Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 9
Fyrsta ferbin á „Laugaveginum “ sem skrád er í annála Ferdafélagsins var farin frá Emstrum til Þórsmerkur 30. september 1978 oggenguþá um 120 manns. Sídan hafa rösklega 4000 manns farió í um 240feróir á vegum félagsins um „Laugaveg- inn “ og eru þá ótaldirþeir sem þar hafa gengió á eigin vegum, en þeirskiptaþúsundum. skjótt við. Var nýrri brú valinn staður í gljúfri árinnar nokkru neðar, efni dregið að, og brú- arbitar settir á sinn stað með aðstoð þyrlu. Var rösklega að verki staðið, því brúin var tilbúin að kvöldi 9. október sama ár. Sumar- ið eftir var gatan að brúnni löguð til og geng- ið betur frá tryggingum við brúarendana. Tvær aðrar ár þurfti að brúa, en það gekk ekki áfallalaust. Ljósá lætur ekki mikið yfir sér en hún er óútreiknanleg og getur slegið um sig þegar svo stendur á. Það hafa Ferðafé- lagsmenn fengið að reyna. Sumarið 1981 var efnislítil brú sett á ána á góðum stað. Hún hvarf fljótlega. Önnur brú var byggð 1984. Sú fékk að standa í tvö ár en hvarf þá. Þriðja brúin var byggð á ána 1986 og þá vandað betur til staðar og smíði. Hún hefur fengið að standa til þessa. Kaldaklofskvísl getur orðið kolófær í vatnavöxtum. Fyrstu árin urðu göngumenn að vaða ána og komust sumir í hann krapp- an, þótt allt færi vel að lokum. Árið 1985 var hafist handa við að brúa hana. Brúnni var valinn staður á gljúfurbörmum skammt fyrir ofan bílavaðið. Á sumarsólstöðum fór flokkur manna á vettvang með efni, tól og tæki, brúaði ána og lauk smíðinni á sólar- hring. Veturinn 1988-89 var snjóþungur. Brúin á klettunum við Kaldaklofskvísl fór í kaf og sligaðist undan snjóþunganum, en féll samt ekki niður. Gátu menn fetað sig yfir á brúnni með gát. Helgina 15.-17. september það ár var farið með efni í nýja brú á staðinn. Undir- stöðurnar voru hækkaðar og treystar og sterkari brú og efnismeiri komið fyrir á sama stað. Hefur hún staðið óhögguð síðan. Leidin merkt og stikuó Á „Laugaveginum“er allra veðra von. Svæðið er úrkomu- og þokusamt og því auð- velt að tapa áttum. Hitamunur er nokkur því Hrafntinnusker er í um 1.100 m hæð. Það var því ljóst strax í byrjun að ekki væri nóg að byggja hús og brýr, heldur yrði að merkja leiðina svo vel að öllum væri óhætt að fara hana þótt óvanir væru. Nokkrar umræður urðu um hvernig best væri að vinna það verk. Sumir vildu hlaða vörður að fornum sið, en margt mælti móti því. Erfitt að finna traustar undirstöður og óhemju vinna við slíkt verk. Var þá ákveðið að merkja leiðina með tréstikum. Veturinn 1977-78 var samið við Vegagerð ríkisins um efniskaup, Landsvirkj- un flutti stikurnar að Sigöldu og síðan tóku áhugasamir Ferðafélagsmenn við og drógu þær á vélsleðum að húsinu við Hrafntinnu- sker. Föstudagskvöldið 1. september 1978 fór flokkur Ferðafélagsmanna inn í Landmanna- laugar og gisti þar. Árla morguns næsta dag var haldið af stað upp í Hrafntinnusker í björtu og fögru veðri. Skömmu fyrir hádegi náði flokkurinn þangað og eftir stutta hvíld var lagt af stað til baka með þungar byrðar á bakinu. En þá hafði veðurguðinn skipt snögglega um ham, komin var svarta þoka, er byrgði alia útsýn. Létti henni ekki fyrr en komið var að Stórahver. Þennan fyrri hiuta leiðarinnar urðu menn því að fara eftir minni og undan halla. En stikurnar voru reknar niður og þegar leið að kveldi var verkinu lok- ið. Leiðin frá Land- mannalaugum að hús- inu í Hrafntinnuskeri hafði verið merkt. Sannaðist hér hið fornkveðna: hálfnað er verk þá hafið er. Svona í lokin er rétt er að geta þess, að um næstu helgi á eftir skruppu nokkrir gönguglaðir ferða- menn úr Laugum í Hrafntinnusker. Er þeir komu til baka sögðu þeir þau tíðindi að stikurnar vísuðu út og suður og er.gu lík- ara en ofurölvi menn hefðu verið þar að verki. Var það haft í flimtingum um hríð og ekki tekið mark á gild- um skýringum. Síðar var bætt um og skekkjurnar lagfærð- ar. Þá var eftir að merkja leiðina frá Hrafntinnuskeri til Þórsmerkur. Var ákveðið að ljúka því á einum degi. Liði sjálf- boðaliða var safnað og bauð 41 maður sig fram til verksins. Föstu- dagskvöldið 31. ágúst 1979 var lagt af stað. Hópnum var skipt í þrennt. Flokkur eitt fór inn í Laugar og gisti þar. Gekk hann morgun- inn eftir upp í Hrafntinnusker þar sem stik- urnar biðu og merkti leiðina þaðan áleiðis að Álftavatni. Flokkur tvö fór inn á Emstrur og gisti þar. Honum var síðan skipt í tvo hópa. Annar merkti leiðina frá Emstruá og áleiðis að Þórsmörk. Komst hann suður und- ir Ljósá, en þá voru stikurnar búnar. Hinn hluti hópsins stikaði leiðina frá ánni og að bílveginum fyrir austan Hattfell. Fiokkur þrjú gisti í húsinu við Álftavatn og merkti leiðina þaðan að Kaldaklofskvísl og fór síðan á móti hópnum sem kom frá Laugum. Verk- ið gekk eftir áætlun og að kvöldi var því lokið. Gistu menn við Alftavatn um nóttina og héldu síðan heimleiðis daginn eftir glaðir í sinni að loknu góðu verki. Eins og gefur að skilja hefur mikil vinna verið lögð í að halda stikunum við og endur- bæta þær. Á hveiju vori þarf að reisa þær upp, sem hafa fallið undan snjóþunga vetrar- ins, auka við þær, sem reynslan sýnir að eru of stuttar og mála þær sem vetrarvindar og sandfok hefur sorfið og máð. Þóttlaka i feróum Fyrsta ferðin á „Laugaveginum“ sem skráð er í annála Ferðafélagsins var farin frá Emstrum til Þórsmerkur 30. september 1978, en þann dag var brúin yfir ána vígð. Þann dag gengu um 120 manns frá Emstrum til Þórsmerkur, eins og fyrr er nefnt. Fyrsta auglýsta ferð félagsins þessa leið var farin dagana 13.-18. júlí 1979. Þátttak- endur voru alls 17. Síðan hafa verið farnar um 240 ferðir á vegum félagsins um „Laugaveginn", ýmist alla leið eða milli einstakra áfangastaða. Göngumenn hafa verið rösklega 4.000, þar af um 500 á síðasta ári í 30 ferðum. Þá eru ónefndir allir þeir sem gengið hafa leiðina á eigin vegum ýmist einir eða í hópum. Þeir skipta þúsundum. Fætur þessa fólks hafa markað skýra og glögga götu. Hún fylgir tréstikunum og er skýrasta dæmið um vin- sældir „Laugavegarins". Fljótlega var farið að nefna leiðina „Lauga- veg“ og hefur það nafn fest við hana. Er nafnið eignað Þórunni Lárusdóttur þáverandi framkvæmdastjóra fé- lagsins. Þórsgata heyrðist líka, en náði ekki hylli. Lokaoró Enn hefur ekki ver- ið reiknaður til verðs, og mun seint verða gert, sá kostnaður sem liggur að baki þessum framkvæmdum, enda hugsa ég að engum detti það í alvöru í hug. Launin eru fyrst og fremst fólgin í þeirri ánægju að eiga hlut að framkvæmd sem að mínum dómi telst meðal þeirra merkustu í ferða- mennsku innanlands á síðustu árum. Er ekki ofmælt að vinnufram- lag þessara sjálfboða- liða skiptir milljónum króna. Kaup á efni og flutningur þess á stað- inn hefur að sjálfsögðu verið greiddur, en oft fengist með bestu kjörum, því velunnar- ar félagsins eru marg- ir og þá er að finna á hinum ólíklegustu stöðum í þjóðfélaginu. Sem fyrr segir hefur áhugi almennings aukist á hollustu gönguferða hin síðari ár. Og með opnun þessarar fögru gönguleiðar hefur mönnum gefist kostur á að kynnast einu fegursta og fjölbreytilegasta svæði landsins án teljandi erfiðis. Guðjón Ó. Magnússon hefur skrifað greinargóða leiðarlýsingu, sem Ferðafélagið gaf út í bókarformi 1985. Nefnist hún Göngu- leiðir að Fjallabaki og er fyrsta ritið í flokki smærri verka, sem félagið gefur út undir nafninu Fræðslurit FÍ. Auk þess hafa Land- mælingar íslands gert og gefið út nákvæmt kort af „Laugaveginum". Bæði kortið og bókin eru til sölu á almennum markaði. I 2. grein laga Ferðafélags íslands segir: „Tilgangur félagsins er að stuðla að ferðalög- um um Islandi og greiða fyrir þeim.“ „Lauga- vegurinn" er eitt gleggsta dæmið um að fé- lagið hefur staðið við sín fyrirheit. (Heimildir: Gönguleiðir að Fjallabaki. Höf. Guðjón Ó. Magnússon, Árbækur FÍ.) Þátttaka í ferðum 1978-1995 (Átt er við auglýstar gönguferðir. Öll leiðin eða hluti hennar gengin.) ár ljöldi ár fjöldi ár fjöldi 1978 121 1984 127 1990 181 1979 127 1985 192 1991 307 1980 181 1986 167 1992 280 1981 149 1987 181 1993 405 1982 192 1988 281 1994 516 1983 307 1989 196 1995 501 ANNALL 1976. Tvö sæluhús byggð. Annað reist. á Enistrum. J977. September. Hús reist í Hrafntinnuskeri. 1978. Gönguleiðin frá Landmanna- laugum að Hrafntinnuskeri stikuð. Gönguorú I (18 m löng) byggð á Fremri-Emstruá. Fór í flóði 25. ágúst 1988. 1979. Gönguhúsin reist við Álfta-' vatn Gönguleiðin Hrafntinnusker- Þórsmörk stikuð. 1981. Göngubrú I sett á Ljósá. Fór veturinn eftir. 1984. Göngubrú II sett á Ljósá. Fór veturiun 1985-86. 1985. Göngubrú I sett á Kaidaklofs- kvísl. Fór veturinn 1988-89. 1986. Göngubrú byggð á Krossá (41 m á lengd). Göngubrú ni sett á Ljósá. Stikumar málaðar. 1988. Göngubrú II byggð á Fremri- Emstruá. Gengið frá henni endanlega sumarid eftir. 1989. GÖngubrú II sett á Kalda- klofskvísl. 1994. Nýtt sæluhús reist í Hrafnt- innuskeri. Það gamla flutt á Emstrur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.