Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1996, Síða 15
LJOÐERNIS- VITUNDIN VAKIN Hjalti Rögnvaldsson hefur að undanförnu efnt til nýstárlegs Ijóóaflutnings með því að lesa bækur samtímaskálda í heilu lagi. JOHANN HJALMARS- SON innti hann eftir markmióum með þessum dag- skrám og vióhorfum hans til skálda og Ijóóa. HJALTI Rögnvaldsson leikari hefur undanfarin þriðjudagskvöld flutt ljóð í Kaffi Oliver við Ingólfsstræti í Reykja- vík. Síðastliðinn þriðju- dagur var helgaður lestri úr fyrstu ljóðabók- um Þorsteins frá Hamri og mun Hjalti lesa Þorstein áfram næstu þriðjudaga. Þegar þeim flutningi er lokið fer hann í stutt frí. Áður hefur hann sótt efni til skáldanna Stefáns Harðar Grímsson- ar, Einars Braga og Sigfúsar Daðasonar og að auki flutt þýðingar eftir Sigfús á ljóð- um franska Nóbelsskáldsins Saint-John Perse, Útlegð. Sjálfur átti Hjalti hugmyndina að lestrun- um. Hann velur sjálfur „helst höfunda í heilu lagi og heilar bækur“, eins og hann orðar það. Dagskráin er klukkutími með stuttu hléi. Um Kaffi Oliver sem kalla má kaffihús eða bar að vild segir hann að stað- urinn sé „góður í laginu, það sem ég er að gera fer fram innst og það er engin umferð fram hjá. í hinni deildinni eru litlir sauma- klúbbar í öðrum erindagjörðum en hlusta á ljóð“. Hjalti segir ljóðaflutninginn á góðri leið með að verða stofnun, en tilgangurinn sé að vekja ljóðernisvitundina. Um sé að ræða ljóðaflutning fremur en lestur. Form er aukaatriói Þú byrjaðir á atómskáldakynslóðinni? „Mér finnst skömm að því að þessi kyn- slóð er nánast óþekkt. Að eldri skáldum kemur einhvern tíma seinna. Rím skiptir mig ekki máli, form er reyndar aukaatriði. Þetta er spurning um ljóðrænu. En það er ótrúlega mikil formfesta í því sem virðist vera laust. Mér finnst hafa þurrkast út skilveggur milli skynjunar og skilnings, skynjunin jafnvel nauðsynlegri í mínum Morgunblaðió/Árni Sæberg ÞAÐ ætti ekki að sæta neinum tíðindum að leikari standi upp á endann og flytji ijóð, segir Hjalti Rögnvaldsson leikari. huga. Það er þess virði að menn eyði nokkr- um árum í að skilja. En kannski er allur skáldskapur vitleysa.“ Æskileg vitleysa samþykkir Hjalti. Hvað viltu segja um viðhorf þín til skáld- skapar? „Það sem höfðar til mín, það er mæli- kvarðinn; þarf ekki að skilja, nóg að skynja. Gestir ákveða að lokum hvað er á ferðinni." Eru þá gestirnir í hlutverki skálds? „Ef mér tekst að ýta undir þá tilfinningu í þeim tel ég þetta ekki alveg til einskis.“ Aðsókn hefur verið ágæt hjá Hjalta, frá hálfsetnu upp í fullsetið. Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér annan stað fyrir flutning- inn segir hann að Laugardalshöllin hafi ekki verið laus, en verði það vonandi síðar. Ljóóió sjólft Hvernig líst Hjalta á aðrar tegundir Ijóða- flutnings? „Eg vil helst hafa ljóðið sjálft. Ef tónar eiga að vera með til dæmis verður það að hafa ákveðinn tilgang og vinnast vel svo báðar listgreinar njóti sín til jafns.“ Hefurðu fengið viðbrögð frá áheyrend- um? „Töluverð, einkum þakklæti. Einn og einn fer kannski til þess að sjá sýningargrip frá Náttúrugripasafninu. Ljóðadagskrár eru sorglega sjaldgæfar, ættu að vera fleiri. — Það ætti ekki að sæta neinum tíðindum að leikari standi upp á endann og flytji ljóð.“ Hjalti segir 'að ljóð skáldanna séu í fullu gildi þótt þau endurspegli ýmsa tíma. Ljóð- in gilda áfram að hans mati og heildarsvip- urinn sem fæst við að lesa heila bók skipt- ir máli. Hann segir að fjölda fólks þyrsti í þögn og menningu. Þögn? „Ljóðið er náskylt þögninni, frænka þagnarinnar. Maður sem getur einbeitt sér við að hlusta á ljóð er ekki alveg búinn að vera.“ _________TÓNLIST_______________ Sígildir diskar BACH J. S. Bach: Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen BWV 12, Wiederstehe doch der SiindeBWV 54, Ach, ich sehe, itzt, da ich zurHochzeit gehe BWV 162, Himmelskönig, sei willkommen BWV 182. Yumiko Kurisu S, Yoshikazu Mera A (kontratenór), Makoto Sakurada T & Peter Kooy B; Bach Collegium Japan u. stj. Masaak- is Suzukis. BIS CD-791. Upptaka: DDD, Kobe, Japan, 4/1996. Lengd: 79:09. Verð: 1.490 kr. AL-JAPÖNSK áhöfn í Bach-kantötum? Væri það ekki eins og að útsetja kammer- verk eftir Brahms fyrir sjakúhatsjí, kótó og sjamísen? Eða hvernig í ósköpum getur umhverfi sjintótrúar og Zen-búddisma í landi rísandi sólar samrýmzt miðevrópskri lúterskri kirkjutónlist frá 18. öld? Var því ekki fyrir löngu slegið föstu, að austrið og vestrið myndu aldrei ná saman? Ekki virðist Robert von Bahr hjá sænsku Bis-útgáfunni hafa litið svo á, heldur treyst því að tónlistin þekki engin landamæri, þegar hann lét taka disk þenna upp í vor. Eflaust hefur hann haft sitthvað fleira fyr- ir sér (Japansmarkaður sígildra hljómdiska ku t.d. vera einn sá stærsti í heimi), en þótt skömm sé frá að segja, þá hefur undir- ritaður harla lítið undir höndum um Bach Collegium Japan og stjórnanda sveitarinn- ar, organleikarann Masaaki Suzuki, annað en að hérumræddur diskur er frumraun þeirra á Vesturlöndum. Bæklingur segir sveitina stofnaða af stjórnandanum 1990 til að kynna Japönum kantötulist Bachs og nánustu fyrirrennara (Pachalbel, Buxte- hude, Böhm, Scheidt). Auk einleikara fylgiradda (obbligati) samanstendur BCJ af 18 kórsöngvurum (5, 4, 4, 5) og 8 strengjum (2, 2, 2 + 1 selló og violone í fylgibassa), og er það sérlega viðeigandi stærð fyrir verkin fjögur á þess- um diski, því Weimarkantötur Bachs höfðu oftast minna umleikis en kantötur Leipzig- áranna. Miður viðeigandi verða hins vegar hlutföllin, þá sjaldan strengjasatzinn er 5- radda. Sú er einmitt raunin í BWV 12, og fimmröddunin - hljómmikil forneskja (ættuð frá gömbusveitum) með 2 ví- óluröddum, sem Bach hvarf síðar frá í kantorstíð sinni) er þar útfærð með uppröðuninni 2, 2, 1, 1 + Fb, líkt og víól- uraddirnar tvær væru auka- atriði. Eins virðist vera með kórinn; útraddirnar kæfa nokkuð innraddirnar, og er það í undarlegri andstöðu við upphafsstefnu flytjenda og missir þeim er meta raddfærsl- ulist Sebastíans og vandvirkni að verðleikum. Að öðru leyti er flutningur hinn vandaðasti, og má óhikað fullyrða, að Japanir sýna ótrúlega góð tök á viðfangsefninu. Sumum hlustendum kann e.t.v. að finnast söngurinn heldur blóðlítill á köflum, og textinn mætti víða vera skýr- ari, en á móti kemur einstök ögun og fágun, sem ásamt sérkennilegri, íhugunarkenndri innlifun kallar fram hið upprunalega guðs- þjónustuhlutverk verkanna; hlutverk sem virðist almennt hafa þokað í vesturlenzkri túlkun fyrir ytri dramatík og forntækni- hneigðri upprunastefnu. Kantötur umrædds disks bera að vísu öðrum fremur þennan andblæ með sér. Þær eru allar frá níu ára dvöl Bachs í Weimar (1708-17), þar sem flest orgelverk hans urðu til. Hin mikla færibandsframleiðsla fyrstu Leipzigáranna á kirkjukantötum var enn ekki komin í gang í Weimar. Þegar mest var, þurfti Bach aðeins að skila einni nýrri kantötu á mánuði, en sem kunnugt er fjórfaldaðist sú iðja í vikulegt (!) ferli, þegar nýdubbaður kantorinn hóf að safna í sarpinn fyrir höfuðkirkjur Leipzigborgar. Eins og fyrr sagði var tilstandið minna í Weimar, hljómsveitin smærri og tónsmíða- áhrifin frá fransk-ítalskri óperu ekki orðin eins glögg og síðar varð. Músíkin stendur nær norðurþýzka organista- skólanum; hún er fornlegri, stranglegri og íhugulli. Þess- um eigindum skila Japanarnir einkar vel, og ljá verkunum að auki dulræna töfra með fágaðri mýkt sinni, sem án efa hefði heillað Sebastían upp úr skónum. Upptökustaðurinn er nýleg kirkja í Kobe sem var sérlega hönnuð fyrir tónlistarflutning, enda er hljómurinn afar falleg- ur. Sumir hefðu kannski kosið ögn meiri nálægð við flytjend- ur, en það hefði aftur á móti dregið úr dulúðinni. Ekki spillir heldur hóf- semd Japana í “klukkudýnamík“, því hún er sannfærandi og hvergi jafn skelfilega ýkt og, segjum, í túlkun Roy Goodmans á Brandenborgarkonsertunum (Hyperion) - sannkölluðu víti til varnaðar, þegar “upp- runalegur“ barokkflutningur er annars veg- ar. ARNOLD Malcolm Arnold: Sinfóníur nr. 1 og 2. Ríkiss- infóníuhljómsveit Irlands u. stj. Andrews Pennys. Naxos 8.553406. Upptaka: DDD, Dyflinni 4/1995. Lengd: 55:41. Verð: 690 kr. SKAMMT er síðan brezka tónskáldið Malcolm Arnold (f. 1921) bar fyrst á góma á þessum vettvangi, eða fyrir hálfum mán- uði, í sambandi við “Hoffnunghátíðina“, þar sem hann var nefndur meðal tónlistarmanna er lagt höfðu í púkk háðfuglsins heitna. Annars ættu aðdáendur Davids MacLeans og Alecs Guinness að kannast við hann, því meðal rúmlega 80 kvikmynda sem Arn- old hefur tónsett var Brúin yfir Kwaifljót. Þótt hann lyki þvi verkefni á aðeins 10 dögum, hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir, enda blístruðu allir á sínum tíma (kringum 1957-58) hið galvaska göngulag úr mynd- inni (somí - mífaso / mí mí do -), svo lá við landauðn. Arnold virðist til skamms tíma ekki hafa þótt nógu fínn pappír meðal alvarlegra tón- listarunnenda og gagnrýnenda. Tengsl hans við kvikmyndatónlist og léttari tóngreinar þóttu vafasöm, að ekki sé talað um “íhalds- semi“ tónskáldsins á díatóník, óvefengjan- lega lipurð í orkestrun og öryggi í meðferð ólíkra stíltegunda. Sem sagt: gersamlega utanvelta sérvitringur frá sjónarhóli fram- úrstefnulínu Kölnar-Darmstadts á 7. ára- tug. Og (kannski verst af öllu): hann höfð- aði til áheyrenda! Nú sýnist hins vegar farið að rofa nokk- uð til um endurmat á Malcolm Arnold. A.m.k. er hann farinn að gera vart við sig á hljómdiskum: staka kammerverk á BIS, nokkrir diskar með dönsum, kvikmyndasvít- um og strengjakvartettum á Chandos, og, að svo komnu, þijár sinfóníur - nr. 1, 2 og 9 - á Naxos. Því er ekki að neita, að kvikmyndatónlist- arlegir breiðtjaldsfletir blasa víða við á lér- efti brezka hljómlistarmálarans. Hann vinn- ur ekki áberandi mikið með stefrænni úr- vinnslu, í blóra við comme il faut síðan Beethoven, heldur út frá stemmningum, örfáum melódískum tónbilum og með or- kestrun sem oft kemur á óvart, vegna þess hvað hún er í raun einföld. Kannski mætti kalla þetta “prógrammlausa hermitónlist". Arnold hefur sjálfur kvartað um að not- ast stundum við “tilfinningalegar klissjur“, og er honum auðvitað legið á hálsi fyrir það. En - hvað er ekki hægt að segja um Mahler? Eða eru gamlar klissjur skárri en nýjar klissjur? Sinfóníur nr. 1 og 2 (1950 og 1953) hljóma í mínum eyrum ekki vit- und úr sér gengnar, heldur þvert á móti sem glæsileg, eldhress, og hugvitslega sam- in hljómsveitartónlist, sem í þokkabót bera aðalsmerki hins vandaða aðgengileika. Flutningur íranna er engu minni en fyrsta flokks, og hljóðritunin sömuleiðis. Rikarður Ö. Pálsson BACH OG ZEN Bach LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. SEPTEMBER 1996 15 C

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.