Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 13
hafa, þar til er dómur fellur á, að lögmáli réttu, gef ég þér það að sök er þú situr á jörðu úttek- inni eftir eign eða umboði, eða eigna þér það er ég þykkjumst eiga, fyrirbýð ég þér héðan af á að yrkja eða gagn af að hafa, nema mitt sé lof eða leyfi til, að vitni þínu N. og þínu N. En eftir lögfestu mína legg ég fimmtarstefnu við þig á fimm nátta festi hér á jörðu er ég lögfesti, eiga hvort er ég vil úti eða inni, og sé allur dagur til stefnu til þess er ég hefi málum mínum lokið, beiði ég þig laga beiðslu og lýritar að leggja fimmtarstefnu móti lög- festu minni, býð ég þér að gera heimildar- manni þínum stefnu til varnar móti sakargift minni eftir lögum,...“ Fimmtarstefnur þekkjast ekki í Grágásar- lögum og er því ekki úr vegi að skoða nánar hvernig stefnan birtist í norskri löggjöf og bera það saman við lögstefnur Grágásarlaga. í norskum lögum er fimmtin fimm daga stefnu- frestur sem var til viðmiðunar þegar kom til þess að framfylgja refsingum sem unnar voru gegn ákvæðum laganna. í Gulaþingslögum segir: ..fer maður á jörð manns og, tekur eigi heimild af þeim er á, þá skal gera honum fimmtarstefnu af og leysa sitt með landnámi af, þá ef hann vill eigi af fara, þá skal stefna honum til þings fyrir rán...“ (Ngl I. 23) í Frostuþingslögum segir: „...ef svo margir eiga jörð saman að eigi má þeim saman koma á fimmt, þá skal leggja fimmtarstefnu þeim öll- um á þingi innan fylkis, en utan fylkis og inn- an laga vora skal gera mánaðarstefnu.“ (Ngl I. 250). í báðum þessum dæmum er fimmtar- stefnu beitt sem fyrsta og skilvirkasta úrræð- inu. Ef skoðað er hvernig stefnum er beitt í Grágásarlögum virðist tímasparnaður helsti kostur fimmtarstefnunar því þar eru stefnu- frestir mun lengri, Stefnufresturinn var sjö dagar fyrir hreppadómi og tjórtán dagar hvoru- tveggja fyrir skuldadómi og afréttardómi. Af þessu að dæma má ætla að fimmtarstefnan hafi verið lögleidd á íslandi til að flýta fyrir úrlausn dómsmála og lögspekingum þeim sem stóðu að gerð Jónsbókar hafi þótt þörf að kynna þessa nýjung í íslensku réttarlífi með ítarlegum formála. Formálinn í kafla 52 í landsleigubáiki Jóns- bókar, (Ef menn vita eigi hvort eru almenning- ar eða afréttir), gefur góða mynd af tvíþættum uppruna landbúnaðarlöggjafar bókarinnar: „...að það hef ég heyrt, að þar skilur mark á meðal eignarbónda og almennings eða afrétta, og eigi veit ég annað sannara fyrir guði í þvísa máli.“ Kafli 52. byggir á Landslögum Magnús- ar lagabætis, „Um almenninga" sem aftur verður rakinn til kafla með sama heiti í Frostu- þingslögum eldri. Það er sérstakt í þessu tiiliti að afréttir voru ekki til í Noregi enda miðast ákvæðin í 52. kafla Jónsbókar við svonefnda almenninga sem minnst er á í íslenskum og norskum lögum. Almenningar voru við strend- ur landsins þar sem landsmenn gátu nýtt sér ýmis hlunnindi, s.s. eggjatekju, rekavið og vetrarbeit. Á íslandi nefndust öll beitarsvæði og haglendi sem ekki voru í byggð og voru utan heimaianda bæði á heiðum og hálendi afréttir. Þangað ráku bændur sauðfé og stund- um stórgripi á sumrin. Af landsleigubálki Jóns- bókar sést að tekið var mið af fornum afréttar- venjum íslendinga eins og þau birtust í Grág- ásariögum. Reyndar má efast um raunveruiegt gildi ýmissa þeirra ákvæða er varða afréttir í Grágásarlögum. í þessu sambandi má benda á ákvæðið um það að enginn beiti fénaði á afrétt þegar fjórar vikur lifa af sumri. Þetta ákvæði var tekið upp í Jónsbók í kaflanum, (Um geldfjár rekstur til afréttar). í þessu sam- bandi er athyglisvert að benda á bréf Árna biskups og klerka hans til Eiríks konungs um þær greinar í Jónsbók sem þeir vildu ekki sam- þykkja. Eitt af því sem þeir vildu ekki sam- þykkja var að fé væri rekið úr afrétt þegar fjórar vikur lifðu sumars. Þeir vildu draga þetta lengra fram á haustið enda var eftir því gengið í réttarbót Eiríks Magnússonar að hreppstjórnarmenn í hveiju byggðarlagi réðu þessu. Með þetta í huga þarf ekki að koma á óvart þótt ákvæði er lutu undir almenninga eins og þeir þekktust í Noregi slæddust inn í landsleigubálk Jónsbókar þegar afréttarmál landsmanna virtust í nokkrum ólestri. Niðurstaðan virðist sú að lögspekingar Magnúsar lagabætis notuðu formála til að koma nýmælum að í Járnsíðu og Jónsbók. Þetta eru ákvæði sem undantekningalaust eiga uppruna sinn að rekja til norsks réttar. Engin dæmi eru um formála í Járnsíðu eða Jónsbók sem raktir verða til Grágásarlaga og er þetta athyglisvert varðandi Jónsbók sem byggir þó nokkuð á þeim. Líklegasta ástæðan fyrir því að lögspekingarnir binda nýmæli úr norskum rétti í formála er sú að réttarlífið bar þess merki að eiga upphaf sitt í munnlegum venju- rétti. Stærstur hluti þjóðarinnar var að líkind- um ólæs og óskrifandi og því nauðsynlegt að setja mikilsverð nýmæli í Jónsbók, sbr. um almenninga, fimmtarstefnu og lögfestu í form- ála. Sama giiti um landamerki í Járnsíðu. Heimildir: Grágás Ia-b, Grágás II, Grágás III, Járnsiða eður Há- konarbók. K.höfn. 1847. Jónsbók og réttarbætur. Rvík. 1904 Norges gamle Love I. II. Christiania ÍSLEWSK MANNANÖFN I NOKKRIR STUTTIR ÞÆTTIR UM ÍSLENSK MANNANÖFN GIFTA FYLGIR GÓÐU NAFNI EFTIR GÍSLA JÓNSSON I. Guórún Mannanafnafræði eru erfið, og margt er þar óvíst og dulið. Kannski er þeim mun skemmtilegra að glíma við það. Gamalt er það spak- mæli á íslandi, að gifta fylgi góðu nafni. Á öllum öldum hafa margir foreldrar viljað auka afkomendum sínum gæfu með góðum nafngiftum. Þýski fræðimaðurinn Edward Schröder (1858- 1942) orðaði þetta svo, að nöfnin væru gagn- orð, skáldleg ósk um velgengni. Það er enda fjarska algengt, svo í hebresku sem íslensku, að tengja nafngiftimar við guðina sem menn trúa á. Eitt er víst: börnin okkar eiga skilið að við vöndum til nafnanna sem við gefum þeim. Eftir þennan litla inngang hefjast þessir stuttu og ófullkomnu pistlar á nafninu Guð- rún. Guðrún hefur öldum saman verið vinsæl- ast kvenmannsnafna á íslandi. Nafnið er fornnorrænt (samgermanskt) og barst hingað með landnámsmönnum. í Landnámu eru nefndar 23 Guðrúnar, að vísu ekki allar frá landnámsöld. Fræg er Guðrún Gjúkadóttir úr ævagömlum kvæðum. Merking Guðrúnarnafnsins er þá ekki slor- leg; rún er leyndardómur, og Guðrún er sú, sem býr yfir guðlegum leyndardómum, á leyndarmálin með guðunum,.er trúnaðarvina þeirra. Lengra varð tæplega fært mannlegum verum. Til eru þeir að vísu, sem telja að fyrri liðurinn í Guðrún hafi í grárri forneskju ver- ið Gunn, sbr. Gunnur = valkyrja, Gunnvör o.s.frv. Hafi þá *Gunnrún breyst í Guðrún með svonefndri ófullkominni samlögun, svo sem munn(u)r breyttist um hríð í muð(u)r. Margir kunna enn söguna um manninn, sem nefndur var Ólafur muður og ætlaði suður. Ef þessi seinni skýring væri rétt, er Guðrún valkyija, og má vel við það una, enda er sú merking afar tíð í fornum norrænum kvenna- nöfnum. En skýringin um hina guðlegu leynd- ardóma þykir mér skáldlegri, trúlegri og umsvifaminni. í Sturlungu eru nefndar 39 Guðrúnar, og það er mikið, langflestar íslenskar, og þeirra á meðal Guðrún Kolbeinsdóttir, kona Sæ- mundar fróða, og Guðrún Hreinsdóttir, ein af frillum Snorra Sturlusonar. En frægust íslenskra fornkvenna með Guðrúnarnafni er auðvitað Guðrún Ósvífursdóttir í Laxdælu, langamma Ara fróða, sú sem sagði: „Þeim var eg verst er eg unni mest,“ og eru menn enn að ráða í þetta véfréttarsvar. í fyrsta allsheijarmanntali á landi okkar, 1703, voru Guðrúnar 5410, tæplega fimmta hver kona, og engin þeirra hét nema einu nafni. Er frægt að í Hrísey voru 17 íbúar, þar af 11 konur, og Guðrúnarnar 6, eða 55 af hundraði, þrjár þeirra alsystur, en hinar móðir og dætur hennar tvær. Árið 1801 voru Guðrúnar enn yfrið marg- ar, 4460, og nafnið langalgengast meðal kvenna. Röskri hálfri öld síðar voru þær eilít- ið færri og þá 12,9%, og enn 1910 hafði hundraðshlutinn ekki dalað meira en í 10,5% og þætti mikið nú, ef nokkurt nafn næði svo hárri prósentu. En svo tekur að draga úr. Árið 1921-1950, á þessum þijátíu árum, eru 3153 meyjar skírðar Guðrún, það er 7,8%. Árið 1960 eru 150 meyjar nefndar svo, og enn heldur Guðrún fyrsta sæti, ef allar kon- ur eru taldar. Margar konur með Guðrúnarnafni hafa gert garðinn frægan hér á landi. Guðrún Lárusdóttir rithöfundur var fyrsta konan til að taka sæti á alþingi, kosin af flokkslista, og önnur í röðinni frá upphafi. Guðrún Indr- iðadóttir var þjóðkunn leikkona, og hver kannast ekki við rifhöfundinn Guðrúnu Árna- dóttur frá Lundi og Gurúnu Á. Símonar(dótt- ur) söngkonu. í. þjóðskránni 1982 eru Guðrúnar 6660, og heldur nafnið fyrsta sæti með 5,4% Sama ár voru skírðar 80 Guðrúnar, en nafnið í þeim árgangi komið í 4. sæti og 1985 í 5.-6. sæti ásamt Björk sem er eitt helsta tísku- nafn okkar daga. Ofan við Guðrúnu og Björk voru þá María, Ósk, Kristín og Anna. Ekki sakar að geta þess að helsti núlif- andi mannanafnafræðingur íslenskur heitir Guðrún. II.IÚB Jónar tveir á bökkum slógu, steinn var í hveiju höggi. Það var þeirra stærsta lukka, að þeir duttu ekki báðir í ána. (GunnlaugurJónsson), Jón hefur öldum saman verið algengast karlmannsnafna á íslandi. Það er ættað úr hebresku, en hefur tekið miklum breytingum. Lauslega þýtt merkir það „sá sem nýtur (eða á að njóta) náðar guðs“. Það er reyndar mjög svipaðrar merkingar og Guðmundur, en að því kemur seinna. Grikkir breyttu hebresku frumgerðinni í það sem skrifað var á þýsku Johannes, og það þekkjum við mæta vel sem sérstakt nafn. Að fornu var sami maður stundum ýmist nefndur Jóhannes eða Jón. Fremsti hluti orðsins tákn- ar guð, en næsta atkvæði, (h)ann=náð. Al- kunnar okkur eru aukagerðimar Jóhann, Hannes, Hans, Jens og Henning sem allt er eitt og sama upphaflega: Jón. Við getum farið víðar, þvi að Jón í ýmsum myndum er algengt úti um löndin, svo sem Ivan í rússnesku, Giovanni á ítölsku, Sean- (les. Sjon) á írsku, og eins og hjá okkur Jón í Rúmeníu. Jón var gert að skírnarnafni á íslandi á 11. öld, og voru fyrstir með því nafni, svo að vitað sé, Jón Ögmundarson Hólabyskup, fæddur 1052, og sr. Jón svarti Þorvarðarson, eyfirskur. Vinsældir nafnsins um víða veröld rekja menn fyrst til Jóhannesar skírara og Jóhannesar postula, sem kannski var líka guðspjallamaður, en síðan hér á landi til fyrr- nefnds Jóns Ögmundarsonar, Jóns Loftssonar í Odda, mikils höfðingja sem dó 1197, og ekki hefur Jón Arason byskup spillt fyrir, þegar hann kom til. (Höfundur lærði þá sérk- reddu af Haraldi Blöndal, að skrifa byskup, þegar nefndir era þeir sem þá stöðu höfðu fyrir siðaskipti, og er það ekki út í hött.) Þegar einn frægasti Jón, sem uppi hefur verið á íslandi, sat á biskupsstóli í Skálholti, kallaður Vídalín vegna upprana forfeðra sinna í Víðidal - og við hann kennd Jónsbók - þegar hann hafði biskupsvöld í Skálholti, þá var tekið fyrsta allsheijarmanntal á landi hér og víst í Evrópu (1703). Var biskup þá að vísu bókaður Þorkelsson að gömlu og réttu íslensku lagi (reyndar var Þorkelsson stafsett með Th). En þá vora Jónar orðnir yfrið marg- ir; fjórði hver karlmaður hét Jón og ekkert nema Jón. Aðeins tvö systkin voru þá tví- nefnd, og getur þeirra síðar. Hæst komst hlut- fall Jóna í ísafjarðarsýslu, og er með ólíkind- um, 28,7%, svipað og John í Englandi á 17. öld. Árið 1801, tæpri öld síðar, hafði Jónum fækkað nokkuð, voru þá 4560, og nafnið enn langalgengast meðal karla. Árið 1855 vora Jónar 4827, fyrsta sætinu haldið með prýði og hlutfallið 15,6%. Enn var fyrsta sæti hald- ið 1910, en prósentan komin ofan í 9,7. Margir frægir menn og ágætir hafa heitið Jón á síðari tímum, svo sem Jón Sigurðsson forseti. Tveir forsætisráðherrar báru þetta nafn, fyrsti forsætisráðherra íslands, Jón Magnússon, og eftirmaður hans Jón Þorláks- son. Enn er að nefna leiðtoga íslenskra jafnað- armanna um langa hríð, Jón Baldvinsson, og einn biskup frá síðari tímum, Jón Helgason, dáinn 1942. Þá mætti nefna vinsæl skáld eins og Jón Thoroddsen og Jón Trausta, þó hann væri reyndar skírður Guðmundur. Árin 1921-1950 var Jón enn algengasta skírnamafn sveina, en hlutfallstalan komin ofan í 6,5%. í þjóðskránni 1982 era Jónar 6428 og nafnið heldur fyrsta sæti. Síðan fer að draga úr, að vísu skírðir 129 Jónar 1960, og þá heldur Jón ennþá toppsætinu. Síðan hafa Þór og Öm farið fram úr, og Jón hefur auk heldur mátt heyja harða baráttu við Má, Frey og Inga. En Jón er seigur og hefur aft- ur hafíst á toppinn (skírnarárg. 1995). III. Krltlin Kristín er grísk-latneskt, stundum með endingu, Kristtna, og merkir kristin kona eða sú Bem Kristur á að vemda. KrÍBtur, grísku Christos, þýðir hinn smurði og er Útlegging þeirra Grikkjanna á hebresku Messiah eða Messías. Kristín eða Kristína var helg mær og píslar- vottur að fomu, víst á 4. öld, og messudagur hennar varð 24. júlí. Víða tíðkast að böm séu skírð eftir dýrlingi þess dags er þau fæðast. Frá Kristínu segir í Heilagra meyja drápu (frá því um 1400, held ég) og eru í því, sem hér er upp tekið, ekki taldar allar hinar ótrú- legu píslir sem hún þoldi: Þrír höfðingjar þetta píndu þrifligt sprund á allar lundir; trúðurinn lét, sá er týndi dáðum, tungu skera úr vífi jungu; brúði hjó með sverði á síðu, saklaus gjörði hún drottni þakkir. Ástir fær af kærum Kristi Kristína fyrir þrautir sínar. Nafnið Kristín er talið hafa orðið skímar- nafn hér á 13. öld í ætt Oddaveija sem snemma vora djarftækir til erlendra nafna. Einhveijar fyrstu Kristínar, sem sögur fara af á íslandi, eru Kristín sú, sem var abbadís á Stað í Reyninesi 1332, og Kristín nunna í Kirkjubæ á Síðu, sú sem brennd var 1343, af því að hún hafði, að sögn annála, „gefist púkanum með bréfi“. Á 14. og 15. öld var uppi Loftur ríki Gutt- ormsson og orti ástarljóð til frillu sinnar, Krist- ínar Oddsdóttur, og hafa þau ljóð orðið ending- arbetri en þau sautján tonn af smjöri sem hann lét eftir sig. Fræg var og sinnar tíðar Vatnsfjarðar-Kristín Björnsdóttir Einarssonar Jórsalafara. Hún dó 1458, „skörangskona", stendur skrifað. Líða nú stundir fram, og þegar Kristín Stefánsdóttir Oddaklerks hafði lengi legið í gröf sinni, móðir sr. Stefáns Ólafssonar í Vallanesi, tóku íslendingar manntal sem fyrr var fram komið. Reyndust Kristínar árið 1703 vera 704 og nafnið í sjöunda sæti kvenna með 2,6 af hundraði. Árið 1801 vora Kristínar 1031, og hafði hækkað um tvö sæti, komin í fímmta, og enn þyngdist sóknin, árið 1855 orðnar 1615, fjórða sæti með 4,8%. Á 19. öld færðist mjög í vöxt að minna á Krist í nafngiftum. Svo var komið 1910, þegar Kristín Sigfús- dóttir frá Helgastöðum í Eyjafirði sat við skriftir og skammt var til þess að Kristín Eggertsdóttir tæki fyrst kvenna sæti í bæjar- stjóm Akureyrar, þá voru nöfnur þeirra orðn- ar 2286, nafnið í þriðja sæti, þar sem það var lengi, og prósentutalan 3,5. Sóknin hefur haldið áfram. Árin 1921-1950 voru 2075 meyjar skírðar Kristín, 5,1%, árið 1960 141 mær og nafnið hafði rutt Sigríði úr 2. sætinu, og er nú skammt til mikilla tíð- inda, þegar Guðrúnu var rýmt úr hásætinu eftir margra alda drottnun, í skírnárárgangin- um 1976. í þjóðskrá 1982 era Kristínar 4756, nr. 3 og með 3,8%. Sama ár eru skírðar Kristínar 87 meyjar, og 1985 eru þær 84 og nafnið í 2. sæti í þeim árgangi. Síðan hefur Kristín verið á toppnum eða við hann. Höfundurinn er fyrrverandi mennlaskólakennari ó Akureyri LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ 1996 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.