Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 15
FUNDIÐ ER AÐUR ÓÞEKKT KVÆÐI BÓLU-HJÁLMARS Tvísýni BIRNA Kristjánsdóttir opnar myndlistar- sýninguna Tvísýni í dag, laugardaginn 27. júlí, í sýningarsalnum Sjónarhóli, Hverfis- götu 12, kl. 17. Sýningin stendur til 11. ágúst og er opin frá 14 til 18 (lokað á mánudögum). „Tvísýni eru verk úr tveimur flokkum myndbrota frá síðustu árum. Verkin sýna náttúrubrot, brotakennda mynd með ýms- um vísunum í fjölbreytileika landsins, áferð þess og náttúru," segir í kynningu. Brotin, sem unnin eru með blandaðri tækni, eru innbyrðis tengd án þess að mynda ótvíræða heild. Þetta er sjötta einkasýning Birnu, en KVIKMYNPIR Laugarásbíó, Rcgnboginn PERSÓNUR í NÆRMYND („Up Close and Personal“) ★ ★ Leiksljóri Jon Avnet. Handritshöfundar Joan Didion, John Gregory Dunne. Kvikmyndatöku- sljóri Karl Walter Linderlaub. Tónlist Thomas Newman. Aðalleikendur Robert Redford, Mic- helle Pfeiffer, Stockard Channing, Joe Man- tegna, Kate Nelligan, James Rebhom. Banda- rísk. Touchstone 1996. SJÁLFSAGT hefur það verið ætlunin að úr Persónum í nærmynd yrði mikilúðleg grátmynd í ætt við The Way We Were og önnur slík dramatísk, lífinu stærri ramakvein sem geðjuð- ust kvikmyndahúsgestum á árum áður. Til að laða að þann kúnnahóp hefur Robert Redford verið dubbaður upp í aðalkarlhlutverkið og fengið vinsamlega meðhöndlun þokulinsa og slikjukenndrar myndskerpu. Og þó svo hann virki frekar einsog afi Michelle Pfeiffer en ástmmögur, verður þessu gamalreynda kven- naguili og stórsjarmör ekki kennt um fullkom- inn ótrúleikablæ myndarinnar nema að litlu leyti. Hann skrifast að mestu á handritshöfund- ana sem eiga erfitt með að ná sér uppúr stöðn- uðum klisjum og yfirborðskennd. Ung og óreynd stúlka, Sally Atwater (Mic- helle Pfeiffer) - í einu af mörgum tilgangslaus- VERK eftir Birnu. hún lauk meistaragráðu í myndlist í Bandaríkjunum árið 1989. um og tilgerðarlegum atriðum er hún endur- skýrð Tally - fær vinnu á sjónvarpsstöð á Miami. Gamalreyndur fréttahaukur, á niður- leið, Warren Justice (Robert Redford), verður hennar megin stoð, stytta, sjafnaryndi og læri- meistari. Tally nær á örskömmum tíma undra- langt í hörðum heimi fréttamennskunnar á meðan Justice siglir á vit úreldingarinnar. Það hefur sjálfsagt ekki verið ætlunin að láta raunsæið ráða ferðinni, þó flökrar það að manni þar sem mikið mannval stýrir handrits- pennpm; sjálfur menningarvitinn Joan Didion, sem margt hefur gott gert á langri leið, og annar litlu ómerkari hæfileikamaður, John Gregory Dunne. Þeim mistekst að glæða þessa sápuóperu lífi. Pfeiffer hjálpar ekki uppá sak- irnar, næsta yfirgengileg í ótrúverðugu hlut- verki nýliða sem skýst uppá stjörnuhimininn, hvernig hann fer að því er nánast óútskýrt, áhorfandinn á bara að trúa því sisona að þarna sé einstakt mannval á ferðinni. í anda há- dramatíkurinnar kemur svo afleitasti endir sem um getur í mynd sem rembist við að taka sig alvarlega. Ljósu punktarnir eru helstir þéir að Avnet leikstýrir vellunni af myndarskap og ekkert útá tónlistina né útlitið að setja. Allt atvinnu- mannslegt fram í fingurgóma. Aukaleikararnir Joe Mantegna og James Rebhorn fá háa ein- kunn líkt og fyrri daginn en aðalhrósið fær Stockard Channing í best skrifaða hlutverkinu, fréttastjóra sem glóir af illkvittni. Myndin hefði betur snúist um hana. Sæbjörn Valdimarsson ÁÐUR ÓÞEKKT kvæði eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu kom nýlega í leitirnar en það fjallar um dvöl Grettis Ásmundarsonar í Drangey. Nefnist kvæðið Um hreystiverk Grettis sterka og er í 24 erindum sem öll ríma saman. Afkomandi og alnafni skáldsins, Hjálmar Jónsson'alþingismaður, sagði í samtali við Morgunblaðið að staðfest hefði verið af fræði- mönnum á Handritadeild Landsbókasafns að kvæðið, sem fannst í uppskriftabók frá síð- ustu öld eftir Þorstein Þorsteinsson frá Heiði, sé eftir Bólu-Hjálmar. „Ögmundur Helgason, forstöðumaður Handritadeildar, telur víst að svo sé. Ögmundur er sérfróður um Þorstein sem hann segir að hafi verið mjög áreiðanleg- ur ritari; skáldið og Þorsteinn voru samtíma- menn og þekktust." Að mati Eysteins Sigurðssonar, bók- menntafræðings, orti Hjálmar kvæðið ungur. Hjálmar orti ekki mikið um íslendingasögurn- ar en gat þess þó á einum stað að hann hefði á sínum yngri árum ort slíkt kvæði; mun hann þar sennilega hafa verið að vitna í þetta kvæði um Gretti. Morgunblaðid/Ásdís EYSTEINN Sigurðsson og Hjálmar Jónsson með handritið að kvæði Bólu-Hjálmars, Um hreystverk Grettis sterka. ÞEGAR SALLY VARÐ TALLY A BARMI VITFIRRINGAR TÓNLIST Sígildir diskar SJOSTAKOVITSJ Dmitri Sjostakovitsj: Lækurinn tærí (The Limpid Stream). Kgl. fílhiinnóníuhljómsveitin í Stokldiólmi undir stj. Gennady Rozhdestven- sky. Chandos CHAN 9423. Upptaka: DDD, Stokkhólmi 6/1995. Lengd: 68:31. Verð: 1.399 kr. HINN ILLI andi allra Rússa, Jósef Dsjúgasv- íli Stalín, tók að leggja gjörva hönd á tónlistar- málefni Sovétríkjanna upp úr 1930. Skildu þá hvorki sósíalískur réttrúnaður tónhöfunda né vinsældir milli feigs og ófeigs. Enginn var óhultur, ef rauða zarnum mislíkaði eitthvað, og mátti litlu muna, að Dmitri Sjostakovitsj færi sömu leið og fjöldi vina hans og kollega er „hurfu“ af yfirborði jarðar hver á fætur öðrum. Sjostakovitsj hafði reyndar verið undir smá- sjá yfirvalda allt frá 1927 fyrir félagslega hálfvelgju, en þá kom undir ópera hans Nefið og ballettinn Gullöldin, þar sem skop og háð hins unga snillings frá Leníngrad léku lausum hala. Slógu bæði verkin umsvifalaust í gegn og burtséð frá hinni misheppnuðu uppfærsiu á danssýningunni „Þrumunni" (1930) naut leikhústónlist Sjostakovitsjs hvarvetna hylli — nema í Kreml. Óperan „Lafði Makbeð frá Mtsensk" var kyrrsett fyrir fullu húsi í janúar 1936 (eftir leikhúsheimsókn Kremlarbóndans sjálfs, eins og nú mun kunnugt) og sömu örlög hlaut gamanballettinn um Lækinn tæra nokkr- um vikum síðar. Maður skyldi annars ætla, að „Lækurinn" þætti óaðfinnanlegur, því Sjostakovitsj hafði virkilega lagt sig fram. „Lýsing sósíalísks veru- leika í listdansi,“ sagði hann opinberlega, „er mjög alvarlegt verkefni." Hann viðurkenndi um ieið, að hann hefði tekið því full léttúðlega í fyrri atrennum. En það þarf sennilega ekki ofsóknarbijálæði Stalíns til að skynja, að tónlistin í Læknum er ekki öll þar sem hún er séð. Sjostakovitsj gat ekki stillt sig. Legði verkefnið hann í spennitreyju brást hann við með svartnættis- húmor og bijálæðislegum undirtóni. „Plottið" — sumardvöl sovézkra leikhúsmanna á sa- myrkjubúi, þar sem óðara kemur í ljós, að hugmyndafræðileg markmið hinna fljótt á litið ólíkra hópa staðarmanna og listamanna eru í raun hin sömu — hefði að líkindum kallað fram auðgleymda meðalmennskutónlist hjá flestum öðrum höfundum. Hjá Sjostakovitsj varð hún eftirminnileg. Fellini og Nino Rota hefðu kunnað að meta hinn farsakennda sirkustón í dansatriðunum, ef þá ekki nöpru Offenbach- og Jóhann Strauss-skrumskælingarnar, allt unnið með óskeikulu handbragði þaulreynds fagmanns. Skrýtnast af öllu er þó, hversu músíkin er fersk. Fátt eldist venjulega verr en tiktúrur gærdagsins, en þessi tónlist hefur svo sannar- lega haldið æskufjöri sínu í meistaralegri út- færslu Gennadys Rozhdestvenskys. Stjórnandinn hefur kosið að slepppa ítrek- unum og aðfluttu efni úr Þrumunni og fækk- aði þannig 44 upphaflegum atriðum í 29; ekki óskynsamleg ráðstöfun frá sjónarhóli heimilis- hlustunar. Undir stjórn Rozhdestvenskys leika Stokkhólmsbúar skringilegheitin af fúlustu al- vöru og útkoman verður hreint kostulegt nægt- arhorn hnitmiðaðrar leikhústónlistar, þar sem hárbeitt háðið rambar á barmi vitfirringar. Þetta er plata sem maður grípur niður í, ef maður þarf að fá smá útrás — eða þegar vantar eitthvað viðeigandi að stilla í botn til að mæta dynkjaskólpsmengun nágrannans ... GHEORGHIU Arías. Óperuaríur eftir Verdi, Massenet, Catalani, Bellini, Puccini, Boito, Gounod, Donizetti og Grigoriu. Angela Gheorghiu sópran; Kór og hljómsveit Konungsleikhúss- ins í Túrín undir stj. John Mauceri. Decca 452 417-2. Upptaka: DDD, 1996. Lengd: 57:02. Verð: 1.899 kr. ANNAÐHVORT er mér farið að förlast eða heyrnin er næmari en góðu hófi gegnir. Að minnsta kosti heyrði ég ekki betur — þegar í upphafi fyrstu rákar disksins — en að Angela Gheorghiu, stórviðburður nýliðinnar óperu- vertíðar ytra, lafi svolítið neðan í tóninum. Ekki svo að skilja, að „hniglæg“ sönglega sé öldungis óþekkt í óperuheiminum. Óðru nær. Verða má var við þetta hjá virtustu söngv- urum, ekki sízt þegar aldur og þroski færist yfir, t.a.m. hjá Kiri te Kanawa eða hjá Fred- ericu von Stade í nýlegu óperuendurvarpi. En að heyra það hjá jafn ungri og glæsilegri söng- konu og Angelu Gheorghiu er óneitanlega dálitið sláandi. Kannski er undirritaður einfaldlega of óvan- ur óperusöng til að kippa sér upp við slíkt (smá)atriði, enda þótt hvorki ljóðasöngvarar né barokksöngvarar komist upp með nándar nærri annað eins. Hvað þá í poppi eða jassi. Þar er það einfaldlega kallað að syngja falskt. Annaðhvort sé tónn hreinn eða ekki. En vera má, að annað fegurðarmat ríki í bel canto; að það að renna sér lítillega upp i tóninn þyki tjá tiifinningalega innlifun, sérstaklega á döprum augnablikum. Ekki var þó um slíkt að ræða í viðkomandi aríu Nannettu úr Falstaff; þar var sungið um stjörnur, tungl og álfadans. Nú skal til sanns vegar færa, að ekki mun- aði mörgum hundraðshlutum upp á réttan riða- fjölda. Maður hefur heyrt það verra. Né heldur bar alls staðar á sighneigðinni. Er og þar með líka nánast allt upp talið sem færi í debet-dálk- inn, þvi söngkonan hefur óhemju fallegan dökkleitan lýrisk-dramatískan sópran, sem heldur eftir miklu af æskusakleysi, um leið og tjáningin er djúp og innileg. Maður gæti ímyntisr að sér Ceciliu Bartoli flutta upp um ferund, nótabene að viðbættum þeim hljómstyrk sem hingað til hefur vantað hjá ítölsku mezzostjörn- unni og staðið henni fyrir þrifum á óperusvið- inu. Þar er hins vegar af nógu af taka hjá Gheorghiu. Aríurnar á þessum diski eru gullfallegar, einnig þær minna þekktu, eins og Víve amour qui réve úr Chérubin eftir Massenet. Flestar eru í ljóðrænni kantinum, en viða má fínna staði, þar sem hinir dramatísku hæfileikar nímensku söngkonunnar njóta sín út í æsar, enda kraftur og hæð í góðu lagi. ítalska leik- húshlómsveitin undir stjóm Mauceris leikur mjög fallega og fylgni hennar við sönginn er til fyrirmyndar. Eiguleg plata í ágætri hljóðrit- un. Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.