Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 16
LEIKHUSLIF í LONDON Leikhúslífió í London er í miklum blóma í sumar sem fyrr. Enn sækja söngleikirnir ó og taka upp meira leikhúsrými en nokkru sinni óður. En það er líka úr miklu að velja, um 25 söngleikir í West End. Að sögn SVEINS HARALDSSONAR er auóvitaó líka boðið upp ó hefðbundin leikrití gamla leikhúsa- hverfinu og svo er auðvitað mýgrútur af spennandi uppsetningum annars staðar ó Lundúnasvæðinu. IADELPHI Theatre er verið að sýna Sunset Boulevard, tónlistin eftir þann fræga Andrew Lloyd Webber, sögu- þráður og texti eftir Don Black og Christopher Hampton, höfund margra vinsælla leikrita og kvikmyndahand- rita. Söngleikurinn er byggður á sam- nefndri kvikmynd eftir Billy Wilder og ætla má að handritshöfundum og leikstjóra, Trevor Nunn, hafí veist verk sitt létt þar sem í sviðsverkinu er nákvæmlega hermt eftir upp- haflegu kvikmyndinni. Sú (sem fæst á helstu myndbandaleigum) er að sjálfsögðu betri, en sýningin er samt stórkostleg, sérstaklega sviðs- myndin og búnaðurinn í kringum hana. Gamla brýnið, Petula Clark, er nú í aðalkvenhlutverk- inu og fer án efa vel með það. /, Önnur verk hins mikilvirka Andrews Lloyds Webbers eru enn á fjölunum í stórborginni. Starlight Express hefur verið sýnt í meira en tólf ár og er nú í Apollo í Victoria-hverfinu. Það hefur verið bætt við nýjum lögum, en sýningin er enn meira fyrir augað en eyrað. Phantom of the Opera eða Óperudraugurinn eftir Lloyd Webber og Charles Hart er sýndur í Her Majesty’s-leikhúsinu og hefur nú verið sýndur í meira en átta ár. Þessi söngleikur var settur upp af Leikfélagi Akureyrar um árið með Bergþóri Pálssyni í aðalhlutverki. Verslunarskólinn setti upp Cats nú í vetur en í London er þessi söngleikur búinn að slá öll met, enda var New London-leikhúsið hannað í kringum hann. Tónlistin að sjálfsögðu eftir margnefndan Andrew Lloyd Webber, en textinn er byggður á ljóði eftir nóbelsverðlaunahafann tT.S. Eliot. Það er gaman að sjá atvinnumenn fara á kostum í þessu verki og virðist sýninga- íjöldinn ekki hafa haft áhrif á leikgleðina, enda er leikurum skipt út reglulega. Söngleikir eftir aöra höfunda Annar söngleikjahöfundur - meira metinn af gagnrýnendum en kemst þó ekki með tærn- ar þar sem Lloyd Webber hefur hælana í vin- sældum - á þrjá söngleiki á sviði í London nú í sumar, nefnilega Stephen Sondheim. Ekkert verka hans hefur verið sýnt hér á landi, en hann átti söngtextana í Sögum úr Vesturbæn- um (West Side Storý) sem sýningum lauk á fyrir ári í Þjóðleikhúsinu. í Albery-leikhúsinu ■ er verið að sýna Company sem er enduruppvak- ið fjórðungsaldargamalt sviðsverk, en sem hefur staðist tímans tönrt. I Þjóðleikhúsi þeirra Breta, The National Theatre - Olivier er verið að sýna hans þekktasta leik, A Little Night Music sem er byggður á kvikmynd Ingni- ars Bergmans, Sommernattens leende. Aftur á það við að upphaflega kvikmyndin er betri en söngleikurinn sem byggður er á henni, en við hveiju er að búast af Bergman? Sýningin er stórkostleg, enda koma fram í henni leikkon- umar Patricia Hodge, Judi Dench og Sián Phillips. Þriðji söngleikurinn eftir Stephen Sondheim, einnig byggður á kvikmynd (ít- alskri), er Passion í Queen’s Theatre. Hjar- taknúsarinn Michael Ball fer með aðalhlutverk- ið í verki sem byggir á svolítið ótrúverðugum söguþræði, en meira um þessi verk Stephen Sondheims síðar á þessu sumri. Alain Boublil og Claude-Michel Schonberg eiga einnigtvo söngleiki sem ganga nú samtím- is í London. Þeir eru hinn víðfrægi Les Misér- ables í Palace Theatre byggður á sögu Vict- ors Hugos (þýtt sem Vesalingarnir í Þjóðleik- húsinu um árið; Egill Ólafsson í aðalhlut- verki), Miss Saigon er í Theatre Royai - Drury Lane og svo er von á þeirra útgáfu af (Le Retour de) Martin Guerre (sem hefur verið endurgerð fyrir hvíta tjaldið bæði af Frökkum og Bandaríkjamönnum) en óvíst hve- nær hún kemst á fjalirnar. Tommy þeirra félaganna í hljómsveitinni Who gengur vel í Shaftesbury Theatre sett upp á nýjan hátt við góðar undirtektir. Annað rokktengt efni eru sýningar sem byggja á lífi látinna rokkstjama: Buddy um Buddy Holly í Strand- og Elvis - The Musical í Prince of Wales-leikhúsinu. Hætt er sýningum á söng- leik sem byggði á lífi Roy Orbison, enda lítið í þá sýningu spunnið. Buddy er íjörugur og einfaldur og músíkin yndisleg en undirritaður hefur ekki séð lífshistóríu Elvis á sviði enn, og vill því ekkert um hana segja. Grease er svo enn á sínum stað við enda Oxford-strætis í Dominion og Fame gengur greitt í Cam- bridge Theatre, að sjálfsögðu byggt á kvik- myndinni. Aðrir söngleikir sem vert er að benda á eru Blood Brothers í Phoenix-leikhúsinu (sett upp með Felix Bergssyni í aðalhlutverki hér fyrir nokkrum árum), Mack and Mabel í Piccadilly og Dames at Sea í Ambassadors-leikhúsinu, sem byggt er á gamalli Hollywood-kvikmynd. Aðrir söngleikir eru sumir byggðir á gamalli enskri söngskemmtanahefð (Musicai Theatre eða Vaudeville) og hafa takmarkað aðdráttar- afl fyrir íslenska ferðamenn. Rúsínan í pylsu- endanum er aldeilis frábær uppfærsla á gömlu lummunni um Oliver! í London Palladium á miðri verslunargötunni margumtöluðu. TOMMY þeirra félaganna f hljómsveitinni Who gengur vel í Shaftesbury Theatre sett upp á nýjan hátt við góðar undirtektir. Leikrit á leikrit ofan Þótt þeim leikhúsum í London sem setja upp leikrit fækki ár frá ári er þó úr nógu að velja, sérstaklega utan hins svokallaða leikhúsahverf- is og virðist þróunin stefna í sömu átt og Broad- way- og Off-Broadway-sýningar í New York. Hér verður stiklað á stóru, enda ganga hefð- bundin leikverk mun skemur en söngleikir. Fyrst skal telja þau leikrit sem hafa gengið lengst og njóta mestra vinsælda meðal túrista. Don’t Dress for Dinner er franskur farsi, stað- færður á Englandi, sem sýndur er í The Duc- hess Theatre, mikið sprell og gaman. The Woman in Black í Fortune Theatre og The Mousetrap (Músagildran) í St Martin’s eru hryllings- og sakamálaleikrit sem gaman er að bera saman við svipað sjónvarpsefni breskt. An Inspector Calls eftir J.B. Priestley, sem sýnt er í Garrick-leikhúsinu, var sett upp hjá Leikfé- lagi Akureyrar í fýrra vetur með Arnari Jóns- syni í aðalhlutverki. Þama notar höfundur umgjörð sakamálaleikritsins til að ræða þjóðfé- lagsvandamál á alvarlegri nótunum. Alltaf er vinsælt að setja upp verk byggð á sígildum bókmenntaverkum. Was nun, kleine Mann? eftir Hans Fallada fjallaði um rhannlíf í Weimar-lýðveldinu. Leikrit byggt á bókinni er nú á sviði Greenwich-leikhússins í sam- nefndum bæ í úthverfum London. The Princ- e’s Playí þjóðleikhúsinu (The National Thea- tre - Olivier) er byggt á Le roi s’amuse eft- ir Victor Hugo (sem svo aftur óperan Rigo- letto eftir Verdi er samin eftir), og örugglega mun nær hugverki Hugos en söngleikur sem minnst var á hér að framan. The Aspern Pa- pers eftir Hemy James er kveikjan að nýju verki sem er sýnt er í Wyndhams Theatre. Jude the Obscure eftir Thomas Hardy er í Lyric Hammersmith, sem er svolítið út úr miðbæ London, og í þjóðleikhúsinu (National Theatre - Cottesloe) eru að hefjast sýningar á leikgerð af Stríði og friði (War and Peace), eftir Leo Tolstoj, vonandi - áhorfendanna vegna - mikið styttri. Shakespeare sjólf ur og annaö afbragósfólk Þá ber næst að telja upp klassísk leikrit sem hægt er að sjá nú í West End og byija á Shakespeare sjálfum. Coriolanus (Koríólan- us) er í Mermaid-leikhúsinu og Richard III (Ríkharður III) í Barbican-listamiðstöðinni á vegum The Royal Shakespeare Company. Sömu aðilar sýna einnig í Stratford, stutta lestarferð frá London, Shakespeare-leikritin Macbeth (Makbeð), The Comedy of Errors (Allt í misgripum) og As You Like It (Sem yður þóknast) en nýlokið er sýningum á hinu síðarnefnda í Þjóðleikhúsinu hér heima. Fyrir leikhúsunnendur sem álíta að setja eigi upp klassísk verk á sem hefðbundnastan hátt er þetta kjörið tækifæri til að sjá slíka uppsetn- ingu í heimabæ skáldsins en hinir ættu að mínum dómi að bíða og sjá hvort frábær upp- setning Guðjóns Pedersens verður ekki endur- vakin í Þjóðleikhúsinu á komandi leikári. Sam- anburður um þessar tvær sýningar mun birt- ast seinna í sumar í Morgunblaðinu. Ai' annarri klassík má nefna The Phoenician Women (Fönísku konurnar) eftir Evripídes í Barbican-miðstöðinni, The White Devil eftir Webster í Swan-leikhúsinu í Stratford, sem er hreint yndislegur „splatter“-leikur ritaður á sautjándu öld. Allt þrennt á vegum The Royal Shakespeare Company. í þjóðleikhúsinu (National Theatre - Lytt- elton) er verið að sýna harmleikinn um Mary Stuart, þá seinheppnu drottningu Skota. Þar eru líka sýningar á Rosencrantz and Guildenst- ern are Dead eftir Tom Stoppard. An Ideal Husband eftir Oscar Wilde er nú sýnt í Old Vic. Meðal eldri leikrita frá þessari öld sem eru sett upp um þessar mundir eru Twelve Angry Men eftir Reginald Rose í The Comedy Thea- tre, leikstýrt af leikskáldinu Harold Pinter. Henry Fonda lék aðalhlutverkið í samnefndri bandarískri mynd. Þetta verk hefur fengið misjafna dóma hjá gagnrýnendum en er talið áhugavert. Gleóileikir og gamanmál Loks má nefna tvö leikrit eftir bandaríska leikskáldið Neil Simon, Chapter Two í hinu nýendurskírða Gielgud-leikhúsi og The Odd Couple í Haymarket Theatre Roayal (kvik- myndagerðin var með Jack Lemon og Walther Matthau). Gamli garpurinn, Noel Coward heit- inn, á tvö leikrit sem ganga nú um stundir, Private Lives í Lyric Hammersmith og Pres- ent Laughter í Wyndhams Theatre. í þessari upptalningu rekur lestina áhugavert verk Alans Ayckboums, Communicating Doors í The Savoy Theatre sem var sett upp í Chichester í fyrra sumar. Því er lýst sem samblandi af frönskum farsa á la Feydeau, verki eftir J.B. Priestley og þáttunum í ljósaskiptunum úr Stöð 2. Aó kaupa mióa Ef kaupa á miða í leikhús í London er auð- veldast að panta í gegnum síma og borga með greiðslukorti. Handbærar þurfa að vera uþplýs- ingar um tegund kortsins, númer, gildistíma, nafn þess sem skráður er fyrir kortinu og heimilisfangið sem reikningurinn er sendur á. Jafnframt þarf sá sem pantar símleiðis að geta stafað þessai' upplýsingar á ensku fyrir sölumanninum á hinum enda línunnar. Það er auðveldara að fá miða á sýningar í miðri viku en um helgar en sennilega erfiðast að fá miða þegar ferðamannavertíðin stendur sem hæst, en undirritaður hefur aðeins einu sinni ekki fengið miða á sýningu sem falast var eftir. Upplýsingar um símanúmer fást i London Theatre Guide sem gefin er út viku- lega og fæst ókeypis á stærri hótelum og í flestum leikhúsum, í Time Out og svipuðum tímaritum og svo í upplýsingabæklingum frá miðasöluaðilum. Einnig bjóða mörg hótel upp á þá þjónustu að panta miða fyrir gesti en það er auðvitað dýrara og þannig geta gestir varla valið sér sjálfir sæti og verð við hæfi. Einnig eru í boði óseldir dýrari miðar á hálfvirði á sýningar samdægurs í söluturni nokkrum á syðri kanti Leicester Square. Opið er mánu- daga til laugardaga 2.30 til 6.30 og frá 12.00 fyrir þær sýningar sem sýndar eru eftirmið- daga. Þá verður að greiða miðana út í hönd með reiðufé og leggst á tveggja punda þjón- ustugjald. Athugið að algjör undantekning er að sýnt sé á sunnudögum í London. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.