Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 2
MYNDIN eins og hún lítur útfullgerð. Líkaminn og hreyfing ívatni er þema hennar. ERRÓ GERIR VEGGMYND í NÝJA BRAUTARSTÖÐ í LISSABON MYNDLISTARMAÐURINN Erró er að vinna 4x20 metra stórt málverk á keramikvegg nýrrar neðanjarðar- lestarstöðvar sem verið er að reisa í Lissabon í Portúgal fyrir heimssýninguna árið 1998. Erró sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri verið að gera brennsluprufur með mis- munandi efnum og litum. „Ég stækka verkið upp og byija að setja á flísarnar. í september og lýk því í október. Þær bíða svo uppsetning- ar þar til stöðin verður fullbúin." Tólf lista- menn frá jafnmörgum löndum eða álfum gera verk í brautarstöðina og fá allir jafnstóra veggi til umráða. Erró sagði að efnið entist vel. „Það er hægt að þvo þetta eins og maður vill. Það eru svipaðir veggir í Lissabon frá 15. og 16. öld sem ekkert sér á og þar er sama tækni notuð og nú.“ Hann sagði að þessi myndagerð væri hluti af myndlistarhefð Portúgals en yfir- leitt væru keramikmyndir þeirra bláar og köll- uðust aszelos. „Allar neðanjarðarstöðvar í Portúgal eru skreyttar á þennan hátt af port- úgölskum listamönnum en þessi nýja stöð er PRUFUR af keramikflfsum sem Erró er að vinna á neðanjarðarlestarstöð í Lissabon. sú fyrsta sem er skreytt af alþjóðlegum lista- mönnum. Ég er valinn sem fulltrúi Norður- Evrópu." Stöðin heitir Hafið og vann listamaðurinn verkið sérstaklega með fólk í sjó sem þema. í því má meðal annars sjá portúgalska land- könnuðinn Vasco da Gama við stýrið á skipi sínu, frændur Andrésar andar í hraðbát og menn í baráttu við sjóskrímsl. „Líkaminn og hreyfing í vatni var þemað sem ég gekk út frá.“ Erró kvaðst ánægður með að prófa nýtt efni og samstarfið við keramikverksmiðjuna var einkar ánægjulegt að hans sögn. Aðspurður sagðist hann vonast til að geta unnið fleiri verk í keramik í framtíðinni og þá væri einkar freist- andi að skreyta veggi á veitingastað. „Flísarn- ar eru ódýrar í framleiðslu miðað við hvað þær eru sterkar og endingargóðar. Þær kosta um 54 þúsund krónur fermetrinn," sagði Erró. Sýningarsyrpa med pólitískum myndum 20. september verður opnuð í Hannover þemasýning á 80 pólitískum myndum Errós, sem mun ferðast um allt Þýskaland næstu tvö og hálfa árið. Hún fer einnig til Póllands, Tékklands og Slóveníu. Erró sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem búin væri til farandsýn- ing á verkum hans sem fjölluðu um eitt ákveð- ið þema. TRÍÓ Nordica. Nýtt íslenskt verk á tónleikum Tríós Nordica Eurimages styrk- ir tvær myndir unnar með Is- lendingum STJÓRNARFUNDI kvikmyndasjóðs Evrópu- ráðsins lauk á miðvikudag og fengu sextán leiknar myndir styrk, þar af tvær unnar í sam- vinnu við íslendinga. Önnur þeirra heitir Maria, eftir Einar Heimisson, en myndin er unnin í samvinnu við Þjóðveija og Dani. Maria var styrkt um 9,1 milljón króna og hefjast tökur á henni í ágúst Hin myndin nefnist Armon Aika, Days of Grace, eftir Jaakko Pyala en hún er unnin í samvinnu Islendinga, Finna og Dana. Sigurður Örn Brynjólfsson verður listrænn ráðgjafi myndarinnar og munu íslenskir tæknimenn og leikarar starfa við gerð myndarinnar, sem hlaut 13 milljón króna styrk. Að auki hlutu styrk þijár heimildarmyndir unnar af Þjóðveijum, Frökkum, Pólveijum, Grikkjum og Belgum. Sjóðnum berast yfir 200 umsóknir ár hvert en aðeins standa eftir milii 30 og 50 sem koma til álita. Úr þeim eru sí.ðan valdar þær 15 til 20 myndir sem fá að lokum styrk. Norræni menningarsjóóurinn Styrkir fjóra íslenska aðila NORRÆNI menningarsjóðurinn hefur varið samtals 61 milljón króna til 72 verkefna, en þar af deilist hálf önnur milljón milli ijögurra íslenskra verkefna. Bjami Pétursson fær 342 þúsund krónur til uppsetningar á „ísland í 1200 ár“ í Byggða- safni Hafnarfjarðar, en sýningin stendur frá október nk. til janúar á næsta ári. Óskar Ingólfsson fær 285 þúsund krónur til að standa fyrir Norrænum músíkdögum frá september tii október á þessu ári. Kári Bjamason fær mestan styrk, eða 513 þúsund krónur, til að standa fyrir þremur fund- um með samstarfsaðilum frá Noregi, Dan- mörku og íslandi til að rannsaka nótur og lag- boða sem skrifaðar hafa verið inn í íslensk kvæðahandrit frá fomu fari. Verkefnið ber yfirskriftina „íslenski tónlistararfurinn frá 1100-1950. Sigrún Valgarðsdóttir fær 342 þúsund króna styrk til að standa fyrir jafnréttisráðstefnu sem fram fer í september nk. TRIO Nordica heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næstkomandi þriðju- dag kl. 20.30. Tríóið skipa þær Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Mona Sands- tröm píanóleikari. Á tónleikunum flytja þær þijú píanótríó; Tríó í g-moll eftir eft- ir Haydn, tríó í c-dúr eftir Brahms og frumflytja tríó eftir Þórð Magnússon sem er samið sérstaklega fyrir Tríó Nordica. Bryndís Halla sagði í samtali við Morg- unblaðið að tríóið myndi lítið hafa sig í frammi í sumar þar sem hún væri nýbúin að eignast barn og Auður ætti von á sér í ágúst. Þó er ýmislegt fram undan eins og einleikstríókonsert þeirra með Sinfón- íuhljómsveit íslands næsta haust þar sem þær Ieika vinsælt tríó eftir Beethoven. ^ Auk þess eru þær með umboðsmann í Svíþjóð sem sér um að bóka þær á tón- leika í Scandinavíu. „Það er nauðsynlegt að hafa umboðsmann því annars fer allur okkar tími í að skipuleggja tónleika og annað umstang,“ sagði Bryndís. Þær gáfu út geisladisk í fyrra sem hefur verið dreift í Skandinavíu og hefur fengið lof hjá sænskum gagnrýnendum. Aðspurð sagði Bryndís að þær hefðu um 20 tríó á efnisskrá sinni, sem þær geta valið úr, og sagði að stefnan væri sett á að hafa 40 verk. „Það er mjög gott að læra öll þessi hefðbundnu tríó eftir tón- skáld eins og Brahms, Beethoven og Schubert.“ Hefdbundid og framsaekió Píanótríó Þórðar Magnússonar er fyrsta verk hans sem flutt er opinberlega en hann lauk námi frá Tónfræðadeild Tón- listarskólans í Reykjvík nýlega. Þórður er eiginmaður Bryndísar Höllu og því hafa verið hæg heimatökin við að semja verk fyrir tríóið. „Ég hef borið ýmsa hluti undir hana og hún hefur fengið að segja sitt álit. Þetta verk er blandað. Það er bæði hefðbundið og framsækið í senn. Ég hef samið kammerverk áður fyrir stærri hljómsveitir en þetta er mitt fyrsta fyrir litla kammersveit," sagði Þórður en hann ætlar að sækja einkatíma í tón- smíðum næsta vetur en stefnir því næst erlendis til framhaldsnáms. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í ísl. myndlist til 31. ágúst. Listasafn Islands Veggmyndir Kjarvals í Landsbankanum til 30. júní. Sýn. á verkum Egon Schiele og Arnulf Rainer til 14. júlí. Galierí Fold Ragna Sigrúnardóttir sýnir til 30. júní. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Höggmyndasýning tveggja listamanna, Páls Guðmundssonar og Siguijóns Ólafssonar til 1. september. Hafnarborg íslensk portrett á tuttugustu öld til 8. júlí. Norræna húsið Pia Rakel Sverrisdóttir sýnir í anddyri og kaffistofu. Karl Kvaran í sýningarsölum til 30 júní. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til loka sept. Mokka „Dauðinn í íslenskum veruleika", samvinnu- verkefni Mokka og Þjóðminjasafns íslands til 30. júní. Við Hamarinn Brynja Dís Björnsdóttir og Gunnhildur Björnsdóttir sýna til 7. júlí. Nýlistasafnið Marianna Uutinen og Arnfmnur R. Einars- son. Gestir safnsins í setustofu eru Gé Karel van der Sternen og Ingdrid Dekker til 7. júlí. Sjónarhóll Andres Serrano: „Eitt sinn skal hver deyja“ til 30. júní. Safn Ásgríms Jónssonar Sumarsýn. á úrvali verka Ásgríms til 31. ágúst. Gallerí Sævars Karls fris Eifa Friðriksdóttir sýnir. Gallerí Greip Guðbjörg_ Gissurardóttir sýnir til 10. júlí. Gallerí Úmbra Karen Kunc sýnir til 17. júlí. Listhús Ófeigs Margret Schopka sýnir til 13. júlí. Listhús 39 Kristín S. Magnúsdóttir sýnir til 1. júlí. Listasafn Kópavogs Liisa Chaudhuri sýnir til 7. júlí. Snegla Elín Guðmundsdóttir sýnir verk sín í glugg- um listhússins. Ingólfsstræti 8 Ragna Róbertsdóttir sýnir til 30. júní. Gallerí Fold Ragna Sigrúnardóttir sýnir til 30. júní. Gallerí Hornið Árni Rúnar Sverrisson sýnir til 17. júlí. Gallerí Gangur Kocheisen og Hullmann til 29. júní. Perlan Heidi Kristiansen sýnir 18 myndteppi til 30. júní. Smíðar & skart íva Sigrún Björnsdóttir sýnir til 12. júlí. Ráðhúskaffi Ingunn Benediktsdóttir sýnir til 30. júní. Slunkaríki - ísafirði Verk eftir Karólínu Lárusdóttur. Kirkjuhvoll - Akranesi Sýning frá Grænlandi til 30. júní. Listasafnið á Akureyri Karola Schlegelmilch sýnir. Kaffi Hótel - Hjalteyri Guðmundur Ármann Siguijónsson sýnir til 6. júlí. Deiglan - Akureyri Sýningin „Erótík" til 3. júlí. Laugardagur 29. júní Frönsk vísnatónlist á Hótel Búðum Snæfells- nesi; Zita og Didier Laloux. Suðuer-amerísk gítartónlist í Isafjarðarkirkju; gítardúettinn Dou-de-mano kl. 17. Sunnudagur 30. júní Frönsk vísnatónlist á Hótel Búðum Snæfells- nesi; Zita og Didier Laloux. Kammerkór Dóm- kirkjunnar í Haderslev í Hallgrímskirkju kl. 17. Þriðjudagur 2. júlí Tríó Nordica í Listasafni Siguijóns Ólafsson- ar kl. 20.30. Miðvikudagur 3. júlí Frönsk vísnatónlist í Tjöruhúsinu ísafirði kl. 21. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Taktu lagið, Lóa á Akureyri lau. 29. júní og sun 30. júní, á Blönduósi mið. 3. júlí og á Egilsstöðum fös. 5. júlí og lau. 6. júlí. Light Nights - Tjarnarbíó Öll kvöld nema sunnudagskvöld kl. 21; Leik- þættir úr íslendingasögum og þjóðsögum. Flutt á ensku. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK 1996 Laugardagur 29. júní Deutsches Symphonie-Orchester Berlin. Stjómandi: Vladimir Ashkenazy. Laugar- dalshöll: Tónleikar kl. 16. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.