Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.1996, Síða 12
+ RANNSOKN I R I S L A N D I i i ! ! (■ i f i i ! i í ■ i ! I i ! l ! 1 Umsjón: Sigurður H. Richter Yfirlitskönnun á lífríki stöðuvatna Asíðastliðnum fjórum árum hefur staðið yfir umfangsmikil gagnasöfnun í íslenskum stöðu- vötnum, svokölluð „Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna: samræmdur gagnagrunnur.“ Þetta er samstarfsverkefni Hólaskóla í Hjalta- Grunnþekking á vistkerfum er forsenda skynsamlegrar umgengni við náttúruauðlindir. Eftir HILMARJ. MALMQUIST dal, Líffræðistofnunar Háskóla íslands, Nátt- úrufræðistofu Kópavogs og Veiðimálastofn- unar. Markmiðið með yfiriitskönnuninni er að byggja upp opinberan gagnabanka með samræmdum upplýsingum og rannsóknanið- urstöðum um vistfræði allra helstu gerða stöðuvatna á Islandi. Gildi Yfirlitskönnunar Vötn búa yfir margvíslegri auðlegð, t.d. veiðanlegum fiskstofnum, orku til rafmagns- framleiðslu og náttúrufegurð sem m.a. bygg- ist á sérkennum lífríkis. Nú á tímum aukinna umsvifa mannsins verður æ mikilvægara að umgangast auðlindir á sjálfbæran hátt. Er- lendis fara kröfur um líffræðileg gæði vatna og rannsóknir þar að lútandi stöðugt vax- andi. Þekking á vistfræði íslenskra vatna er töluvert bundin við ákveðna landshluta og jafnframt hafa líffræðirannsóknir oftast beinst að afmörkuðum þáttum í lífríkinu, gjaman að einni dýrategund í senn. Heiidar- yfírlit yfir lífríki íslenskra vatna skortir því tilfinnanlega. Gagnabankinn á að geta nýst stjórnvöldum og stofnunum á sviði umhverfismála, náttúru- vísinda og landbúnaðar. Hagnýtt gildi hans felst t.d. í grunnupplýsingum fyrir ráðgjöf í umhverfis- og náttúruverndarmálum, ráðgjöf við fiskveiðar og fískeldi og ennfremur er hann fróðleiksbrunnur við kennslu á mismun- andi skólastigum. ÓLÍK VÖTN Fyrirhugað að kanna um 100 vötn í öllum landshlutum. Þegar hafa 38 vötn verið rann- sökuð. Gagnaöflun byggist mest á söfnun sýna í vettvangsferðum: Könnunin takmark- ast við vötn sem eru um og yfir 100 ha, en alls eru um 200 slík vötn í landinu. Við val á vötnum er gengið út frá ólíkum vatnagerð- um með tilliti til berggrunns, myndunar vatns- skálar og uppruna vatns. Einnig er tekið til- lit til stærðar, dýpis og fleiri þátta. Við sýna- töku og úrvinnslu sýna er rík áhersla lögð á staðlaðar aðferðir til að auka samanburðar- gildi gagnanna. Þetta er mikilvægt þar sem í hlut á rannsókn sem tekur nokkur ár og nær til ólíkra vatnagerða. INNIHALD GAGNABANKANS I gagnabankanum verða margvíslegar upp- lýsingar sem snerta líffræði, vatnafræði og jarðfræði vatna. Sérstök áhersla er lögð á gögn um vatnalífverur, allt frá smágerðum þörungum til fugla og fiska. Fiskigögnin skipa PÚPA ránmýs. Eftirsóttur biti af silungi. Ránmý er undirætt rykmýs og lirfur þess iifa í vötnum víða um landið. STÖÐUVÖTNUM á íslandi má skipta í fjóra meginvatnaflokka eftir gerð berg- grunns, hvernig vatnsskálin varð til og hvaðan vatnið er upprunnið: (1) lindavötn; (2) dragavötn, sem skiptast í (a) hrein dragavötn, (b) heiðavötn og (c) dalvötn; (3) jökulvötn og (4) strandvötn (vötn með seltuáhrif). Þættirnir sem móta vatnaflokk- ana hafa töluverð áhrif á lífríki vatnanna. Yfirlitskönnunin beinast aðallega að linda- og dragavötnum. Lindavötn hafa myndast við eldvirkni og jarðhræringar á lekum móbergssvæðum frá nútíma og er aðfærsla vatns úr uppsprettum (lindum). Hrein dragavötn eru yfirleitt lítil og grunn, í skálum eftir jökulbráð á þéttum blágrýtis- grunni. Vötnin eru undir sterkum áhrifum yfirborðsrennslis af lítt grónu hálendi. Heiðávötn eru yfirleitt lítil oggrunn, í jökulskálum á lítt lekum en grónum blágrýt- issvæðum. Dalvötn eru yfirleitt stór og djúp, mynduð við þverun dala af völdum bergskriðu, jökulruðnings eða eldvirkni. A kortið eru merkt þau vötn sem lokið er við að rannsaka. Lindavötn Hrein drngnvötn \ ! Heiðavötn Dalvötn 20.192 dfrllm. Borndýr í Mv 413-39 m tfým. •Msqtti 133 358 dýr/ítrm. Kmfabadýr t vatnttvih. Mvtttfíttl! 31 dýr/101. Fate IMkju. MfaOalfjðlt* 246 ttýr/maga. SÝNISHORN af upplýsingum ígagna- banka yfirlitskönnunarinnar. Dýralíf og fæða bleikju í Stóra-Viðarvatni í Þistilfirði. veigamestan sess og ná m.a. til tegundasam- setningar, aldurs-, lengdar- og þyngdarsam- setningar, kynþroska, holdastuðuls, holdalit- ar, afla á sóknareiningu, veiðni eftir netm- öskvum, sníkjudýra, bakteríusjúkdóma, fæðu, svipgerðar (mælingar á lögun og líffærum fiska) og arfgerðar. Þá verða einnig upplýs- ingar um fiskflutninga og sleppingar, fisk- vegagerð og önnur mannvirki í vötnum. Framsetning á niðurstöðum og upplýsing- um í gagnabankanum verður með vistfræði- legu sniði þar sem áhersla er lögð á mögu- leika til hvers kyns samanburðar, jafnt innan vatna sem milli þeirra. Gagnabankinn mun t.d. bjóða upp á allítarlegar upplýsingar um tegundasamsetningu og magn hryggleysingja á öllum helstu búsvæðum hvers vatns fyrir sig. Þannig verður hægt að athuga hvaða smádýrategundir eru til staðar og í hve mikl- um mæli þær eru á strandgrunni á grýttum botni, í mjúkri setleðju á djúpbotni og í svif- inu úti á djúpinu. Þessar upplýsingar má t.d. bera saman við fæðu fiska og holdafar og fá þannig hugmynd um orkustreymi og orkunýt- ingu í vistkerfinu. Einnig verður boðið upp á upplýsingar um tegundafjölbreytni, heildarlífþyngd hrygg- leysingja, samband aldurs og stærðar meðal fiskitegunda, hitastig, sýrustig, leiðni, koma- stærð botns, botngróður, flatarmál vatns, rúmmál, dýpi, lögun og tilurð vatnsskálar, endurnýjunartíma vatns, gerð berggrunns o.fl. Öll gögnin verða í tölvutækum korta- grunni af íslandi og er nú unnið að innsetn- ingu þeirra. Hvatning Til VÍSINDAMANNA Frá vísindalegu sjónarmiði mun gagna- bankinn einkum auðvelda skipulagningu og hvetja til kerfisbundinna samanburðar- og vöktunarrannsókna á sviði umhverfisfræði, fískifræði, vistfræði og þróunarfræði. Með gagnabankann að bakhjarli verður unnt að svara ýmsum sértækum spurningum og prófa rannsóknatilgátur. Til dæmis stendur hugur aðstandenda til rannsókna sem lúta að hugs- anlegum áhrifum umhverfisþátta við mótun breytileika í lífsferlum og svipgerð bleikju- stofna. Sams konar not gagnabankans má heimfæra á fleiri vatnalífverur. Stærstur hluti upplýsinga í gagnabankanum er öilum heim- ill til notkunar og jafnframt standa fræði- mönnum til boða afnot af skipulegu safni hryggleysingja. Samstarf Einstaklingum og stofnunum sem sinna afmörkuðum rannsóknarverkefnum og telja sig hafa hag af samnýtingu upplýsinga í gagnabankanum stendur til boða þátttaka í yfirlitskönnuninni. Slíkt samstarf er þegar fyrir hendi á þremur ólíkum sviðum. Um- fangsmest er samstarf við fisksjúkdómadeild Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meina- fræði, Keldum, sem snýst um athugun á nýrnaveikismiti í villtum vatnasilungi. Þá er í gangi samstarf við Háskólann í Guelph í Ontario, Kanada, um erfðafræðilegan-skyld- leika og uppruna íslenskra bleikjustofna, og vísindamenn við Háskóia íslands og Háskól- ann í Boulder, Colorado, eru í tengslum við yfirlitskönnunina í verkefni þar sem loftsiags- breytingar eru túlkaðar með fijógreiningu og dýraleifum úr vatnasetk Einnig má nefna að nemendur við Háskóla íslands hafa nýtt sér gögn úr yfirlitskönnuninni í námsverkefnum. Samstarf byggir í öllum tilvikum á samvinnu í vettvangsferðum og gagnkvæmum afnotum af mæliniðurstöðum. Yfírlitskönnunin hefur verið styrkt af Vís- indaráði Islands, Rannsóknaráði íslands, Umhverfisráðuneytinu, Landvernd og Ný- sköpunarsjóði stúdenta. Höfundur er vatnalíffræðingur, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs og verkefnisstjóri yfirlitskönnunarinnar. Rannsóknarráð íslands stendur að birtingu þessa greinaflokks. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.