Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1996, Blaðsíða 15
LEIKLIST Loftkastalinn Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI eftir Bemard Slade. Islensk þýðing: Stefán Baldursson. Leikendur: Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. Leikstjóri: Hallur Helgason. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir. Förðun: Kristín Thors. Aðstoð við dans: Ástrós Gunnarsdóttir. Skyggnur: Stefán Karlsson. Loftkastalinn fimmtudagur 4. júlí. GÖMUL og góð klisja segir að listin opin- beri leynda drauma og þrár manneskjunn- ar. Að lifa í hamingjusömu hjónabandi ára- tugum saman, eiga börn, barnabörn og rækta fjölskyldulífið og eiga að auki í ástríðufullu sambandi við aðila utan hjóna- bandsins — er það kannski draumur okkar allra? Draumur um framhjáhald sem ekki skaðar hjónabandið: um ástríðu sem logar viðvar- andi, án þess að brenna einn eða neinn? (Svari nú hver fyrir sig.) Um þetta fjallar rúm- lega tveggja áratuga gamalt leikrit Bernards Slade, Á sama tíma að ári, sem íslenskir leik- húsgestir þekkja frá vin- sælli uppsetningu Þjóðleikhússins 1978 og er nú aftur á fjölunum í Loftkastalanum og samkomuhúsum landsbyggðarinnar. Loftkastalaleikhússtjórarnir Hallur Helgason og Baltasar Kormákur virðast hafa allgott nef fyrir því sem til vinsælda er líklegt og hafa veðjað á öruggan hest nú sem áður. Sá fyrrnefndi þreytir hér frum- raun sína í leikstjórn hjá atvinnuleikhúsi og stenst hana með prýði, enda engir aukvis- ar sem lúta hans stjórn á sviðinu að þessu sinni, þau Tinna og Sigurður fara bæði á kostum í leik og samleik, jafnt í ærslum sem og á viðkvæmari augnablikum leiksins. Það getur verið tvíeggjað sverð að endur- taka leikinn (ekki síður á vinsælli leiksýn- ingu en á viðsjárverðum ástafundi) en leik- hópurinn sem stendur að þessari sýningu hefur farsællega leyst verkið úr viðjum endurtekningarinnar með því að aðlaga það nýjum tíma með hæfilegum breytingum og staðfærslu. Að flestu leyti tekst staðfærslan vel, þó kannski eimi ennþá eftir að því að leikritið er skrifað út frá milljónasamfélagi manna en ekki þv{ fáineiinissarnfélagi sem við búum við. Þannig virkar það til að mynda dálítið ankanalegt að fréttir af and- láti nákominna ættingja annars aðilans hafi farið framhjá hinum aðilanum, slíkt gæti varla gerst á íslandi þótt þau búi hvort á sínum landshluta. En þetta er smáatriði, í megindráttum tekst staðfærslan vel og eykur merkingarsvið leikritsins fyrir ís- lenska áhorfendur. Hluti af staðfærslu verksins er skyggnur sem brugðið er upp á tjald milli atriða og þjóna þeim tilgangi að staðsetja verkið í tíma og vísa skyggn- urnar bæði til innlendra og erlendra atburða og einstaklinga. Voru margar þeirra bæði skemmtilegar og óvæntar. Sviðsmynd Hlín- ar Gunnarsdóttur var raunsæ og ágætlega hallærisleg og búningar hennar litríkir og „týpískir" fyrir tímana. Áðurnefndar skyggnur Stefáns Karlssonar rímuðu vel við hvoru tveggja. Ekki veit ég hversu mikið leikhópurinn hef- ur hróflað við upphaf- legri þýðingu Stefáns Baldurssonar (reyndar kemur fram í leikskrá að breytingar voru gerð- ar í samráði við hann), en textinn eins og hann er í dag er bráðskemmti- legur, þýðingin er vðnd- uð og markviss með af- brigðum. Tvíræð merk- ing og orðaleikir eru áberandi og hvergi er neinn „þýðingarbrag- ur“_ á texta. Á sama tíma að ári á alla möguleika til að slá í gegn, nú ekki síður en fyrir tæpum tuttugu árum, og það sem fyrst og fremst ræður úrslitum þar er að efni verksins er bæði spennandi og innihaldsríkt og sam- leikur leikaranna tveggja er frábær. Þótt leikritið sé á yfirborðinu grínleikrit hefur það (eins og allt gott grín) djúpan undir- tón; það spannar mannsævina alla með þeim hægu umbreytingum og byltingum sem allir einstaklingar reyna á sjálfum sér. Spennuvídd leikritsins spannar allt frá fæðingu til dauða, lýsir ást og væntum- þykju, gleði, sorg og ótta — í öllum litbrigð- um þessara tilfinninga. Það er einungis á færi bestu leikara að koma slíku litrófi til skila, auk þess að sýna okkur aldurs- umbreytingar persónanna yfir 30 ára skeið á sannfærandi máta. Ég hvet sem flesta til að verða ekki af þessari sumarskemmtun — í Reykjavík og úti á landi. Spffíu Auður Birgisdóttir ÞAÐ SEM ALLA DREYMIRUM...? Hrynrænt tónlistar- námskeió í Reykjavík Reyrock UNGT tónlistarfólk á Norðurlöndum hefur undanfarna viku verið á námskeiði í Tónlist- arskóla FÍH þar sem fram fer kennsla í ýms- um greinum rytmískrartónlistar. Eitt af mark- miðum námskeiðsins er að þátttakendur kynn- ist nýju tónlistarfólki, nýjum viðhorfum og nýjum straumum og stefnum. Það eru samtök- in Skanbeat sem sjá um námskeiðið en sam- tökin eru styrkt af norræna menningarsjóðn- um. Kennarar eru fjórir og allir íslenskir og kennir hver þeirra sína sérgrein. Eyþór Gunn- arsson hljómborðsleikari kennir jazz/rythm og blús, Gunnar Hrafnsson bassaleikari kenn- ir jazz/rock fusion, Pétur Grétarsson slag- verksleikari kennir frjálsan stíl og Bjöm Thor- oddsen gítarleikari kennir framsækna rokk- tónlist. Námskeiðinu lýkur á morgun og verða af því tilefni haldnir veglegir tónleikar í dag klukkan 16 á Ingólfstorgi. Nemendurnir, sem era 23 talsins, munu mynda 4 hljómsveitir og sagði Stefán Stefánsson, saxófónleikari og tónlistarkennari í FÍH, að nemendumir væra orðnir vel slípaðir eftir vikuna og það mætti búast við góðri sveiflu á Ingólfstorgi í dag. Morgunblaóió/RAX ÞÁTTTAKENDUR á Reyrock námskeiðinu á æfingu fyrir tónleikana á Ingólfstorgi í dag. Edda Erlends- dóttir kennir í Versölum París. Morgunblaðið. EDDA Erlendsdóttir píanóleikari í París hlaut í vikunni prófessorsstöðu við tónlistarháskól- ann í Versölum. Þetta er einn af virtustu tónlitarskólum Frakklands, kennarar margir þekktir og stöðurnar eftirsóttar. Tveir tónlistarháskólar eru í Frakklandi og uokkrir opinberir svæð- isskólar fyrjr þá sem langt eru komnir. Þar á meðal Versalaskólinn með 1.400 nemenduni, sem hafa gjarnan að baki lokapróf úr öðrum tónlistarskólum. Talsvert er um útlendinga í skólanum, einkum vegna þess að þejr reynast oft of gamlir til að hefja nám í tónlistarháskólanum í París, þar sem hámarks- aldur er 21 ár. Þegar staðan í píanóleik var auglýst sóttu 68 manns og síðar var 20 gert að þreyta kennarapróf fyrir framan dómnefnd. Edda fékk íjóra nemendur og hafði nokkrar mínút- ur til að leiðbeioa hveijum þeirra. Síðan tók við viðtal um kennslutækni og nokkrum dög- um seinna bárust hamingjuóskir í tilefni fast- ráðningar. Edda lauk framhaldsnámi í píanóleik frá tónlistarháskólanum í París og hefur síðan 1978 haldið fjölda einleikstónleika auk leiks með kammersveitum, fyrir útvarp og sjón- varp og inn á geisladiska. Hún kenndi í ell- efu ár við tónlistarháskólann í Lyon, kammer- músík og nótnalestur, og þreytti í fyrra strangt próf fyrir prófessora við opinbera tónlistarskóla. Nú er hún ánægð með nýtt starf við sitt fag og byrjar í september að aðstoða milli 20 og 30 langt komna píanóleik- ara við undirbúning fyrir atvinnumennsku. Fámennt stríð og friður ÞAÐ KANN að virðast fráleit hugmynd að setja „Stríð og frið“ eftir Leo Tolstoj á svið með aðeins fimmtán leikurum en nýleg uppfærsla í London hefur fært mönnum heim sanninn um annað. Sýning- in hefur vakið mikla athygli og mun að öllum líkindum lifa lengi i minningu þeirra sem hana sáu, að því er segir í The Daily Telegraph. Það er Helen Edmundson sem gerði leik- gerðina, fjögurra og hálfs tíma langa, og segja gagnrýnendur að ekki sé dauð stund í uppfærslunni. Vegnaþess hversu fáir leikendumir eru leikur friðurinn stærra hlutverk en stríðsátök í uppfærslunni, en þó ber bæði orrustu og brunann í Moskvu fyrir augu. Þar gegna dansspor og hljóð- setning mikilvægu hlutverki, að ógleymd- um rauðum vasaklútum sem tákna eiga mikil sár. Leikurinn hefst í Hermitage- safninu þar sem nútima ferðamaður dettur inn rétt fyrir lokun. Honum leikur forvitni á að vita hvers vegna ekki séu allar hetj- umar úr stríðinu við Napóleon á mynd. Þar með hefst sagan og er notast við sögu- mann til að keyra frásögnina áfram. Fær hann lof fyrir frammistöðuna, svo og leik- endur, gagnrýnandi The Daily Telegraph segir ekki veikan hlekk í þeirra hópi. Edda Erlendsdóttir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚLÍ1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.