Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK MOltUMSI VnSIXS - Ml NMM./I IS I IIt 26. TÖLUBIAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI Forsíóumyndin er af bjggingfunni Rotunda í Yokohama í Japan. I húsinu eru blokkaríbúðir og arki- tektinn heitir Riken Yamamoto. Tilefnið er spjall við Gunnhildi Gunnarsdóttir sem var við framhaldsnám og störf í Japan í hálft fjórða ár og segir frá þeirri lífsreynslu, svo ogjapönsku samfélagi í samtali við Lesbók. Minnið urðu menn að treysta á áður en lög voru færð á bók. Við þær aðstæður skipti munn- leg framsaga miklu, segir Sigurgeir Guð- jónsson, sem skrifar um formála í Járnsíðu og Jónsbók. Tóbak var óþekkt utan Ameríku fyrir daga Kól- umbusar og raunar var það ekki fyrr en öld síðar að Evrópumenn lærðu að reykja af Indíánum. Stuðlað var að reykingum, því þær voru taldar flestra meina bót og gera fólk meðfærilegra. Guðrún Guð- laugsdóttir hefur litið á sögu tóbaksnotk- unar, bæði hér og víðar. Sumartónleikar á Norðurlandi ganga senn í garð í tíunda sinn. Framkvæmdastjóri tónleikanna seg- ir að vandað verði til dagskrárinnar en inniendir og erlendir listamenn mætatil leiks á þrettán tónleikum í sex kirkjum á Norðurlandi á timabilinu frá 11. júlí til 11. ágúst. Kogga og Edda Jónsdóttir opna sýningu á keramikverk- um sínum, sem þær hafa unnið að i sameiningu síðastliðið eitt og hálft ár, í Norræna hús- inu í dag. Sýn- ingin er óvenju- leg að mörgu leyti og meðal þess sem skapar sérstaka stemningu á henni er tónverk sem Guðni Franzson samdi fyrir verkin og hljómar í salnum. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON IVOR í nótt urðu allar grundir grænar í dalnum, því gróðursins drottinn kom sunnan af hafi og hafði um langvegu sótt. Og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin í nótt. Ó, börn, mælti jörðin, á svifi í sumarsins skýjum, nú fer sólin að skína, ó, munið að vera ekíd deilu- og drottnunargjörn. Hver kenndi yður, smávinir, misskipting mömmunnar gjafa og að metast til dauða um hvern blett minna landa og hafa? 6, börn! Þann draum hef ég elskað að varðveita börn mín og blómstur í blessun og friði, stutt augnablik þeirra við eilífðarhafsins straum. Guómundur Böðvarsson, 1904-1974, var Ijóóskáld og bóndi ó Kirkjubóli í Hvítársíóu. Fyrri Ijóð hans eru flest nýrómantísk, en meó tímanum uróu Ijóð hans þjóðfélagslegri. LITIÐ UM ÖXL RABB Ahraðfleygri stund kemur fyrir að manni sé fyrir- varalaust kippt inn í for- tíðina og ilmur liðinna daga leiki um vitin. Slík var reynsla mín á ferða- lagi um Norðurland nú fyrir skömmu þegar ég steig út úr bílnum, gekk inn í örlítinn kirkjugarð í sveit og leitaði uppi leiði gam- als samferðamanns og vinar. Þá var sem nútíminn hyrfi um stund og gamlar minn- ingar næðu yfirhöndinni, minningar um tíma sem koma aldrei aftur, afturhvarf inn í undarlega vídd sem nútímabörn geta engan veginn skynjað hversu vel sem sagt er frá og skrifað. Ég varð glöð í hjarta yfir að hafa öðlast þessa reynslu þótt hún hafi á sínum tíma minnt á einhvers konar fráfærur og borið í sér vænan skammt af sársauka. Þá var enn alsiða að senda borgarbörn í sveit. Þannig vildi til að átta ára gömul telpa með stóra ferðatösku og sæng í poka var allt í einu komin með áætlunarbílnum inn í grösugan dal á Norðurlandi þar sem víða voru torfbæir með engri hreinlætisað- stöðu og öll heyvinna fór fram með gamla laginu. Kolavél var í eldhúsi og stundum var hún kynt með taði, sem hafði verið hlaðið í kesti, þurrkað og klofið með trésp- öðum. Sú iðja féll okkur krökkunum í skaut o g ég man ekki betur en að mér hafi þótt hún eins eðlileg og allt annað sem fram fór í sveitinni þótt flest væri það í órafjarlægð frá reynsluheimi borgarbarnsins. Einstaka gildur bóndi í dalnum átti dráttarvél. Slíkt tæki var ekki til þar sem ég var til húsa heldur var hestum beitt fyrir sláttuvél þar sem hægt var að koma henni við. Mestur hluti túnsins var hins vegar kargaþýfi sem varð ekki nytjað nema með orfi og ljá og mér er minnisstætt með hvílíkum tilþrifum húsfreyjan sveiflaði orfinu á kafgresið í ausandi rigningu. Allt sumarið fór í að ná saman einhvers konar fóðri handa íbúum ifóssins sem deildu salernisaðstöðu með heimilisfólki. Sú sambúð minnir mig að hafi gengið stórslysalaust. Þarna fræddist maður um eitt og annað sem ekki var til umræðu á góðum heimilum í höfuðborginni. Eitt af því fyrsta sem mér þótti kyndugt var að maður nokkur í sveit- inni var sagður sonur annars en föður síns. Það voru ný tíðindi fyrir þann sem hafði enga hugmynd um hvernig börn urðu til. Úr slíkum þekkingarskorti var bráðlega bætt og ekki spillti það kennslunni þegar bráðmyndarlegt þarfanaut var leitt heim á bæ til að þjónusta kýrnar. Hugtök eins og lausaleiksbarn, framhjátökur og annar álíka orðaforði varð manni fljótttamur enda eðlilegur í sveitinni eins og flest ann- að. Þó þótti mér skrýtið hversu hratt frétt- ir flugu og það af atburðum sem varla gátu talist frásagnarverðir. — Það er sagt að þú hafir tekið hraustlega til matar þíns á mánudaginn, — sagði við mig gömul kona á næsta bæ en þangað hafði ég ver- ið send einhverra erinda. — Hvernig veistu það? spurði ég þá dálítið sneypulega og vissi ekki til að ferð hefði fallið mili bæj- anna í nokkra daga. — Nú, ég heyrði það auðvitað á línunni, — sagði sú gamla, en sveitasíminn var hleraður miskunnarlaust og ekkert bitastætt fór fram hjá þeim sem vildu fylgjastmeð. Ekki var mikið um skemmtanir þar um slóðir, kannski eitt eða tvö sveitaböll í gömlu og lúnu samkomuhúsi þar sem heimasæturnar tjúttuðu hver við aðra þangað til strákarnir höfðu drukkið í sig nægan kjark til að bjóða þeim upp. Krökk- unum var ekki meinaður aðgangur að slík- um samkomum en mestur spenningurinn var að fylgjast með handalögmálum sem voru fastur liður á dagskránni. Þá var um að gera að koma sér í felur og verða ekki fyrir slagsmálahundum sem vörðu heiður sinn fram í rauðan dauðann. I minning- unni gáfu slíkir atburðir hasarmyndum ekkert eftir. Að sjálfsögðu var ekkert kvik- myndahús í sveitinni en dag nokkurn í brakandi þerri gerðu allir hlé á daglegu amstri, dubbuðu sig upp í sitt fínasta púss og héldu í fríðri fylkingu til að horfa á kvikmynd í gamla samkomuhúsinu. Þetta var einhvers konar áróðursmynd frá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga en sá sel- skapur var í miklum hávegum hafður og þótti boðskapur hans meira um verður en vísitasía biskups þetta sama sumar. Mikið var skrafað og skeggrætt um náungann enda fátt annað til dægrastytt- ingar. Rafhlöður í útvarpstækið voru svo dýrar að þeim var ekki spandérað á annað en fréttir og veðurfregnir en þó var gerð undantekning með kvöldsöguna sem þótti hin æsilegasta. Stöku sinnum bar gesti að garði og voru þeir flestir ríðandi enda lítið um vélknúin farartæki. Einn gestanna var kallaður Venus eftir ástarguði Rómveija. Það var vegna þess að hann þótti ófríðari en aðrir menn. Þannig birtist manni ís- lensk fyndni. Mér er minnisstæður annar gestur sem dvaldist hjá okkur í nokkra daga enda var mér sagt að hann færi milli bæja og ætti engan samastað. Hann var kallaður Marka-Leifi og þekkti fjármörk allra bænda norðan heiða. Leifi átti í fórum sínum tóman vindlakassa sem hann gaf mér með hátignarsvip eins og um auðæfi væri að ræða og spurði mig hvort ég þekkti ekki örugglega allar kindur í Reykjavík. I þessum torfbæ voru fjórar örlitlar vist- arverur en þar dvöldust að sumarlagi 8-10 manns auk gesta og gangandi. Þarna var í vist sérkennileg kona sem átti heima í enn minni torfbæ í grenndinni og hafði aldrei út fyrir sveitina komið. Hún var rúmlega fertug en orðin tannlaus og bogin af striti o g ég sá hana aldrei brosa. Þótt borgarbarnið tæki flestum kenjum sveita- lífsins sem sjálfsögðum hlut, enda fátt annað að gera, var erfitt að skynja harma þessarar konur sem sýslaði sótug við kola- vélina og þvoði sokkaplögg í bæjarlæknum til að öngla saman nokkrum krónum til framfærslu sér og yngri systur sinni sem orðin var öryrki af þrældómi og illri að- búð. Hún sagði mér ótal sögur af basli sínu og eymd en án þess að ásaka nokk- urn mann né gera kröfur til úrbóta. Mis- kunnsemi hlustandans var þó ekki meiri en svo að ég sætti færis að hleypa tíkinni upp í bælið hennar þegar enginn sá til og koma henni svolítið úr jafnvægi. Aðeins einn íbúi á bænum naut þeirra forréttinda að hafa sérherbergi enda var hann skráður eigandi jarðarinnar þótt ekki stundaði hann búskap. Hann hafði verið stórbóndi á annarri jörð, kvæntur myndar- legri konu og átt með henni þijá syni en hafði skyndilega tekið nýjan kúrs í lífinu og hneigst til andlegra iðkana. Hann þótti nokkuð undarlegur í háttum og þegar ég var sem verst haldin af heimþrá tók ég upp á því að stríða honum en þá stökk hann upp á nef sér mér tii mikillar skemmt- unar. Samt bar ég talsverða virðingu fyrir honum því að hann las erlendar bækur og kunni á mörgu skil. Hann hafði mikilvægu embætti að gegna því að hann var póstaf- greiðslumaður sveitarinnar. Daglega rölti hann í hægðum sínum til móts við Norður- leiðarrútuna, þar sem hún þeysti í miklum rykmekki niður í dalinn, ogtók á móti bréfum og öðrum sendingum til hér- aðsbúa. Þegar heim var komið flokkaði hann póstinn af mikilli nákvæmni og hálfs- mánaðarlega söðlaði hann hest sinn, klyfj- aði annan með póstpokum og hélt inn eft- ir dalnum. Hann kom við á hverjum bæ, afhenti póst og tók við þeim sendingum sem fólk þurfti að koma frá sér og reið síðan yfir fjall, ofan í næsta dal í sömu erindagjörðum, oft kaldur og blautur. Að sjálfsögðu átti fólkið mikið undir embættis- færslu hans en engan veginn var hægt að treysta sveitasímanum fyrir leyndarmálum. Biðin eftir langþráðu bréfi gat orðið býsna löng og einstaka heimasætu brast þolin- mæði. Þá var guðað á glugga gamla mannsins í skjóli nætur og hann vílaði ekki fyrir sér að hysja upp um sig og stíga fram úr til að lægja öldur í ungu hjarta. Sagt er að fáar stéttir hafi lagt eins mikið á sig fyrir ástina og Iandpóstarnir. Núna stóð ég við leiðið hans og furðaði mig á hvað allt var orðið breytt. Gamla samkomuhúsið hafði fyrir löngu verið jafn- að við jörðu og þar sem vinalegir torfbæir kúrðu eitt sinn uppi í hlíð voru komin reisu- leg íbúðarhús, vísast með tölvum og mynd- bandstækjum og blessað Sambandið jafn- vel farið veg allrar veraldar. Hvergi sást fólk við heyskap en hvarvetna voru hey- vinnuvélar sem afkasta meiru á örskömm- um tíma en okkur tókst á heilu sumri og trúlega er ár og dagur síðan börnin í daln- um voru síðast látin kljúfa tað. Gamalt máltæki segir: — Á misjöfnu þrífast börn- in best — og þótt mörg tár hafi verið felld í einrúmi þarna um árið er ég þakklát fyr- ir að haf a kynnst þessum horfna heimi og fólki sem var trútt yfir litlu en rís hátt í minningunni. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6.JÚLÍ1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.