Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 5
var af hærri stétt. í grein Magnúsar „Gefíð það Guði, sem Guðs er“ sem var birt í Skemti- legri vinargleði er kom út á vegum Landsupp- fræðingarfélagsins árið 1797 lætur hann í ljós þá skoðun sína að hver skuli starfa og gera sitt gagn innan þess stands og lífskjara er guð hefur ákveðið honum fyrir getnaðinn, jafnvel þó hugur stefni annað. ... engin skylda er náttúrulegri, enn ad sképnan leggi sig viliug undir Skaparans vilia; og hvad er þá Skaparans vilie annad, enn ad hver hans sképna verda mætti svo farsæl, sem hún í sínu standi, og eptir sínu innvortis og útvortis ásigkomulagi verda má? fyrr enn vér myndadir vórum í módur- lífi, hafdi hann þegar áqvardad oss þau lífs kier, þad stand, þad emhætti og þær sýslan- ir, er vér nú á hendi hefum, og med hverium vér ebla skyldum vora egin og medbrædra farsæld, og vér egum viliugir ad hlýda, ecki megla, þó þad sýnist vera á móti vorum vil- ia; ... (Magnús Stephensen 1797:314-315.) Að þessu lesnu er hægt að skilja að Magnús er auðvitað síðasti maður til þess að hjálpa bóndasyninum til of mikilla metorða. Þriðji áhrifavaldurinn í lífi Sveins er Vigfús Þórarinsson (faðir Bjarna skálds Thorarensens) sýslumaður og kancellíráð á Hlíðarenda í Fljótshlíð, en þar dvaldi Sveinn veturinn 1794- 1795. Nú var áhugi hans á náttúrufræði fyrir löngu orðinn það mikill að læknisstarf var síð- ur spennandi kostur en áður. Aftur á móti vonaðist hann eftir kennarastöðu í náttúru- fræði við Reykjavíkurskóla. Ef það gengi ekki eftir var ætlunin að sigla aftur til Kaupmanna- hafnar og ljúka læknisfræðiprófi þrátt fyrir allt. Kennarastöðuna fékk Sveinn ekki. Vigfús letur Svein til utanfararinnar en leggur fast að honum að kvænast Þórunni Bjarnadóttur og setjast að á íslandi. Auk þess skipuleggur hann og ýtir á eftir því að læknisstaða og umdæmi er búið til handa Sveini próflausum og Sveinn'lætur til leiðast. Sjálfur lætur hann sem að forlögin stjórni lífi sínu og segir iðulega í ævisögu sinni (Sveinn Pálsson 1949) eitthvað á þá leið að hann hafí látið „... varpast í forlag- anna rífandi straum ...“ (116) eða „... lét Sveinn leiðast til, alvanur að fela sig forlaganna herra.“ (136.) Þó virðist sem hann sé ekki fullkomlega trúaður á þetta. Hann veltir því fyrir sér hvort hann ....hafi forspiiað sinni lukku“, en segir svo: „Honum var aldrei kennt að trúa á hana, heldur á guð.“ (124.) En þó að Sveinn hafi búið við kröpp kjör lengstan hluta ævinnar og ekki auðnast að helga líf sitt náttúrufræðinni að fullu eins og hann hafði kosið skiluðu rannsóknarferðimar og raunar allur ferill hans sem náttúrafræðings miklum árangri. Hann fann fyrstur manna gabbró á Breiðamerkursandi og varpaði fyrstur fram tilgátunni um að jöklar hefðu þrýst mið- biki landsins niður þar sem berglögum hallaði jafnan inn til landsins. Þessu var ekki kollvarp- að fyrr en með landrekskenningunni. Fyrstur manna veitti hann einnig athygli gosbeltinu um landið frá norðaustri til suðvesturs og síðast en ekki síst var hann meðal fyrstu jarðfræðinga að gera sér grein fyrir þvi að jökulísinn er seig- fljótandi efni og leitar undan halla eins og harp- ix eða bik. Þessar uppgötvanir koma fram í dagbókum Sveins, Eldritinu og Jöklaritinu sem eru hans höfuðrit, en auk þeirra er vert að minnast á lýsingu hans á Kötlugosinu 1823. Eldritið eða Tillæg til Beskrivelserne over den Volcan, der brændte í Skaftafells Syssel Aar 1783, samlet ved en Reise i Egnene Aar- ene 1893 og 94 af Distriktskirurg Svend Pouls- en fjallar, eins og nafnið ber með sér, um Skaftárelda. Sveinn var þó ekki fyrstur til að rita um gosið. Þrír menn aðrir höfðu samið rit um þetta efni. Það voru þeir Magnús Stephen- sen, Sæmundur Hólm og síra Jón Steingríms- son. Síra Jón skrifaði einnig Eldrit eða Fullkom- ið skrif um Síðueld og ávann sér nafnbótina Eldklerkur meðal síðari kynslóða íslendinga. Jón var kynslóð eldri en Sveinn, fæddur 1728 og því aðeins rúm þrjátíu ár á milli þeirra. Lífsviðhorf þeirra voru hins vegar gerólík. Þeir eru fulltrúar tveggja skeiða, lúthersks rétttrúnaðar og upplýsingar. Það er því for- vitnilegt að athuga hvað þeir sjá í eldinum sem brann á Síðumannaafrétti 1783-1784. Rit Jóns er hið merkasta og raunar undir- staða að flestu því sem vitað er um gosið enda var klerkur vitni að hamfórunum og „hélt dag- bók frá því eldamir hófust, skráði atburði með- an gosið stóð; safnaði svo frekari heimildum árum saman, og þá líka um allar afleiðingar eldanna fyrir jörð, fénað og landslýð - Móðu- harðindin. Á fímmta ári eftir upphaf eldanna tekur hann að vinna að fullu úr gögnum sínum og semja Eldritið." (Kristján Albertsson 1973:17.) En Jóni nægir ekki að að lýsa eldsum- brotunum. Hann fínnur sig knúinn til að leggja út af þeim og skýra þá í ljósi heilagrar ritning- ar að hætti rétttrúnaðarklerks. Hann byijar á því að lýsa góðæri miklu í héraðinu fyrir hörm- ungamar sem leiddi til stjómarleysis, andvara- og iðranarleysis. Svo tínir hann saman dæmi um fyrirboða ýmiss konar svo sem vatnask- rímsli, eldhnetti, hljóðfæri í jörðu, eldhnetti í lofti, pestarflugur og vanskapninga sem vísuðu fram til þeirra hörmunga sem síðar áttu eftir fram að koma. En fólkið hlýddi ekki þessum viðvöranum almættisins því eins og Jón segir að „þótt menn vel vissu og hefðu heyrt, að þessir og þvílíkir viðburðir boðuðu jafnan eftir- farandi landplágu, þá var nú þessu ekkert akt gefið“. (Jón Steingrímsson 1973:345.) Eldsum- brotin vora í augum síra Jóns eitt stórkostlegt syndastraff sem bitnaði mest á þeim sem það áttu skilið. Iðranin ein gat bjargað mönnum og mikilvægt var að sálusorgarar yfirgæfu ekki söfnuði sína. Hann segir t.d. í ævisögu sinni frá því að eldurinn eyddi bæ einn í sókninni og eyðilagði annan mikið, en þá hafði Jón einmitt bragðið sér vestur í Mýrdal. Sökin er þó ekki að öllu ieyti prests því hann fullyrðir að ...helzta orsök mun þó hafa verið sundurlyndi- seldur, er framar var áður og undir það á þeim bæjum en öðram í minni sókn“. (Jón Steingríms- son 1973:197.) Niðurstaða Jóns er að lyktum auðvitað sú að eldurinn hafí orðið til góðs og þama hafí refsingarvöndur guðs barið menn til siðbótar á eftirminnilegan hátt. Drambið hvarf með gróskumikilli jörðinni og eldurinn rak í burtu fólk sem lét sundurlyndiseldinn geisa óheftan sín á milii. Og Herrann bætti raunar mönnum nokkuð veraldlegan skaða er hann lét hraunið róta upp jarðveginum svo að mikill mór fannst sem enginn vissi um áður auk þess sem allar mýs í héraðinu drápust. Sveinn Pálsson minnist lítið á þátt guðs í Skaftáreldum í sínu Eldriti. Aðferð hans er að athuga, rannsaka, greina, skrifa skýrslur og draga skynsamlegar ályktanir að hætti hins upplýsta vísindamanns. Hann byrjar á að lýsa för sinni til upptaka eldanna og greina frá því sem hann varð áskynja á leiðinni. Á þessu Ljósm./Sigurður Þórarinsson. ferðalagi fann hann Lakagíga, en menn höfðu ekki áður séð þá eða a.m.k. ekki áttað sig á að þeir vora uppspretta eldsins. Sveinn gerði sér einnig í þessari ferð grein fyrir legu gos- beltisins þvert yfir ísland þegar hann sá gíg- ana í beinni röð frá suðvestri til norðausturs stefna á Laka og halda svo áfram handan fjallsins í sömu átt. Auk þess teiknaði hann uppdrátt af eldsveitunum. Um þetta fjallar fyrri hluti ritgerðarinnar. í siðari hlutanum gagnrýnir hann eldri ritgerðir um sama efni. Hann tekur fyrst Sæmund fyrir en snýr sér svo að þeim Magnúsi og Jóni. Sveinn fer held- ur ómjúkum höndum um þremenningana, hrek- ur hveija fullyrðingu þeirra eftir aðra og gerir um leið stólpagrín að Magnúsi Stephensen. Rit Sæmundar Hólm frá 1784, Om Jordbrand- en paa Island i Aaret 1783 finnst honum hvorki merkilegt né vísindalegt. Meira að segja Magn- ús Stephensen hafði vit á að leiðrétta augljós- ustu villurnar sem þar var að fínna. Orsök villnanna er auðvitað sú að höfundur rannsak- aði alls ekkert sjálfur en treysti á sögusagnir. Svona aðferðir fullnægðu alls ekki kröfum al- vöru vísindamanna að mati Sveins. Þetta voru úreltar aðferðir fyrri tíma, uppvakningur eidri hugsunarháttar þegar sjálfsagt þótti að taka alls kyns fróðleik og sögusagnir upp eftir öðr- um athugunar- og gagnrýnislaust. ... er hún [þ.e. ritgerð Sæmundar] að öllu leyti byggð á fjölda skriflegra frá- sagna til höfundarins úr heimahögum hans, sem eldarnir mæddu á, og er það út af fyrir sig nægilegt til að geta sér til um sannfræði ritsins, því bréfin eru að mestu skrifuð afmönnum, erlétu hug fallast og flýðu héraðið af ótta við eld- ana og hafa því miklað allt fyrir sér í hræðslunni. (Sveinn Pálsson 1945:571.) Þetta segir Sveinn í 14. grein Eldritsins. Og Sæmundi gefur hann eftirfarandi einkunn- ir: þvættingur, rangt, ýkjur, fírrar, hlægilegur heilaspuni og skrifborðskjaftæði. (Sbr. Sveinn Pálsson 1945:573-574.) Guðfræðistúdentinn Sæmundur Hólm gerði sennilega hvorki tilraun til þess að haga sér eins og náttúruvísindamaður né kröfu til þess að menn litu á hann sem slíkan. Öðra máli gegndi um upplýsingarfrömuðinn Magnús Stephensen sem hafði kynnst náttúrafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn og var sendur af stjóminni árið 1784 til þess að athuga upptök eldanna og hraunrennslið. Hann heillaðist svo mjög af upplýsingunni að það má segja að hann hafí helgað henni líf sitt að miklu leyti. Hann hlýtur því að hafa reynt að haga rannsóknum sínum á þann veg að þær fullnægðu ýtrastu kröfum hins upplýsta vísindamanns. Sveinn gagnrýnir aðferðir hans heldur ekki svo mjög. Hann er einfaldlega ekki nógu klár að mati Sveins sbr. 16. grein Eldritsins þar sem hann ber saman aðferðir Sæmundar og Magnúsar og segir þetta um rit hans, Kort Beskrivelse over den nye Vulcans Ildsprudning i Vestre Skaptefields Syssel i Island i Aaret 1783: „Þetta er yfírleitt snoturt rit og má vitanlega ætla, að það sé stóram áreiðanlegra, þar sem höfundur- inn átti þess kost að skoða hinar eldþjökuðu sveitir í hart nær heilt sumar og það ekki á sinn, heldur á kóngsins kostnað." (Sveinn Páls- son 1945:575.) Annars staðar gefur Sveinn sér það að fræðimennska Magnúsar sé í raun á sama plani og Sæmundar: „... hann [þ.e. Magn- ús] hefur eflaust skrifað flest eftir annarra sögu- sögn“. (Sveinn Pálsson 1945:576.) Það er að vísu óumdeilt hvor var merkari vísindamaður. Magnús átti aldrei nokkra möguleika í þeirri hólmgöngu. Það er hins vegar sláandi hvað Sveinn gerir lítið úr honum hvað eftir annað í skrifum sínum. Skýringin á því er annars bæði Á FERÐ sinni til upptaka eldanna fann Sveinn Lakagfga, sem menn höfðu þá ekki áttað sig á að væru eldstöðvar. einföld og augljós. Sveini líkaði engan veginn við Magnús og þóttist hafa rika ástæðu til. Magnús hafði nefnilega neitað að greiða honum 100 ríkisdala ferðastyrk úr jarðarbókarsjóði vorið 1794. Sveinn taldi Magnús einnig hafa baknagað sig og jafnvel reynt að upphefía sig sjálfan sem náttúrafræðing við forráðamenn Naturhistorie Selskapet og þá á kostnað Sveins. (Sbr. Sveinn Pálssonl945:346-347.) Hann taldi og Magnús hafa verið sér miður ráðhollan á námsárunum í Kaupmannahöfn og þar með takmarkað mjög framavonir sínar. (Sbr. Sveinn Pálsson 1949:120 og 123-124.) Magnúsi er því engin vægð sýnd í Eldritinu. Gagnrýnin er oft- ast studd gildum rökum en þó missir Sveinn stjóm á sér að minnsta kosti einu sinni heldur óheppilega og afhjúpar um leið persónulega óvild sína í garð Magnúsar. Þetta gerist þegar hann fjallar um það sem Magnús segir um rit Sæmundar Hólm. Hér kastar Sveinn sannarlega steinum úr glerhúsi. Niðurröðun efnisins og stílsmáti ritsins er gagnrýndur á bls. 50 í ritgerð þeirri, er senn verður fjallað um, og á næstu tveim bls. eru hrakin verstu ósannindin, einkum um eyðingu byggða og býla af hraunrennsl- inu, þótt orðbragðið vitni ekki um mikinn náungans kærleika, heldur öllu fremur per- sónulega beiskju, sem ætti samt aldrei að heyrast á ókunnum stað milli fræðimanna af einni og sömu þjóð. (Sveinn Pálsson 1945:571.) Það er helst Jón Steingrímsson sem Sveinn tekur mark á. Hann treystir klerki þar sem hann dvaldi að staðaldri mitt á milli beggja hraunkvíslanna meðan á gosinu stóð. Hann var sannarlega sjónarvottur að öllu saman. Sá hængur er þó á að þeir eru fulltrúar tveggja gerólíkra hugsunarkerfa, en Sveini finnst auð- vitað fráleitt að blanda almættinu í lýsingu atburða á þann hátt sem Jón gerir. Sbr. 25. grein Eldritsins. Ekkert er því eðlilegra en þetta rit [þ.e. Eldrit Jóns Steingrímssonar] hafi að geyma hinar nákvæmustu og áreiðanlegustu frá- sagnir, sem völ er á, enda mun enginn óhlutdrægur maður mæla því ímót. - Hins vegar er ritið stílað með þeim blæ, sem er til þess fallinn að firrta ýmsa heimspekinga nú á tímum. Það er sem sé guðrækilegt, trúarkennt og biblíufast, svo að af þeirri ástæðu er hætt við, að það verði ekki gef- ið út á prenti, án þess að útgefandinn skað- ist, hversu gagnlegt sem það kynni að vera íbúum landsins að lesa það. (Sveinn Pálsson 1945:594.) Að öðra leyti en þessu setur Sveinn ekkert út á Eldrit Jóns Steingrímssonar, nema hvað honum fínnst hann gera full mikið úr skaða þeim er af eldinum hlaust á Síðumannaafrétti. Hann meira að segja gerir grein fyrir upptaln- ingu Jóns á fyrirboðum eldplágunnar án þess að setja beinlínis út á þessa trú og nefnir nýfund- ið mótakið sem dæmi um þær nytsemdir sem síra Jón taldi hafa leitt af gosinu. Hann nefnir einnig útrýmingu músaplágunnar. Það sem sýn- ir þó ef til vill best álit hans á Jóni Steingríms- syni er tilvitnun í Eldrit klerksins þar sem hann skýrir frá ráðum til að lækna ýmsa sjúkdóma sem upp komu í kjölfar harðindanna. Síra Jón þakkar guði þessi meðul hógværlega (sbr. Jón Steingrímsson 1973:384) en Sveinn veit betur, því eftir að hann hefur talið ráðin 'upp segir hann: ..og var höfundurinn [þ.e. Jón] sjálfur framkvöðull að þessu flestu, enda var hann vel að sér og reyndur í lækningum á landsvisu". (Sveinn Pálsson 1945:598.) Þetta er önnur og hærri einkunn en þeir Sæmundur Hólm og Magnús Stephensen fá hjá Sveini. Visindamaðurinn Sveinn Pálsson virðist hafa átt ýmislegt fleira sameiginlegt með guðs- manninum Jóni Steingrímssyni en upplýsingar- frömuðinum Magnúsi Stephensen þrátt fyrir að hugarheimur klerks hafí verið nokkuð ann- ar en hinna tveggja. Sveinn gleymdi því aldrei sem Magnús gerði á hlut hans og er nokkuð bitur í hans garð. Eldritið er kjörinn vettvang- ur fyrir Svein að gjalda líku líkt. Þar er hann á heimavelli því þó að Magnús hafí verið yfír- burðamaður á ýmsum sviðum þá var hann iít- ill náttúruvísindamaður og alls enginn í saman- burði við Svein. Höfundur er íslenskufræóingur. HEIMILDIR Jón Steingrímsson. 1973. Æfisagan og önnur rít. Krist- ján Albertsson gaf út. Reykjavík, Helgafell. Kristján Albertsson. 1973. „Formáli.*4 Æfisagan ogönn- ur rít. Kristján Albertsson gaf út. Bls. 9-19. Reykjavík, Helgafell. Magnús Stephensen. 1797. „Gefið það Guði, sem Guðs er.“ Skemtileg Vinar-Gledi í fróðlegum Samrædum og Ljódmælum leidd íljós... I. bindi. Útgefandi Magnús Steph- ensen. Bls. 305-322. Leirárgörðum, Hið íslenska landsupp- fræðingarfélag. Sveinn Pálsson. 1945. Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og rítgerðir 1791-1797. Færð í íslenskan bún- ing af þeim Jóni Eyþórssyni, Pálma Hannessyni og Steind- óri Steindórssyni. Jón Eyþórsson bjó til prentunar. Reykja- vík, Snælandsútgáfan. Sveinn Pálsson. 1949. „Sveinn Pálsson." Merkir íslend- ingar III. Þorkell Jóhannesson bjó til prentunar. Bls. 113-159. Reykjavík, Bókfellsútgáfan. 'Sveinn mun þó a.m.k. í fyrstu hafa stefnt að tíúka lækmsfræðináminu að rannsóknarferðum sínum loknum, sbr. Sveinn Pálsson 1949:127. Þrír menn sköpudu Sveini Pálssyni örlög ödrum fremur; Jón landlaknir sem baud honum adger- ast nemandi sinn, Magnús Stephensen sem fékk hann til aðgera breytingu á námi sínu og Vig- fús Þórarinsson semýtti á eftirþví að lceknis- staða var búin til handa Sveinipróflausum. INN Á HEIMAVELLI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 29. JÚNÍ 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.