Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 15
ÞÓRHALLUR Ásgeirsson afhendir frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrstu eintökin af ævisögu Jóns Sigurðssonar á ensku og dönsku. Jón forseti ó ensku og dönsku Á FIMMTUDAG afhenti Þórhallur Ásgeirs- son, fyrrverandi formaður Hrafnseyrar- nefndar, Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, fyrstu eintökin af ævisögu Jóns Sigurðssonar í hnotskurn á ensku og dönsku eftir Hallgrím Sveinsson á Hrafns- eyri, en Vigdís skrifar formála að báðum verkunum, þar sem hún fjallar meðal ann- ars um stöðu Jóns Sigurðssonar í hugum Islendinga og afstöðu Dana til hans. Eftir því sem best er vitað eru þetta fyrstu útgáfur á erlendum málum, þar sem fjallað er um Jón Sigurðsson og ævi hans í bókarformi. Verkin eru unnin í Prent- smiðjunni Odda og Tölvuþjónustunni Snerpu á ísafirði og eru þau í handhægu broti, en útgefandi er Vestfirska foriagið. Allar ljósmyndir sem vitað er um af Jóni Sigurðssyni prýða bækurnar, auk fjölda annarra frá ýmsum tímum. Þýðendur eru Hersteinn Pálsson og Auðunn Bragi Sveins- son. Tilgangurinn með útgáfum þessum er að vekja athygli annarra þjóða á einstæðum forystumanni og mjög sérstæðri sjálfstæð- isbaráttu Islendinga, þar sem helstu vopnin voru söguleg rök, sem Danir tóku mark á, en byssan og sverðið komu þar lítt við sögu. Lögð er mikii áhersla á að benda á það við hvaða aðstæður Jón Sigurðsson var alinn upp í Arnarfirði og hversu lánsamir íslendingar voru að eignast í honum stór- huga og glæsilegan foringja, sem jafnframt var heilbrigður hversdagsmaður með báða fætur ájörðinni. Vínar- tónleikarnir gamalgrónir í viðtali við Helgu Hauksdóttur fulltrúa hjá SÍ. hér í Morgunblaðinu á miðvikudaginn kom fram að Vínartónleikarnir, sem njóta mikilla vinsælda í grænu tónleikaröðinni, hafa verið þrisvar sinnum áður. Reýndar eiga þeir sér lengri sögu því þeir hafa verið fastur liður í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar íslands síðan 1981 og leiðréttist það hér með. Kvöldvaka í skóginum NÚ ER hafið fjórða sýningarsumar Útileik- hússins „Hér fyrir austan“ á Egilsstöðum. Markmið þess hefur frá upphafi verið að örva og kynna austfirska menningu. Efni- viðurinn í ár er austfirska skáldið Páll Olafs- son ásamt upprifjun nútímakvenna á lífinu í verbúðum síldaráranna. Flestir gestir eru íslenskt fjölskyldufólk, en útdrættir fást ókeypis á fjórum erlendum tungumálum. Stefnan í grænni ferðamennsku er að kynnast hveijum stað fyrir sig, frekar en einhveiju sem er flutt þangað inn. Því sam- ræmdist framboð Útileikhússins æ meir eftirspurn ferðamanna. Þjóðdansahópurinn Fiðrildi, í skrautleg- um búningum, stígur fram milli leikþátta og kennir áhorfendum að taka sporið. Sýningar verða á hveiju miðvikudags- kvöldi til 14. ágúst. Aðrar sýningnar: Laugardagur 6. júlí kl. 16. Skógur í lífi þjóðar - ljóð og frásögn. Sunriudagur 7. júlí kl. 16. Þorvaldur Jónsson úr Hlíð - harmoníkutónlist og söngur. Sunnudagur 21. júlí kl. 16. Hallfríður Ólafsdóttir og Ármann Helgason leika létta klassík á flautu og klarinettu. „VÆTTATAL“ MYNPLIST L i s t a s a í n Sigurjóns Ólafssonar HÖGGMYNDIR Páll Guðmundsson, Sigurjón Ólafsson. Opið alla daga frá kl. 14-17. Til 1. september. Aðgangur 200 kr. Sýningarskrá 500 kr. Veggspjald 300 kr. VARLA hefur farið of mikið fyrir því á Is- landi, að lærðir listamenn legðu fyrir sig, að miðla landsmönnum skilaboðum frá ófreskum öflum í gegnum myndmiðla sína. Helst hefur það verið í táknsæum verkum þeirra Einars Jónssonar og Kjarvals, og svo hafa ýmsir myndlýst bækur er fjalla um álfa, drauga og tröll. Hinn snjalli myndhöggvari Siguijón Ólafs- son gerði nokkuð af því að vinna út frá frum- stæðum grímum og tótemsúlum í stein og tré, líkt og fleiri samtíðarmenn hans í núlistum tímanna. En á síðari árum hefur enginn í rík- ari mæli en Páll Guðmundsson á Húsafelli lagt út af list sinni með beinni vísun tii náttúru- magna og huldra vætta í stokkum og steinum. Menntunarlegur grundvöllur þeirra telst mjög ólíkur og hér hefur Siguijón vinninginn um sígilt grunnnám í höggmyndalist, auk þess sem hann kunni flest fyrir sér í handverkinu, sem mótunarlistarmenn nútímans þekkja sum- ir einungis af afspurn. Páll er hins vegar fyrst og fremst menntað- ur í málaralist, enda var skúlptúrdeildin enn ekki komin á laggirnar er hann var við nám í MHI. Og svo var hann einungis eitt ár í framhaldsnámi við listaskólann í Köln. í fyrst- unni málaði hann og teiknaði af þeim frum- stæða náttúrukrafti og bernskukennd sem er eðli hans, en fljótlega fór hann að taka eftir undarlega formuðu gijótinu í umhverfi Húsafells. Þessar klappir munu lengi hafa höfðað til aflsmuna hins stóra og sterka hals og seinna einnig ögrað listamannseðli hans. Einn góðan veðurdag var hann farinn að höggva viðbót við sköpunarverk himnaföð- urins í klappir úti á víðavangi, jafnframt því sem hann fór með það viðráðanlegra af gijót- PÁLL á Húsafelli. inu heim á hlað til nánari vinnslu og rann- sókna. Það var prýðileg hugmynd að tefla þessum listamönnum ólíkra kynsióða á galdrastefnu á Laugarnesið eins og vinur hans, Thor Vil- hjálmsson, orðar það. „List eftir tvo mynd- höggvara okkar, sem skera sig úr hvor að sínu leyti, af ólíkum kynslóðum en með rík tengsl við náttúru þessa lands og kynjar henn- ar frá tröllskap til álfa, frá ókindum lagarorm- um og finngálknum til marmennla furðufugla og hulduvætta, frá sækúm nykrum og útilegu- mönnum til fuglgyðlinga ljóna skuggabaldra og urðarkatta; og fjörulalla sem draga þöglir skröltandi skeljahaminn." - Er gesturinn nálgast safnið tekur á móti honum svipmikil og falleg klöpp úr Bæjargil- inu og við nánari skoðun sér í örn og ljón, sem eru eins og innbyggð í hana. Að mati rýnisins er hér um bestu eiginleika Páls að ræða, er hann á hófsaman hátt heggur áhersluviðbæti í gijótið og lætur upprunalegt heildarform þess halda sér. Það er alveg rétt að steinar tali, séu jafnvel tvítyngdir og þó helst margtyngdir, og svo sérstæð eru formræn einkenni sumra að þau SIGURJÓN Ólafsson hreifa sterklega við hugarfluginu. Ótal þeirra hafa verið kennileiti upp til sveita, ferðalanga í óbyggðum svo lengi sem menn muna, oftar en ekki sagðir í bland við tröll og hulda vætti. Sjaldan þarf mikið til að fá steina til að tala og fer allt eftir lögun þeirra, formrænu innsæi og hugarflugi þess sem ber hann augum, og þeirri samræðu sem aðstæðurnar framkalla. Tnír samtíð sinni var steinninn og tréð mikil- vægur efniviður í mótunarferli verka Sigur- jóns, sem umformaði allt sem hann hafði á milli handanna svo úr urðu sértækar heildir. En hann hélt sig oftar en ekki við upprunalega heildarformið og á stundum svo mjög að það er meginuppistaða listaverksins, hvort heldur sem var rekadrumbur af boðaslóð eða stein- ZITA og Didier Laloux flytja franska vísnatónlist á Snæfellsnesi og Vest- fjörðum. Frönsk vísnatónlist ó Snæfellsnesi og Vestfjörðum FRANSKA vísnasöngkonan Zita og Didier Laloux flytja franska vísna- og revíutónlist tileinkaða hafinu og höfninni, á Hótel Búðum um helgina 29. og 30. júní, í Tjöruhúsinu á ísafirði miðvikudaginn 3. júlí kl. 21 og föstudaginn 5. júlí hótelgestum í Bjarkarlundi á Barðaströnd. Söngkonan Zita og slagverksleik- arinn Didier Laloux hafa ásamt fleiri listamönnum starfað saman undanf- arin tíu ár í félagi sem þau kalla „Espace - temps“. Þau hafa sérhæft sig í flutningi á frönskum vísna- söngvum og revíum fyrir börn og fullorðna. klöpp úr gijótnámi. Metnaður hans var þó, að greinilega kæmi fram að hér hafði snjall og menntaður mótunarlistamaður lagt hönd að og þeirri viðbót sér hvai-vetna stað í verkum hans. Páll leggur hins vegar höfuðáherslu á að lögun klappanna og klapparbrotanna haldi sér í meginatriðum og viðþót sína sækir hann í þær bernsku og upprunalegu kenndir sem steinninn hreyfir við hjá honum hveiju sinni. Merkilega oft eru það stakir fætur á stundum í yfirstærð, þó svo hann hafi ekki sótt stærðina til stórafóts á British Museum, sem er mótunar- legt listaverk og sennilega hluti eins af undrum veraldar í mannslíki. Vildu trúlegá fáir verða á vegi þess manns í sínu fulla veldi. En skyldu ekki vættir mikillar fyrirferðar hafa hafst við þarna í skjólinu undir jökulfreranum er landið var enn ónumið af mennskum verum? Eðlileg getspeki sem nægir til að koma hugarferli náttúrulistamannsins á hreyfingu, verður hon- um eldsneyti til athafna. Páll verður seint settur undii' mæliker list- fræðinnar er vísað skal til stílbrigða, hið upp- runalega er nær honum, en á stundum vill hann halda lengra. Þá grípur hann helst til kvenformsins, eins og í verki nr. 5, þar sem ávöl mýkt konulíkama opinberast í hörðum og óvægum steininum í líki ástargyðju hulins- heima. Trúlega kemur hér fram löngun lista- mannsins til að höggva meira og móta nákvæm- ar í steininn, víkka einhæft tjásviðið. Væri vitur- legt að falla fyrir freistingunni í algjörleika sínum, því almættið skapaði freistingar til að hægt væri að falla fyrir þeim, líkt og skáldið sagði forðum. Það styrkir þessa tilgátu að stundum er eins og vegið sé salt milli þess sem er of eða van og listamaðurinn hálf hikandi, sem í þessu tilviki er engan veginn áfellisdóm- ur, en gefur til kynna þrá til útvíkkunar mynd- sviðsins. Þá fer kannski best að skilja þetta alveg að og vinna sumt heilt en annað hálft eins og meistari Siguijón gerir og kemur svo vel fram í verkum hans. Þetta er markvert framtak á Listahátíð og heimsókn á safnið er sem alltaf ígildi andlegar- ar vítamínsprautu. Ákaflega handhæg sýningarskrá fylgir framkvæmdinni, aðfaraorð ritar Birgitta Spur, Thor Vilhjálmsson á hugleiðingar um vættatal á Sigutjónssafni og Aðalsteinn Ingólfsson ritar hugleiðingar sem hann nefnir „Af endurminn- ingum náttúrunnar". Mælist þeim öllum vel... Bragi Ásgeirsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. JÚNÍ 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.