Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 8
1 þessu ári á ein vinsælasta Agönguleið hér á landi á ör- æfaslóðum 20 ára afmæli. Er hér átt við „Laugaveg- inn“, en svo nefnist leiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur um Hrafn- tinnusker og Emstrur í daglegu tali. Þótt árin séu ekki mörg þykir mér tilhlýðilegt að minnast þess með nokkrum orðum því segja má að einmitt þessi göngu- leið eigi mikinn þátt í þeirri vakningu sem hefur orðið meðal útivistarfólks nú hin síð- ustu ár; þar sem menn ferðast um landið á „hestum postulanna" og bera á bakinu allar nauðþurftir sínar. Skömmu eftir 1970 var farið að ræða um að gera leiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur færa öllu gangandi fólki. Að vísu var engin frágangssök fyrir hraust fólk að fara hana, en tveir annmarkar voru samt þar á: annars vegar árnar Innri- og Fremri- Emstruá sem báðar voru óbrúaðar og jafnan illfærar. oftast urðu menn að krækja fyrir þær á jökli, en það gat verið alltorsótt á stund- um. Hins vegar voru engin sæluhús á leið- inni nema gangnamannaskálinn í Hvanngili. Hann hafði ekki verið byggður með þarfir skemmtiferðamanna í huga og því ekki talinn boðlegur gististaður, þótt þetta húsaskjól væri jafnan þakksamlega þegið í hrakviðrum. Árið 1975 samþykkti stjórn Ferðafélags íslands undir forystu Sigurðar Jóhannssonar vegamálastjóra, sem þá var forseti félagsins, að leggja í þetta verkefni. En til að ljúka því sómasamlega varð að byggja hús, brýr og síðast en ekki síst að merkja leiðina svo vel að hún væri örugg öllum í dimmviðrum að sumarlagi. Ákveðið var að skipta leiðinni í fjóra áfanga. 1. Landmannalaugar- Hrafntinnusker (loftlína: 10 km, lóðrétt hækkun: 470 m, lóð- rétt lækkun: 50 m), 2. Hrafntinnusker- Álftavatn (loftlína: 11 km, lóðrétt lækkun: 490 m), 3. Álftavatn - Emstrar (Íoftlína: 16 km, lóðrétt lækkun: 40 m), 4. Emstrur- Þórsmörk ((land mishæðótt) loftlína: 13,5 km, lóðrétt lækkun: 300 m, lóð- rétt hækkun: 100 m). Samkvæmt mælingum er loftlína leiðarinn- ar um 50 km. Á þremur áfangastöðum þurfti að byggja hús, þ.e. í Hrafntinnuskeri, við Álftavatn og á Emstrum. í fyrstu lotu var samið um smíði tveggja húsa sem yrðu tilbúin sumarið eftir. Jón E. ísdal var formaður byggingarnefndar félagsins á þessum árum og átti hann stærst- an hlut að því að hrinda málinu í framkvæmd. En „Laugavegurinn“ í þeirri' mynd sem fólk þekkir hann, varð ekki til áfallalaust eða af sjálfu sér eins og nú verður greint frá. Bygging sæluhúsa Þegar verið var að móta hugmyndir að 1 framkvæmd þessa verks kom fljótlega í ljós að tryggja yrði göngufólki, sem færi leiðina í á vegum félagsins, örugga gistingu í húsun- um. En til að svo yrði varð að læsa þeim yfir sumarmánuðina. En með því var brotin sú meginregla, sem félagið hafði ávallt haft í heiðri að öll sæluhús þess væru opin og ólæst allt árið. Því var ákveðið að hafa húsin fjögur. Þrjú jafn stór (sem tækju 20 manns) og ætluð göngumönnum fyrst og fremst. Þau yrði læst í júní, júlí og ágúst. Fjórða húsið yrði haft stærra, reist við Álftavatn og ólæst allt árið enda ætlað allri almennri umferð. » Vorið 1976 stóðu tvö sæluhús tilbúin og fullsmíðuð í Hafnarfirði. Annað þeirra átti að flytja í Hrafntinnusker en hitt á Emstrar. : Það sumar var tíðin svo stirð svo ekki reynd- : ist unnt að flytja húsið í „Skerið“, en Emstru- húsið var flutt á sinn stað og sett niður um haustið. Varð að flytja það inn á Fjallabaks- veg, um Hvanngil, því brúin á Markarfljót v. Emstrur var ekki komin. Hún var byggð sumarið 1978. Næsta sumar (1977) var tíðin betri og fært í Hrafntinnusker þegar leið að hausti. í september var lagt upp með húsið og með harðfylgi tókst að koma því á ætlaðan stað. Síðsumars 1979 vora húsin tvö tilbúin, sem reisa átti við Álftavatn. Gekk greiðlega að *' koma þeim þangað. Guðjón Jónsson bifreiða- stjóri og félagar hans önnuðust þessa erfíðu og vandasömu flutninga með slíkri prýði og hugvitsemi að engin óhöpp áttu sér stað og allt komst heilu og höldnu á leiðarenda. Með tímanum hefur komið í ljós að húsin í Hrafntinnuskeri og á Emstrum eru of lítil. I febrúar 1994 samþykkti stjórn félagsins að byggja stærra og hentugra hús í Hrafn- 99 LAUGAVEG Gönguleiðin úr Landmannalaugum í Þórsmörk er jafn- an nefnd Laugavegurinn og hefur hún verið vinsæl í 20 ór. Margt þurfti aó gera og margir komu við sögu til þess aó leiðin yrói fær7 en síóan hgfg verió farnar 240 ferðir ó vegum Feróafélags Islands og göngumenn hafa verið yfir 4.000, þar EFTIR TOMAS EINARSSON tinnuskeri. Næstu mánuði var unnið að því verki og í september var húsið flutt í fjórum hlutum á áfangastað og sett þar saman. Það er hitað upp með jarðhita, raflýst og geta hátt í 50 manns gist þar samtímis. Gamla húsið var flutt á Emstrar og bætti það þar úr brýnni þörf. Smiói gengubrúa Eins og getið er um hér að framan eru mikil vatnsföll á „Laugaveginurn". Undan Mýrdalsjökli koma jökulvötnin Innri- og Fremri-Emstraá. Vegagerð ríkisins byggði Stækkað svæði C? Land- manna- laugar r Hrafntinnusker a Torfqjökull brú á Innri-Emstruá 1975 og á Markarfljót síðsumars 1978. Var tækifærið gripið og brúarflokkurinn fenginn til að smíða göngu- brú á Fremri-Emstruá. Var efnið flutt á stað- inn með þyrlu. Brúin var vígð 30. september s.á. með hátíðlegri viðhöfn að viðstöddum um 120 manns. Var síðan efnt til hátíðar- göngu til Þórsmerkur. En menn þekkja ekki náttúruöflin til hlít- ar. Þau láta ekki að sér hæða. 25. ágúst 1988 hljóp mikill vöxtur í Fremri-Emstraá. Gróf hún undan öðrum stöplinum og féll brúin þá niður. Menn brugðu 0i 20 jökull Mýrdals- jökull 11 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 27. JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.