Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK MOIM.IMSIADSINS ~ MI\\I\(./IISHI{ 27. TÖIUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI ..!""............1-------------- Engin lognmolla ríkir yfir leiklistinni í landinu. En þrátt fyrir að leiklistin hér heima einkennist öðru fremur af fjölbreytni má þó hvað varðar efni og innihald greina rauðan þráð í uppsetningum síðasta árs segir Soffía Auður Birgisdóttir í grein sinni um leikárið. Stærstur hluti verkanna fjallaði á einn eða annan hátt um kyn eða kyn- ferði: Um það hvað það þýðir fyrir ein- staklinginn að vera karl eða kona, hvaða takmarkanir kynið setur okkur eða hvaða forréttindi það veitir okkur - allt eftir því sem við á. I Skálholti eru nú haldnir sumartónleikar í tuttug- asta og fyrsta skipti.„Sá mjói vísir, sem . hinir fyrstu sumartónleikar voru, hefur vaxið svo að nú eru Sumartónleikar í Skálholtskirkju orðnir að virtri menning- arstofnun á meðal okkar,“ segir Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í inngangsorð- um að riti, sem gefið hefur verið út í til- efni 20 ára afmælisins. Um þessa helgi selja kantötur Bachs og fiðluverk svip sinn á tónleikahaldið. Forsíðumyndin sýn- ir Pál Hannesson bassaleikara á æfingu fyrir tónleikana. Leióin úr Landmannalaugum í Þórsmörk hefur verið nefnd „Laugavegurinn“ og hefur orðið ein allra vinsælasta gönguleið á fjöll- um. Tómas Einarsson skrifar um þessa leið í tilefni þess að nú eru margir á ferð- inni, en margt þurfti að gera áður en leið- in yrði fær. EIRÍKUR EINARSSON MANNTAL Á HÆLI Hin fomlega Guðrún af fólkinu á bænum er elst; skárri er það seigja, að hún skuli ekki deyja; við prjónana og bænimar kulvísu kellunni dvelst. í fyrndinni þótti hún falleg og léttstíg og glöð; en rauðeygð og lotin að lífsgleði þrotin, nú getur hún tæplega staulast um stéttar og hlöð. En hnyttin í svörum og kjarnyrt er kellingin enn, og óbijálað minni um margvísleg kynni við guðsorð og þjóðsögur, ættfræði og einstaka menn. Já, gott var ég sá hana, heyrði hana og gaf henni gaum, að andlegum gæðum og gagnlegum fræðum hún auðgaði bömin, þeim fannst hún ei fátæk né aum. í rökkrinu lýsti hún með Ijósi frá horfinni öld; en kertið er runnið og rakið útbrunnið, og mál er að hátta, því komið er langt fram á kvöld. Eiríkur Einarsson fæddist □ Hæli 1885 og dó 1951. Hann lauk lögfræói- prófi 1913, varð sýslumaður Arnesinga, útibússtjóri Landsbankans á Sel- fossi og sat á Alþingi fyrir Árnesinga 1919-23 og aftur frá 1937 til 1953. Ljóðabók hans, Vísur og kvæði, kom út 1951, seinna bindi á síðasta ári. I henni er kvæðið um Guðrúnu Gísladóttur á Hæli, sem hér er birt. Athygl- isvert er, að höfundurinn orti kvæðið aldamótaárið, og hefur þá verið aðeins 15 ára. Forsíðumyndina tók RAX af Páli Hannessyni bassaleikara á æfingu í Skálholtskirkju. RABB FYSNIN TIL FRÓÐLEIKS OG SKRIFTA FLESTIR þekkja dæmi um ungt fólk, sem margt er vel gefið á einhvern hátt, en ætti frem- ur að fara í verklegt nám en bóklegt og mundi njóta sín betur þar. En það er oft fyrir misskilinn metnað foreldr- anna að reynt er að ýta ungl- ingunum út á bóknámsleiðina. Þegar verst lætur verður útkoman aðeins tímaeyðsla og vonbrigði. Ef áhugann vantar erfiðar allt kerfið til einskis. Ef áhuginn er hinsvegar eins og log- andi eldur sem aldrei slokknar, eru allar líkur á að háum markmiðum verði náð. En það hefur ekki alltaf verið svo. í hinu stéttskipta íslenzka samfélagi á síðustu öld voru það langoftast börn embættis- manna, presta og sýslumanna, sem áttu kost á skólanámi og embættisframa. Hinna beið hlutskipti vinnumennskunnar þar sem hollt var talið ungum mönnum að „togna á árinni“ á vertíðum unz þeir gætu tekið við búhokri. Að bijótast út úr þessu mynstri var nánast eins og kraftaverk, en í nokkrum dæmum sem ég hef rekizt á er það sameiginlegt, að mæðurnar voru mun skilningsríkari þegar eftir þessu var leitað. Einar Jónsson myndhöggvari átti þess- konar móður. Jóni bónda í Galtafelli þótti hugmyndin um listnám Einars í Kaup- mannahöfn fráleit, en það blasti líka við að Einar yrði aldrei með hugann við bú- skap. Á unglingsárum var hann um tíma hjá séra Magnúsi Helgasyni á Torfastöð- um. Afi minn, Gísli Guðmundsson, var þá vinnumaður þar og sagði um þennan unga frænda sinn, að það hefði hreinlega ekki verið hægt að láta hann gera neitt til gagns. Gróa í Galtafelli vissi betur af móðurlegu innsæi og þegar hún hafði unnið bónda sinn til fylgis við hina fjar- stæðukenndu hugmynd, seldi hann jörð sem þau áttu til að fjármagna námið. Annar gáfaður ungur maður sem átti samskonar skilningsríka móður var sveit- ungi minn úr Tungunum, Hannes Þor- steinsson þjóðskjalavörður. Bæði uppruni og efnahagur höfðu samkvæmt hefðinni varðað honum leið fjöldans til fátæktar í búskaparbasli á einhveiju kotinu. En eðli Hannesar kom skýrt í ljós þegar á barns- aldri, enda virðist hann hafa verið óvenju- legum gáfum gæddur. Þetta eðli var svo sterkt; „fýsnin til fróðleiks og skrifta“ eins og Jón Helgason segir í Ijóði, var svo áköf að ekkert gat stöðvað Hannes. Foreldrar Hannesar, Sigrún Þorsteins- dóttir og Þorsteinn Narfason bjuggu á Brú, lítilli jörð við veginn þegar ekið er frá Geysi að Gullfossi. Skammt frá bænum rennur Tungufljót í flúðum niður af heið- inni og þegar Hannes fæddist árið 1860, var enn hátt í hálf öld þar til brú kom á fljótið. Hann var elztur 11 systkyna - 5 þeirra dóu á barnsaldri- en sjálfur var Hannes flogaveikur í æsku, skorti eðlilegt afl hægra megin og nálega sjónlaus á öðru auga. Hannes hefur skrifað ævisögu sína og í Blöndu skrifaði hann árið 1925 það sem hér er eftir haft og þá í tilefni þess, að Heimspekideild Háskóla íslands hafði kjörið hann heiðursdoktor. í greininni lýs- ir Hannes óslökkvandi menntaþrá sinni í æsku. Faðir hans keypti Þjóðólf og dreng- urinn bókstaflega drakk í sig efni blaðs- ins, þar á meðal nöfn og uppruna allra þeirra sem árlega luku prófi frá Lærða skólanum. Hann heillaðist af mannfræði og fyrstu kynni hans af þeirri grein hó- fust þegar hann var 11 ára. Þá fékk hann lánað á næsta bæ 11. bindi rita Lærdóms- listafélgsins með prestatali Hannesar biskups yfir Skálholtsumdæmi. Maður sér fyrir sér nútíma ungling með þetta lesefni í höndunum, en Hannesi á Brú fannst hann hafa himin höndum tekið. Frost var og kuldi en drengurinn hljóp í einum spretti með bókina heim að Brú og inn í smíðahús föður síns í frambænum. Þar setti hann hina þráðu bók á hefilbekkinn og sökkti sér niður í hana en fékkst ekki til að koma inn í baðstofu til snæðings fyrr en hann hafði svalað fróðleiksfýsn- inni. Þetta prestatal lærði hann síðan al- veg utanað. Annar stórviðburður í uppvexti Hannes- ar á Brú, var þegar hann náði í að láni Árbækur Espólíns; þá 13 ára. Þremur árum síðar fékk hann fleiri Árbækur Espólíns lánaðar og sótti þær út að Haukadal. Þá óð hann Tungufljót á Þver- brekknavaði, sem var glapræði og lífs- háski og hafði ríðandi maður snúið frá fljótinu um morguninn. Bókunum kom hann þurrum yfir, en sjálfur var hann ískaldur úr jökulvatninu og blautur frá hvirfli til ilja. En honum varð ekki meint af og sökkti sér niður í bækurnar um leið og hann var kominn í rúmið. Við fermingu voru menn taldir í fullorð- inna manna tölu og áttu að vera fullgild- ir til flestra verka. En væntingar Hannes- ar stóðu til annars. Hann segir í grein- inni: „Eftir ferminguna vaknaði með fullumkrafti löngun min til frekara náms, en þar stóðu fyrir harðlæstar hurðir, fyrst og fremst bágur fjárhagur foreldra minna, en jafnframt þögul mótspyrna föður míns, er ógjarnan mátti eða vildi missa mig frá vinnu.“ Sigrún móðir Hannesar stóð með syni sínum og kvaðst trúa því að draumar hans rættust. Og þeir gerðu það, en fyrir merkilega tilviljun. í októbermánuði 1879 fór Hannes ásamt fleirum með fjárrekstur suður til Reykjavíkur. Hann hitti kunn- ingja sinn, sem kominn var í prestaskól- ann, í hópi annarra námsmanna á skóla- lóðinni. Þeir tóku tal saman; Hannes spurði um deili á nemendum sem ugg- laust voni allir af kunnum presta- og embættismannaættum. Nema hvað öllum til undrunar gat fjárrekstrarmaðurinn úr Tungunum þulið upp ættir þeirra, for- mæður og forfeður. Svo mikið þótti þeim til um þennan jafnaldra, sem ekki virtist eiga kost á skólanámi, að þeir samþykktu sama dag að kenna honum endurgjalds- laust undir skóla og einn bauðst til að gefa honum að borða. Þarmeð var framtíð Hannesar á Brú ráðin. Það var léttstígur ungur maður sem hélt fótgangandi austur til að segja tíðind- in: „Gladdist móðir mín hjartanlega yfir þessu og óskaði mér allrar blessunar. Faðir minn tók þessu þurrlega og talaði fátt um, en hann sá, að ég var staðráðinn í þessu, og að ekki tjáði að letja mig.“ Það hefði ekki borið árangur. Aftur á móti varð ríkulegur árangur af námi Hannesar. Hann átti eftir a_ð verða rit- stjóri Þjóðólfs, þingmaður Árnesinga og Þjóðskjalavörður. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.