Fegurð- ardrottningin vinnur af því hún er dæmd fríðust, mesti hasarkroppurinn, rétt eins og um óhagganlega staðreynd væri að ræða. Hvernig væri komið fyrir tískukóngunum ef þeir gætu ekki veifað staðlaðri fegurðar- ímynd framan í kvenpeninginn sem allir verða að kaupa? Nei, hin raunverulega feg- urð kvenlíkamans liggur í fjölbreytileika hans. Vöðvahátíðin mín var ekki venjuleg vaxtarrækarkeppni eða kraftlyftingar- mót. Það voru engir dómar felldir. Henni var fyrst og fremst ætlað að efla þann skilning, að líkami konunnar eigi að vera eins og henni best þóknast sjálfri. Marg- ar stálkonur hafa þróað líkama sinn sem næst út að endimörkum möguleika hans. Og þar með hafa þær sýnt og sannað að konur geta brotist úr þeim fjötrum sem lagð- ir hafa verið á þær á öllum sviðum mannlífs- ins.“ Höfundur er listfræðingur. KRISTJÁN ÞÓRÐUR HRAFNSSON Heimsókn Þú situr við borðið. í bakgrunni er hvítur veggur. Birta að utan. Úr katlinum tekur að rjúka. Og þú talar um vin þinn og hugsi við hlustir leggur er hrósa ég bók sem í gærkvöldi ég var að Ijúka. Þú ert glaðlynd og öðru hverju fæ ég að heyra hlátur þinn. Gegnum Ijósbrúnt hárið þú strýkur. Og þú lætur mig skipta um skoðun, og færð þér meira af skúffuköku, og talinu að sjálfri þér víkur. Og þú minnist á reynslu sem þú eigir mikið að þakka og á þörfina að vera, þótt andstreymi sé að mæta, trúr sinni köllun. - Svo klæðist þú skóm og jakka. Það er kvöldsól og fólk úti í görðum að hreinsa og bæta. Og ég hugsa er þú gengur burt, hverfur úr augsýn minni, um þá hamingju sem má finna í veröldinni. Höfundur er skáld í Reykjavík. ERLINGUR HÓLM VALDIMARSSOIM Munnlegur sagnaflutning ur um Möggu í flutningi Ella sprella frá Stóralæk Ljóð um hana yrði að vera eins og ópera sem brestur á með látum + djöfulgangi en á þó sína mjúku kafla „týpískt“ Ijóð sem líkti henni við nýútsprungna rós passaði ekki þvírósfölnar en aldrei hún oglýsingin að vindurinn blási ígegnum sítt Ijóst hárhennar væri út íhött þvíhún erstutthærð Ég og Umbi Roy Við sitjum fyrir utan kaffi París með öl í hendi (50 cl) með sólgleraugu á nefbroddunum njótum við sólarinnar ískamma stund beinist athygli okkar að manni sem flokkast ekki undir normið og situr á bekk skammt frá okkur með andlitið hruflað og sárabindi um vinstri höndina sýpurhann á pilla og í einhverju bjartsýniskasti teljum viðokkurtrú um að til séu stúlkur sem elska okkur UNNUR SÓLRÚN BRAGADÓTTIR Ástin Hve Ijúft var að sofna við sönginn þinn svífa í draumaheiminn inn á mosakoddanum mjúka enn ég lófann þinn funheita finn sem fór svo blítt um líkama minn í myrkrinu frostlaufin fjúka. Við eignuðumst draum í dálitla stund í djúpri laut okkar ástarfund með gljúfrabúann á gægjum. Við bæði sofnuðum sætan blund svifum til stjarnanna létf í lund á leiðinni sáðum við fræjum. Þá kom frostið svo fímbulkalt það frysti drauminn og lífíð allt þér var aldrei leyft að vakna augun grétu, ástin svalt ég elskaði þig nú þúsundfalt um eilífð ég mun þín sakna. Þú komst inn í líf mitt sem lofsöngur tær, sem Ijós í myrkri, svo undur skær ég aldrei ástin mín gleymi draumurinn okkar dó í gær dagurinn bjarti sem báðum var kær er nú barn í öðrum heimi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13.APRÍL1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.