Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 9
EDVARD Munch: Sjálfsmynd með síg- arettu, 1895. Margir þekktir málarar á öldinni hafa orðið stórreykinga- menn. KVIKMYNDALEIKARAR á 4. og 5. áratugnum áttu gífurlegan þátt í útbreiðslu reykinga, vegna þess að hjá þeim var sígarettan hluti af ímynd glæsileikans. Marlene Dietrich var hin glæsislega heimskona og lét sfgarett- una ekki vanta. JAMES Dean, fulltrúi hinnar uppreisnargjörnu æsku um 1950, - og enn var sígarettan hluti af /myndinni. RUDYARD Kipling, óopin- bert lárviðarskáld breska heimsveldis- ins féll frá 1936. Pípan var hinn tryggi förunautur hans eins og fjöimargra annarra rithöfunda. JAMES Joyce. Þessi frumlegi íri sem skrifaði eitt dáðasta bókmenntaverk aldarinnar, var einn þeirra sem hafði sígarettuna að lífsförunaut. HUMPHREY Bogart, hinn klassíski „töffari" úr kvikmyndum stríðsáranna var óhugsandi án sígarettunnar. ustunni. Nærri því full flaska af brennivíni stóð á altarinu.“ Presturinn í Eyvindarmúla var hreint ekki eini guðsmaðurinn sem á þessum tíma „brúkaði“ tóbak meðan á guðsþjónustu stóð. Holland var viðstaddur fermingu í Reykjavík á annan í hvítasunnu þann 11. júní. „Biskupinn fylgdist með allri athöfn- inni, en hann hafði einnig sínum hnöppum að hneppa með því að taka í nefið, tyggja tóbak og spýta,“ segir Holland. íslendingar slógu ekki slöku við tóbaksnautnina á öðr- úm vettvangi heldur. Þeir Holland og félag- ar höfðu verið boðnir á tvo dansleiki í höfuð- staðnum þegar þetta var og sá þriðji var haldinn að kvöldi umrædds hátíðisdags. „Dansinn, músikin, drykkjuskapurinn og reykingarnar var allt með sama hætti og hin tvö skiptin, sem við höfðum verið á dansleik í Reykjavík," segir Holland. Kossar og tóbak Það voru ekki bara betri borgarar sem notuðu tóbak á íslandi á nítjándu öld. Árið 1857 var hér á ferð sænskur vísindaleiðang- ur. Nils Olson Gadde skrifaði dagbók í þess- ari ferð og heitir einn kaflinn Kossar og neftóbak. „Kossarnir eru ekkert kák og það smeliur í svo unun er að heyra. Þetta er sannarlega undarleg sjón þangað til maður vandist því að sjá hvernig allir gengu frá manni til manns við kirkju og kysstust. Þó að karlarnir væru útmakaðir um nef og munn í tóbaki sást aldrei nein stúlka neita þeim um koss. Karlar tyggja flestir skro og taka í nefið. Neftóbak bera þeir á sér í stórum hrútskyllum, en þó oftar í baukum sem líkjast litlum púðurhornum. Baukurinn nefnist líka ponta. Til eru sívalar pontur. Þær eru útflúraðar með silfur- eða látúns- skreytingum. Pontan er einkar handhæg á hestbaki; tappanum er kippt úr og síðan er stútnum stungið fyrst í aðra nösina, síð- an í hina. Oft hef ég séð konur totta pípust- erti með mikilli nautn,“ segir Gadde. Sumarið 1887 kom enski ferðalagurinn John Coles til íslands, hann var hér í skemmtiferð og ritaði bók um ferðalag sitt. Margt kom honum undarlega fyrir sjónir á íslandi, ekki síst ýmislegt atferli lands- manna er með honum ferðuðust. „Eyvind- ur, sem gætti klyfjahestanna var þrekvax- inn maður á miðjum aldri; hann var mikill neftóbakssvelgur og bar alltaf á sér nóg af þeirri vöru í horni. í fyrsta skipti, sem ég sá hann taka í nefið, voru hestarnir á hröðu brokki, og ég gat ekki fyrir mitt litla líf gert mér grein fyrir, hvað hann var að reyna að gera; það var einna líkast því sem hann væri að reyna að leika lag á hornið með nefinu, en var í rauninni að troða í það tóbaki,“ segir Coles. Hann hitti líka fyrir munntóbaksmenn, svo sem Jón nokk- urn í Víðikeri: „Hann bar litlar tóbaksdósir úr málmi með spegli innan á lokinu og var sífellt að fá sér tuggu sem hann tuggði með miklum ákafa.“ Auðséð er að tóbaksneysla íslensks al- mennings hefur verið mest í formi munn- og neftóbaks en undir síðustu aldamót verð- ur á þessu breyting. Skólapiltar og fleiri höfðu reykt pípur en um þetta leyti tók Björn M. Ólsen, kennari í Latínuskólanum, að reykja sígarettur og varð til þess einna fyrstur manna hér á landi, þótt sannarlega hafi margir síðan fetað í hans fótspor. Ekki var Björn Ólsen gæddur miklu land- lundargeði og skarst því oft í odda milli hans og skólapilta, þar sem hann var um- sjónarmaður skólans. Það var ein af reglum Ölsens að ekki mátti reykja á göngum skól- ans en piltar héldu áfram eftir sem áður að reykja í laumi úr ódýrum krítarpípum sem þá voru í tísku. Skiptust þeir á að standa vörð því alltaf var Ölsen á vakki til að fylgjast með þeim og voru þeir þá fljót- ir að stinga pípunum í vasann ef óvinurinn nálgaðist og voru svo sakleysið sjálft í háðs- legu brosi sínu. En þá greip Björn til þess óvænta ráðs að hann tók að skoða þá, þúkla á þeim og hremma pípurnar glóðvolgar upp úr vösum þeirra. Þannig er sagt að hann hefði eignast smám saman mikið safn af krítarpípum sem hann svo notaði sjálfur. Ég hef bliknaó eg hnigió næstum þvi i dá Einn af nemendum Björns M. Ólsens var Ólafur Davíðsson þjóðsagnasafnari. Hann ritaði dagbók á skólaárum sínum sem seinna var gefin út undir nafninu Ég læt allt ijúka. Þann 6. apríl árið 1881 segir Ólafur: „Ég hef lært að taka í nefið í vetur, og hef ég þó átt erfitt með það, ég hef oft gubbað af því, en nú hnerra ég ekki einu sinni af því. Mér er farið að þykja það gott. Ég hef líka lært að reykja í vetur. Ég hef oft reynt til þess áður, en mér hefur ekki tekist að læra það fyrr en í vetur. Það sannast á tóbaksnáms-tilraunum mínum, að góður vilji er sigursæll. Mér hefur oft orðið dauð- illt af tóbaksnautn. Ég hef bliknað og hnig- ið næstum því í dá, fengið jafnvel nábít og velgju og gubbað, en ég hef ekki látið það á mig fá og haldið áfram, og nú hef ég unnið sigur. Nú kann ég að reykja og taka í nefið. Nú á ég bara eftir að læra að taka upp í mig, en ég vona að mér lærist það með tímanum." Það var ekki nema von að Ólafur Davíðs- son vildi mikið á sig leggja til þess að læra að reykja. Á áratugunum í kringum síðustu aldamót voru lista- og menntamenn afar margir reykingamenn, ekki síst voru bók- menntamenn þar framarlega í flokki, það sýna málverk og myndir af helstu andans mönnum þeirra tíma. Hér á íslandi gætti þessa líka. í íslenskum aðli Þórbergs Þórðarsonar er t.d. heill kafli helgaður reyk- ingum. „Aðalnautnir mínar á þessum fá- breytilegu tímum voru reykingar," segir Þórbergur. „Ég kveikti í pípunni undir eins og ég reif upp augun á morgnana, reykti öðru hveiju allan daginn og svældi síðustu pípuna, þegar ég var búinn að slökkva ljós- ið og lagstur út af á næturnar. Þessar reyk- ingar voru búnar að gegneitra svo líkama minn, einkum að rugla svo alla hrynjandi hjartans, að ég varð stundum að leggjast fyrir, þegar ég var kominn niður í hálfa pípuna, til þess að missa ekki af þeirri nautn Karínu afMedeci var bent á þaó á 16. öldinni ad fólkyröi suösveipara meö tób- aksnotkun. Hiröfólkiö gekk á undan meö gottfordæmi og tób- aksnotkunin ruddi sér fljótt til rúms, ekki bara í Evrópu, held- ur um allan heim. AÐ REYKJA... I 4- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.