Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.06.1996, Blaðsíða 5
Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson. SÍÐASTI kennarafundur Kristins Ármannssonar rektors árið 1965. Hann situr við enda borðsins og Einar Magnússon viðtakandi rektor við hlið hans. Aðrir á myndinni eru f.v.: Ólafur Hansson, Hörður Lárusson, Þóroddur Oddsson, Guðrún Helgadóttir rektorsritari, Magnús Finnbogason, Sigurkarl Stefánsson, Örnólfur Thorlacius, Björn Bjarnason, Guðni Guðmundsson og Magnús G. Jónsson. Á veggjum má sjá málverk af rektorunum Jens Sigurðssyni, Bjarna Jóns- syni og Sveinbirni Egilssyni. Ljósm. Morgunblaðið/RAX. MENNTASKÓLINN og umhverfi hans 1983. NEMENDUR ganga til skólasetningar í Dómkirkjunni árið 1965. Bekkir skólans voru fyrsta árið aðeins þrír, en þeim fjölgaði í fjóra á næsta skólaári. Dvalarár nemenda í skólanum voru þó frá byrjun oftast sex, því að þeir voru tvö ár í efri bekkjunum. Skólasveinar skiptust í heirriasveina, þ.e. þá sem þjuggu í heima- vist og bæjarsveina þ.e. Reykvíkinga. Heimavistin var með því sérkenni, að piltar sváfu í skólanum, en höfðu þar ekki fæði. Þeir urðu því að leita eftir „kosti“ eða fæði úti í bæ og vera sífellt á þönum frá skóla og í bæinn í „korterum“ eða frímínútum. Heimavíst með þessu sniði var í skólanum fyrstu 50 árin eða til 1897. Vegna þessara skólahátta voru samskipti við bæjarbúa náin, sveitapiltar voru í kynnum við fjöl- skyldur í bænum. í þakklætisskyni fyrir þetta buðu skólapiltar bæjarbúum á leiksýn- ingar sínar, á skólaballið og aðrar skemmt- anir. SÖNN OG RÖKSAMLEG Frummenntun Reglugerð fyrir Reykjavíkurskóla frá 1850 hefst á þessum orðum: „Það er ætlunarverk hins lærða skóla að veita lærisveinum þeim, sem honum eru á hendur faldir, þá tilsögn, er leiða megi til sannrar og röksamlegrar frummenntunar, og jafnframt með fróðleiksauka og eflingu sálargáfnanna búa þá á þann hátt, sem bezt má verða, undir enn fremri menntunar- framfarir í prestaskólanum eða bókiðnir við háskólann í þeim vísindagreinum, er hver þykist laginn til“. Samkvæmt ofannefndri reglugerð þurftu nýsveinar við inntökupróf að sýna kunnáttu í íslenzku, dönsku, latínu, sögu, landafræði og stærðfræði. Þetta eru sömu greinarnar, sem mest voru kenndar í skólanum, íslenzka og danska í peðri bekkjunum, en latína og gríska í efri bekkjunum. Meðal annarra kennslugreina .voru hebreska fyrir þá, sem hugðu á inngöngu í Prestaskólann. Hinir skyldu læra nýju málin. Þýzka og franska höfðu lengi meira vægi í skólanum en enska. Einkum fékk franskan mikinn byr með nýrri reglugerð frá 1877. Samkvæmt henni skyldi hún kennd í öllum bekkjum skólans. Var það gert vegna mikilla fiskveiða Frakka við Island og þeirrar nauðsynjar, að íslenzkir embættismenn gætu átt samskipti við Frakkana. Frönskukennsla var þó minnkuð aftur 1883. Með reglugerðinni frá 1877 var eftir föng- um reynt að láta Reykjavíkurskóla sam- svara því, sem tíðkaðist í dönskum lærðum skólum eftir lögum um kennsluna þar frá 1871. Aherzlan á frönskukennsluna sýnir þó, að Reykjavíkurskóli var ávallt að sumu leyti sniðinn eftir þörfum íslendinga. í einu mjög mikilvægu atriði var alls ekki farið eftir dönsku lögunum, og það var í því, að skólanum var ekki skipt í máladeild og stærðfræðideild eins tíðkaðist í Danmörku frá 1871. Sú breyting varð ekki í Reykjavík- urskóla fyrr en 1919. Þegar breytingarnar frá 1877 voru að fullu komnar til fram- kvæmda veturinn 1879-80 voru komnir sex bekkir í skólann og stúdentarnir frá 1880 voru hinir fyrstu, sem þreyttu burtfararpróf úr 6. bekk. STÚLKURÍSkóla Fram til 1904 voru einungis piltar reglu- legir nemendur í Reykjavíkurskóla. Frá 1886 var konum raunar heimilt að ganga undir árspróf 4. bekkjar og burtfararpróf, en aðeins ein kona gekkst undir þessi próf bæði og lauk þannig burtfararprófi frá skól- anum. Það var Elinborg Jacobsen árið 1897. Það var hins vegar Laufey Valdimarsdóttir, sem sat fyrst kvenna í skólanum í sex ár og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1910. Hún var dóttir kvenréttindakonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Aðeins um 20 stúlkur luku stúdentsprófi á árunum 1910 til 1923, og á þeim árum var ekki alltaf stúlka í stúd- entahópnum. Frá 1924 hefur það hins veg- ar ávallt verið svo og stúlkum smám saman fjölgað hlutfallslega. SKÓLANUM BREYTT 1904 Árið 1904 var skólanum breytt í almenn- an menntaskóla, og var aðalbreytingin fólg- in í því, að hann skiptist nú í tvær sjálfstæð- ar deildir, gagnfræðadeild og lærdómsdeild, og tók nám í hvorri þeirra 3 ár. Gagnfræða- deildinni lauk með gagnfræðaprófi, sem ekki átti endilega að vera inntökupróf í lærdómsdeildina, en varð það í raun hjá langflestum. Af 248 nemendum, sem luku gagnfræðaprófi á fýrstu 10 árum þess, 1907-16, fóru 232 í lærdómsdeildina. Þaðan luku menn nú stúdentsprófi og var hið fyrsta háð árið 1910. Fram undir það var fremur talað um burtfararpróf en stúdentspróf. Eftir 1904 var áfram inntökupróf í skólann. Ekki var þó lengur inntökupróf í latínu, enda var kennsla í þeirri grein nú stórlega minnkuð og kennsla í grísku felld niður. Frá 1904-28 voru engar fjöldatakmark- anir á þeim, sem staðist höfðu inntökupróf- ið, en með haustinu 1928 var fjöldi þeirra, sem teknir voru inn í 1. bekk bundinn við 25. Þáverandi kennslumálaráðherra setti þessar reglur til þess að koma í veg fyrir, að íslenzkir embættismenn og menntamenn væru allir Reykvíkingar, og þá einkum „broddborgarabörn bæjarins". Reyndar er líklegt, að þessi ráðstöfun hafi haft þau áhrif, að broddborgarabörnin komust frekar inn í skólann en önnur börn, því að brodd- borgararnir gátu keypt dýra einkakennslu handa sínum börnum til undirbúnings undir inntökuprófið. Fjöldatakmörkunin stóð, á meðan inntökuprófi var beitt, en það var afnumið með fræðsiulögunum frá 1946. ÁHRIF FRÆÐSLULAGANNA FRÁ 1946 Árið 1946 voru settir nýir lagabálkar um fræðslumál í landinu. Með þessum lögum skyldi gagnfræðadeild hverfa og skólinn eins og aðrir menntaskólar í landinu vera með fjórum ársbekkjum. Námið var sameig- inlegt í fyrsta bekknum eða þeim sem svar- aði til 3. bekkjar í Reykjavíkurskóla. í 4. bekk skiptist það hins vegar í máladeild og stærðfræðideild og fólk lauk stúdentsprófi úr 6. bekk eins og áður. Til þess að komast inn í 3. bekk þurftu nemendur að ljúka því, sem kallað var miðskólapróf bóknáms- deildar í gagnfræðaskóla með tilskilinni lág- markseinkunn. Þetta próf gekk venjulega undir nafninu landspróf. Það var unnið af svokallaðri landsprófsnefnd, en í henni sátu reyndar margir kennarar við Menntaskólann í Reykjavík. Hver nefndarmaður samdi próf í sinni grein og fór yfir það. Prófgreinar voru 9: íslenzka, íslenzkur stíll, danska, enska, stærðfræði, eðlisfræði, náttúrufræði, landafræði og saga. Landsprófið var hugsað sem lýðræðisleg breyting til þess að gera sem flestum nemendum -víðs vegar af land- inu kleift að komast í menntaskóla, ef þeir höfðu til þess námsgetu. Vegna þessara breytinga hafa frá haustinu 1949 aðeins verið fjórir bekkir í Menntaskólanum í Reykjavík, og síðasti árgangur, sem verið hafði í skólanum í 6 ár brautskráðist 1953. Þó að tveir bekkir væru skornir af skólanum 1949 fór nemendafjöldi sífellt vaxandi. Nemendur voru um 450 árið 1950, um 700 árið 1960 og fóru yfir 1.000 skólaárið 1965-66. REGLUGERÐ FRÁ 1971 Sú skipan, sem nú er á kennslu í Mennta- skólanum í Reykjavík, hvílir á lögum og reglugerð um menntaskóla frá 1971. Þess ber að visu að gæta, að nefnd innan skól- ans, svokölluð páskanefnd, samdi tilögur um breytingar á kennslunni, sem tóku gildi haustið 1969. Þar skipti mestu máli, að máladeild í 5. bekk var skipt í latínudeild og nýmáladeild og stærðfræðideild í eðlis- fræðideild og náttúrufræðideild. Var þetta gert í anda þeirra hugmynda, sem þá voru uppi um aukið valfrelsi í skólum. Eftir að reglugerðin frá 1971 gekk formlega í gildi tóku stjórnendur skólans nokkuð að hugsa eftir þeim línum, sem þar voru lagðar um kjarnagreinar, kjörgreinar og valgreinar. Þessi skipting hefur þó aldrei verið mjög sterk í ásýnd skólans vegna þess, að hann var áfram bekkjarskóli, þar sem erfitt er að koma við miklu vali. Lokaorð í byrjun skólahalds í Reykjavíkurskóla var sett fram það markmið að stefna að „sannri og röksamlegri frummenntun". Ohætt mun að fullyrða, að fast hafi verið haldið fram þeirri stefnu eftir því mati, sem stjórnendur og kennarar skólans höfðu á því á hveijum tíma, hvað fælist í þeim orð- um. Á 19. öld töldu menn, að það væru tungur fornþjóðanna, sem kæmu ungu fólki til þroska, en á okkar öld hafa þjóðtungan, heimsmálin og raunvísindi verið talin líkleg- ust til þess að fólk fengi „sanna og röksam- lega frummenntun“. Á þessum sviðum hafa áherzlur Reykjavíkurskóla legið, hann hefur ekki sinnt sérhæfingu, ekki boðið upp á mikinn fjölda námsgreina, en reynt að búa nemendur undir „menntunarframfarir" eða „bókiðnir" við háskóla, í þeim vísindagrein- um „er hver þykist laginn til“, svo að notað sé orðalag frá 1850. Höfundur er menntaskólakennari. * > LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1 JÚNl 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.