Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1996, Blaðsíða 4
ÆTTBOGIAFBURÐAMANNA VIÐ sjáum hann fyrir okkur, sveittan af göngu að kasta mæðinni á heiðarbrúninnni ofan við Laugarvatn. Hann lítur yfir landið sem fram- undan er; veit að það er enn ónumið og sér að það er harla gott. Hann sér tvö spegilslétt stöðuvötn á sléttlendinu neðan hlíðanna, ár sem liðast um órofa graslendi langar leiðir til austurs og hann sér langt uppeftir skógi vöxnum hlíðum. Hann sér líka þennan undarlega reyk sem líður upp frá vatnsbakkanum og annan miklu stærri austar. En það kemur ekki á óvart; hann hafði áður séð svipað náttúrufyrirbæri í landnámi Ingólfs vestan heiðar, þangað sem hann kom skipi sínu. Nú átti hann aðeins eftir að velja sér bústað. Það var enginn meðalmaður sem hér var á ferð. Ketilbjörn Ketilsson, kallaður hinn gamli, var stórættaður maður og það orð skiljum við ekki til fulls núna. Á þeirri tíð var það forsenda þess að geta komizt til auðs og valda. Aðeins stórættaðir menn komu til greina þegar auðug gjaforð voru annars vegar. Þannig hafði auðurinn til- hneigingu til að safnast á fárra hendur, rétt eins og nú. Ketilbjörn hafði átt heima í Naumudal í Noregi. Landnámabækur gefa honum þá einkunn, að hann hafi verið „maðr ágætr" og „maðr frægr", sem þykir benda til þess að hann hafi verið hersir eða hersiborinn að minnsta kosti. Um foreldri hans segir í landnámabókum, að móðir hans hafi verið Æsa dóttir Hákonar jarls Grjótgarðssonar, en í Sturlungu segir að Æsa hafi verið syst- ir Hákonar Hlaðajarls. Sá margfrægi mað- ur, Haraldur hárfagri, var sonur Hákonar Hlaðajarls og hafi Æsa verið systir Hlaða- jarlsins, þá er Grjótgarður Hlaðajarl afi þeirra beggja, Ketilbjarnar og Haraldar hárfagra. í Ijósi þess að landnámsmenn hafi yfir- leitt verið að flýja undan ofríki Haraldar hárfagra, skýtur skökku við um Ketilbjörn, sem er í innsta hring þessarar fjölskyldu. Ekki er minnst á neitt ósætti við Harald frænda; Ketilbjörn hefur farið úr landi af öðrum ástæðum og er talinn „göfugastur" landnámsmanna í Árnesþingi ásamt Há- steini Atlasyni, sem einnig var jarlborinn. Annar eins maður og Ketilbjörn Ketilsson hefur kosið sér eiginkonu af ekki mikið lak- ari uppruna og fann hana í Helgu dóttur höfðingjans Þórðar skeggja. Ekki var ættar- tala Helgu síður álitleg. Langafi hennar í móðurætt var sjálfur Játmundur Englakon- ungur, langafí hennar í föðurætt var frægur maður, Björn buna og langafi Bjarnar var Eylaugur konungur. Þetta ber að hafa í huga þegar reynt er að bregða ljósi á hvílík- ir úrvalsmenn komu út af þeim Ketilbirni og Helgu. Að öllum líkindum hefur brullaup þeirra Ketilbjarnar og Helgu verið gert úti í Nor- egi og hún síðan komið með bónda sínum til íslands á skipinu Elliða. Um það er þó ekki sérstaklega getið. En Ketilbjörn og skipshöfn hans lentu skipinu við ósa þeirrar ár við Reykjavík, sem síðan ber nafn skips- ins. Þar hefur Ketilbjörn orðið að skilja skip- ið eftir og það hefur varla orðið honum til mikils gagns eftir að hann var seztur að á Mosfelli. Að líkindum hefur sumri verið far- ið að halla; jafnvel komið haust, því Ketil- björn frestar því til næsta vors að leita sér landa og er vetrarlangt til húsa hjá mági sínum á Skeggjastöðum í Mosfellssveit. í leit ad ónumdu landi Ef hitafar á landnámsöld hefur verið svip- að og nú er í Skotlandi, svo sem víst er talið, má gera því skóna að Ketilbjörn hafi haldið austur um Mosfellsheiði snemma vors. Hann á að hafa gert sér skála þar sem síðan heitir Skálabrekka í Þingvallasveit, : en til hvers hefði hann átt að gera það? Segir svo í landnámabókum að þeir Ketil- björn hafi síðan komið að á þeirri er þeir nefndu Öxará vegna þess að þar týndu þeir öxi. í Sturlungu er sagt að þeir hafi komið á árís og misst öxina niður um vök. Bendir það til þess, ef rétt er, að þeir hafí verið á ferðinni snemma vors. En báðar sögurnar virðast þó fremur vera skýringartilraunir á örnefnum og skipta ekki miklu máli. Vera má að Þingvallasveit hafi þá þegar GISLI SIGURÐSSON TOK SAMAN Ketilbjörn Ketilsson hinn gamli, landnámsmaóurá Mosfelli var tvímælalaust fulltrúi heióins sióar og fornra gilda. En Mosfellingarog Haukdælir, afkom- endur hans og Helgu konu hans, voru fyrstu mennta- menn íslendingg, vel á undan samtíó sinni og báru ______gf flestum íslendingum á þjóóveldisöld.______ KETILBJÖRN átti digran sjóð silfurs og bauð sonum sínum að slá þvertré af silfri í hofið á Mosfelli. Þeim leizt illa á hugmyndina. Einn þeirra, Teitur, byggði fyrstur bæ í Skál- holti og afkomendur hans urðu biskupar þar og skólastjórar í Haukadal. verið numin og varla líklegt að Ketilbirni hafi litizt vel á landnám þar. Hann hefur gert þar stuttan stanz og haldið áfram aust- ur um Gjábakkahraun og áð á brúninni áður en komið á Laugarvatnsvelli. Þar hafa þeir tekið upp nestið og urðu þar eftir „nokkrar áreyðar" og nefndu þeir staðinn Reyðarmúla; þar heitir nú Reyðarbarmur og Barmaskarð. Hvort Ketilbjörn fór síðan fram Lyngdals- heiði eða svipaða leið og vegurinn liggur nú til Laugarvatns er ekki ljóst. En hafi hann farið syðri leiðina og komið á heiðar- brúnina sunnan Apavatnsbæjanna, þá hefur sama útsýni blasað við; aðeins hefur hann þá getað séð lengra inn með hlíðunum og loks inná Langjökul, þegar framar kom. Búið var að nema land í Grímsnesi upp að Stangarlæk sem fellur ofan úr Lyngdals- heiðinni ofan við Minni Borg, en þar fyrir ofan var ónumið land; hluti Grímsness, allur Laugardalurinn og Biskupstungur vestan Köldukvíslar eins og Tungufljót var nefnt þá. Við getum til hægðarauka séð fyrir okkur að Ketilbjörn og hans menn hafi litið yfir þetta land ofan af Mosfelli. Vísast var það allt vaxið birkiskógi eftir árþúsunda friðun oghagstætt veðurfar. Af Mosfelli hefur Ketilbjörn séð að skammt var til veiða í Apavatni, Hagaósi og Brúará. Hann hefur sagt: Hér er staðurinn, en við vitum ekki hversvegna hann kaus að byggja sér bæ þarna sunnanundir fellinu. Bæjarstæðið er að vísu fallegt þegar þangað er komið; móbergshamrar efra en annars aiit grasi vafið og þá hefur verið skógur eða kjarr í hlíðum Mosfells. Flestum nútímamönnum finnst að Ketil- björn hefði getað fundið sér fegurra bæjar- stæði í landnámi sínu; annaðhvort uppi við Apavatn, við hlíðarnar hjá Laugarvatni eða austar. Kannski fór hann eftir einhverri goðlegri bendingu eins og fleiri landnáms- menn, um það vitum við ekki. Hann hefur farið aftur vestur yfir heiði til þess að segja Helgu konu sinni frá landnámi sínu og svo hefur hann haldið austur með hana, skyldul- ið sitt og búslóð. Landnámabækur allar þrjár segja að Ketilbjörn hafi numið „Grímsnes allt upp frá Höskuldslæk ok Laugardal allan ok alla Biskupstungu upp til Stakksár." Það hefur löngum þótt ótrúlegt að Ketilbjörn hafi ekki numið Haukadalsland einnig, heldur aðeins að Stakksá, sem venjulega er lítið meira en lækur ofan úr Bjarnarfelli. Hinsvegar leituðu til hans feðgar utan úr Noregi, Þorbrandur og Ásbrandur, sem höfðu eins og Ketilbjörn orðið seinir fyrir. Hann er sagður hafa vísað þeim á ónumið land ofan Stakksár og að þeir hafí numið það og byggt bæ í Haukad- al. Miklu líklegra er þó, að Ketilbjörn hafi upphaflega numið allt þetta land inn til fjalla og látið þá hafa sneið af landnámi sínu. Silffurslóóur Ketilbjarnar Einar Arnórsson segir svo um Ketilbjörn í ritgerð sinni Landnám um Biskupstungur og Grímsnes: „Ketilbjörn sýnist lengi hafa búi að Mos- felli og orðið gamall maður. Hann var fædd- ur forráðamaður þeirra manna, er byggðu í landnámi hans, enda hefur hann sjálfsagt, eins og svo margir aðrir landnámsmenn, numið svo víðáttumikið land með það fyrir augum að taka mannaforráð á því. Landn- ámabækur greina nokkrar sagnir um Ketil- björn, sem Sturlunga-greinin hefur ekki. Segja þær, að hann hafi verið svo auðugur „at lausafé", að hann bauð sonum sínum að slá „þvertré af silfri í hofit, þat er þeir létu gera". En það hafi þeir eigi viljað gera. Hafi hann þá ekið silfrinu á tveimur uxum með þræli sínum Haka og ambátt sinni Bót upp á Mosfell og grafið það þar, enda hafi það eigi síðan fundizt. Síðan hafi Ketilbjörn drepið þrælinn í Hakaskarði, en ambáttina í Bótarskarði. Síðari munnmæli bæta við tveimur þrælum, er Ketilbjörn hafi drepið, Flaka í Flakahlíð og Þorsteini á Þorsteins- stíg, og jafnvel ambátt, Auðhildi, er Ketil- björn hafi drepið á Auðhildarhrygg. ÖU þessi örnefni eru í Mosfelli, en þau sanna ekkert um sannindi sagnarinnar, enda er það marg- reynt, að samskonar sagnir eru til búnar til skýringar á örnefnum. Sagnir þessar um Ketilbjörn hafa á sér glöggvan þjóðsagnablæ Fyrst ýkjurnar um silfureignina og síðan sögnina um hagræðingu silfursins" • 4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. OKTOBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.