Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 12
VALDIMAR LÁRUSSON VIÐ BRUNNINN Um eyðimerkur leiðirnar lágu, langt var í næsta skjól, af sólbruna þjáður, af þorsta kvalinn þráði ég vatnsins ból. Kverkarnar þurrar, varirnar voru sem vítis brennandi sár, , klæðin rifin, skorpin og skítug, af skelfingu felldi ég tár. Loks komst ég eftir langa mæðu að lítilli gróðurvin, þangað ég skreiddist, skjögrandi af þreytu í skjól við björk og hlyn. Ég litaðist um, og lagðist fyrir, - leiðin var mér ekki kunn. - En þarna ég fann mér til furðu og gleði fullan af vatni brunn! Ég lá þarna í skugganum, lofaði guð, og leit yfir farinn veg. Það var ömurleg ævisaga, á ýmsan hátt furðuleg. Þarna mér fannst ég finna og skilja ferðalag mitt í grunn. Ég hafði fundið það, sem ég þráði: Þennan svalandi brunn! Höfundur er leikari. SIGURBORG EYJÓLFSDÓTTIR VÍK MILLI VINA Esjan hefur sig alla prýtt, ennið er gulli vafið. Um herðarnar liggur línið hvítt, létt er gegnsæja trafið. JökuII í vestrinu brosir blítt, bónorðið virðist hafið. Þótt jökull hið ytra sé ís og snjór, er eldur við hjartarætur. Hann órofatryggðum Esju sór, ei án hennar huggast lætur. En milli þeirra er mikill sjór Þá meinbugi Esja grætur. Þau eiga’ekkigull, samt eruþau rík á unaðsstundir er trúað. Oft er á milli vina vík, sem vonin ein getur brúað. Astin er sæla, engu lík, þótt oft hafi’hún sært og kúg- að. Höfundur er húsmóóir í Reykjavík. ÍSLENSK MANNANÖFN 3 BJARNIOG MARIA EFTIR GÍSLA JÓNSSON Bjarni vísar til þeirrar óskar aó hreysti bjarnarins fylgi nafninu. María er hinsvegar biblíunafn, tengt Maríu guósmóóur, en aó auki eru nefndar fimm aórar Maríur í Biblíunni. VI. Bjarni jarni er fornt norrænt nafn, afar algeng-t í Noregi og á Islandi, einkum fyrr meir hér á landi, sem síðar sést. Dýrs- heitið björn er talið merkja hinn brúni. Bjöminn var sterkur, og þegar maður er nefndur eftir þessu dýri, má ætla að í nafngiftinni felist óskin um að sá, sem nafnið þiggur, megi búa yfir styrk bjarn- arins. „Hreystihugmynd mun hafa legið í nafninu,“ sagði sr. Jón á Stafafelli Jónsson, einn fyrsti nafnafræðingur hérlendis. Samsvarandi orð í fornri ensku getur líka merkt kappi eða höfðingi, segir Ásgeir Blön- dal Magnússon, en hann segir líka: „Bjarni er eiginlega veik beyging af Björn.“ En í Norsk personnamn leksikon er sagt að Bjarni sé einna helst stuttnefni af samsetningum sem hafa björn að síðara lið, svo sem Ás- björn og Þorbjörn. Nafnið Bjarni hefur fylgt íslendingum frá öndverðu; tólf eru nefndir því nafni í Land- námu og 18 í Sturlungu, en ekki bera það neinir stórfrægir fornkappar. Árið 1703 eru Bjarnar á öllu landinu 1029 og nafnið í 3. sæti karla og nær 4,5 af hund- raði. Þegar hér var komið sögu, sat virðuleg- ur öldungur, sr. Bjarni Gissurarson í Þingm- úla í Skriðdal, í hárri elli, virtur og dáður m. a. af kveðskap sínum. Mjög var Bjarna- nafni misskipt eftir landshlutum 1703, t. d. 9,1% í ísafjarðarsýslu, en ekki nema 3% í Skaftafellssýslu og 2,6% í Eyjafjarðarsýslu. Nú myndi líklega Þórir J. Haraldsson menntaskólakennari og bjarndýrafræðingur spyija hvar helst hafi verið bjarndýra von, og minna á forna hjátrú að björn drepi ekki Björn, það er að bjarndýr ráðist ekki á þá menn sem heita Bjarni eða Björn, hvernig sem dýrin áttu nú að lesa á nafnskírteini manna. En auðvitað vissu þau margt fyrir sér. Allt frá 1703 hefur mönnum með Bjarna- nafni fækkað hérlendis að tiltölu, lengstum svona hægt og bítandi, en Björn hefur sótt á. Árið 1901, þegar Bjarni Thorarensen var að lesa undir stúdentspróf og Bjarni afi hans Pálsson landlæknir fyrir nokkru dáinn, þá voru Bjarnar á íslandi 801, nafnið þá í 5. sæti, og 1855, þegar Bjarni riddari Síverts- en, skipasmiður, útgerðarmaður og kaup- maður í Hafnarfírði, var látinn fyrir liðugum 20 árum, þá voru íslenskir Bjarnar 869 og nafnið í 7. sæti. Ofan við voru Jón, Guðmund- ur, Sigurður, Ólafur, Magnús og Einar. Bjarni Þorsteinsson, amtmaður á Stapa, lifði lengi eftir þetta manntal og komst á tíræðis- aldur. Árið 1910 hafði Bjarni þokast ofan í 8. sæti, nafnið báru 879, eða 2,2%. Skírðir nafninu Bjarni árin 1921-1950 voru 728, og nafnið hrapað ofan í 15. sæti, og niður í 20. sæti í árganginum 1960. Gátu nú ekki bjargað Bjarni á Leiti í Manni og konu, eða Bjarni smiður í Fjallkirkjunni, né heldur góðir menn sem stigu fótum á jörð veruleikans, svo sem Bjarni Þorsteinsson tónskáld, Bjarni Jónsson skáld frá Vogi, Bjarni Sæmundsson náttúrufræðingur, Bjarni Jónsson vígslubiskup og Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra. Svolítið hresstist Bjarni litla hríð og komst í 14. sæti 1976, en sú dýrð stóð stutt. í þjóð- skránni 1982 eru Bjarnar 1759, nafnið í 17. sæti, og 1985 hafði það sigið ofan í 21. sæti karla. VII. Maria María, einnig til í gerðinni Miriam, er úr hebresku, en menn greinir á um merking- una. Séð hef ég svo sundurleitar þýðingar sem „óskabarn", „uppreisn“ og „hin fagra“, kannski eftir því hvað hver vill. En ég læt Jón Hilmar Magnússon ritstjóra á Akureyri kenna mér. Hann er bæði biblíufróður og nafnfróður, lærður á klassískar forntungur. Hann hefur tjáð mér að hebreski orðstofnin- inn mar-, mer-, mir tákni kvöl og sársauka, en einnig kraft og styrk. Vegna samhljóða- skriftar þeirra eystra var ekki alltaf auðvelt að ráða í rétt sérhljóð. Miriam er í Gamla testamentinu systir Arons og Mósess. Maríur eru nefndar sex í Biblíunni, og þrjár Maríur eru í hópi dýrl- inga: María mær eða guðs- móðir, María Magdalena og María egypska, iðrandi syndari 5. aldar, hafði verið portkona og þoldi síðan ótrúlegar píslir. Miklu frægust er auðvitað hin fyrst talda, sú sem engill- inn Gabríel flutti frægan boðskap: Ave María, gratia plena, Dominus tecum o.s.frv. , og er ég svo sem ekki að segja að hann hafi mælt á latínu. Um Maríu Mey eru fjölskrúðugar bók- menntir á tungu okkar, frægust af því tagi Lilja Eysteins og Rósa Sigurðar blinds, en nöfnin hafa bæði tákngildi Maríu. Eysteinn Ásgrímsson orti meðal annars í kvæði því sem all- ir vildu kveðið hafa: Máría, vertu mér í hjarta, mildin sjálf, þvít gjarna vil- dag, blessuð, þér, ef mættig meira, margfaldastan lofsöng gjalda. sem hann og gerði. Þá var Jón Pálsson Mar- íuskáld, ribbaldi í klerka- stétt 14. aldar, svo mikill aðdáandi guðsmóður í ljóð- BJARNAR á íslandi voru 801 þegar Bjarni Thorarensen skáld var að lesa undir stúd- entspróf 1801 og nafnið var þá í 5. sæti. um, að hann fékk kenningarnafnið Maríu- skáld, og ofbauð syni hans, sem brá þá til öfganna hinumegin og var nefndur Finnbogi Maríulausi. Svo er sagt að María yrði snemma skírnar- heiti meðal Norðmanna, í Heimskringlu eru María nefndar bæði dóttir Haralds (III.) harðráða konungs Sigurðssonar, þess er féll 1066, og svo dóttir Haralds gillikrists (IV.), en öldum saman var víða svo mikil helgi á nafni guðsmóður, að menn veigruðu sér að nefna dauðlegar meyjar nafni hennar. Sum- ar þjóðir fóru krókaleiðir fram hjá nafninu sjálfu með því að skíra einhveiju því sem minnti á hana. Spánveijar höfðu til dæmis nöfnin Mercedes (hin miskunnsama), Ass- unction (uppstigin til himna), Dolorez (hin sorgmædda eða þjáða), á latínu Mater dolo- rosa, það er móðirin sem pínist af sorg. Síðar varð María skírnarheiti í háættum Evrópu og komst í tísku. Tvær Skotadrottn- ingar hétu María, miklu frægari María Stú- art. Um svipað leyti var María af Medici hafin til vegs í Frakklandi. Seinna voru á hásæti María Theresía í Austurríki og dóttir hennar María Antoinetta sem Frakkar guldu rauðan belg fyrir gráan (eða kannski hvítan) undir skrímslinu fallöxi. Löngu fyrr en svo hörmulega færi, höfðu Islendingar tekið að skíra Maríunafni. Þó var hér engin með því nafni ótvíræðu 1703, en á 18. öld þótti foreldrum okkar óhætt að taka nafnið upp, enda hét drottning Frið- riks VI. María Sofía Friðrika, og komust seinni nöfn hennar líka í nokkra tísku. Svo var komið 1801, að 91 íslensk kona hét María, en þá voru Englendingar orðnir svo harðir, að 24% kvenna þar í landi hétu þessu nafni. Á 19. öld varð hér gríðarleg fjölgun nafna sem hófust á Guð-, Krist- og Jó-, og á ýms- um Biblíunöfnum sem ekki voru á hveiju strái um völl heilagrar ritningar. Komst nú og María í mikla tísku og þó miklu fyrr og hraðar norðan lands en sunnan. Árið 1855 voru margir tugir María í öllum sýslum norð- anlands, en ekki nema ein í hvorri, Skafta- fells- og Rangárvallasýslu. Síðan hófst stór- sókn um land allt og linnir ekki enn. Árið 1910 var nafnið í 11. sæti kvenna með 2,1%, langflestar þeirra fæddar í ísafjarðarsýslu, en þó var í Ólafsvík á Snæfellsnesi fædd fyrir fimm árum mærin María Einarsdóttir sem við þekkjum sem söngkonuna Maríu Markan. Svo var komið um okkar daga, t.d. bæði 1982 og 1985, að þetta framandi nafn var algengast í skírnarárgöngum meyja hérlend- is, þó ekki nema í 7. sæti 1960 og 1976, langoftast seinna nafn af tveimur. Það er enn mjög ofarlega, en ekki alveg á toppnum. Er nú reyndar mjög merkjanleg síðustu ár mikil sókn nokkurra biblíunafna, svo sem Aron, Daníel, Davíð, Eva, Sara og Rut. Ég þykist kenna svipaða tilhneigingu í Dan- mörku. Höfundur er fyrrverandi menntaskólakennari. Framhald í næstu Lesbók. MARÍUR eru nefndar sex í Biblíunni, en miklu frægust þeirra er María Guðsmóðir. Hún er í myndum ótai málara fyrri alda. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.