Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 13
PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON AUSTURSTRÆTI Þar sem að Skálinn forðum var þingstaður fjöldans „makka“ nú hvítklæddir krakkar hrasaðan Dónald í hrauði. A móti velkir Valdi í sínum lúkum pylsum með öllu og selur á kostakjörum. Enn má hér líta sveimhuga sem líkt og í draumi horfa á gamla símastaura syngja í sólskininu og verða græna aftur því svo er mikill blekkinganna kraftur að jafnvel liðnir tímar ganga aftur. ar sem nú er Austurstræti, var upphaflega götuslóði frá Aðalstræti að Læknum. Upp úr 1820 var lagt skólpræsi eftir endilangri götunni frá Aðal- stræti og steinstétt meðfram því. Ræsi þetta var opið allt fram til ársins 1907 og fylgdi því mikill sóðaskapur. Festist þá nafnið Lange Fortov við götuna. Það var síðar islenskað og kallaðist gatan Langastétt. Árið 1848 hlaut hún nafnið Austurstræti og er þar vís- að til legu hennar til austurs frá Aðalstræti. Framan af var Austurstræti áðeins bakstígur fyrir húsin við Hafnarstræti. Að vísu bjó stift- amtmaður þar sem nú er Austur- stræti 22 á árunum 1805 til 1820 er hann flutti í Stjórnarráðshúsið sem nú er, en hafði áður verið tukthús og almennt gengið undir nafninu „Múrinn“. Skömmu síðar var gerð brú yfir Lækinn og tengdi hún Austurstræti brekkunni sem nú kallast Bankastræti. Brekka þessi og nán- asti spottinn ofan hennar, taldist til Austur- strætis, allt fram til ársins 1886, þótt hún í daglegu tali gengi frá árinu 1834 undir heitinu Bakarabrekka eða bakarastígur, vegna Bernhöftsbakarís. Um 1850 jókst verslun við Austurstræti og íbúum fjölgaði. Árið 1912 var gatan malbikuð, sennilega fyrst gatna á íslandi. Þar með varð gatan aðalgata Reykjavíkur. 1974 var Austurstræti austan Pósthús- strætis gert að göngugötu og lífgaði það mjög upp á allt mannlíf þar. Fyrir nokkrum árum var bílaumferð aftur leyfð um alla götuna, þótt henni sé stundum lokað og þá helst á hátíðisdögum á sumrin. Eftir það stendur Austurstræti tæpast undir nafni Liósm.:Björn Rúriksson AUSTURSTRÆTI 1974, þegar austurhluta götunnar var breytt í göngugötu. sem aðalgata borgarinnar. Verslanir eru þar fáar og smáar. Kjarni Kvosarinnar hef- ur færst á Austurvöll og á hið nýja torg við vesturenda Austurstrætis, Ingólfstorg. í fyrra erindi ofanritaðs ljóðs, er til þess vitnað, þegar Hressingarskálinn hætti starfsemi sinni við Austurstræti fyrir skömmu, en við tók hamborgarastaður frá McDonalds. Síðara erindið er, svo sem sjá má, leikur með eftirfarandi orð Tómasar í ljóði hans „Austurstræti": Og svo er mikill ljóssins undrakraftur að jafnvel gamlir símastaurar syngja í sólskininu og verða grænir aftur. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. KARVEL OGMUNDSSON RÓÐUR FRÁ HELLISSANDI í Kolluálshalla var línan lögð, líður að dægramótum, átorinn* æfður með handtök hörð hendir út öllum krókum. Frostgolan leikur um sjávarsvörð, menn svíður af kulda á fótum, losa um bróklindans gildu gjörð, svo gætu hellt sjó úr brókum. Norðanbakka við Bjargtanga ber og bólstrar á Skorarfjöllum. Lifandi vindbára um boða og sker byltist í hröðum föllum. „Nú skellur á áhlaup, ef skjátlast mér eigi, skýrist það bráðum, þá lýsir af degi. “ Svo ályktar formaður án þess að hika, því upp yfir Gilsfirði er Norðaustan blika. Lagt að dufli, dregin lóðin, dágóður afli fenginn í skut. Fimmtíu þorskum framan við bjóðin fleygt fram í barkarrúm, fjórum í hlut. í svo góðri veiði er seglfesta fengin, formaður dregur inn endabólsstrenginn. Þá skellur á ofsarok auga á bragði, rokspildan skipið á hliðina lagði. Rennt fyrir stýri, sveifin sett á, seglbúið dragreipi bundið á rá. Skautbandið fært að formanns hendi, átornum réttur dragreipis endi. Miðskipa austurs til, trog tveggja manna, með stjaka skal framjaðar seglsins spanna. Hálsmaður vindbandi bregður und röng með aðgæzlu hafin er siglingin ströng. Segl upp undið, sýður frá knör, svarrandi haflöður, einkum til hlés. Báturinn nötrandi æðir sem ör, beljandi stormur í voðina blés. Það brakar í viðum, rymur í röngum, rennir á byrðing í átökum ströngum. Siglt fyrir brotsjói, sveigt upp að vindi, voðarið hálsað hjá öldunnar tindi. ÖlduföIIin ægihá æla bárulegi, vandi er þeim að varist fá. Vonin glæðist landi að ná, sú er allra þegna þrá þessu á litla fleyi. Syngur í reipum, svignar rá, sýður á keipum ólgan blá. Nú kallar mitt skip: „Ég er komin í þrot og kann ekki afbera meira. Alengdar hrynja brot við brot, berast þau hljóð mér að eyra. Vægðu mér, vægðu mér, veik er mín súð, Vægðu mér, vægðu mér, voðin er lúð, vægðu mér, vægðu mér, bresti mín bönd, byrðingur opnast, svo gef ég upp önd, þá þarf ekki að fást um það fleira. “ Lækkuð er voðin, linað á böndum, lyftist þá gnoðin úr freyðandi dröfn. Alengdar brá fyrir brimsorfnum ströndum, bregðist ei vonin, við náum í höfn. Bylur og sjórokið sjónina lamar, sýnist þó grilla í lendingarhamar svipmikinn, hátt yfir umhverfi hafinn, haflöðurs ólgandi brimúða vafinn. Segl niður dregið, útlagðar árar, andæft á legunni, beðið til lags. Nístandi frost gerir neglurnar sárar, það nagar í góma við lok árataks. Öldurnar æðandi brotna með barma, byltast að landi og enda sitt skeið. Stormurinn ofreynir áhafnar arma, óðfluga skeiðina hrekur af leið. Þótt stutt séu bil milli legu og lands, látist þar oft hafa feður og bræður. Formaður verður að sigla til Sands, í sál sinni yrðir á Herrann sem ræður: „Ber þú mitt fley fyrir boða og sker, bið ég þig, Guð, að þú leiðina kannir. Legg þína hönd á hendina á mér, hafs þegar renni um grunnbrotahrannir. “ Alvaldur skilur andans mál, orð þótt ei myndi tunga. Óttinn mótaði í eina sál alla á ströndina, gamla og unga. Þar báðu og biðu, en löng var sú tíð, eiginkonur, feður og mæður, synir og dætur, systur og bræður þeirra, er á hafinu háðu sitt stríð. Hin aflmikla sál út á eilífðarsvið sendi orðlausa bæn, að guðdómsins veldi: „Alfaðir eilífur, Ijáðu okkur lið, leið þá með vernd þinni hingað að kveldi.“ Guð þekkti sálnanna einingar allar, á hamfara brimið og stormið hann kallar: „Skilið þið bátunum heilum í höfn, hlýðið tafaríaust, vindur og dröfn!“ * Gengur næst formanni að verkum og virðingu, þ.e. nánast stýrimaður. Höfundur er fyrrverandi útgerðarmaður og oddviti í Njarðvík í 20 ár. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ1996 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.