Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 11
HALLDORA JÓNASDÓTTIR Mynd: Árni Elfar AFHJÚPUNIN EG kveikti á sjónvarpinu og fleygði mér í sófann. Teygaði ískaldan bjór, lygndi aftur aug- um og beið eftir fréttum. Þreyta dagsins liðaðist úr aum- um skrokknum. Bakið fór alltaf í hnút þegar ég var á helvítis loftbornum. Maður var að verða of gamall fyrir þetta. Eg var í þann mund að festa svefn, þegar skothvellir úr sjónvarpstækinu vöktu mig. A skerminum gat að líta mann með vél- byssu í sinnepsgulri skikkjir að brytja niður dverga vopnaða bjúgsverðum. Ég hnyklaði brúnir. Alltaf sama þvælan á Stöð tvö. Ég skipti yfir á Ríkissjónvarpið, en þar var skikkjuklæddi kappinn einnig á ferð. Á skján- um birtust orðin: Éramhald í næstu viku. Svo brosti ljóshærð þula framan í mig og sgði: „Lokaþáttur myndaflokksins um „Dulbjörn og drápsdvergana“ er klukkan hálfátta á morgun. En nú er komið að fréttum.“ Stúlkan var í djúprauðum kjól og með gullið ennisband. Á öxl hennar sat feitur páfagaukur og reigði sig. Biddu nú við. Hvaða „djók“ var þetta? Grínbræður? Radíusstofan? Myndin af þulunni hvarf og í Ijós kom veðurbarið sjávarbjarg. í grjótið voru höggn- ir stafir, háir og sverir: Fréttir. „Gott kvöld,“ sagði snyrtilegur miðaldra maður í ljósbláum jakkafötum. Eyrnalokkar dingluðu úr báðum sneplum og tíu hringar glitruðu á tíu fingrum. „Þjóðaratkvæða- greiðsla í hinu svonefnda afhjúpunarmáli stendur nú yfir. Innan skamms verður kjör- stöðum lokað og hefst þá talning atkvæða." Ég leit á úrið. Klukkan var átta. Ég vildi fá fréttir, alvörufréttir, ekki þetta rugl. Ég skipti aftur á Stöð tvö. Sama sagan. Ég reyndi aðrar rásir; þrýsti á alla hnappa á fjarstýringunni. Alls staðar dúkkaði hann upp, eyrnalokksprúði fréttamaðurinn. „Búast má við fyrstu tölum hér inn í sjón- varpsklett á næstu klukkustund og munum við ræða við andstæðinga afhjúpunar jafnt sem fylgismenn og fá viðbrögð beggja.“ Nú var skipt um sjónarhorn og í ljós komu tveir menn sem sátu andspænis fréttamanninum. Annar þeirra var klæddur í rauð- og gulkö- flótt jakkaföt en hinn sveipaður vaðmál- skyrtli og í sauðskinnsskóm. Fyrir neðan SMÁSAGA EFTIR MARTEIN ÞÓRISSON andlit þeirra mátti lesa nöfnin: Guðmann Heiðmannsson og Jarlmundur skíma. „Svo ég beini fyrstu spurningu til þin, Guðmann,“ sagði fréttamaðurinn. „Nú sýndu síðustu skoðanakannanir að tæp fimmtán prósent kjósenda voru óákveðin. Telur þú að þið jámenn afhjúpunar hafið náð eyrum þeirra?" „Nú,“ sagði maðurinn í köflóttu jakkaföt- unum. „Þessi fimmtán prósent eru aðallega ungt fólk. Hópur sem hefur lengi sótt fyrir- myndir í mannheima hvað snertir tónlist, tungutak og klæðaburð. Ég hlýt því að telja mjög líklegt að meirihluti þeirra snúist á sveif með okkur.“ „Jarlmundur?" sagði fréttamaðurinn. „Állir táningar vita,“ sagði maðurinn í vaðmálskyrtlinum, „að við huldufólk búum yfir menningu sem er einstök. Þótt ung- menni láti vissulega glepjast um stund af innihaldslausu pijáli og tískustraumum frá mannheimum þá eru þau huldufólk í eðli sínu. Ég velkist í engum vafa um að þau geri sér fulla grein fyrir að afhjúpun er dauðadómur yfir menningararfi okkar. Þau munu þvi hafna öllum tengslum við menn. Þau munu segja nei.“ Guðmann glotti og hristi höfuðið. „Þetta er nú orðin svo úttuggin klisja, Jarlmundur minn, að enginn tekur lengur mark á henni. Er fyrirmyndin að velferðarsamfélagi nútím- ans ekki sótt beint til mannheima? Er tækni sú sem auðveldar okkur lífið ekki einmitt fengin úr mannheimum? Með afhjúpun getum við tekið upp bein þekkingarskipti. Verslun, hagsæld og velmegun munu aukast." „Og einnig glæpir og fátækt," gall í Jarl- mundi. „Heldurðu að mannfólk myndi gera sér að góðu að skiptast einungis á þekkingu? Nei, minn kæri. Við lifum að vísu á öðru til- verusviði, en við búum í sama landi. Mennsk- ir myndu krefjast sameiginlegrar stjórnunar á sameiginlegum auðlindum. Landbúnaður og sjávarútvegur_ beggja heima yrðu settir undir einn hatt. Áhrifalaus minnihlutahópur eins og huldufólkið fengi litlu ráðið um nýt- ingu náttúruauðæfa. Og fyrr en varir höfum við glatað sjálfstæði okkar!“ „Eitt land, tvö tilverusvið, tvö ríki,“ sagði Guðmann. „Það er forsenda alls samstarfs við mannfólk. Ef við teljum þá troða okkur um tær látum við okkur einfaldlega hverfa aftur.“ „Draumórar!" hrópaði Jarlmundur. „Um leið og þeir hafa einu sinni komist að tilvist okkar er spilið búið. Þeir gætu aldrei setið auðum höndum vitandi að huldufólk er til í raun og veru. Þeir myndu beita öllum sínum vísindum og tækni og ekki hætta fyrr en þeir hefðu brotist inn á tilverusvið okkar.“ Það hnussaði í Guðmanni. „Elsku Jalli,“ sagði hann. „Þú tekur of mikið mark á göml- um þjóðsögum. Menn eru ekki tómir vargar og morðhundar. Þeir eru nákvæmlega eins og við, þeir búa bara á öðru sviði.“ Roði hljóp í kinnar Jarlmundar. „Jæja, eins og við, ha? Hvað myndir þú segja ef dóttir þín giftist mennskum karli? Og þau myndu eignast kynblending? Hvað myndirðu segja þá?“ „Það er alveg óviðeigandi að blanda dóttur minni inn í þessa samræður." „Það er fyllilega viðeigandi,“ hreytti Jarl- mundur út úr sér. „Vísindalegar rannsóknir sanna að í huldufólki er að finna ákveðna erfðaeiginleika á borð við hugvit, hreysti og dirfsku sem hafa gert okkur kleift að skapa einstæða menningu. Allir vita að kynstofn mannfólks einkennist af leti, öfuguggahætti og heimsku. Vilt þú að barn dóttur þinnar verði hálfviti?“ Guðmann lamdi með flötum lófa í borðið og reis til hálfs úr stólnum. „Dóttir mín kem- ur þessu ekkert við!“ Jarlmundur spratt á fætur. „Mengun kyn- stofnsins er mál sem snertir alla!“ „Herrar mínir!“ hrópaði fréttamaðurinn. „Kynþáttahatari!" „Föðurlandssvikari!" Guðmann reiddi krepptan hnefa til höggs. Þá hvarf myndin af skjánum og í staðinn kom Bogi Ágústsson, tuðandi um ísbjarnar- unga í frönskum dýragarði. Það tók mig stundarkorn að átta mig á breytingunni. Svo greip ég fjarstýringuna og leitaði að sjónvarpsstöð huldufólksins. En hana var hvergi að finna. Aðeins Boga, Bob Saget og Benny Hinn. Ég fór inn í eldhús og hellti viskíi í glas. Höndin á mér skalf og ég sullaði helmingnum niður á borð. Eftir tvo tvöfalda leið mér aðeins betur. Ég settist við gluggann með flöskuna í kjöltunni og kveikti mér í sígarettu. Horfði út í slydduna og beið eftir að talningu at- kvæða lyki. HVER? - Ein lá ég í dvala með lokuð augun. Einmanaleikinn fyllti mig - svo ég sá ekki skýrt. Tómleikinn mergsaug mig - svo þróttur minn þvarr. Vonleysið hræddi mig - svo ég leitaði skjóls, faldi mig, djúpt í iðrum sálarinnar. Og með hverri stundu sekk ég - dýpra og dýpra. En mér er sama. - Berst bara með straumnum, finn botninn nálgast, myrkrið umljúka mig. En mér er sama. - straumurinn notalegur, vinalegur, myrkrið hlýtt, mjúkt, niðurinn gælir við eyra mitt. En skyndilega kveður við reiðiöskur. Ég finn líkamann skjálfa, augnlokin titra. Kraftur, sem ég þekki ekki, berst við að opna augu mín ... Blekking? Augu mín eru að opnast. Krafturinn berst gegn tálsýnum, tálsýnum vínanda einmanaleikans, tálsýnum blóðsugu tómleikans, tálsýnum djöfuls vonleysisins. Ég er ekki lengur á niðurleið. Ég stend ekki lengur í stað. Ég held ekki lengur ringluð í vonina dinglandi yfir hyldýpi eilífðarinnar. Ég færist upp á við, held dauðahaldi í kraftinn á meðan við fikrumst upp á við. Það er að renna af mér og það rofar til. Blóðsugan hræðist birtuna, hörfar, og ég fínn þrótt minn magnast. Með auknum þrótti berst ég við djöfulinn og ótti minn minnkar. En ... hvaðan kemur þessi kraftur? Hvað stendur að baki hans? Hví vill hann ekki að ég sökkvi? Því vill hann að ég berjist? Hver er það sem ekki er sama? Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. JÚNÍ 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.