Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 9
Lesbók/RAX. ALTARISTAFLAN. Kvöldmáltíðarmynd Leonardos da Vinci er notuð hér sem „hugkveik- ing“. Þrátt fyrir stílfærslu og „malerísk" tilþrif, eru allir listamennirnir vel þekkjanlegir. höldum í næsta nágrenni hreyfðu ekki við honum, en í tilefni dagsins hafði hann þó tek- ið sér frí til að sinna vorverkum. Hann tók okkur með hljóðlátum alúðleika; maðurinn talar bæði hægt og lágt og hann hreyfir sig hægt. Það var hægt að ímynda sér að hann lifði í tímalausum heimi, án allrar spennu. Vinnustofuna getur hann ekki haft í Tumm- asarstovu; húsið er bara 30 fermetrar og svefnloft að auki í risinu. En hann bauðst til þess að sýna okkur vinnustofuna í húsi við Vesturvoginn, þar sem hann og tveir aðrir málarar hafa fengið inni. Þar hefur Torbjorn rúmgóða vinnustofu, 50-60 fermetra. En í henni var harla lítið að sjá annað en frum- gerð altaristöflunnar og portret sem málarinn hafði málað fyrir sjálfan sig af eiginkonunni. Reyndar á Listasafn Færeyja annað portrett hans af frúnni, afburða vel málaða mynd. Á eftir röltum við á krána í Café Natur, sem virðist vera vinsæll staður fyrir menningarlegar slímusetur. Yfir einum öllara sagði Torbjorn mér með sinni hógværð, að hann stæði nú á fertugu og fengist eingöngu við myndlist. „Það gekk einhvernveginn aldrei að komast í Aka- demíið í Kaupmannahöfn," sagði hann. „Ég veit varla af hveiju. Ég bjó um tíma í Kaup- mannahöfn. En ég var svo mikill Færeyingur að það gekk ekki upp. Svo ég flutti bara heim.“ Énda þótt Torbjorn Olsen sé mikill Færey- ingur eins og hann segir, þá hefur hann ekki gert víðreist um eyjarnar. Þórshöfn dugar honum eiginlega alveg. Hann hefur aldrei komið á einn helzta ferðamannastað Færey- inga, þorpið Gjögv. Enda er það á annarri eyju. Markaður hans er í Færeyjum, segir hann, og ekki annars staðar. En hverskonar galdur er það, spurði ég, að geta lifað af myndlist í svo fámennu samfélagi, sem þar að auki hef- ur barizt í bökkum? Svarið liggur i verðlagn- ingunni. Færeyingar eru eldheitir myndlistar- unnendur, en efnin hafa verið næsta lítil á síðustu árum. Málararnir hafa skilið það, að þeir verða að hafa jarðsamband að þessu leyti. Ég spurði Torbjorn hvernig hann verðlegði olíumálverk sem væri metri á kant. „Það kost- ar 6 þúsund krónur" sagði hann og átti vita- skuld við danskar krónur. Verðið á slíkri mynd er með öðrum orðum um 60 þúsund íslenzkar krónur, eða þrisvar til fjórum sinnum lægra en íslenzkir kollegar hans hafa verið að setja upp á sýningum hér. Reyndar oft með þeim árangri að ekkert selst. Fyrir altaristöfluna í Halldarsvík kvaðst Torbjorn Olsen ekki hafa fengið mikla borg- un; hann tók boðinu og vann verkið fyrst og fremst vegna þess að hann langaði til þess. Færeysku myndlistarmennirnir eru allt góðir kunningjar hans og hann fékk þá einn af öðrum til þess að sitja fyrir í vinnustofunni við Vesturvoginn. Hann segir að gott samband sé milli þeirra þrátt fyrir samkeppni. Og hann vill ekki vera annars staðar. Það sem hann kysi helzt að væri öðruvísi er sýningaraðstað- an í Þórshöfn. í Norðurlandahúsinu gleymdist hún hreinlega, segir hann. Og eini sýningarsal- urinn í Þórshöfn sé of lítill. Litameistarinn í Tummasarstovu málar hlutveruleikann. En sannur expressjónisti sem hann er, teygir hann stundum á þessum þekkj- anlega veruieika svo útkoman er næstum al- veg abstrakt litaspil. En skáldskap eða fantas- íur leiðir hann hjá sér; „ég er alltaf að mála mótíf', segir hann um leið og við kveðjum glasaglauminn í Café Natur og höldum út í færeyska vorið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. JÚNÍ1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.