Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 3
LESBðK MORGLNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 25. TÖLUBIAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI í sólbaði heitir málverk Nínu Tryggvadóttur á for- síðu blaðsins en það verður á sýningu á verkum hennar sem opnuð verður í Nor- ræna húsinu næstkomandi þriðjudag. Fjallað er um sýninguna og gjöf dóttur Nínu til Listasafns Islands á 44 verkum listakonunnar í blaðinu. Sveinn Pálsson náttúrufræðingur er einn af merkum brautryðjendum i sögu þjóðar- innar, lærður bæði í læknisfræði og nátt- úruvísindum og í þeirri grein stundaði hann merkar rannsóknir þrátt fyrir erfiða aðstöðu og bága afkomu. Um Svein Páls- son skrifar Hlöðver Ellertsson. Halldarsvík er þorp norðarlega á Straumey í Færeyj- um. Þar er 140 ára gömul kirkja og í vor var vígð þar ný altaristafla eftir færeyska málarann Torbjörn Olsen, sem málaði Hina heilögu kvöldmáltíð og fékk núlif- andi færeyska listamenn til að sitja fyrir og vera í hlutverkum postulanna. Gísli Sigurðsson leit á verkið og hitti Torbjörn Olsen að máli. Þrjú norsk tónskóld voru áberandi á Listahátíðinni í Björgvin sem lauk fyrir skömmu, Ole Bull, Edward Grieg og Harald Sæverud. Þröstur Helga- son sótti hátíðina og segir hér frá tón- skáldunum þremur sem eru misþekkt en Björgvinjarbúar dá og dýrka. Leikhúslífið í London er blómlegt að vanda enda um stærsta leiklistarmarkað í heimi að ræða. Sveinn Haraldsson var á ferð i London og fjallar um það sem er á boðstólum leik- húsanna en ljóst má vera að söngleikir sækja þar mjög á. JOHANN WOLFGANG VON GOETHE MIGNON SteingrímurThorsteinsson þýddi Þekkirðu land, þar gul sítrónan grær, Þar gulleplið í dökku laufi hlær? Frá bláum himni blærinn andar dátt, Þar blómgast myrtus vær og lauftréð hátt; Þekkirðu það? Æ, þangað mér Eg óska vil, minn elskaði, með þér. Þekkirðu hús með þak á súlum gjört? Hve þar hið innra Ijómar prýðin björt, Og marmar’ líkun líta þar á mig: Þú Ijúfa barn, hvað gjörðu menn við þig? Þekkirðu það? Æ, þangað mér Eg óska vil, minn verndari, með þér. Þekkirðu fjöllin þrúðg við skýja svif? í þoku stikar múllinn hamra klif. í fylgsnum hellna fornt býr dreka kyn, Þar flugabjörgin skjálfa’ af vatna dyn. Þekkirðu það? Æ, þangað mér Að fara héðan, faðir, leyf með þér. Johann Woifgang von Goethe, 1749-1832, var þýzkur rithöfundur, visinda- og stjórnmálamaður og eitt af höfuðskáldum þýzkra bókmennta. HVAR GERAST MENNINGAR- VIÐBURÐIRNIR? RABB IÁHUGAVERÐU samtali í Politiken nýlega milli blaðamanns annars- vegar og Súsönnu Brögger og Pers Olofs Enquists hinsvegar spyr sá síðastnefndi á einum stað í framhaldi af spurningu Súsönnu „Eigum við endilega að hafa mið- stöðvar (menningarinnar)? Eigum við ekki bara að hafa stað, þar sem við getum átt heima?“ Enquist: „Jú, það er sjálfsagt allt í lagi, en við þurfum einnig að spyrja: hvar gerast áhugaverðustu menningarviðburðirnir?“ Þetta samtal og sérstaklega þessi orð Pers Olofs vöktu mig til umhugsunar um staðsetningu og e.t.v. líka um tímasetningu hlutanna. Hvar gerast atburðir í menningarlífinu og hvenær? Nú stendur yfir enn ein Listahá- tíð í Reykjavík og er það vel. Miklu er til kostað og mörgu listafólki smalað saman víðsvegar að úr hinum stóra heimi. Og þá halda menn að menningin sé komin til borgarinnar við sundin blá. En menn- ingin hvorki kemur né fer: hún er þar sem hún er hveiju sinni. Úti um allt land eru listahátíðar menn- ingarinnar haldnar hvert vor og hvert haust með söng, dansi, leik og starfi. Og flest af því sem þar er í boði kemur aldr- ei inn í geisla ljósvakans. Hún fer sínu fram og auðgar líf fólks á öllum aldri, jafnvel þótt ekki séu gefnir út litprentaðir glanspésar með nöfnum heimslistamanna og ávörpum mektarfólks. Svo mjög trúum við orðið á miðla að við teljum vart til menningar það sem ekki er fjallað um á einn eða annan hátt í fjölmiðlum og þeir teljast varla lista- menn, sem ekki eru opinberaðir í gljátíma- ritum. Ég hef undanfarið, bæði í ræðu og riti, reynt að vekja athygli á því að lestur er íþrótt. Til að sú íþrótt geti dafnað þarf fyrst og fremst tvennt: lifandi bókmenntir og kennslu í lestri. Sjálfsagt geta margir fallist á þá skoðun að íþróttir séu angi af menningu hvers samfélags og nægir þar að vísa í dýrkun forngrikkja á íþrótt- um, ekki síst í höggmyndaformi. Hér verð ég að endurtaka sjálfan mig og ítreka að mér þykir, sem mörgum öðrum, að lestur sem áhugamál og viðfangsefni beri skarð- an hlut frá borði í fjölmiðlum, bæði prent- uðum og þeim sem berast með andblæn- um: umfjöllun um fót-, körfu og hand- bolta er margfalt meiri en um bókmennt- ir, prentun, útgáfu, miðlun og lestur bóka. Þegar fótboltamaður verður fyrir því að koma tuðrunni þrisvar í mark í leik eða einhveiju handboltaliði tekst að tapa leik með óheyrilegum markamun, er fjallað um þessa stórmerku menningarviðburði jafnvel samdægurs í útvarpi og sjónvarpi og alltént daginn eftir í öílum blöðum, bæði eftirmiðdags og morguns. Slegið er upp myndum og fyrirsagnabreiðum við- tölum við afreksfólkið. Þetta er hið besta mál og gleður áreiðanlega marga þá, sem hafa yndi af þessum íþróttum. Fyrir þessa þjónustu við íþróttaunnendur eiga fjölm- iðlar þakkir skilið (enda þótt sumir bölvi henni í hljóði og upphátt, þeir, sem ekki hafa jafnmikið yndi af svitaíþróttum). Einhverjum kann að blöskra nöldur mitt í tengslum við íþróttir og þykja ég hafa ímugust á þeim; en öðru nær - kon- an mín getur vottað að ég glápi oft á enska boltann og iðkaði golf meðan ég var enn ungur. En ég skil ekki enn hvers önnur hugðar- efni menningarlífsins eiga að gjalda, svo sem eins og lestur í öllum sínum ijöl- breyttu myndum: bókaútgáfu, upplestri, skriftum, lestri í hljóði, bóksölu, sjálfsút- gáfu og tímaritum, svo fátt eitt sé nefnt? Þegar ég og fleiri hafa æmt út af þessu við fjölmiðlafólk er svarið nánast alltaf það sama: Já, en það eru svo fáir sem hafa áhuga á þessu! Og þeir vísa gjarnan í einhverjar markaðskannanir sem eiga að hafa sannað þetta í eitt skipti fyrir öll. Þessu andmæli ég harðlega: stærstur hluti þjóðarinnar les bækur og blöð flesta daga ársins. Þarf ekki annað en skoða útlánatölur bókasafna þessu til sönnunar. „Jafnvel" ljóðabækur eiga sér stóran hóp aðdáenda. Á síðasta ári voru gefnar út á annað hundrað ljóðabækur og sé tekið mið af hugan Geirlaugs Magnússonar í nýjasta hefti Andblæs, tímarits um bók- menntir og draumbókmenntir, þar sem hann segir: „Ljóðið er að deyja, ljóðið er dautt. Samt koma út á annað hundrað ljóðabóka á ári. Hverjir lesa öll þessi ljóð? Ein á frænku í Árbænum, annar skóla- bróður fyrir vestan," er auðvelt að reikna út að miðað við eitt hundrað skáld með ljóðabók á ári, þá er að minnsta kosti annað hundrað þeirra, sem ekki gefa út það árið og þessa tveggja hundraða skáldatölu má síðan margfalda með tveimur a.m.k., því ég geri ráð fyrir að sum þeirra að minnsta kosti eigi líka ömmu eða afa. Þarna erum við komin með a.m.k. fjögur til fimm hundruð áhugafólks um ljóðabækur. Hversu marg- ir stunda skylmingar, rallakstur eða bad- minton? Hversu margir golf, fót-, hand- og körfubolta? Hver sem niðurstaðan er og hversu margar markaðskannanir eru gerðar um áhuga á bókmenntum, þá stendur hitt eftir: ísland er land bókanna og bókmennt- anna og fjölmiðlar hafa skyldum að gegna við þann menningararf, þeim ber skylda til að efla og viðhalda áhuga á þeirri þjóðaríþrótt að skrifa og lesa bækur. Því miður hefur sú lenska ráðið ríkjum allt of lengi að apa allt eftir útlöndum, einnig umfang umijöllunar um bókmenntir og listir. íslenskir fjölmiðlastjórnendur verða að átta sig á því að líkt og meira er skrif- að um fisk og sjávarútveg á Islandi en t.d. í Tékklandi er jafneðlilegt að meira sé fjallað um bókmenntir í íslenskum fjöl- miðlum en í fjölmiðlum allra annarra landa. Það ætti að vera eðli málsins sam- kvæmt. Því hvet ég þá til að sjá til þess að þegar skáldið Jónas Hallgrímsson eða Látra-Björg gefa út næstu bók sína, verði því gerð ítarlega skil og það strax sam- dægurs eða í síðasta lagi daginn eftir. Annað er ekki sæmandi á íslandi. HRAFN A. HARÐARSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29.JÚNÍ1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.