Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 10
JANE AUSTEN Eftir Þóreyju Einarsdóttur ASÍÐASTA ári sat gömul og sígild skáldsaga - Pride and Prejudice eftir Jane Austen - vikum saman í efstu sætum breska met- sölulistans. í skoðana- könnun The Sunday Ti- ___ mes nefiidu flestir lesend- ur blaðsins hana sem eftirlætisskáldsögu sína - í sögunni er allt sem prýða má góða sögu: margbrotin persónusköpun, spennandi atburðarás, hárfln, oft háðsleg samfélagslýs- ing, ástir, rómantík, húmor og siðferðisboð- skapur. Hið sama má segja um aðrar bækur höfundar, en hún skrifaði alls fimm fullgerð skáldverk á stuttri ævi, Sense and Sensibi- lity, Pride and Prejudice, Emma, Northanger Abbey og Persuasion. Allar eru þær hrein- asta gullnáma, jafnt fyrir almenna lesendur sem fræðimenn og ekki síst kvikmynda- og þáttagerðarmenn. Pride and Prejudice kom út 1956 undir heitinu Ást og hleypidómar og er þýðanda ekki getið. Sagan kom aftur út undir nafn- inu Hroki og hleypidómar í vandaðri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur 1988. Þessi saga er sú eina eftir Jane Austen sem þýdd hefur verið á íslensku. Það sætir nokkurri furðu þegar litið er til þess að Jane Austen er ótvír- ætt talin einn merkasti skáldsagnahöfundur allra tíma. Bækur hennar njóta stöðugra, ef ekki sívaxandi vinsælda því í seinni tíð hafa sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir auk- ið enn á hróður þeirra. Fyrir utan áður- nefnda BBC þætti er nærtækast er að nefna leikgerð Emmu Thompson og Ang Lee á Sense and Sensibilty, sem sýnd hefur verið í Stjömubíói undir heitinu Vonir og vænting- ar. Síðasta saga Jane Austen, Persuasion hefur sömuleiðis verið kvikmynduð nýlega, og kvikmyndin Clueless er nútímaleg (og ósköp léleg) stæling á sögunni Emmu, en von er á annarri mynd sem byggð er á sömu bók. Hollywood hefur svo sannarlega tekið Jane Austen upp á arma sína, og timaritið Entertainment Weekly tók Jane Austen ný- verið í hóp 10 merkustu nafnanna í banda- ríska skemmtiiðnaðinum. Birt var „ljós- mynd“ af henni sitjandi á sundlaugarbarmi, klæddri að hætti síns tíma með farsíma í hendi og ábúðarmikinn svip nútíma athafna- konunnar. BBC þættirnir eru afar vandaðir og skemmtilegir og fylgja bókinni eins vel eftir og kostur er, og er ekki að spyija að vinsæld- um þeirra í Bretlandi. Talið er að um 40% þjóðarinnar hafi setið límd við skjáinn þegar lokaþátturinn var sýndur og myndband með þáttunum hefur selst betur en nokkurt ann- að sinnar tegundar. Bretar gátu augljóslega ekki fengið sig sadda af sögunni, því bók sem samin var um gerð myndaflokksins rok- seldist að sama skapi. Skömmu fyrir aldamótin 1800, þegar Jane Austen tók að skrifa fyrstu sögur sínar, var skáldsagan óðum að festast í sessi sem viður- kennt listform. Meðal fyrirrennara Jane Austen voru Daniel Defoe, Samuel Richard- son, Henry Fielding, Walter Scott og Fanny Burney. Jane Austen er einn helsti frumkvöð- ull skáldsögunnar og átti ríkan þátt í að móta form hennar. Konur höfðu ekki verið margar í hópi rithöfunda fyrri alda, en hróð- ur þeirra fór óðum vaxandi og áttu þær eft- ir að láta enn frekar til sína taka síðar á 19. öldinni. „...við skulum ekki taka frekari dæmi úr bókum. Karlmenn hafa átt þess miklu frem- ur kost en við að segja sína sögu. Miklu meiri menntun hefur staðið þeim til boða. Penninn hefur verið í höndum þeirra. Ég fellst ekki á að bækur sanni eitt eða neitt,“ segir söguhetja Persuasion, Anne Elliot við Captain Harville í orðaskiptum þeirra um eðli og hlutverk kynjanna. í bókum sínum BRESKT heldrafólk í sveitasælunni, 'ttOW í 4TA1-|afit«í>u«ic. AÐALSTRÆTIÐ í breskri smáborg frá því í byrjun 19. aldar. Ítk’ oi mm KSKfftff. » *ii FRÚ Bennet og tvær af dætrum hennar. Myndskreyting við útgáfu af Pride and Prejudice frá 1894. bætir Jane Austen úr og segir sögur kvenna. Kvenhetjur Jane Austen eru sérlega aðdáun- arverðar og eftirminnilegar. Þær eru ekki alltaf íðilfagrar og óaðflnnanlegar, en jafnan skarpgreindar og sterkar. Aðrar kvenpersón- ur í bókum hennar eru jafnmisjafnar og þær eru margar, en ávallt snilldarvel skrifaðar. Þær spruttu fram úr fjaðurpenná í hendi konu, sem lifði fremur fábrotnu lífi, en hafði þeim mun fjorugra hugarflug og ríka sköp- unargáfu. Ævi Jane Austen var ekki viðburðarík. Hún fæddist 16. desember 1775 á prestsetr- inu í Steventon í Hampshire á Suður-Eng- landi, sú sjöunda í röð átta systkina. Heimil- islífíð virðist hafa verið ástríkt og fjörugt. Jane átti eina systur, Cassöndru, tveimur árum eldri. Samband systranna var mjög náið og haft er eftir móður þeirra að „ef hálshöggva hefði átt Cassöndru hefði Jane óskað sér hins sama“. Systurnar voru sendar í skóla um hríð, en var annars kennt heima. Faðirinn, séra George Austen, var víðsýnn og menntaður maður sem kenndi Jane og hvatti hana til lesturs og skrifta. Hún gat lesið frönsku og stautað sig fram úr ítölsku. Á heimilinu var mikið lesið, og skáldsögur, sem ekki nutu enn þeirrar virðingar sem síðar varð, voru í hávegum hafðar. Auk þess var Jane og systur hennar Cassöndru kennt allt það sem þótti við hæfi ungra kvenna í þeirra stétt, svo sem saumaskapur, útsaum- ur, teikning, hljóðfæraleikur, söngur og dans. Sitthvað var fundið sér til dundurs á heimilinu, meðal annars voru færð upp frumsamin leikrit og lesin upp ljóð og sög- ur. Jane Austen hafði ekkert vinnuherbergi til afnota. Hún skrifaði sögur sínar við sófa- borðið í dagstofunni þegar næði gafst til. Sagan segir að hún hafi jafnan lagt þerri- pappír yfír skrif sín þegar einhver birtist í dyrunum. Hún fór þó ekki leynt með iðju sína því talið er sennilegt að Jane hafi lesið fyrstu sögur sínar upphátt fyrir fjölskylduna og þær fallið vel í kramið. Þegar séra Austen lét af störfum 1801 fluttist fjölskyldan til Bath og bjó þar í nokk- ur ár. Sagt er að flutningurinn hafi ekki verið Jane að skapi. Hún var ekki höfð með í ráðum, en átti einskis annars kost en fylgja fjölskyldunni. Eftir lát föðurins var aftur flutt í sveitina, fyrst til Southampton og því næst aftur til Hampshire þar sem Jane lést árið 1817 úr svokallaðri Addisonsveiki aðeins 41 árs að aldri. Þær fáu myndir sem til eru af Jane Aust- en sýna kringluleitt andlit, stór augu og þunnar varir. Þegar hún var yngri var henni lýst sem fríðri og myndarlegri, grannvaxinni og glæsilegri. Frænka hennar ein (hugsan- lega ekki alveg óhlutdræg) sagði um Jane og Cassöndru að hún hefði heyrt að þær systurnar þættu með fegurstu stúlkum Eng- lands. Haft var eftir konu nokkurri sem kynnst hafði Jane í æsku að hún hafi verið „fallegasta, kjánalegasta, tilgerðarlegasta fíðrildi í karlmannsleit" sem hún myndi eft- ir. Margir hafa dregið þessa lýsingu í efa, en hún gefur vissulega aðra mynd af skáld- konunni en sú sem dregin var upp af henni á Viktoríutímanum, sumsé lítil og fölleit virðuleg piparkerla. Vitað er að þær systurn- ar nutu lífsins á yngri árum og skutu sig í strákum þótt lítil alvara hafi ef til vill verið að baki. Jane Austen giftist ekki, en hún átti sér nokkra biðla og játaðist einum þeirra kvöld nokkurt til þess eins að slíta samband- inu morguninn eftir. Til eru óljósar heimild- ir og rómantískt ástarsamband hennar og ungs prests sumarið 1801, þegar Austen fjölskyldan var á ferðalagi við ströndina í Devonshire. Sagt er að hann hafði ætlað að hitta fjölskylduna aftur, en þess í stað barst þeim tilkynning um lát hans. Cassandra Austen trúlofaðist árið 1795 efnalitlum manni. Til að tryggja betur hag sinn áður en hann festi ráð sitt þáði hann stöðu hjá breska herliðinu í Vestur-Indíum. Hann lést þar úr gulu skömmu síðar og varð Cassöndru mikill harmdauði. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.