Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 6
KYRRÐ, TÓNLIST OG ÍHUGUN Á NORÐLENSKU SUMARKVÖLDI Sumartónleikar á Noróurlandi veróa haldnir í tíunda sinn frá 11. júlí tilll. áqúst. ORRI PÁLL ORMARS- SON kynnti sér dagskrá hátíóarinnar oq ræddi vió framkvæmdastjórann, Hrefnu Haróardóttur. SUMARTÓNLEIKAR á Norðurlandi hafa verið við lýði í áratug. Fyrstu árin var tónleikahaldið með einföldu sniði en umfangið hefur jafnt og þétt aukist og að þessu sinni verða tónleikarn- ir þrettán talsins í sex kirkj- um á tímabilinu frá 11. júlí til 11. ágúst. Hrefna Harðardóttir framkvæmdastjóri tónleikanna segir að þeir þyki nú sjálfsagð- ur og ómissandi þáttur í menningarlífinu norðan heiða en framkvæmd, skipulagning og fjármálastjórn Sumartónleikanna fara fram hjá framkvæmdastjóra í Akureyrar- kirkju en heimamenn á viðkomandi stöðum utan Akureyrar hafa umsjón á hverjum stað. Alls hafa tíu kirkjur á norður- og norðausturlandi verið með á liðnum níu árum og mun sú ellefta bætast við nú í sumar. „Mikil gjafavinna og styrkir frá einkaaðilum og fyrirtækjum hefur ávallt verið stór þáttur og mun láta nærri að hátt i fimmtíu aðilar leggi hönd á plóginn til að gera þetta verkefni að veruleika sem sýnir glögglega áhuga norðlendinga,“ seg- ir Hrefna. Kirkjur hafa einatt verið vettvangur Sumartónleika á Norðurlandi. „Kirkjur ís- lendinga eru í mörgum tilfellum ekki bara fagur staður ástundunar messugjörða og guðsorðs, heldur líka samkomuhús menn- ingar og lista og hefur ein af grundvallar- hugmyndum tónleikahaldsins frá upphafi verið að skapa skilyrði til þess að heima- menn og ferðamenn megi hlýða á vandaða tónlist og njóta um leið kyrrðar og íhugun- ar í guðshúsi á norðlensku sumarkvöldi," segir Hrefna. Afbragðs listamenn Að sögn framkvæmdastjórans verður að venju vandað mjög til dagskrárinnar í sumar og mæta bæði innlendir og erlendir tónlistarmenn til leiks — „allt afbragðs listamenn." Aðgangur er sem fyrr ókeypis en sú stefna var mörkuð þegar í upphafi. Hjónin Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleik- ari og Hörður Áskelsson orgelleikari hefja leikinn á þessu tíu ára afmælisári og verða fyrstu tónleikarnir í Dalvíkurkirkju fimmtudaginn 11. júlí, daginn eftir koma Karel Gunnar Zeuthen Paukert Idenstam Schneider þau fram í Þóroddsstaðarkirkju og laugar- daginn 13. júlí verða þau á ferð í Reykja- hlíðarkirkju. Lokatónleikarnir verða síðan í Akureyrarkirkju sunnudaginn 14. júlí. Allir tónleikarnir hefjast kl. 21 nema þeir síðastnefndu sem hefjast kl. 17. Á efnisskrá verða leikin verk fyrir selló og orgel frá barokk til rómantíkur, meðal annars eftir Vivaldi, J.S. Bach, Hándel, Saint-Saéns og Rheinberger;_ íslensk kirkjulög eftir Jón Leifs, Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Áskel Jónsson og Árna Thorsteinsson og orgelverk eftir Couperin, J.S. Bach, Saint-Saéns og Jónas Tómasson. Föstudaginn 19. júlí taka Margrét Bóas- dóttir sópransöngkona og Kristinn H. Árnason gítarleikari upp þráðinn í Snartar- staðakirkju kl. 21. Verða þau öll aftur á ferð í Reykjahlíðarkirkju daginn eftir á sama tíma. Margrét er frumkvöðull Sumar- tónleika á Norðurlandi ásamt Birni Stein- ari Sólbergssyni organista í Akureyrar- kirkju. Á efnisskrá verða verk eftir Barri- os, Scarlatti, Tarrega, J.S. Bach og Al- beniz, auk íslenskra þjóðlaga. Orgelleikarinn Karel Paukert efnir til tónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 21. júlí kl. 17. Hann er fæddur í Tékkósló- vakíu en gerðist bandarískur ríkisborgari fyrir hartnær aldarfjórðungi. Fjölmörg tón- skáld hafa samið orgelverk sérstaklega fyrir hann og hefur listamaðurinn kynnt þau á fjölmörgum tónleikaferðum víða um heim. Paukert var um tíma óbóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit íslands. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Pasquini, J.S. Bach, Bellini, Vierne, Liszt, Franck, Alain, Eben og Ives. HORÐUR Askelsson og Inga Rós Ingólfsdóttir verða fyrst til að kveðja sér hljóðs á Sumartónleikum á Norðurlandi að þessu sinni. Kammerkór Langholtskirkju Kammerkór Langholtskirkju er einnig þátttakandi í Sumartónleikum á Norður- landi. Ríður hann á váðið í Raufarhafnar- kirkju föstudaginn 26. júlí, daginn eftir verður kórinn í Reykjahlíðarkirkju og sunnudaginn 28. júlí kemur hann fram í Akureyrarkirkju. Fyrri tónleikarnir tveir heíjast kl. 21 en þeir síðustu kl. 17. Stjórn- andi kórsins er Jón Stefánsson. Á efnisskrá verða íslensk þjóðlög í útsetn- ingu Hafliða Hallgrímssonar og Hjálmars H. Ragnarssonar. íslenskt sálmalag í út- setningu Jóns Þórarinssonar og verk eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nor- dal, Mist Þorkelsdóttur, Kjartan Ólafsson, Jón Ásgeirsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Annar erlendur gestur á hátíðinni er danski fiðluleikarinn Elisabeth Zeuthen Schneider sem heldur tónleika í Reykjahlíð- arkirkju laugardaginn 3. ágúst kl. 21 og í Akureyrarkirkju sunnudaginn 4. ágúst kl. 17. Hún hefur leikið einleik með öllum helstu hljómsveitum Danmerkur og hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn. Þá hefur Zeuthen Schneider haldið einleikstónleika og leikið kammertónlist í Bandaríkjunum og á íslandi, meðal annars með Tríói Reykjavíkur. Á efnisskrá verða verk eftir Prokofiev, Áskel Másson, Nordentoft og J.S. Bach. Sænski orgelleikarinn Gunnar Idenstam slær botninn í Sumartónleika á Norðurlandi á þessu sumri með tónleikum í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 11. ágúst kl. 17. Árið 1984 hlaut hann fyrstu verðlaun í spuna- leik í Grand Prix orgelkeppninni í Chartres í Frakklandi og síðan hafa fylgt tónleika- ferðir um heim allan, sjónvarpsþættir og hljóðritanir á tíu geislaplötum og lofsamleg- ir dómar gagnrýnenda. I ferð sinni til Is- lands mun Idenstam jafnframt hljóðrita geislaplötu og leika á tónleikum í Hallgríms- kirkju. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir J.S. Bach og Dupré, auk útsetninga á nor- rænum fiðlulögum, þjóðlögum og hjarðljóð- um eftir Idenstam og tónsmíða eftir hann sjálfan. Eugenia Ratti heldur söng- námskeið ÍTALSKA óperusöngkonan og söng- kennarinn Eugenia Ratti heldur nám- skeið fyrir söngvara og söngnema í Reykjavík sem hefst 14. ágúst næst- komandi. Hún kemur hingað á veg- um Jóhönnu G. Möller söngkonu. Eugenia Ratti kemur nú hingað til námskeiðahalds í 12. skipti. Það er því orðinn stór hópur íslenskra söngvara sem notið hefur leið- sagnar hennar á þessum námskeið- um, auk þess sem margir íslendingar Eugenia Ratti hafa á undanförnum árum stundað nám hjá henni á Ítalíu. Næsta vetur munu a.m.k. fimm íslendingar vera þar við nám. Að þessu sinni mun Ratti dvelja hér í rúmar tvær vikur. Á námskeið- inu verður um einkatíma að ræða Ratti er þekkt í heimalandi sínu og víðar, bæði sem söngkona og söngkennari og söng á sínum tíma við Scala óperuna í Mílanó og í óperu- húsum víða um heim. Hún starfar nú sem prófessor við tónlistarháskól- ann Giuseppi Nicolini í Piacenza, tón- listarskólann Mario Mangia í Fior- enzuola d’Arda (Pc) og Accademia d’Arte í Citta di Vogera. Kennslu- greinar hennar eru auk raddþjálfun- ar, túlkun á leiksviði og óperuleik- stjórn. Allar frekari upplýsingar um nám- skeiðið veitir Jóhanna G. Möller söngkona. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6.JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.