Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1996, Blaðsíða 5
NORRÆN LEIKHÚSRÓMANTÍK ____________TÓNLIST____________________ Sígildir diskar SIBELIUS Jean Sibelius: The Wood-Nymph. Skógardísin Op. 15 f. sinf.hljómsveit; Afvikin skíðabraut; Svanhvít Op. 54 & Skógardísin Op. 15 f. strengi, pnó., hn. & þul (melódrama-útg.) Sinfóníuhljómsveit Lahti-borgar u. slj. Osmos Vanská. BIS CD 815. Upptaka: DDD, Lahti 1/1996. Lengd: 62:08. Verð: 1.490 kr. ÉG ER eiginlega sammmála fyrstu gagnrýn- endunum. Verkið er of langt (21:36). Það er sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt, að stagl- ast heilar sex mínútur á svo til sama grunn- hljómi í fyrri hlutanum og á sama níu tóna frumi síðustu 4 mínúturnar, meðan bassabumb- an bylur að virðist endalausu þyrli, 70 árum fyrir hjakkstíl ameríska mínimalismans. En burtséð frá því má samt fínna hér og þar óvéfengjanlegt fangamark hins unga Sibel- iusar á Skógardísinni, „gleymda" tónaljóði Si- beliusar frá 1894 við ljóð Viktors Rydbergs, sem hér hlýtur sína fyrstu plötuinnspilun sem liður í heildarútgáfu BIS á fínnska meistaran- um. Sibelius var þá enn upptendraður af Kalev- alaljóðunum; hafði þegar samið Kullervo, Kiij- álatónlistina og En saga, og er gaman að bera hinn dimma furuskógartón hans saman við bjarta laufskógarsnerpu Hornemans. Það er að öðru leyti skondin tilviljun, að bæði tón- skáld voru í listamannahóp, er kallaði sig Eut- erpe (skáldgyðja flautuleiks), án nokkurs inn- byrðis sambands. Annað uppistöðuverk disksins fær einnig eftirtektarstimpilinn „Fruminnspilun á hljóm- plötu“, en það er Svanhvít (26:22), tónlist við samnefnt ævintýrleikrit Strindbergs, er sænska leikritaskáldið gaf annarri eiginkonu sinni að trúlofunargjöf. Plottið er einskonar blanda af Öskubusku og Mjallhvíti - nema hvað Svan- hvít sýnir, að norrænna kvenna sið, mun meira frumkvæði en stöllumar úr Grimmsævintýmm - og dylst engum, að stykkið hefur kallað fram innblástur hjá tónskáldinu af fyrstu gráðu. Það er ekki sízt hér sem plastísk og seið- mögnuð stjórn Osmos Vánská nær að blómstra, og engin furða að enskir plötudóm- arar halda vart vatni af hrifningu, því honum tekst að laða sannkallaðan stjörnuleik fram úr Lahtisveitinni. Hér má og finna margt sem ræmingartónsmiðir Hollywoods myndu líta öfundaraugum sem fyrsta flokks kvikmynda- tónlist, enda mörg atriði samin beint eftir fyrir- mælum Strindbergs, m.a. við látbragðsleik. Vel er til fundið að bæta melódrama-útgáfu Skógardísarinnar við í lokin. Hún var önnur atlaga Finnans við ljóð Rydbergs (sú fyrsta var sönglag frá 1889), og líkt og örstutta melódramað fyrr á plötunni við ljóð Bertels Gripenberg, Ett ensamt skispár (1911) samin með upplestur þuls í huga, en aðeins fyrir strengi, píanó og tvö horn. Óskandi hefði ver- ið, að Sibelius hefði byggt sinfóníuhljómsveit- arútgáfuna á þeirri versjón án lopateyginga, því hún er öllu hóflegri að lengd eða um 10 mínútur. Það er ljóst, að Lahti-ingar eru komnir í fremstu röð norrænna sinfóníuhljómsveita. Hljóðritunin er príma, og bæklingurinn (góðu heilli) er til fyrirmyndar. HORNEMAN C.F.E. Horneman: Leikhústónlist við Gurre; Hetjulíf (Overture héroique); Aladdin forleik- ur. Guido Paevatalu barýton; Kór & Sinfóníu- hljómsveit danska ríkisútvarpsins undir stjórn Michaels Schanwandt. Chandos CHAN 9373. Upptaka: DDD, 6/1992,6/1994. Lengd: 57:24. Verð: 1.499 kr. EINS OG flestir sjónvarpsáhorfendur hafa áttað sig á, þarf ekki að vera með augun límd við imbann allan tímann, því tónlistin boðar með góðum fyrirvara, hvort í vændum sé spenna, rómantík, kímni, hryllingur o.s.frv., og gerir viðvart, líkt og vekjaraklukka með gervigreind. Ahorfandinn getur þannig dútlað við annað þarfara inni á milli, án þess að eiga á hættu að missa af feitustu bitunum. Sagt er, að vér lifum nú á öld sjónarskil- vits. Enn mun augnmetið þó þykja bragðlaust án tónlistar, og enda ekki fáséð að viðkvæmt fólk haldi fyrir eyrun, þegar spennan á tjaldi eða skjá verður óbærileg. Venjur og hefðir kvikmyndatónlistar hafa fyrir löngu fest ákveðin pavlovsk hugartengsl rækilega í sessi og jafnvel gert að klisjum. Þegar á leikskólaaldri lærum við á þau, þótt ómeðvitað sé. Hafi tónlist einhvern tíma átt að heita „merkingarlaus", er hún það fráleitt lengur eftir tilkomu talmynda. Jafnvel fyrir utan sérsvið kvikmynda verða tónhöfundar orðið að vita af helztu lagboðum Hollywoods til að kalla ekki óvart fram „röng“ viðbrögð áheyrenda. Að láta sem hugarheimur áheyr- enda sé enn óspjallaður liljuvöllur, er því jafn firrt afstaða og þegar lafði Makbeð hélt að blóð Dúnkans hyrfí af höndum sér með eilitlu vatni. En ekkert sprettur úr engu. Hvaðan komu fyrirmyndir bíótónskáldanna? Bent hefur verið á hljómsveitarverk höfunda eins og Tsjæ- kofskíjs og Rakhmaninoffs. En það vill stund- um gleymast, að beinasti undanfari kvik- myndatónlistargreinarinnar hlýtur að hafa verið leikhústónlistin. Óperur eru auðvitað leikhús með tónlist í fyrirrúmi. En jafnvel í töluðum leikritum hefur ýmiss konar innskots- og milliþáttatónlist frá upphafi skipað einhvern sess, allt frá kannski einmana júðrakalli í hálfgildings óperusöngleik eins og Álfadrottning Purcells. í rómantíkinni eru Jónsmessunæturdraumur Mendelssohns, Egmont-tónlist Beethovens og L’Arlesienne Bizets fræg dæmi um slíka „incidental-" eða atriðatónlist fyrir leikrit, og á Norðurlöndum mætti nefna kunn verk eins og Pétur Gaut Griegs og tónlistina sem Carl Nielsen samdi 1919 fyrir Aladdin eftir Oehlenschláger. Nú er af sem áður var, þegar leikhús höfðu efni á heilum sinfóníuhljómsveitum bara fyrir bakgrunnstónlist, enda þótt venja tónskálda að safna bezt heppnuðu númerunum síðar saman í svítu fyrir hljómleikahald, oft útsetta fyrir stærri hljómsveit en í leikhúsinu, sýndi hvert stefndi á ofanverðri 19. öld. Danska tónskáldið, kennarinn og forleggj- arinn Christian Frederik Emil Horneman (1840-1906)'átti sér tvo erkióvini, er stóðu honum fyrir þrifum: íhaldssemi Gade-klíkunn- ar og eigið skap, sem ásamt þröngum fjárhag dró allt stórum úr æviafköstum. Viðurkenn- ingu hlaut hann ekki að verðleikum fyrr en seint á þessari öld, þó að Carl Nielsen virðist hafa skilið hann manna bezt og orðið fyrir töluverðum áhrifum frá honum. Stærsta smíð Hornemans og meistaraverk var óperan Aladd- in, sem hann fékkst við á milli brauðstritsanna í ein 24 ár. Hún misfórst hrapallega á frumsýn- ingu og hefur aldrei hlotið verðugan flutning, frekar en flest úr smiðju hans. Þeim er þekkir Mendelssohnsku sveitafrið- sæld Gades, kemur skaphiti Hornemans á óvart. „Gorhauga“(Gurre)-tónlistin stendur að vísu einna næst þjóðernisrómantísku hefð Dana, en einnig þar má finna snerpu og ofsa sem er Gade framandi, ásamt frumlegri, leit- andi síðrómantík, sem er undanfari fyrstu verka Nielsens. Leikhústónlistin var samin 1901 fyrir leikrit Drachmanns um svipað mið- aldaefni og ljóð Jacobsens, sem Schönberg sem kunnugt er tónsetti í Gurrelieder (1900-13), þ.e. um Valdimar konung, Tófu frillu hans og draugareiðina eilífu um veiðilendur Norðursjá- lands; nk. fijúgandi Hollending á þurru landi. Þessi innspilun er sú fyrsta á hljómdiski af leikhústónlistinni í heild og samanstendur af forleik, milliþáttaforleikum og einsöngs- og kórlögum (glimrandi sungnum af Páevatalu og Útvarpskórnum), alls 12 rákum. Stemn- ingsfjölbreytnin er mikil, tónlistin hin áheyri- legasta, og hljómsveitarforleikirnir tveir aftast á diskinum (Héroique og Aladdin) eru ekki síðri; e.t.v. meðal frumlegustu verka á Norður- löndum á síðasta þriðjungi 19. aldar. Tónamál- ið getur minnt á hvort tveggja, glæsta orkestr- un Saint-Saens og skaphita Beethovens, fyrir utan snifsi af Wagner og Grieg. Danska útvarpshljómsveitin leikur kattlið- ugt undir stjórn Schonwandts, og upptakan úr Ríkisútvarpstónleikasalnum við Rosenoms Allé er safarík en skýr. Skýrleiki er hinsvegar ekki höfuðkostur atriðauppsetningar í plötubæklingstexta, og virðist það stafa af plássnýtingarsjónarmiðum. Ríkarður Ö. Pálsson BÚNÍN BJARGAÐ FRÁ GLEYMSKU IVAN Búnín varð fyrstur rússneskra rithöf- unda til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bók- menntum, árið 1933. Engu að síður gerðu rússnesk yfirvöld allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir að Búnín fengi verð- launin, enda var hann ekki aðeins af aðals- fólki kominn, heldur var hann í útlegð í Par- ís. Bandarískur prófessor sem kennir rúss- neskar bókmenntir þar í borg, hefur lagt sitt af mörkum til að Búnín falli ekki í gleymsk- unnar dá og gaf nýverið út annað bindi af úrvali verka hans. Líklega á hin myrka sýn Búníns á rúss- neskt samfélag ekki síður erindi nú en á fyrri hluta aldarinnar. Hann er þó engu að síður sáralítið þekktur og bækur hans sjást vart í nokkurri bókaverslun. Það þykja Thomas Gaiton Marullo dapurleg örlög eins af arftökum Túrgenevs, Tsjekovs og Tolstojs. Búnín var talinn hefðbundinn rithöfundur þegar módernisminn og vinstri stefna réðu ríkjum. Hann var ævinlega rangur maður á röngum tíma og röngum stað, að mati Marul- los. Nú, eftir fall Sovétríkjanna, eru Rússar hins vegar að átta sig á hvað í verkum Bún- íns bjó. „Þeir skammast sín fyrir margt það sem skrifað var á Sovéttímanum og gera sér grein fyrir því að það eina sem eitthvað var varið í, voru verk útlaganna. Þetta eru ákaf- lega spennandi tímar fyrir útlagabókmenntir, sem enginn hirti um svo áratugum skipti,“ segir Marullo. Búnín var fæddur árið 1870 og alinn upp á sveitasetrum fjölskyldu sinnar, nokkur hundruð km frá Moskvu. í verk- um sínum gerir hann sér fulla grein fyrir því hvert heimaland hans stefnir og spyr sjálfan sig ítrekað þeirrar spurningar hvers vegna sjálfseyðingarhvötin hafi verið svo ríkjandi. Þetta kemur sér í lagi fram í bókinni „Líf Arseníjevs“. En þrátt fyrir að lýsing Búníns á því hvernig heim- ur aðalsins er fyrir bí, einkennist hún ekki af rómantísku viðhorfi til hans og Búnín sýnir aðlinum enga miskunn í skrifum sínum. Búnín hóf ungur að skrifa og frægðin lét ekki á sér standa, frekar en vandræðin sem henni fylgdu. Hann var talinn úrkynjaður en Maxim Gorkí, sem þá var vinur hans, þótti hin sanna byltingarhetja. Þetta var í byijun aldarinnar, mikill órói í keisaradæminu, og Búnín fylgd- ist skelfingu lostinn með því hvernig öreigarn- ir sem hann lýsir i bókunum„Þorpið“ og „Þurr dalur“, tóku völdin í byltingunni 1917. Ári síðar hélt Búnín til Odessa ásamt Veru Muromtsevu, sem síðar varð eiginkona hans en borgin var þá ekki enn á valdi bolsévika. Árið 1920 flýði hann til Frakklands, þar sem hann bjó það sem eftir var. Hann lést árið 1954 og hafði þá ekki litið heimalandið aug- um aftur. Lífið í París reyndist Búnín erfitt á margan hátt. Hann naut frægðarinnar um tíma, en kynntist þó einnig sárri fátækt. Hann átti í sálarstríði vegna stöðu sinnar sem rithöfundur, átti í deilum við aðra rússneska útlaga, sem gáfu honum viður- nefnið „ívan grimmi". Hann drakk mikið og stríddi við sam- viskubit vegna ættingjanna sem eftir urðu í Sovétríkjunum. Einkalíf Búníns þótti einnig skrautlegt, en ástkona hans flutti inn til hans og eiginkonunnar. Hann lagði hatur á allt sem sovéskt var og var til dæmis afar áfram um að fá Nóbelsverðlaunin á undan Gorkí. Búnín var af- kastamikill rithöfundur og fjötdi verka hans hefur enn ekki verið þýddur yfir á önnur tungumál. Vegna fjöldans hefur mönnum reynst örðugt að skilgreina feril hans, að sögn Marullo, sem telur Búnín hafa verið módernista. í París skrifaði hann þó ævinlega í skugga annars sovésks rithöfund- ar, Vladimírs Nabukovs. Fyrsta bindi með úrvali verka Búníns heit- ir „Rússnesk sálumessa" (Russian Requiem) og „Frá hinni ströndinni“ (From the Other Shore). Marullo segir að það sem einkenni verkin fyrst og fremst, sé hversu heillaður hann hafí verið af dauðanum. í „Arseníjev lýsi hann skelfilegri fegurðinni við dauða hests, slysadauða vinnumanns, veikindum og dauða systur sinnar og skyndilegum dauða frænku sinnar; þegar hann er í raun að lýsa dauða þess Rússlands sem hann þekkti. • Byggt á Intemational Herald Tribune Ivan Búnín STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR KVÖLD- STUND VIÐ GJÁBAKKA Frá heiðinni að sjá er vatnið sem safírblátt klæði, ofið í gjörvalla fegurðina. í kvöld geymir það í gárum sínum langdreginn söng himbrimans. Kyrrðina og nóttina. VELLAN- KATLA í lítilli vík streymir upp vatnið tært og kalt, komið frá jöklum. Það hefur svalað lúnum ferðalöngum frá ómunatíð. Og nú bergjum við, nútímans börn, á þessu vatni úr kristallsgiösum og svölum þrá okkar til hreinleikans. SPONGIN Spöngin langa mjóa. í hrunadansi fortíðar þinnar ástir, sögur og Ijóð í viðjum og bæra ekki á sér nema komi maður og sitji hljóður um stund. Umhverfis rennur tíminn í djúpum gjánum. Höfundurinn hefur verið landvörður á Þingvöllum. Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók skáldkonunnar og heitir bókin Hús á heiðinni. Undirtitill: Ljóð frá Þingvöllum. BARÐI BENEDIKTSSON AUFÚSU- GESTIR Á hressingargöngu í Hrafnagilsstræti hrífandi birtist mér sýn huganum lyfti og hjartað gladdi sem hóflega drukkið vín. Álftapar sindrandi í sólfari dagsins til sumarlandsins að ná kom syngjandi yfir á sinni vegferð að sunnan um loftin blá. Höfundur býr á Akureyri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚLÍ 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.